Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.12.1960, Page 8

Mánudagsblaðið - 12.12.1960, Page 8
OR EINU I ANNAD * 1 Lidó — Eins og Xongébúar — Eriingur og Grefíir Úr samkvæmisiífinu — Vegamál — Öræfasiðir i T J r P Þ ) } J* !♦ „Hvern tekur hún í kvöld?“ — er spurning, sem gestir Lidos velta fyrir sér þegar Brenda Rowe kippir ■einum þeirra með sér út á dansgólfið og lætur þá dansa Cha-Cha-Cha etc. Hingað til hefur henni orðið prýðilega ágengt, næt sér í barnaskólakennara, ung- þjón, útgerðarmenn, sveitamann og enn fleiri. Að því loknu kemur svo „fallegi kroppurinn" Chiquita Lopez, og heillar gesti með dansi og limaburði, fáklædd. Þess- ar tvær stúlkur eru um þessar mundi í Lido og hafa vakið óhemju kátinu og klapp meðan á sýningu stend- ur. Þrír útgerðarmenn og tveir heildsalar voru fyrir skömmu að kætast í Kaupmannahöfn og létu þá auðvitað eins og Islendingum þar einum er lagið. Hrópuðu þeir á kvenfólk, ruddust um, drukku dýr- ustu vín og skipuðu þjónum af mikilli hörku. Höfðu ýmjsir útlendir gestir aðrir, sem þarna voru, vart frið fyrir látunum í þessum mönnum, en út yfir tók þegar þeir fóru að ráfa á milli borða og „bjóða upp“. Eftir miklar kvartanir gekk þjónakapteinninn til þeirra og bað þá láta aðra gesti í friði. Rauk þá heildsalinn annar upp og spurði hvort hann vissi að „ég er Is- lendingur og við erum frjáls þjóð“, (eins og það kæmi málinu nokkuð við). Þjónakapteinninn var enn hinn kurteisasti erx þegar ekkert dugði gekk hann hljóðlega á brott en sagði um leið: ,,Já, það er eins með ykkur og Kongóbúa — þið fenguð frelsið heldur fljótt.“ •--------------------------- Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn, er manna kur- teisastur en þó ekki laus við að vanda til við menn og vísar þá jafnan til atburða úr íslendingasögunum, helzt Grettlu. Erlingur stóð einu sinni utan Sundlaug- anna stöðvaði bifreið, sem honum fannst vera að brjóta umferðarreglur og byrjaði að lesa yfir bílstjór- anum. Þegar færi gafst, skaut bílstjórinn því að Er- lingi, að ekki einungis hafi hann verið í rétti, heldur stæði bifreið Erlings, sem var skammt frá, ramm- vitlaust á götunni. Erlingi brá heldur vi.ð þetta, en um leið og bílstjórinn ók burtu mælti hann: „Það er ekki aðeins líkt með ykkur Gretti heitnum, að báðir svömluðu úr Drangey — heldur vitið þið nákvæmlega elns mikið í umferðarreglum.“ •—-------------------------- Úr heimi samkvæmislífsins er það helzt að frétta, að nú eru pöntuð borð í gríð og erg fyrir nýársdags- kvöld í Leikhóskjanaranum og Lido, en þessi kvöld hafa undanfarin ár verið með prúðustu skemmtunum bæjarins. Þeii- sitja fyrir, sem síðast heimsóttu þessa staði, en alltaf geta þó gestir bætzt við. I „Kjallar- anum“ mun nú Þorvaldur sjálfur ganga um beina með fólki sínu og veita gestum sína heimsfrægu „Crepes Suzettes,“ sem er hin mesta mungát. •--------------------------- Dýrasti liðurinn í vegamála-„útgerðinni“ er ævin- týri Vegagerðarinnar á Mýrdalssandi, en þar eltu þeir fljót eitt um állan sandinn og reyndu að fá það til að renna undir rándýra brú; sem byggð var yfir það meðan það rann um skeið í gömlum farvegi. Það væri nær að eyða einhverju fé í að lagfæra aðalþjóðvegi landsins' í stað þess að reyna að géra samning við náttúruöflin, eða halda þeir enn, að það takizt. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, öræfapiltur ekki ógreindur, ræðir í heimilisblaði sínu Útsýn, að menn eigi ekki að standa á fætur þegar forseti Islands gengur í samkomusal. Bezta sönnun þess, telur Bjarni, að nokkrir gapuxar gegn-her-í-landi hafi óvirt forset- ann þannig. „Þeir eru mínir menn“ segir spekingurinn af Öræfum. Það er gott þegar svona „alþýðumenn" fara aftan að siðunum en kommum væri þó þarfara að senda þessa pilta í siglingu, jafnvel austur fyrir járntjald, því þar ekki einungis standa þeir upp fyrir leiðtogum, heldur klappa lika. Annars er það embætt- ið, en ekki persóna forseta, em staðið er upp fyrir, Bjarni sæll. Mánudagsþankðr Framhald af 3. síðu önnur Evrópulönd, og það er ýmisiegt hægt að sjá og finna þar sem er gerólíkt því, sem annarstaðar er í Evrópu. Þá er þess að geta, að á seinustu árum liafa komið út stórar og glæsilegar mynda- bækur um ísland, sem náð hafa þó nokkurri útbreiðslu erlendis. Sýna þær ljóslega fegurð íslenzkrar náttúru, og þykir útlendingum all ævin- týralegt á að líta. Þegar á allt er litið, er ekki vafi á, að ísland á eftir að verða ferðamannaland og ef til vill í miklu meiri mæli en menn órar i'yrir nú þegar ferða- menn einu sinni hafa upp- götvað ísland fyrir alvöru, koma fleiri og fleiri á eftir, og við megum búast við því, aö alltaf fari mpð hverju sumrl fjölgandi, þeim ferða- mönnum, sem til landsins koma. Við þessu verðum við að vera búnir, og þurfum við vafalaust margt að gera til þess að geta búið útlendum ferðamönnum sæmilega að- komu. Aður hefur verið minnzt á hótelskortinn, sem sérstaklega hefur borið á í Reykjavík, en vel má vera, að hótelið, sem er að rísa nú vestur í bænum, bæti þar nokkuð úr, þá þarf einnig margt að gera uti á landi í þessu efni til þess að erlend- ir menn geti fengið sæmi- legan aðbúnað. Hér er vafalaust til mik- ils að vinna, og þeir pening- ar, sem lagðir eru í þann til- kostnað, sem af því hlýzt að veita öllum ferðamönnum sæmilegan aðbúnað, þeir koma aftur, þeir skila sér í auknum, gjaldeyristekjum. Hér er í uppsiglingu ný at- vinnugrein fyrir íslendinga, og er sízt vanþörf á, að at- vinnuhættir landsins verði fjölbreytlari nú en verið hefur. Má vel vera, að ferða- mannastraumurinn eigi eftir að færa okkur drýgri tekjur en nokkurn órar fyrir nú og að ekki sé þess langt að bíöa að svo verði, dæmið frá í sumar gefur nokkra bend- ingu, en það mun sannast, að á næstu árum kemur þetta enn betur í ljós. fflaJfynr aila Mátnidagur 12. desember 1960. ísiancfssaqa fyrir yngstu Ríkisútgáfa námsbóka hefur nýlega gefið út nýst- árlega kennslubók, er nefn- ist Sagan okkar — Myndir óg frásagnir úr Islandssögu, — Vilbergur Júliusson skólastjóri sá um efnisval. Bjarni Jónsson listmálari teiknaði myndir og litfleti, sem eru í fimm mismunandi litum. Texta samdi Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri. — Bókin er 80 bls. í stóru broti og í marglitri kápu. — Prent smiðja Hafnarfjarðar annað- ist setningu, en Litbrá h.f. prentaði. Hér er ekki um að ræða venjulega kennslubók í Is- landssögu, enda er þar að- eins stiklað á nokkrum höf- uðatriðum sögunnar. Öðrum þræði er bókin atvinnusaga, þar sem með myndum og stuttri frásögn er getið um störf, tæki og tækni og kom- ið víða við. Þessum merka þætti þjóðsögunnar er í bók- inni gerð meiri skil, en yfir- leitt hefur verið gert í kennslubókum. „Sagan okkar“ er fyrst og fremst myndabók, texti mjög stuttur, þar sem með efni myndarinnar. Hins veg- ar gefa margar myndirnar, sem eru um 215, tilefni til ótal spurninga nemandanfe og gefur kennaranum tæki- færi til frásagnar og fræðslu um þjóðlíf og sögu. Það er líka höfuðtilgang- urinn með útgáfu bókarinn- ar, að hún verði notuð til að auðvelda átthagafræði- kennslu í sögu, einkum í 9 ára bekkjum barnaskólanna. — Mörgum foreldrum mun líka þykja hentugt að fá bók- ina til heimanotkunar fyrir börn sín. — Bókinni er ætl- að að vekja áhuga og for- vitni nemandans og veita honum fræðslu, sem væri 1 líeppilegur grundvöllur að j hinu kerfisbundna sögunámi, I þegar það hefst í 10 ára I bekkjum skólanna. Ekki er ! því ætlazt til, að notkun þássarar bókar miðist við kennslu til prófs, heldur sem allra frjálsast nám. Útgáfa bókarinnar er kostuð af Skólavörubúð rík- isútgáfunnar. Hún verður því ekki meðal hinna föstu ýilíeypis bóka, er útgáfan lætur til nemanda við skyldu nám. Vatnslitamyndir Guðmundar Þorsteinssonar á jólakortum * Jólakortin eru nú sem óðast að koma á markaðinn, bæði inn- lend og erlend. Guðmundur Þor- steinsson listmálari send:r nú frá sér sex jólakort, vatnslita- myndir eftir sjálfan hann. Mynd ir þessar eru einkar fallegar, gefa hugmynd um gamla tímann á íslandi, litirnir eru fallegir og frágangur allur prýðdegur. GuðmundUr nam hjá Birni heitnum Björnssyni árin 1931— 33 en hefur ferðazt víða og sýnt oft hér heima, auk þess sem hann hefur sýnt í Kanada. Segir Guðmundur sjálfur, að hann sæki fyrirmyndir sínar aðallega í fortíðina, en lítið til þess, sem nýrri málarar leggja sig eftir. Jólakort Guðmundar eru til hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í sér- stökum umbúðum og hentugt að senda þær til kunningja erlend- is. Þá ber að geta þess að þýzk blöð hafa getið verka Guðmund- ar lofsamlega.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.