Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.12.1960, Side 5

Mánudagsblaðið - 12.12.1960, Side 5
mAnudagsblaðið Mánudagnr 12. des 1960 i--—<—---——•——-----—- Hliómplötur íslenzkra tóna íslenzkir tónar hafa nú birt plötulista sinn og er mikið um nýjar plötur, enn- fremur nokkuð um endurút- gáfu. Dægurlagaplötur. Fyrst má nefna tvær plöt- ur sungnar af Ragnari BjarnaJsyni með Arvid Sundin and his SWEDISH ALL STARS, Arvid Sudin er meo þekktari hljómsveitar- stjórum Svía og í hljómsveit hans eru aðeins úrvals hljóð- færaleikarar. ' Lögin sem Ragnar syngur eru: FARÐU FRÁ og HIJN GUNNA bæði efitr Ólaf G. Þórhallsson, EINS OG FÓLK ER FLEST eftir Jón Sigurðsson og HÚN VAR MEÐ DIMMBLÁ AUGU, en það er íslenzk útgáfa af hinu vinsæla lagi ITSY BITSY. Ragnar mun væntanlega fara til Svíþjóð- ar í marz mánuði og syngja inn plötur fyrir sænsk fyr- irtæki. SIGRÚN JÖNSDÓTTIR hefur dvalið í Noregi undan- farið og vakið mikla eftir- tekt fyrir afburða söng, hún hefur sungið inn tvö lög fyr- ir íslenzka Tóna og heita þau AUGUSTIN og FJÓR, IR KÁTIR ÞRESTIR, Kjell Karlsen og hljómsveit að- stoða. Dansplötur. Með vaxandi danskennslu hefur mikill áhugi gripið um sig meðal ýngri sem eldri á að geta bjargað sér sæmi- lega á dansgólfi og hafa dansskólar verið geysimikið sóttir. Dansskóli Hermanns Ragnars og Islenzkir Tónar hafa tekið. höndum saman um útgáfu á tveimur dans- plötum sú fyrri er með barnadönsum og barna- söngvum, barnakór syngur með tríói MAGNÚSAR PET- URSSONAR 11 bamadansa og barnasöngva. Seinni plat- an er með samkvæmisdöns- um, kvartett Magnúsar Pét- urssonar leikur 11 danslög, flest íslenzk. Plötum þessum hefur verið mjög vel tekið enda bætt úr brýnni þörf. Bamaplötur. Stærsta verkefni íslenzkra Tóna á þessu ári var upp- takan á KARDEMOMMU- BÆNUM, en sú plata hefur verið óskaplata barnanna, hún hefur verið uppseld að undanförnu, en er um það bil að koma aftur. MJALL- HVÍT OG DVERGARNIR SJÖ er annað verkefni Is- lenzkra Tóna á þessu sama sviði, leikstjóri og sögumað- ur er Róbert Arnfinnsson, Mjallhvíti leikur Kristín Anna Þórarinsdóttir, prins-( inn: Steindór Hjörleifs- j son, drottninguna: Guðbjörg Þorbjarnardóttir, spegilinn: Sigríður Hagalín, og dverg- ana leika þeir Rúrik Har- aldsson, Jón Sigurbjörns- son og Árni Tryggvason, tónlistin er eftir Maj Sön- stevold og leikur hljómsveit hennar og Jóns Sigurðsson- ar í leikritinu, en Ríkisút- varpið annaðist upptökurn- ar. SOFFÍA og ANNA SIGGA hafa einnig sungið inn á nýjar plötur, eru bæði lögin íslenzk og heita ÖLI PRAKKARI og SUMAR ER I SVEIT. Jólaplötur. Sigurður Bjömsson, sem undanfarið hefur getið sér glæsilegan orðstýr hérlend- is sem erlendis, 'hefur sung- Husqvarna Automatic Sú kona verður ekki fýrir vonbrigðum, sem í'ær HUSQVARNA Automatic í jólagjöf. heimilissaumavélin ber hróður sænskrar iðn- menningar um víða veröld. Þér gefið það bezta ef þér gefið HUSQVARNA Automatic. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Komið og skoðið hinn mæta grip eða biðjið um myndalista. HUSQVARNA AUTOMATIC léttir heimilisstöríin, sparar útgjold GUNNAB ASGEIHSSON HF. Suðurlandsbraut 16 S'imi 35200. ið fjóra sálama, NU ÁRIÐ ER LIÐIÐ 1 ALDANNA SKAUT, SEM BÖRN AF HJARTA, NU LEGG EG AUGUN AFTUR og ásamt kvennakór AVE MARÍA, þessi hljómplata hefur hlotið afbragðs dóma. Fyrir jólin er ennfremur væntan- leg plata með jólalögunum sungnum af Helenu Eyjólfs- dóttur, en hún hefur selzt meir en nokkur önnur jóla- plata undanfarin ár. Islenzkir Tónar hafa tek- ið upp þá nýung að gefa út jólaplötukort, þ.e. jólakort sem hægt er að spila, mynd- ir eru úr Reykjavík og lög- in HEIMS UM BÓL og NÚ ÁRIÐ er LIÐIÐ I ALD- ANNA SKAUT. Söngjjlötur. Af sörígplötum skal fyrst nefna nýjar RlMNAPLÖT- UR, sem Kjartan Hjálmars- son hefur kveðið inn á, Dr. Hallgrimur Helgason ritar skýringar. Rímnalög hafa ekki komið út síðastliðin 20 ár a.m.k. og því bætir þessi hljómplata úr brýnni þörf. LEIKBRÆÐUR hafa sungið inn á E.P. plötur m. a. HANNA LITLA, LITLA SKÁLD, LINDITREÐ DRAUMADÍSIN MÍN. Einnig gefa íslenzkir Tónar út plötu er nefnist EG BIÐ AÐ HEILSA, á plötunni eru m.a. þessi lög. SÓLSETURS- LJÓÐIN, SMALADRENG- URINN, EG VIL ELSKA MITT LAND, SMALA- STÚLKAN og EG BIÐ AÐ AUGLÝSING varðandi gin- og klaufaveiki frá Iandbúnaðarráðuneytinu Vegna þess, að gin- og klaufaveikifaraldur gengur nú á Bretlandseyjum, vill landbúnaðarráðuneytiö vekja athygli yfirvalda og almennings á því, að stranglega ber að fylgja reglum laga nr. 11/1928 um vamir gegn gin- og klaufaveiki. i —T ' t Tekið skal fram að samkvæmt téðurn lögum og auglýsingu þessari er: l I Bannaður með öllu innflutningur á heyi, hálmí, alidýraáburði, sláturafurðum hvers konar, húðum, mjólk og mjólkurafurðum sem og eggjum. Stórgripahúðir, sem nota þarf við togveiðar hép við land, má þó flytja inn, enda séu þær sótir hreinsaðar erlendis, og einnig þegar þær koma hingað til lands. i ,r ! Frá Bretlandseyjum er ennfremur hannaður inn-* flutnin,gur á lifandi jurtum trjáin, trjágreinimH og könglúm, grænmeti og hvers konar garð- ávöxtum. 1 i ~ ' 1 Farþegar og áhafnir farartækja skulu gefa yfir* lýsingu samkvæmt 4. gr. laganna um dvöl sínai, erlendis, strax og þau konia til íslands. , j ~ n Með auglýsingu þessari er felld úr gildi auglýsing, dags. 24. júlí 1953 (Lögbirtingablað nr. 57 1. ágúst 1953). Brot á lögum nr. 11/1928 og auglýsingum., sem settar eru samkvæmt þeim, varða sektum. J Landbúnaðarráðuneytið, 30. nóvember 1960. Ingólfur Jónsson /Gunnl. E. Briem | HEILSA. Guðrún Á. Símon- ar syngur LINDIN, MÁNA- SKIN, SVANASÖNGUR Á HEIÐI og TVÆR VORVlS- UR. Í * r Fjórar jhæggengar hljóm- plötnr. Islenzkir Tónar gefa einn- ig út fyrir jólin 4 hæggengar hljómplötur tvær dægurlaga og vísnaplötur og tvær söng plötur. Á fyrri dægurlagaplötunni eru 12 ísl. lög sungin af 12 mism. söngvurum og á seinni plötunni 15 lög sung- in af 15 mism söng. Á for- síðu er mynd af Reykjavík prentuð í fjórum litum. Á fyrri sörígplötunni eru 12 lög en 14 á þeirri síðari og syngja þar allir fremstu söngvarar okkar, á forsíðu er mynd af Vestmannaeyj- um prentuð í fjórum litum. Utsöluverð á þessum plötum verður aðeins kr. 200,00, og jhafa Islenzkir Tónar haft verðið svona lágt til að sem flestir eigi kost á að eign- ast þessar úrvalsplötur. Upplagið er mjög takmark- að. Daglega ný afskorin blóm . BLÓMABtFÐIN, HRÍSATEIG 1. SÍMI 34174. (Gegnt Laugarneskirkju). Krossgátan SKYRINGAR: | ! Lárétt: Gælunafn 5 Borg 8 Ilátið 9 Rykhreinsa ld Lík 11 Minnist 12 Grafa 14 Frostsár 15 Matarílát (flt.)J 18 Verkfæri 20 Ríkidæmi 21 Fangamark söngvara 22 Árs- tími 24 Líffæri 26 Tala óljóst 28 Ofbeldisverks 29 Þekkiií leiðina 30 Raus. • ■ : . . , 4 Lóðrétt: 1 Einn af sjö 2 Hrjáir 3 Veggi 4 Ósamstæðir* 5 Ofdrykkjumenn 6 Kall 7 Áverki 9 Ákærður 13 Hraða l'S' Kaldi 17 Gribba 19 Fugla 21 Ginna 23 Rödd 25 Lærdómuc 27 Bindindissamtök. -

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.