Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.09.1962, Síða 3

Mánudagsblaðið - 17.09.1962, Síða 3
MánudagUT 17. september 1962 "V.".. ' ......... MÁNUDAGSBLAÐIÐ ]; Jónas Jónsson, frá Hriflu: # /■ Dönskunám á íslandi Danskur valdamaður hefur ver ið hér á ferð, fundamaður á ein- hverjum af hinum mörgu nor- rænu vinafundum. Hann veitti eft irtekt tveim fyrirbærum. I fyrsta lagi að íslendingar eru eina er- lenda þjóðin sem hefur gert dönsku að skyldumáli í barna- og ungmennaskólum. í öðru lagi veitti hann því eftirtekt að ís- lendingar hafa slæman fram- burð á máli frænda vorra við Eyrarsund. Hvort tveggja er rétt: íslenzkir löggjafar- ‘hafa örýgt þá höfuðsynd að bæta dönsku við hið þrautleiðinlega skyldunám íslenzkra ungmenna. Ennfremur er rétt að játa að ef danska er aðe'ins vel framborin sð hún jafnist á við framburð Reumerts og annarra sniliinga danskrar tungu, þá er dönsku- framburður nálega allra íslend- inga með mjög miklum útlend- ingsblæ svo að ekki sé meira sagt. Daninn vill bæta úr þess- eri vöntun okkar með því að senda íslendingum nægilega marga danska þjálfara til að kenna réttan frarnburð málsins í öllum skólum landsins. Enginn vafi er á að ef þessi ráðagerð væri framkvæmd mundu marg ir íslendingar sérstaklega ungar stúlkur bera dönsku betur fram heldur en nú tíðkast, eftir hið langa skólanám í átthögunum. Hitt er annað mál, að þessi framkvæmd mundi bundin mörg um annmörkum. Sennilega yrði erfitt að fá danska kennara til að fara tí þessa útlegð til fram- andi lands, þar sem þeim þætti margs vant, í skyndidvöl þess- arli, Mikill kostnaður mundi fytgja þessu umfangsmikla sendi kennarastarfi. Að líkindum mundi börnum og ungmennum þykja skyldunámið nógu þungt Og óaðgengilegt eins og það er, þó að þessi ábætir yrði ekki lagður ofan á hinn aiflega þekk igarskammt sem þeim er nú fyr irbúinn. Má því búast við að hinir dönsku sendikennarar yrðu þess variir að þó að þeir legðu sig alla fram við kennsl- una, þá væri hún goldin litlu þakklæti af, lærisveinunum. Tillaga ftíhs danska valda- manns verður sennilega ekki framkvæmd að ósk hans. íslend Sngai- munu á ‘'ókðmftuih ‘ arifm' byrja-hverja æskudvöl hjá Dön- um með því að skilja ekki eitt einasta orð sem við þá er mælt og geta ekki heldur án aðstoð- ar beðið um gistingir eða mat til að seðja hungur sitt. Samt mun allt þetta lagast á nokkr- um dögum. Landinn byrjar smátt og smátt að skilja danskt fólk og geta komið fyrir sig orði. Eftir það gengur sambúðin sæmilega. Að visu er framburð- ur landans allhryllilegur í eyr- um Dana en það á við flesta er- lenda menn, sem búa í landinu. Það má fullyrða að hinn mikli velgerðamaður Dana og íslend- inga, Árni Magnússon hefur tal að herfilega dönsku við konung- inn og sína ágætu konu. Kunn- áttuleysi í dönsku hindrar landa ekki frá að taka þátt dl námi eða ljúka prófi og gegna Virðulegum embættum, trúlofast og giftast og ala "uþp góða danska borgara þó að framburður húsföðurins sé ekki með blæ hinna snjöll- ustu dönsku meistara. Þó að til- laga hins hugkvæma danska gests á íslandi verði ekki frami kvæmd og eigi ekk;i að vera rædd nema í gamanmálum þá má samt bæta íslenzka mála- kennslu í skólum,. landsins með einfaldri umbót sem ætti að spretta úr tillögu sem var ó- æskileg og óframkvæmanleg. Það ætti að nota segulband við kennslu allra lifandi tungumála í skólum landsins til að venja nemendur við framburð þeirra þjóða sem tala þessar tungur. Það er þarflaust að íslenzkir námsmenn úr helztu skólum landsins geti ekki skilið réttan framburð þeirra tungumála sem Þeir eru látnir læra með mikl- um erfiðismunum. Þessi umbót ei’ ódýr og einföld og gerir nám erlendu málanna ofurlítið meira llífrænt heldur én hin dauða andlausa yfirheyrsla sem nem- endur þekkja helzt til vel úr daglegri skólagöngu. En úr því að skyldunám í dönsku kemur til umræðu er ástæða til að athuga þann laga bókstaf nokkru nánar. Ef spurt er hve mikið íslendingar nota dönskukunnáttu sína til að ala og rita dönsku þá eru tækifærin fá. Ef htið er yfir sumartíímann má fullyrða að bændur og kon ur þeirra, síldarfólk, sjómenn á vélbátum og togurum og starfs fólk við hin margháttuðu bygg- ingarstörf geta lítið notað dönskukunnáttu sína. Síðan kemur veturinn og tími til að lesa góðar bækur. Ef spurt er í bókasöfnum landsins um hvaða norrænir höfundar séu þar mest lesnir þá er því svar- •að >afð • næstum ^aldrei sé" spurt eftir hinum frægustu norrænu höfundum frá dögum Ibsens, Björnson, Selmu Lagerlöf eða Kirkegaard. Oftast er sama svar ið: Ekki spurt eftir snilhngum eða þeim næstu. Einu dönsku bókmenntir sem eru lesnar með nokkurri elju hér á landi eru nokkur dönsk og stundum sænsk myndablöð. EignLega er lítil ástæða til að þvinga alla ungMnga til að nema dönsku vegna þessara rita. Þau eru sambærileg við hversdags- legustu kvikmyndir, en hafa litla menntandi þýðingu. íslendingar notuðu dönsku fyrr á árum á vlssum tímabil- um til að lesa á þessari tungu bæði snilliverk norrænna þjóða 1 og rit stórskálda stærri þjóða í danskri þýðingu. Með þessum hætti mentaðji B^pedikt á Auðn um heila kynslóð sveitamanna í Þingeyjarsýslu með sínu dásam lega bókasafni þar sem hann hafði viðað að sér mjög veru- legum hluta þeirra hita sem vit menn samtíðarinnar t. d. St. G. St. notuðu þá til þroska á ýms- um tungumálum. Nú eru slíkar bækur lítt eða ekki lesnar á dönsku hér á landi. Dönskukennsla er orðin ofur- efli íslendinga. .Vji'ð eiguip að;, gefa námsfúsum ungmennum tækifæri til að læra frumatriði danskrar tungu og beita þá seg ulbandi eins og við önnur mál, ef ungmennin Vilja leggja á sig þetta erfiði fyrir hóflega þókn- un. En þann tíma sem sparast við þetta tilgangslitla og van- rækta mál, ætti að nota til að auka skilning ungra íslendlinga á snilliritum forfeðranna og stórskálda þjóðarinnar frá 1800 til 1940. Sú kennsla er nú mjög vanrækt bæði í einstökum heim ílum og skólum landsins. Er þetta furðuleg glámskyggní því að í þessum andlega forða þjóð arinar býr sú snild og vizka sem getur gert íslendinga nú- tímans sannmenntaða eins og þei.r hafa verið frá upphafi vega og fram að þeim tíma þegar gullæði það sem hefur verið far sótt á íslandi eftir 1941 náði tök um á spekimönnum landsins. ís lendingar geta enn tekið undir orð úi’.ræðam'ikils hershöfðingja sem sagði ‘í miðri en tvísýnni orustu: „Enn er dagur til að vinna sigur“. Undir kvöld rætt ist ósk hins hugdjarfa manns. Svo gæti líka farið á íslandi. Kópavogshælið Á komandi hausti. i október og nóvember .n.k. verða teknir inn nýir nemar til að læra umönnun og gæzlu vangefinna í Kópavogshæli. Námstími er alls 24 mán- uðir í hvoru tveggja bóklegu og verklegu námi og fer allt námið fram í Kópavogshæ’.inu. Stúlkur, sem lokið hafa gagnfræðaprófi .ganga að öðru jöfnu fyrir um námsdvöl. Umsóknir ásamt afriti af prófskírteini, ,ef fyrir hendi er, stílist til yfirlæknis Kópavoghælis Frú Ragnhi’.dar Ingibergsdóttur. Reykjavik, 12. september 1962. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Lögtö Að kröfu bæjarstjórans í Keflavík og að undangengnum úrskurði, verða öll útsvör og fasteignaskattar í Kefla- víkurkaupstað álögð 1962 og eldri tekin lögtaki á kostn- að gjaldenda að 8 dögum liðnum frá dagsetningu þess- .arar auglýsingar. BÆJARFÓGETINN í KEFLAVIK, 10. sept. 1962. Sendisveinn óskast strax hálfan eða ’allan daginn. Innkaupastofnun ríkisins Ránargötu 18. Miðnœfursýemg í Ausfurbœiarbíói á Gamanleikurinn Eg vil eignast barn, verður sýndur í Austur- bæjarbíói næstkomandi laugar- dagskvöld kl. 11.30. Þessi gam anleikur liefur verið sýndur við mjög góðar móttökur víðsvegar um landið í suxnar og lxafa orðið alls 40 sýningar. Leikurinn verð ur nú sýndur á vegum Félags ís lenzkra leikara og til styrktar sjóðum þess. í flokknum eru þau Sigríður Hagalín, Jón Sigurbjörnsson, Þóra Friðriksdóttir og Guðmund ur Pálsson. Þetta er bráðskemtilegur gam anleikur, sem fjallar um hjóna bandið, kosti þess og galla,

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.