Mánudagsblaðið - 16.01.1961, Blaðsíða 1
14. árg'angur Mánudagur 16. janúar 1961 . 2. tölublað-
dakoh GuSjohnsen, ValgarS
Thoroddsen aSal-de'iluefniS
ÍHALDSMEIRIHLUTINN í bæjarstjórn er nú kominn í hár
sayian út af veitingu rafmagnsstjóraembættisins. Eins or: kunn-
ugt er, þá lætur Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri bráðlega
af störfum fyrir aldurssakir. Fjórir munu hafa sótt um embættið,
,en rétt mun, að aðeins tveir komi til mála, en það eru þeir
.TAKOB GUÐJOHNSEN og VALGARÐ TIIORODDSEN, báðir á-
gætir menn og Sjálfstæð'ismenn að auki.
Hæfir menn
Nú hafa fulltrúar íhaldsins
átt í deilum út af væntanlegri
embættisveitingu og styðja sum-
ir Valgarð en fleiri Jakob. Jakob
hefur verið um árabil yfirverk-
fræðingur rafveitunnar, talinn
í hvívetna grandvar maður og
hinn ágætasti starfsmaður. Þyk-
ir flestum liggja í augum uppi,
að hann fái þetta starf, ekki
vegna stjórnmálaskoðunar held
ur hins, að hann hefur alla hæfi
le:|ía, er starfinu þaulkunnugur
og yrði þetta ekki annað en
eðlilegur embættisframi. Val-
garð er einnig hæfur maður í
starfi, hefur stjórnað rafmagns-
málum Ilafnarfjarðar af skör-
ungsskap, og hefur ríka reynslu
að baki.
Furðulegar miðlunar-
fillögur
En bæjarstjórnarfulltrúar,
ýmsir, hafa nú gert þetta að
hatrömu deilumáli, komið jafn
vel með tilíögur um að tví-
skipta embættinu, svo báðir
hljóti bita. Var alvarlega talað
um að aðskilja Sogsvirkjunina
frá rafveitunni í Reykjavík og
iá hvorum þessara tveggja sitt
en þannig auka allan kostnað og
gjöld, sem vitanlega kemur
l'ram á almenningi. Önnur ráð
voru líka rædd, en sl. föstudag
þegar málið átti að koma fram
í bæjarstjórn, var allt á liuldu
um endalok þess.
Ábyrgðarlaust bruðl
Það er allsendis óskiljanlegt
og með öllu óafsakanlegt, að á-
byrgur bæjarstjórnarnjeirihh/.i
skuli líta við svona bruðli með
fé og embætti. Það er hart ef
sjálfur Reykjavíkurbær ætlar að
taka upp hina íurðulegu starfs-
háttu bankanna í Reykjavík, sem
aldrei ráða menn úr eigin röð-
um í starf bankastjóra heldur
ýmsa pólitikusa með vafasama
hæíileika. Bærinn eða meirihluti
stjórnar hans á raunverulega
einskis annars úrkosta en ráða
Jakob verkfræð'ng í embættið,
og það er ekkert annað en of-
beldi og misnotkun fjár að ætla
að semja um petit-afbrýði milli
flokksmanna, með því að tví-
skipta embættinu. Það er aðeins
um einn mann að ræða í þetta
embætti, hver sem hann verður.
Ævar Kvaran syngur
dægur!c\i í Berlín
Það er eins gott fyrir dægur-
lagasöngvarana okkar að vara
sig, því ný stjarna hefur bætzt
í hópinn. Ævar Kvaran söng
dægurlög eftir .Tónas Jónasson
í útvarpið á þrettándakvöld, og
j er nú í ráði að flytja tvö lög úr
i
útvarpsþættinum, sungjn af Æv-
ari, í Berlínarútvarpið, en þar
verður flutt prógram frá ýmsum
löndum. Ævar mun ekki áður
hafa sungið dægurlög, en þetta
verður þó að teljast ein hraðasta
ferð upp á við, því venjulcga
tekur það ár eða mánuði.
Þorsteinn Ö. Stepliensen, Braml-
an, í leikritinu Pókók, sem frum-
sýnt var sl. fimmtudagskvöld.
(Sjá gagnrýni á 4. síðu).
Ákaflega alvarlegar horfur
hjá kaupsýslumönnum - Fjöldi
verzlana hlgófa að loka
Kaupmenn og heilds’alar standa nú mjög höllum fæti í Reykja-
vík og er talið að mafgir þeirra muni ekki hjara til vors. Nú
þegar hafa ýmsár verzlánir hætt störfum og gert er ráð fyrir
að enn fleiri séu um það bil að hætta.
me.nnir. Er það næstum krafta-
verk að svo margar heildverzl-
anir og smákaupmenn hafa get-
að þrifist 1 ekki stærri borg en
Reykjavík. Hið óeðlilega pen-
ingaflóð er ástæðan fyrir þessu,
en nú þegar fjármál þjóðarinn-
ar eru að færast í eðlilegt horf,
þá kemur það auðvitað fram á
þessari margmennu stétt.
Úlsöl^r - verðíall
Strax og jólaösin var um garð
gengin, ruku allar verzlanir í
að hefja ,,útsölur“ enda munu
Framhald á 8. síðu
Stórkaupmenn, sem lagt hafa
í dýrar byggingaframkvæmdir
undanfarin ár,-eru nú nær orðn-
ir gjaldþrota,. en aðrir, sem
le'gt hafa v.erzlunum húspláss
kvarta yfir þvi, að þessi fyrir-
tæki geti nú ekki einu sinni
greitt leigukostnaðinn.
ÓeÖlilega fjölmenn
sléfl
Kaupmannastéttin héf, og
heildsalar, hafa verið all-fjöl-
Bandaríkjamenn hafa nú framleitt ákaflega djarfa mynd, sem
fiallar um lif tveggja innbtotsþjófa, sem lenda í ýmsum ævin-
týrum, sem samfara er starfi þeirra. Myndin er framleidd af'
nýliða, l.eikin af óbreyttu fólki, en hefur vakið mikla athygli.
RáðuneytiÖ bendlað við !
„morðbréfamálið"
Blaðagreinar ritaöar me§ réðuneylisvél —
Málið flull í dag
í dag, mánudag, verður hið umtalaða „morðbréfamál“ tekiiS
til flutning's og hafa eflaust margir áhuga á þeim flutningi, því.
blöð'n hafa margt um málið ritað og ekki verið á einu máli um.
gang þess. Svo virðist, sem altt málið hafi skyndilega, síðustu.
vikur, tekið á sig nýjan svip, og hann heldur óvæntan.
Kæran breyiisi
í fyrstu var Magnús lögreglu
þjónn kærður af lögreglustjóra
vegna blaðaskrifa í m. a. Þjóð-
viljann og Tímann, að því grun
að var. Þá var svonefnd morð-
brér'skæra nr. tvö eða þrjú í
kærunni, en nú hefur nýtt kom
ið í ljós, sem mörgum mun
þykja kynlegt.
Riivéíin og bílsijórinn
Komið er í ljós, að hand-
rit af greih, sem birtist í
Tímanum fannst þar og' var
því komið til rannsóknárlög-
reglunnar. Kom þá í Ijós, að
handritið af groir/mni var
skrifað á ritvél úr utanrík's-
ráðuneytinu, en sú ritvél var
að láni hjá bifreiðastjóra
Bjarna Benediktssonar, Krist
jáni Þorsteinssyni. Segir
Kristján, sepi efiaust er rétt,
að liann liafi íengið vélina að
Iáni hjá ráðuneytinu handa
syni sínum, sem æfir sig á
henni.
Hin rélia véi
Þetta er svo furðulegt að engu
tali tekur. Bílstjórinn, sem auð-
vitað er saklaus af greininni og
sonur hans, viðurkennir þetta
fyrir rétti og rannsóknarar játa.
umbúðalaust, að þetta sé vélin,.
sem greinina ritaöi, fullvrða að‘
um það sé engum blöðum að-
íletta.
„Morðbréfavérm”!
Hinsvegar verður að geta þess,,
að sérfræðingarnir við Fríkirkju
veginn hafa aldrei fullyrt, að>
„morðbréfin“ svoi|efndu, hver
sem höfundurinn kann að vera,
hafi verið rituð á ritvél Bjarna
Guðmundssonar, heldur aðeins
talið, að svo gæti verið.
Einhvernveginn finnst manni,.
a mál þessi séu heldur gruggug:
frá öllum aðilum. Þessi skálm-
öld innan lögreglunnar hefur
kástað rýrð og leiðindum á ó-
breytta rnenn sem og yfirmenn
og vonandi tekst lögmönnum að;
koma þessu máli á annanhvorn
veginn áður en allt fer enn £
bál við Pósthússtræti.
Til lesenda
Flugfreyjuserían, seiw
liófst í síðasta blaði verður
að bíða næsta blaðs vegna
mistaka lijá ljósmyndara. í
næsta bUiði heldur serían
áfram. ,