Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.01.1961, Page 2

Mánudagsblaðið - 23.01.1961, Page 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagnr 23. janúar 1961 Orðið hamar bendir aftur í gráa forneskju. Frummerk- ing orðsins er auðvitað steínn, eins og það getur merkt enn í dag. Síðan fer það að merkja ákveðið á- hald úr steini, og nafnið helzt, þó að farið sé að gera þetta áhald úr öðrum efnum. Steinöldin hefur lifað í fleiri orðum fram á þennan dag, t.d. grýta (pottur), eiginlega ker úr grjóti og orðið sax, er merkir klettur (saxum á latínu). Þó að orðið hamar bendi aftur í steinöld virðast eig- inlegir hamrar hafa verið fágætir á þeim tímum. Menn notuðu þá oft venju- lega steina í stað hamra. Hinn eiginlegi hamar mun þó öllu frekar hafa þróazt sem afbrigði af öxJnni, eink- um skaröxinni, sem var að- allega notuð til smíða. Öxarhamarinn var iðulega notaður eins og hamar nú á dögum. Það mun ekki hafa verið fyrr en seint á stein- öldinni, að hamarinn rýfur samband sitt við öxina og kemur fram sem algerlega sjálfstætt áhald. Frá bronsöld þekkjast litlir hamrar úr bronsi. í þessum bronshömrum var hlutfallslega meira af tini en annars tíðkaðist við bronsblöndun. Hafa þeir greinilega verið notaðir við smíðar af fínna taginu, þó að þe,!r hafi stundum ef til vill einnig haft trúarlega þýðingu. Frá þessum tímum hafa einnig fundizt hamrar úr horni og stöku sinnum beini. Járnhamrar þekktust snemma í Vestur'-Asíu og breiddust þaðan til Miðjarð- arhafssvæðisins. Hjá Germ- önum fóru þeir ekki að tíðk- ast fyrr en um Krists burð. Klaufhamarinn kemur aðal- legg til sögunnar eftir að naglar fara að verða algeng- ir. TKfJIN A HAMARINN Snemma fékk hamarinn á sig ýmiskonar helgi sem töfra- og verndargripur eða frjósemitákn. Líklega eru slíkar hugmyndir ekki allar ‘af einni rót runnar. Stundum færist hín f jölbreytilega þjóðtrú i sambandi við smíð- ina einkum járnsmiðinn, yf- ir á hamarinn. Smiðurinn er oft talinn voldugur maður og hættulegur, sem stendur í sambandi við máttug nátt- úruöfl. Hamar hans, sem mylur í sundur, getur orð- ið tákn máttar og valds. Sumir Austurlandahöfði'ngj- ar 'höfðu áður fyrr hamar sem valdatákn, og enn í dag þekkist slíkt í Suður- og Mið- Afríku. Frá því að vera valdatákn getur hamarinn farið að tákna eign og eign- arrétt. Stundum helguðu menn sér muni með því að ieggja á þá hamar í votta yiðurvist. Sennilega stendur uppboðshamarinn í einhverju sambandi við þessar gömlu hugmyndir um hamar og gfgnarrétt. Auðvitað er hann um margt skyldur funda- ha,mrinum sem táknar fyrst og fremst vald fundarstjór- ans. Hamarinn er sumstaðar í Austurlöndum tákn frjó- semi og æxlunar. Sumir halda að þetta sé blátt áfram vegna líkingar við hin karl- legu kynfæri, en sennilega er skýringin ekki nærri allt- af svo einföld. Sumir ætla, að hamar með hring í að ofan sé stíliseruð mynd af manni, en slík hamartákn þekkjast frá fornu fari aust- ur í löndum. eflaust einhver tengsl við austurlenzkar frjósemiat- hafnir, þar sem hamrar koma við sögu. Þórshamarinn kom mjög við sögu ýmis konar töfra að fornu. Oft varð hann eins konar verndargripur. Og galdramenn notuðu Þórs- hamar við töfra sína löngu eftir að kristni komst á. Algengur er sá misskiln- ingur, að hakakrossinn sé ÓLÁFUR HANSSÖN, mennlaskólakennari: eignarrétt, hins vegar að vera búfénu til verndar og auka frjósemi þess. Þetta er athyglisverð kenning, en fjari;! fer því, að hún sé sönnuð. Én sum fjármörk líkjast mjög hinum fornú táknum, meðal annars hamr- inum, hinum máttuga vernd- argrip. I þessu sambandi má einnig minna á það, að hamarinn er fornt tákn eign- arréttar. HAMRI VARPAÐ Þór varpaði stundum Mjölni að óvinunum, og kom hamarinn jafnan til hans aftur, eins og fleiri töfra- vopn gera í þjóðtrúnni. Skot- hamrar sem vopn hafa til skamms tíma verið notaðir af ýmsum frumstæðum þjóð- um, meðal annars í Mið- Afríku. En hamarvarp var stundum notað í öðrum til- gangi. Það var ein af hinum mörgu aðferðum til að finna fólgna fjársjóði. Fóru menn þá á þann stað, þar sem þeir héldu, að fjársjóðir væru fólgnir og vörpuðu frá sér töfrahamrí af handahófi. Þar sem hamarinn kom nið- ur, var fjársjóðurinn undir. Langt fram eftir öldum þekktist sá siður í sumum þýzkum sveicum, að varpa hamri, er reisa skyldi ný> j bíli. Var húsið reist, þar sem hamarinn kom niður. Ekki veft ég, hvort sleggju- kást sem íþrótt stendur í einhvérju sambandi við hið töfrurn blandna hamarsvarp. Hugsanlegt er, að svo geti verið. Ýmsar íþróttir eiga elztu rætur sínar í- trú og töfrum, svo sem knattleik- ur, sem í öndverðu er þáttur í sóldýrkun og sundið, sem er í tengslum við vatns- dýrkun og trúarlegar hreins- unarhugmyndir. En nú á dögum efnishyggjunnar er þessi forneskjulegi uppi'uni margra íþrótta að mestu eða öllu gleymdur. Ólafur Hanssoit Ðaglega ný afskorin blóm . J BLÓMABÚÐIN, ] ] HRlSATEIG 1. ] SlMI 34174, ' H (Gegnt Laugarneskirkju). Frjósemimerking hamars- ins er þó sennilega fyrst og fremst vegna hugmynda um samband hans við þrum- una. Mjög snemma á öldum var þrumugnýrinn settur í samband við einhver tröll- aukin vopn eða áhöld mátt- ugra guða. Margar frum- stæðar þjóðir halda, að risa- vaxin steinkylfa valdi þrum- unum og verður hún tákn þrumunnar í trúarlegri list og táknrænni skreytinga- list. Margar hinna indóevr- ópsku þjóða trúðu á þrumu- fleyginn. Hjá Indverjum hafði Indra hann að vopni. Forn-Grikkir trúðu því, að Seifur hefði að vopni þramu- fleyg er Kyklópar hefði smíð- að handa honum. í Ásatrú breytist þrumufleygurinn í hamar Þórs. Bæði þrumu- fleygur og þrumuhamar verða frjósemitákn, senni- lega aðallega vegna sam- bands þeirra við þrumuskár- ir, er frjóvga jörðina. runninn frá hinum forna Þórshamri. En etta mun ekkr vera svo. Hakakrossinn er eldgantalt Isólartákn, stílis- eruð mynd af sólarhjólinu. Hann var mjög helgur með Indverjum að fornu og það- an er komið orðið swastika. Iiitt er svo annað mál, að hin fornu frjósemitákn gátu stundum blandazt ýmislega í skreytingalist, t.d. Þórs- hamar, hakakross og zigz- aglína, tákn þrumufleygsins. ENN UM TIAMARINN HAMAR ÞÓRS Hamarinn Mjölnir er helzta einkenni hins forna þrumu- guðs Þórs. Hann er auðvit- að í tengslum við þrumu- fleyga þelrra Indra og Seifs, en hamartákn frjóseminnar frá Austurlöndum hafa ef til vill haft einhver áhrif á hann. Mjölnir er fyrst og fremst vopn Þórs í baráttu við jötna og hyski þeirra; enda þóttist hann illa kom- i'nn er hamrinum var stolið, svo sem segir í Þrymskviðu. Öðrum þræði er Mjölnir tákn frjósemi og lífs. Þór lífgar hafra sína aftur með honum, er hann hefur slátr- að þeim. Og í Þrymskviðu segir frá því, að hamarinn á að nota til að vígja sam- an Þrym og Freyju (sem raunar var Þór). Hér eru Ýmslr siðir og venjur minna enn á forna helgi hamarsins. Við andlát páfa er drepið þrisvar með gull- hamri á dyr herbergisins, þar sem líkið liggur. Ekki veit ég hvort orðatiltækið að slá einhverjum gullhamra er í neinum tengslum við þessa venju. Silfurhamarinn er stórum verri en gullhamarinn, Hann er eitt af táknum djöfulsins, og á miðöldum sáu menn hann oft með silfurhamar sinn á lofti. Hamarinn kemur ýmislega v,ið sögu töfra. Hamragald- ur var stundum notaður við að hafa upp á þjófum, en hann var framkvæmdur á ýmsa ólíka vegu. Stundum var hann notaður til að gera þjófinn blindan, að minnsta kosti á öðru auga, stundum tiLað neyða þjóf- inn til að skila aftur því, sem hann hafði stolið. Trúin á hamragaldur í sambandi við þjófa er til hér á landi. Til eru fræðimenn, sem halda því fram, að fjármörk séu í öndverðu eftirmyndir fornra frjósemitákna. Sam- kvæmt þessu hafa þau í fyrstu haft tvíþættan til- gang, annars vegar að tákna X H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. ■ n Aoalfundur i Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags islands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík laugardaginn 3. júní 1961 og hefst kl. I, 30 eftir hádegi. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári og frá starfstilhögun á yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikniriga til 31. des. 1960 og efnahagsreikning með athuga- f semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og I tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. ! 2. Te'kin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórm félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félags- ins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þcss er frá~feh, og eims varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins (ef tillögur koma fram). , 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem 1 upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgönigu- miða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins 5 Reykjavik dagana 30. maí — 1. júní næstfc. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umbdð til þess a<5 sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykja- vík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsinis í hend- ur til skráningar, ef unnt er; viku fyrir fundinn. Reykjavrk, 10. janúar 1961. j STJÓRNIN. f

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.