Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.12.1960, Side 6

Mánudagsblaðið - 12.12.1960, Side 6
B MÁNTI d agsbl aðið Mánudagur 12. 'des 1960 En Bill hafði aðeins skrif- að einu sinni formlegt bréf, þar sem hann sagði henni, að hann hefði beðið fast- eignasala fyrir húsið þeirra, en hann vildi láta hana vita, að hún mætti búa þar, þang- að til húsið væri selt. Helm- ingur af tekjum hans átti að renna til hennar. Hann hafði ailtaf verið höfðinglegur í peningamálum. Hún hafði skrifað honum aftur í klúbbinn hans og sagt honum, að hún sam- þykkti allar hans uppástung- ur, þó hún hefði þráð meira en allt annað að geta beðið hann að taka sig í sátt aft- ur og lofað honum því, að hún skyldi, það sem eftir væri ævinnar, reyna að bæta honum fyrir sök sína. En hún hafði einu sinni farið bónarveginn og verið (synjað; og hún gat ekki beðið hann aftur. Hann hafði svo mikla andstyggð á framferði hennar, að hann gat ekki hugsað sér að búa með henni áfram. Það varð hún að reyna að sætta sig við. En um leið var eins og eitthvað harðnaði innra með henni, svo að þegar hún kom út af spítalanum, var það hörð og kaldranaleg Júlía, sem sagði: „Mér er sama. Nú bítur ekkert á mig.“ En undir yfirborðtehörk- unni var henni ekki sama, og hún vissi, að í örvæntingu sinni þráði hún manninn sinn. Fyrsta kvöldið hjá Maek- enzie-hjónunum kom Vil til hennar til þess að tala í ein- rúmi við hána. Vi hafði haft áhyggjur vegna Júlíu allan Grein Jónasar A Denise Robins Framhald af 4. síðu sögur sr. Jóns Thorarensen cru gullnáma bókmennamálsins. Frásögnin er öll- á vegum hinn- ar fornu Bessastaðatízku, það eru málmyndir og líkingar sem orðabókahöfundar munu óvíða finna í jafn eðlilegri mynd. í Útnesjamönnum og Marinu fer saman listrænt efni og þrótt- mikill þjóðlegur stíll. 1 i daginn. Og þær áhyggjur voru tengdar þeirri tilfinn- ingu, að henni fannst hún bera að vissu leyti ábyrgð á því, sem hafði skeð. Aldrei ha^ði Vij fundizt hún vera óhamingjusamari en þegar hún leit á vinkonu sina og sá breytinguna á henni, ekki aðeins líkamlega, heldur líka andlega. Það var búið að taka umbúðirnar af höfði hennar, og tóbakslitt hárið var úfið, og enn var svolítið mar á kinninni á henni, og hún var mjög föl. Augun virtust óvenjulega stór og full of sársauka. Vi verkjaði í hjartað, þegar hún horfði í þau. Vinstri hand- leggurinn var enn í fatla. Læknirinn hafði sagt um morguninn, að skurðurinn hefðist vel við, og að hann mundi geta- tekið sporin úr eftir einn dag eða svo. ,,Þú verður eins lengi hjá iméír og þú vilt, elskan,v sagði Vi, ,,mitt heimili er þitt og verður ávallt.“ „Þetta er fallegt af þér, Vi,“ sagði Júlía, „en ég get ekki tafið lengi, því ég verð að fara heim og taka saman pjönkur mínar.“ „Það verður erfitt fyrir þig.“ „Mjög erfitt.“ „Bara, að þetta hefði ekki komið fyrir, Júlía.“ „Júlía hló stuttan, harðan hlátur. „Það hefði ekki komið fyr- ir, ef ég hefði ekki verið eins mikið fífl og ég var.“ „Júlía, í allan dag hef ég verið að segja það við sjálf- an mig, að þetta væri mér að ke|nna. Eg kynnti þig þessum manni, og fór svo út með Georg og skyldi ykk- ur ein eftir, og —“ „Talaðu ekki eins og kjáni,“ tók Júlía fram í, „þetta er nokkuð, sem þú áttir engan þátt í. Eg hefði getað kynnzt honum hvar sem er, og hver sem er hefði getað skilið okkur ein eftir. Þú gqtur ekki.’ með góðú móti kennt þér um mína heimsku “ Vi strauk grænt silkitepp- ið á rúminu. „Eg held næstum, að þú hatir Ivar Bent núna, Júlía.“ „Það er ekki eiginlega hat- ur. Það er aðeins — ekki neitt! Mér finnst núna að þetta hafi einna helzt verið eins og martröð, sem heldur manni föngnum á móti vilja hans. Auðvitað elskaði ég hann aldrei —en ég hélt þá, að ég gerði það.“ „Þetta var alltof ofsafeng- ið, góða mín.“ Jón Thorarensen, Þorgils gjallandi og Jón Trausti hafa I sögum sínum steypt i varanlegt mót mál og minningar fólks við Breiðafjörð, í Mývatnssveit og á Sléttu. Sr. Jón Thorarensen hefur í ritum sinum gefið máli hinna horfnu Suðurnesjabúa varanlegt og' virðulegt sæti 1 bókmenntum þjóðarinnar. Aðvöruii frá landsímanum wi * > ; •-> y T i Að gefnu tilefni skal athygli símnotenda vakin a því, að fyrir sjálfvirk slimtöl, milli Reykjavikur ásamt Hafnarfirði annarsvegar og Suðurnesja hinsvegar, svo og á milli Suðurnesjastöðvanna innbyrðis, fer gjaldið eftir tímalengd símtalsins', og er til dæmig kr. 3,50 fyrir liverja mínútu milli Reykjavíkur og KeflaVíkur eða kr. 210.00 fyrir klukkustimdar sím1' tal. Á milli Suðurnesjastöðvanna innbyrðis er það kr. 1,75 fyrir hverja mínútu, og t.d. jafnt frá Sand' gerði til Keflavíkur og til Grindavíkur, Reykjavík, 8. desember 1960. n Með Skeifú-borðstofusettum má velja milli margra gerða af skápaborðum (skenkum), einnig má velja um ferhynrd eða hringlaga borð. SKEIFAN Það er þýðingarmikið fyrir alia fjöiskylduna •.... og ekki sízt fyrir börnin og æskufólkið að eig$ hlýlegt og aðlaðandi heimili. Lítið á úrvalið í Skeifunni. Þar færst svo að segja allt„ sem þér þarfnist og girnist af húsgögnum. Heil sett og einstakir munir í borðstofur, svefnherbergi, dagstofuri barnáherbergi og gesta herbergi. i Skeifugæði — Skeifustíll — Skeifuskilmálaí Verðmæti Yndi Hagræði SKEIFAM Kjörgarði, Laugavegi 57. Sími 16975, Skólavörðustíg 10. Sími 15474.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.