Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.11.1961, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 06.11.1961, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 6. nóvember 1961 Þjóðtrúin í sambandi Við augað er mjög útbreidd og margbreytileg. Bæði hjá frumstæðum þjóðum og menningarþjóðum þekkist trúin á hið illa auga, augna- ráðið. sem getur sýkt eða drepið. I íslenzkum fornsög um eru margar frásagnir um hættulegt augnaráð galdra- manna. Mjög útbreiddar eru Eineygðir óvæflir Eldgamlar og útbreiddar eru ýmsar sögur um eineygða illvætti, svo sem tröll, dverga eða galdramenn. Ein hin kunnasta af þeim er sagan um Pólýfemos jötun í Odys- seifskviðu. Hann vai’ með eitt auga í miðju enni. Pólýfemos var mannæta og át marga af Óðinn Eitt helzta einkenni Óð- ins var það, að hann var ein- eygður. Lét hann annað auga sitt að veði fyrir einn drykk úr Mimisbrunni. Þessi saga er í tengslum við gamlar fórnarhugmyndir, en þær eru fleiri í sambandi við Óðin. Augað, sem Óðinn lét að Hinn e i n e {f 9 sögurnar um hætturnar af því að horfa aftur. Þær ná allt frá konu Lots í biblíunni óg Orfevs hjá Forn-Grikkj- um til íslenzkra drauga á síóusfu öldum. Öttinn við rangeygt fólk þekkist víða úm heim, og er sumsstaðar SYo ríkur, að rangeygð börn eru borin út. Þessi þjóðtrú þll byggist á þeirri trú, að augnaráðið sé 'harla máttugt. Og oft er þetta blandið forn- eskjulegri töfratrú. Að baki hinum sakleysislegu íslenzku orðatiltækjum að gefa ein- hverjum illt auga eða horn- auga liggur mörg þúsund ára gömul trú á töframátt augnaráðsins. ■ Hjátrúin í sambandi við áugað kemur einnig fram í sambandi við eineygt fólk og eineygð dýr. Og yfirleitt er hún fjandsamleg hinum ein- eygðu. Hjá sumum frumstæð um þjóðum eru börn, sem eru blind á öðru auga, leikin jafn grátt og hin rangeygðu, þau eru borin út. Víða stendur mönnum ekki nærri eins mikill stuggur af blindu fólki og eineygðu. Hinn blindi getur ekki gert - neitt illt af sér með augna- ráðinu, en hið eina auga hins eineygða er oft talið stór- i hættulegt og jafnvel, að hann geti steindrepið fólk með augnaráðinu. Auk þess nýtur hinn ein- yeygði ekki sömu meðaumkv- unar og hinn blindi, hann get , ur farið allra sinna ferða. „Meðal hinna blindu er sá eineygði eins og konungur“ segir þýzkur málsháttur. — Meðal fornþjóðanna í ■ Mesópótamíu ríkti mikill ótti i við.eineygt fólk og ekki síð- ur eineygð dýr. Ef folald fæddist þar blint á öðru auga varð þjóðarsorg, því að slíkt var talið öniggur fyrirboði um styrjaldir, drepsóttir, •hungursneyð og aðra óáran. Hið einleygða áolald þótti ■öllu ískyggilegri fyrirboði en halastjörnur, sem voru þó .^ekki .-taldar góðar. Þetta er áðeins eitt af mörgum dæm- um um það, að dýr, sem að eirihverju leyti voru óvenju- leg eða vansköpuð þóttu vita á undur og stórmerki, jafn- vel heimsendi. förunautum Odysseifs en Ódysseifur gerði hann drukk- inn og brenndi síðan úr hon- um augað með glóðheitum staur. Slapp Odysseifur svo veði, liggur síðan á botni Mímisbrunns. Margar tilraun ir hafa verið gerðar til að skýra þessa sögu. Ein skýr- ingin er sú, að augað í brunn var guð margvíslegra töfra. Ef til vill er sú trú runnin af sömu rótum, að eineygt fólk eigi miklu auðveldara en aðr ir að finna fólgna fjársjóði. Eftir sigur kristninnar urðu hinir heiðnu guðir oft að illvættum. Hjá hinum suð- rænni þjóðum tók djöfullinn á sig útlit Pans g tók sér í hönd þrífork Póseidons. Hjá Germönum var fjandanum oft blandað saman við Óð- in, en þaðan er eflaust kom- in sú hugmynd, að djöfullinn sé eineygður, en hún var al- geng í alþýðutrú í Þýzka- landi og á Norðurlöndum áð- fyrr. Þessar ur hugmyndir Ólafur Hunsson menntnskólnkennnri; úr greipum hans, en Póseidon sjávarguð, faðir Pólýfemos- ar, gerði Ódysseifi margar skráveifur í hefndarskyni. Lítill vafi er á því, að ýmsar af þjóðsögum miðalda um eineygðar óvættir eru beint eða óbeint runnar frá sögnjnni um Pólýfemos. I ís- lenzkri þjóðtrú þekkjast sög ur um eineygð tröll. Á miðöldum bárust til Ev- rópu sögur um þjóðir í Aust- urlöndum, þar sem allt fólkið átti að vera eineygt. Stund- um átti þetta eina auga að vera í miðju enni, en stund- um á miðju brjósti. Fólkið með augað á miðju brjósti var stundum talið vera haus laust. Til voru fáránleg af- brigði af þessum sögum, t. d. um fólk með eitt auga á miðju baki eða annarri hnés- bótinni. Hinar fornu sögur um eineygðar illvættir hafa eflaust haft áhrif á margar yngri sögur um eineygða skúrka. Þetta kemur ef til yill greinilegast fram í sjó- ræningjasögunum. Hinir verstu óþokkar í hópi sjóræn ingjanna eru oft eineygðir og með svarta pjötlu fyrir blinda auganu. Til eru einnig margar sög- ur um eineygðar óvættir í dýrslíki, t. d. hesta, svín og (héra- Stórhættulegt er að rekast á slík kvikindi. Þó eru eineygðir fiskar ef til vill Ihættulegastir, og víða um 'heim stendur fiskimönnum mikill stuggur af þeim. Sú trú er víða til meðal sjó- manna, að sá, sem dragi ein eygðan fisk á færi sitt sé bráðfeigur. inum tákni sólina, sem spegl- ist í vatnsfletinum. Sú trú, að töframenn séu oft eineygðir, er ef til vill í sambandi við Óðin„ sem runnu svo saman við eldri þjóðtrú frá Austurlöndum um eineygða illvætti- Sögur af þessu tagi frá riddaraöld- inni eru sennilega af báðum þessum rótum runnar. Hin eineygða hetja Þó að andúð á hinum ein- eygðu sé oft ríkjandi í sögum og þjóðtrú, þekkjast þó dæmi um hið gagnstæða. Það hef ur oftast þótt heiður, en ekki minnkun að því að missa aug að í drengilegri orrustu. Slík ir kappar hafa stundum orð- ið þjóð'hetjur, og það hefur jafnvel farið að þykja fínt að vera eineygður. Einn af snjöllustu hershöfðingjum Alexanders mikla var Anti- gonos hinn eineygði, sem hafði misst augað í bardaga. Honum þótti sómi að þessu og tók sér viðurnefnið monof- talmos (hinn eineygði), sem eins konar heiðurstitil. Hanni bal missti annað augað í her- ferð sinni á ítalíu. I mjög svo hlutdrægri og lélegri kvikmynd um Hannibal, sem gerð var á Italíu í tíð fasista, var hann sýndur eins og sjó- ræningjaskúrkur með stóra svarta pjötlu yfir auganu. Ein helzta þjóðhetja Tékka er Jóhann Zizka, sem var uppi um og eftir 1400. Hann var fylgismaður Jóhanns Húss og eldheitur þjóðernis- sinni. Zizka var ef til vill snjallasti herstjóri sinnar ald ar og stjórnaði her Hússita í allmörg ár eftir dauða Húss. Ungur hafði Zizka gerzt 'hermaður og mSssti hann þá annað augað í bar- daga. Þessi eineygði kappi hefur verið átrúnaðargoð tékkneskrar æsku í meira en fimm aldir. Hámarki náði Zizkadýrkun Tékka í róman- tíkinni á nítjándu öld- Það er fullyrt, að þó nokkrir ungir tékkneskir þjóðernisinnar hafi þá stungið úr sér annað augað til að verða sem lík- astir hinni heitt elskuðu þjóðhetju- Það er líklega hvergi eins gott að vera ein- eygður og meðal Tékka. Ólafur Hansson. i EINANGRUN HUSA AUKIÐ ÖRYGGI GEGN ELDSVOÐA REYPLAST-GULT REYPLAST-GULT REYPLAST-GULT REYPLAST-GULT REYPLAST-GULT REYPLAST-GULT REYPLAST-GULT er ný tegund plasteinangrunar í plötum sem hefur ýmsa veigamíkla kosti umfram önnur einangrunarefni. logar ekki og hindrar útbreiðslu elds. þolir mikinn hitas hefur mjög litla vatnsdrægni og heldur ekki í sér raka eða vatni. þolir öll algeng efnasambönd, benzín og olíur. hefur mjög mikið einangrunargildi (K-0,27—0,030). er framleitt í ýmsum þykktum og mismunandi þéttieika með tilliti til æskilegs burðarþols. REYPLAST H.F. ! Söluumboð: :J. Þorláksson & Norðmann li f. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. FSIOFÁ vor er flutt að Suðurlandsbraut 4 fjórðu hæð. Símanúmerið er óbreytt — 38100. OLÓUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR H.F.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.