Mánudagsblaðið - 03.09.1962, Page 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 3. september 1962
m
Blaé fyrtr a/U
Blaðlð kemur út á mánudögum. — Verð 4 kr. í lausasölu.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Afgreiðsla: Tjarnargötu 39. — Sími ritstj.: 13496.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
■miimiiiiiHiiiiiiiiiiiiiimimiiimiiiimimiiiiiiiimiiiimiiiiiiiimiimii
•i I
Sjóslys og trassaskapur
Friaaríhald gf 1. síðu.
herast kvartanir um galla á
bátum, biluð tæki, og slælegt
eítirlit. Þjóðin sjálf vill búa sem
bezt að þeim, sem sjóinn sækja,
cg telur sig skylda að sjá sjó-
mönnum fyr.ir fullkomnu örygg-
iskerfi bæði frá landi og á sjó,
Keppzt er.um að fá hingað beztu
björgunartæki, kalltæki p.s.frv.
Hvursu má þá verða, að of oft
eru tækin ónýt og skipin sjáif
liðast sundur úti á flóunum?
Hundaheppni látin ráða, hvort
menn fara í sjóinn eða ekki.
Skipaeftirlit ríkisins verður und
ir smásjá þjóðarinnar unz búið
verður að kippa þessu ástandi
f Jag. Sparnaður eða kænileysi
Auglýsið
** W
f
Mánudagsblaðinu
Það er skylda ríkisstjórnarinnar
að herða eftirlitið, svo og fá
nákvæma skýrslu um störf
þeirra manna, sem þar vinna.
Það þarf hvorki sjómenn né
skipafræðing tii að segja al-
þýðu, að allir þessir skipstapar
séu „eðlilegir“. Ef svo vært, þá
mundi enginn lá sjómönnum
fyrir að fara aldrei á þcssa
drápsboila.
Hér er um vitavert eftir-
litsleysi að ræða, sem kost-
að gæti margan sjómann Iíf-
ið, ef ekki hefði hamingja
fylgt. Þjóðin krefst þess, að
nú þegar verði g'erðar ráð-
stafanir til þess að bátar verði
athugaðir i sambandi við
þessi slys. ' >að verða ckki
alltaf bátar á næstu grösum,
þegar óhappið hendir, og
vissulega hafa björgunartæk-
in bilad_ Sjómenn eigg heimt-
ingu á því, að vinnutæki
þeirra og ailur öryggisútbún
. .i “ »"■,
aður sé alltaf undir eftirliti
og alltaf í iagi.
Söngskemmtun
MUNTRA MUS'KANTER
Ævar R. Kvaran:
íi
Síðastliðinn þriðjudag héldu
„Muntra Musikanter“_ virðuleg-
asti karlakór Finnlands, samsöng
í iHáskólabíói. Þetta er voldugur
sextíu manna kór, sem ánægju-
legt var að kynnast.
Kórinn er afburða þjálfaður,
enda á hann rætur í gamalli
menningarhefð, því hann er
stofnaður árið 1878, cg hlaut t.d.
gullorðu Heimssýningarinnar í
París árið 1889 fyrir frábæran
söng.
Söngstjórinn, tónskáldið Erik
Bergman, lék á þetta lifandi
hljóðfæri eins og orgelmeistari.
1 þessum kór heyrist ekki
klemmd rödd, enda munu kór-
menn vel menntaðir í musik.
Ekki eru þó allar raddir jafngóð-
ar i þessum kór fremur en flest-
um öðrum. Bassinn voldugur og
þróttmiki-11, en tenórinn fullveik-
ur. Söngstjóranum virðist það
fullljóst, og leggur því mikla
áherzlu á veikan söng með hár-
fínum styrkleikabreytingum, svo
unaðslegt er að heyra. Eftirtekt-
arvert er það hve söngstjórinn
notar mikið; þagnir á áhrifaríkan
hátt.'Hikar hann stundum ekki
við að rjúfa það, sem manni
kann að finnast eðlilegt frarh-
ístreymi lags, í þessum tilgangi.
Hann beitir.'höndum mjög spar-
'samlega við taktstjóm, en gefur.
-„innsatsa" mjög ákveðið. Berg-
man, sem er eitt af fremstu tón-
skáldum Finnlands, er greinilega
fyrsta flokks söngstjóri.
Verkefnavalið á þessari söng-
skemmtun minnti lítið á hið
glaðlega nafn kórsins (Muntra
Musikanter), því heldur, var það
þunglamalegt og alvarlegt að yf-
irbragði. En innan þess ramma
ya;r það með menningarblaé og að
ýmsu leyti fróðlegt. Hér fengum
við t.d. að heyra íjögur verk eft-
ir tónskáld frá 16. og 17. öld.
Hans Leo Hassler (1564—16Í2),
Monteverdi (1567—1643), Orlando
Gibbons (1583—1625) og hinn
merlcilega fyrirrennara Bachs,
enska tónskáldið og organistann
Henry Purcell, sem dó aðeins 36
ára árið 1695.
Kórinn gerði verkum þessara
tónskálda ágæt skil, að því und-
anskildu, að textaframburðurinn
í lögurri ensku tónskáldanna var
ekki góður, át-ti ítalskan í can-
sorvettu Monteverdis og þýzkan í
„Tanzen und Springen“ Hasslers
betu.r við þá. Þá söng kórinn
sérstaklega vel „Die Rose stand
im Tau“, hið gullfagra lag
Schumanhs. Þá verður mér einn-
j.g ógleymanlegt hið sérkennilega
ljóðræna lag finnska tónskáldsins
Vagns Holmbo.e „Hemlangtan'*,
en í því söng einsöng tenorinn
Kurt Klockars ákaflega fallega.
Minnir þessi ágæti söngvari mig
á írska tenora, kannski sjálfan
John Mc Cormack. — Ekki
fannst mér kórinn almennilega
ráða við hina bráðsnjöllu útsetn-
ingu Rágnars söngstjóra B.jörns-
sonar á „Gimbillinn mæ.lti“, enda
hafa Fóstbræður sungið það lag
þannig að betur verðui' tæpast
gert. En íslénzkur ' framburður
Fipnanna var hér sem endvanær
með ágætum. — Ekki var ónýtt
að fá að heyra lög eftir Strav-
inskji su.ngin af kór. Sérstök
hrynjandi verka þessa aldraða
brautryðjanda býr yfir einhverj-
um töfru.m, sem erfitt er að út-
lista, en svo mikið er víst að at-
hyglinni er haldið óskiftri.
Eftir hlé komu svo tónskáld-
in Sibelíus (sem lengi hefur
hefur heillað okkur Islendinga)
Aksel Törnudd (d. 1923) og Selim
Palmgren (d. 1951). Lög tveggja
fyrrneindu tónskáldanna voru
suungin á finnsku, sem mér virð-
ist hrífandi söngmál. Lag- Si-
belíusar „Söngur hjarta míns“
(Sydámeni' laulu) býr yfir hinum
fornu töfrum gamla meistarans,
yndisþýtt og fagurt. Lag Törn-
udds „Loitsu" er eins konar sær-
ingarþula, sem var feiknlega á-
hrifamikil í meðferð kórsins, þar
bjuggu gáidrar í máli og söng.
Enda vakti lagið ákafa hrifningu
áheyrenda og varð kórinn að
endu.rtaka það „Sáv, sáv, susa“
eftir Palmgren er fagurt lag og
var vel sungið. 1 „Paimenen ilo“
eftir sama höfund brá fyrir dá-
litlum humer. Muntra Musikant-
er gægðust þar fram og- var það
vel _þegin tilbreyting." Eftirtekt-
arvert og fagurt var lagið „Natt-
lig madonna“ eftir tónskáldið
Nils-Eric Fougstedt, sem lézt í
fyrra, aðeins rúmlega fimmtugur.
Lauk söngskemmtuninni méð
lögum eftir hinn ágæta söng-
stjóra sjáfan, Erik Bergman.
Yoru þau nýtízkuleg í byggingu
og eftirtektárverð, ekki sízt þjóð-
vísan frá Suðausturbotnum, sem
virtist á köflum fremur hrópuð
og töluð en sungin; þar var seið-j
ur á ferð, enda viríist kórinn
n
hafa gaman af að syngja hana og
varð fyrir kröfu okkar áheyrenda
að endurtaka. Svipað má segja
um „Ur Drei Galgenlieder“ slð-
asta lagið,' sem var mjög hríf-
andi.
Var hrifning áheyrenda orðin
mjög mikil í lok skemmtunar-
innar og varð kórinn að syngja
nokkur ankalög. Að lokum reis
úr sæti hinn ágæti listvinur og
menningarfrömuður Ragnar í
Smára og íhyllti kórinn með ræðu
bað menn þakka honum rheð fer-
földu húrrahrópi og var það gert
ósvikið.
Héðan fylgja þessum ágætiskór
hlýjar kveðjur og þakkir fyrir
komuna til Islands, sem seint
mun fyrnast úr hugum þeirra,
sem á hlýddu. ‘Væri ánægjulegt,
ef þessir frændur okkar og vinir
gætu gefið fleiri Reykvíkingum
tækifæri til þess að njóta söng-
listar slnnar síðar.
Skal hér og notað tækifærið til
að þakka „Fóstbraeðrum“ fyrir
þátt þeirra í hingaðkomu söng-
bræðranna frá Finnlandi. Þessi
ágæta söngskemmtun sannar
■okkur einnig; að við eigum sjálf-
ir karlakóra, sern vel standast
samanburð við það, sem bezt er
til í þeim efnum r öðrum lönd-
um.
Sfórauknir flutningar Flug-
félags Islands
í sumar hafa flugvélar Flug-
félags -fslands flutt fleiri farþega
innan lands og millj landa en
nokkru sinni fyrr.
Flugvélar félagsins fljúga tólf
sinnum á viku áætlunarflug frá
fslandi til Bretlands, Noregs,
Dammerkur o.g Þýzkalands og
hafa viðkomu á sex stöðum í
þessum löndum.
Innan lands er flogið reglu-
bundið óætlunarflug milli fjórt-
ón staða.
Innanlandsflug
Síðastliðið vör leigði Fiugfé-
lag íslands flugvé. af Skymaster-
gerð af bandarísku fyrirtæki, til
innanlandsflugs sérstaklega.
Jafnframt voru sett' á sérstök
sumarfargjöld milli þeirra staða,
sem Skymasterflugvélin , Snæ-
faxi“ flýgur til. Þá sefti Flug-
félag íslands upp svonefnd fram-
háldsfargjöld milli staða innan-
lands, sem ekki hafa beinar
flugsamgöngur sín á milli eins
og t.d. ef fanþegi jrarf að fara
frá Vestmannaeyjum til Þórs-
hafnar eða frá ísafirði til Horna-
fjarðar. '
Aukning á farþegaflutningum
innanlands frá 1. apr,l til 31.
júií í ár hefur orðið mjög góð.
eða. rúmlega 84% rhiðað við
saraa tíma í fyrra.
Þess ber þó að geta.að sökum
verkfalls, lá innanlandsflug að
mestu niðri í júní 1961.
Farþegar fluttir með flugvél-
um félagsins innanlands frá 1.
apríl til 31. júlí voru 30.663,
en vorn 16.639 á sama tima ár-
ið áður.
Vörufltitningar námu 372 lest-
um 1962 en voru 256,5 ári$
1961, og.er aukning 45%.
Innanlandsflugið hefur, eins»
og þessar tölur -, bera með sér,
gengið mjög vel það sem af er
sumri. Flugtök og lendin.gar á
viku hverri í innanlandsflugi'.
eru 240.
MiUilandaflug
Með tilkomu sumaráætlunar
millilandaflugsin^ s.l. vor bætt-
íst nýr viðkomustaður, Björg-
vin í Noregi við áningarstaði
,.Faxanna“ erlendis. Sú ‘breyt-
ing var einnig ákveðin að í
stað tíu ferða á viku yfir sum-
arið, skyldu nú flognar tólf
ferðir.
Á t'ímabilinu frá 1. apríl til
31. júlií hafa flutningar aukist
um nær 16%. í samanburði við
innanlandsflugið ber þess að
geta, að enda þótt nokkrar
truflapir vrðu á millilandaflugí
vegna verkfalla í júní 1961, lagð-
ist flugið ekki niður og er
prósenttala millilandaflugs því
ekki eins há o», jnnanlandsflugs.
Á tímabilinu frá 1. apríl .til
31. júlí 1962 voru fluttir [ áætl-
unarflugi milli landá 1.2.004 far-
þegar en 10.389 á sama tíma
í fyrra.
Vöruflutningar námu 97 lest-
um nú, en 78, 5 lestum árið áð-
ur og er aukning þeirra 23,5%.
Þess má geta, að jafnhliða.
því, að ferðalög íslendinga til'
útlanda ihafa nokkuð dregist
saman, ihafa þeim mun fleiri út-
lendingar tekið : sér far með
f’ugvélum Flugfélagsins og láta
Mánudagsblaðið 2. sp. ____ F. í.
mun nærri að útlendir farþegar