Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.11.1961, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 06.11.1961, Blaðsíða 4
 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 6. nóvember 1961 SlaSfynr allu 1 BlaðiB kemur út á mánudögum. — VerC 4 kr. 1 lausasölu. Ritstjórí og ébyrgöarmaður: Agnar Bogason. f Algreiðsla: Tjarnarg. S9. — Slmi ritstj. 1S49C. 5 ■ Prentsmiðja Þjóðviljans hJ. «iiiiiiiiiimiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiii{S Jónas iónsson, fré Hrifluí Helgisögur og ctnnálar um Háskólann s ■ ■ Þriðji þáffur. Eva í Paradís og fröppur Alexanderss ■ ■ KAK ALI skrifar: í HREINSKILNI SACT Vesalings verkfræðingarnir — Þjóðin sfuddi marga þeirra og sker nú upp mikið þakklæfi — Ekki fjöfra þá hér heima — Voru sfyrkfir án nokkurra skilyrða — Hvað um næsfu kynslóð verkfræðinga og annarra vísindamanna, sem við faka — „Flóffamenn" fif vanþróuðu þjóðanna Fyrir 80 árum má telja senni- legt að fundum tveggja frægustu íslendinga, sem þá voru uppi í landinu hafi alloft borið saman í Reykjavík. Annar þeirra var höfuðprestur þjóðarinnar dr. Pét- ur Pétursson biskup, en hinn var Þorvaldur Thoroddsen, sem síðar varð frægastur náttúrufræðing- ur; hér á landi. Vel má vera að á, góma hafi borið hjá þessum gpðfrægu skörungum hið mikla deilumál þeirrar aldar. Helgisögn kirkjunnar um tilkomu Evu í Paradís og hin tiltölulega nýja en mjög um deilda þróunarkenn ing Darwins. Fullvíst m telja aíi hiskupirpii hafi staðið fast með kenningu biblíunnar um þetta efni. Eva var sköpuð úr rijfi Adams. Almættið var þar að v^rki með kraftaverk. Jafnvíst ef að náttúrufræðingurinn hafi s1|aðið fastlega með þróunarkenn- ingunni. Eva hafi orðið til við ói^alanga framþróun lífsins á jcjrðinni. Deilumál þetta er enn oft til umræðu nú á dögum. í mprgum skólúm landsins nema bornin tvær skýringar á til- kijmu mannkynsins: Sumir trúa á i kraftaverkið. Aðrir á langa þljóun. Ekki hefur þessi skoðana- miúnur áhrif á réttarstöðu Evu i í í mannfélaginu. Húr^ dirottnar sigri hrósandi í öllum löndum h|að sem líður upprunaskírteini frá sköpunardögum heimsins. iHáskóli íslands er minna fyrir- tæki á heimsmælikvarða en hin fyrsta kona. Samt er verulegur skoðanamunur um upphaf tím- anlegra gæðá þessarar stofnunar. Allmargir af vísindamönnum há- skólans álíta að Alexander Jó- hannesson hafi með einhverskon- ar kraftaverki komizt yfir lönd, lóðir og megninið af lausum aur- um þessa fyrirtækis. Aðrir og þá helzt rnenn sem þekkja annála háskólans telja að þessi virðu- lega stofnun hafi orðið til í sinni sýnilegu mynd með áratuga þró- un. Ef frá er talinn dr. Alexander sem má telja aðalhöfund helgi- sögunnar er dr. Guðni Jónsson hirin nýskipaði sagnfræðingur háskólans einhver helzti stuðn- ingsmaður kraftaverkasögunnar. Kemur það viðhörf glögglegá fram í hinni nýútkomnu afmælis- bók eftir þennan höfund. Ékkert mun vera til fyrirstöðu þpirri þróun málsins að báðar k^enningarnat séu 1 heiðri hafðar. jLÍ^gár:þá?Jtplan5. geta . um langa framtíð haldið fram kraftaj verkaskýringunni en þróunarlið-* ið lagt fram annála og fleiri* skjallegar röksemdir. Það semj skiptir mestu máli í báðumjj deilumálunum er sú staðreynd aðj Eva er geysivoldug í mannheim-® um og hin glæsilega höll Guð-J jóns Samúelssonar á 30 dag-* slátta túni skartar mjög í hópij íslenzkra stórbygginga. Helgi-jj sögnin og raunvísindin eiga oftJJ leik í samá heimi trúgirni ogJJ staðreynda. Meginatriðin í sögu háskóla-JJ málsins ■ eru fremur einföld ogJJ auðskilin. Fyrir 50 árum færðiJJ alþingi og landsstjórnin þrjáJJ hús- og eignalausa embættaskólaj saman og bætti við tveim dug-JJ ■ andi fræðimönnurn í nefndarher-^ bergi Alþingis. Þetta var kallað-* ur háskóli og kenndur við Jónjj Sigurðson. Kynni hinnar nýjuJJ stofnunar við' forsetann vóruJJ ekki djúpstæð. Háskólinn vann* engin verk til að skýra hugsjónirJJ og ævistarf Jóns Sigurðssonar.JJ Þvert á móti lagði háskólinn áJJ M móti tillögu í þinginu þar sem* ákveða skyldi að gefa öll verkJJ Jóns Sigurðssonar út í samstæðriJJ vandaðri útgáfu. Þingið hikaðiJJ í útfáfumálinu þegar - stofnunjj sem kenndi sig víð forsetannJJ hélt því fram að vel mætti unajj við þau útgáfubrot sem til eruJJ af verkum hans. Útgáfan hefðiJJ farizt fyrir, ef fræðimaður utanJJ háskólans hefði ekki fundið er-JJ lendis margar ritgerðir eftir Jónjj Sigurðsson forseta sem voru svoJJ að segja óþekktar öllum íslend-JJ ingum. Við þennan handritafúndJJ lét stjórn háskólans af andstöðuJJ gegn útgáfunni. Um þessar mund-JJ ir kemur út fyrsta bindið afjj þrem, sem kynna þjóðinni efniJJ hinna gleymdu ritgerða. JJ Háskólinn bjó nú við þröngan* húsakost og var það jafnframtJJ til mikilla verktafa og erfiðleikaJJ fyrir þingið. Leið svo alla stundJJ frá 1911 til 1928. Hvergi var í". alvöru talað eða skrifað um úr-JJ ræði til að afla háskólanum eiginJJ húsnæðis. Stúdentar sýndú virð-S ingarverða atorku við að koma á ■ fót stúdentaheimili í Reykjavik.il j Bærinn heimilaði Stúdentum ÍM þessu skyni lóð við Skólavörðu-I| torg, og þar byrjuðu þeir að« reisa sitt fyrsta heimili meðjj sjálfboðavinnu, gjöfum og lánum.* Valdamenn Reykjavíkur,. Jón* Framhald á 7. aiðu.JL Eg sé, að verkfræðingar ýmsir hafa nú farið utan, þar sem þeir hafa betra kaup og aðra alúð en hér á okkar kalda Fróni. Ástæðan til þessa flótta frá föðurlandinu er sú, að þeim hefur ekki enn þá tekizt að neyða hið opin- bera til að hækka laun þeirra, þótt mikill fjöldi starf andi verkfræðinga hafi fengið kostakjör hjá vinnuveitend- um, þ. e. þau kjör, sem þeir hafa krafizt að yrðu almenn. Eflaust verður það svo um síðir, að allir þessir heiðurs menn fá sínar kröfur upp- fylltar, þjóðin hefur ekki at- vinnulausum verkfræðingum á að skipa til að hlaupa í skörð þeirra, sem hóta brott- för eða bara hætta að vinna. Það er ekki rétt, að vera vond ur við þessa ágætu þjóðhollu menn. Þeir hafa eflaust soltr in börn og magrar konúr, sem eiga heimtingu á betra viðurværi. Það er þeim í lófa lagið að fá vinnu nær allstað ar úti í heimi, því nú er öld frámfara, styrkja og aðstoðar við vanþróaðar þjóðir hvort heldur er tæknilega eða and- lega. Sprenglærðir verkfræð- ingar, sem misskildir eru í heimalandinu, geta „gengið á Vit“ hinna frumstæðu -og þar fengið há laun á vegum ein hvers stprveldis, sem þarf að lappa upp á vanþróuðu þjóð- ina. Þetta ástand er rikjanííi og enginn skyldi áskasjt blessaða verkfræðingana okk ar fyrir að nota þetta gullna tækifæri. - ; , Það er auðvitað til önnur hlið á málinu, sem kannske skiptir ekki miklu máli, a. m. k. fyrir verkfræðinga. ís- lenzka þjóðin er ennþá tækni lega • heldur skammt á veg komin, þótt ekki getum við talizt til variþróuðustu þjóð- anna. En náttúra landsins er enn óunnin, ekki farin að þjóna okkur eins og hún gæti, ef öll tæknileg fræði væru notuð og speki verkfræð inga okkar til leiðbeininga. Við eigum fjölda af náttúru- .öflum, sem beinlíriis hrópa á útrás, og ýms önnur mjög tækriileg verkefni, þess. eðlis sem verkfræðingar eiga að þekkja, bíðar réttrar úrlausn- ar. Þessu neyðarópi óbeizlaðrar íslenzkrar náttúru Og ákalli þjóðarinnar sinna verkfraeð- ingar ekki. Ástæðan er sú, er að ofan getur og svar þeirra ósköp einfalt: Fyrst þið getið ekki greitt okkur næg laun til að reka sómasamleg heim ili, búa fjölskyldur okkar þokkalega að mat og klæðum, ásamt smávægilegum þægileg heitum, þá er okkur ekki ann ars kostur en leita þangað, sem brauðið er og afla okkur þar lífsviðurværis, eins og við teljum okkur samboðið. Að tarna er ekki óeðlilegt svar, og geta íslenzkir sízt kvartað yfir, að þeir séu beitt ir óréttlæti. Síðasta stráið er svo það, að eitt stærsta blað heimsins (að eigin dómi) spyr einfaldlega s.l. miðvikudag: leggjast jarðhitarannsóknir niður? En ástæðan fyrir þess ari spurningu er sú, að síðasti sprenglærði verkfræðingurinn í jarðhitadeild ríkisins sagði upp (mátti ekki fara ! verk- fall) og er nú að hætta. Síð- asti maðurinn, sem hellt hefur hreinum spíritusi niður í nálega hverja hveraholu í landinu til þess að sjá hvort hún - sprautaði eður eig. Þetta er nú ástandið og búizt við að það versni segir blaðið og stynur. Samt er ekkert sem við get um gert. Ekki vill ríkisstjórn- in horfa upp á tugi barna orga . af hungri, né mæður. slást um síðasta bitann við mann sinn. Ó,. nei, okkar stjórn vill aðra viðreisn en þá.. En hefur engum dottið í hug, að kannske væru ein- hverjir af þessum góðu og lærðu verkfræðingum pkkar dálítið skuldbundnir þjóðinni. Því er fleygt, að talsverður hópur okkar manna ■ og kvenna, sem farið hafa til verkfræðináms og annars vís indanáms við dýra skóla er- lendis. hafi hlotið dálítinn styrk hjá ríkinu — hjá okkur öllum, sem höldum því uppi. Ekki svo að skilja, að við, höfðingjarnir, teljum það eft- ir. Sei, sei, nei. Velkomið að gefa þeim það allt, bara ef þeir vilja veita okkur ein- - hvern yl af þekkingu sinni, beina til okkar heitu vatni eða rafmagni eða einhverju öðru af þeim gæðum, sem fólgin eru í jörðu og okkar fávizka fær ekki- kallað þaðr an. Við erum alveg reiðubú- in að gleyma allri hjálp, sem landið lét í té, veita þeim hlunnindi eftir f öngum bg gerá .þeirra kost eins góðan' og okkúr er hægt. Jafn meþnt. wa»ii|MÉáiiatfáptiií*jii|i aðir menn og verkfræðingar hljóta að vita, að þjóðin er dálítið skuldug og strísóvætt- urinn um garð gengin, svo tekjurnar eru hvorki eins vissar né auðfengnar og þeg- ar allt blasti við okkur. Þessu svara verkfræðingar og aðrir „flóttamenn" víst játandi, en þeir bæta því réttilega við, að sú litla og ómerkilega aðstoð, sem ríkið veitti hafi aldrei verið nein- um skilyrðum bundin, svo hvern fjandann kemur inn- fæddum við hvert við förum þegar þið borgið okkur sama og ekkert. Nú, nú, ekkert er hægt að segja við þessum rökum, því þau eru dagsönn. En ríkisstjórnin getur verið snjöll. Það er of seint við þá, sem nú eru að fara, en ár koma seinna og þá útskrifast lærðir verkfræðingar, sem þurfa að mennta ' sig utan- lands og þurfa dálitla hjálp frá heimamönnum til þess arna. Við skulum ekki láta svo lítið að neita þeim mönnum og konum um hjálp. Það'er okkur bæði ljúft og skyltf að hjálpa öllum þeim, sem vílja fá frekari menntun, gagnléga menntun, öllum þil góðs ; og þeim sjálfum til framfæris og vegsauka. En væri ekki tími til kom- inn, að við segðum öllum væntanlegum verkfræðingum, sem við styrkjum til náms, að . við ætlumst til þess, að þeir starfi hér heima, annáðhvort við opinber fyrirtæki eða önn ur þau, sem til þjóðþrifa horfa og kunna að vera í einkaeign. Ekki er samt mein ingin að. fjötra þá heima, síður en svo. Aðeins má minna -þá á það, að ef þeir vilja fara utan og helga öðr- um þá þekkingu og fræði, sem við studdum þá til að öðlast, þá greiddu þeir ríkinu námskostnaðinn áður en þeir legðu af stað burtu — bara til þess, að við hefðum ein- hvern eyri handa þeim, sem kynnu að vilja læra og eyða eirihverju á fósturjörðina, . eftir að námi lýkur. Ríkið . skuldaði þeim ekki einn eyri i ■ til að- byrja með . og hafði eriga skyldu til að hjálpa þeim víð nám- ytra. Það var aðeins þjóðin sjálf, sem vildi | búa í. haginn fyrir þá, .v'eita þpim hæfilegán styrk og vega i Framþald á 8. sjðu- rt*t>Maá*a>*ÉMrt**»*i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.