Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.02.1963, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 25.02.1963, Qupperneq 1
Tvær frægar saman i mynd BlaSfyr\ 16. árgangur Mánudagur 25. febrúar 1963 8. tölublað. Raunalegt ástand í sjúkrahúsmálum geðveikra, hundruðum þeirra úthýst Gera verður þegar í stað ráðstafanir til að þeir menn sem ekki mega ganga lausir séu hafðir undir læknishendi, en ekki sigað á borgarana SJtTKRAHtJ SMÁL geð - og taugasjúklinga hafa verið mik- ið til umræðu undanfarna daga. Verulegur skriður komst á þessi mál, er svonefnt Geð- verndarfélag Islands hélt blaða mannafund í síðustu viku (mið vikudaginn 1. þessa mánaðar). l>ar lýsti Tómas Helgason. yfirlæknir á Kleppi því yfir, að þessi mál væri eitt mesta vandamál, sem okkar þjóðfélag ætti við að stríða í dag. Hann sagði, að nú væru 2Y0 sjúklingar á Kleppi, en þar væri raunverulega ekki rúm, fyrir 500 sjúklinga. Hann taldi einnig mjög nauðsynlegt, að hér yrði reist hressingarhæli fyrir sjúklinga, sem hlotið hefðu bata, og slíkt hæli yrði eins konar millistig, frá þvi að sjúklingurinn fæi-i frá sjúkra- húsinu, cg þar til hann gæti gengið einn og óstuddur út í lífið. Tómas Helgason er nýkom- inn hingað til lands eftir langt og erfitt nám erlendis. Hann hefur verið ráðinn yfirlæknir að Kleppi ásamt Þórði Möller, og áð því er virðist eru þessir tveir menn sammála um, að al- gjört ófremdarástand riki í þessum málum hér. Reykvíkingar hafa löngum litið Klepp hálfgerðu hornauga, og ugglaust hefur enginn gert sér grein fyrir þeim mikla fjölda manna og kvenna, sem þar eni vistaðir Það er stór og alvarlegur galli, að um Klepp hefur ekki verið rætt sem önn ur sjúkrahús Það fólk sem þangað fer, eða þangað er flutt. er ævinlega „stimplað“ með orðunum „hann er vit- laus“ og engum dettur í hug, Er það satt, að stjórnin í Frama berjist fyrir taxtalækk- un, með því að stækka svæðið að Lágafelli ? að slíkur maður éða kona, eigi sér viðreisnar von. En þetta er auðvitað hinn mesti misskilningur Með góðri læknismeðhöndlun, góðu eftir- liti og aðbúnaði, væri ugglaust hægt að hjálpa stói-um hóp þess fólks, sem nú er á Kleppi. Eins og málum er nú háttað, er þetta mjög erfitt og hæpið að nokkur jákvæður árangur ná- ist. Það er nauðsynlegt, að allur almenningur geri sér grein fyr ir, að tauga og geðsjúklingar eru í sjálfum sér ekki „frá- brugðnir“ öðrum sjúklingum, sem á sjúkrahúsum liggja. Mun urinn er aðeins sá, að þarna er um að ræða andlegan sjúkdóm, en í hinu tilfelliniu er það lík- amlegur sjúkdómur. Það hefur því miður alltof mikið borið á því, að orðið Kleppur hafi ver- ið notað sem eins konar grýla. og menn líta þetta hús með samblandi af hryllingi og með aumkvun eins og það væri stað ur hinna fordæmdu, sem hefðu fyrirgert réti sínum til að búa 5 samfélagi manna. Ef ríkisvaldið tæki sig til einn góðan veðurdag, og gerði eitthvað í þessum málum, væri nauðsynlegt að flytja sjúkra- húsið á annan stað, og jafnvel nefna það öðru nafni. Almenn- ingur verður að læra, að sjúkra hús fyrir geðveika, eru eins og hver önnur sjúkrahús, og þar er fólk, sem á eins mikinn til- verurétt og hver annar. Fyrir nokkru kom það meðal annars fyrír, að geðveikur mað ur réðst að manni og barði hann í höfuðið með voldugu barefli, og rotáðist sá er fyrir högg- inu varð Ástæðan fyrir þessu var mjög lítilfjörleg, enda þarf oftast lítið út af að bera til að sl'ikir menn missi stjórni á skapi sínu. Þessi sjúklingur hafði fengið bæjarleyfi, enda talinn hættulaus. En þá kom vínið til sögunnar, og hann mætti ekki á réttum tíma á sjúkrahúsinu. Tvisvar áður hafði það kom- ið fyrir með stuttu millibili, að geðtruflaðir menn ollu erfiðleik um. Annar kom í hús nokkurt, og ógnaði húsráðanda með hníf, en hinn réðst á mann í mið- bænum. Báðir þessir áttu að vera á Kleppi. en þar eð þeir voru taldir hættulausir, var þeim sleppt af sjúkrahúsinu til jað rýma fyrir öðrum. Þá ber að minnast á eitt at- riði í sambandi við þessi mál. Það hefur ekki ósjaldan komiö fyrir, að Hegningarhúsið við Skólavörðustíg hefur orðið að hýsa geðveika, sem ekki hafa komizt fyrir á Kleppi. Yfir- fangavörðurinn í Hegnimgar- húsinu sagði nýlega í blaðavið tali^ að slíkt næði ekki nokk- urri átt. Þetta geðtruflaða fólk, sem hann yrði að hafa í klefum við hliðina á föngum, skapaði mikla erfiðleika og héldi vöku fyrir föngunum með öskrum og óhljóðum. Eftir þessa lesningu hugsa vafalaust margir, að það sé nú eftir blöðunum að vera að japla á þessum málum, og hreyta ó- notum í þetta vesalings fólk, sem hefur orðið fyrir því æðis- kasti að valda einhverjum trufl unum. Þetta kan rétt að vera. En meðan sjúkrahúsmál geð og Framhald á S. síðu. Tvær af frægustu — og beztu — leikkonum sem Hollywood hefur eignazt, þær Joan Crawford og Bette Davis, léku nýlega saman í kvikmynd í fyrsta sinn. Þetta er ógurleg hrollvekja. Þær leika miðaldra systur, fyrrverandi kvilnnyndastjöraur, sem báðar hafa séð sinn fífil fegurrL en æska þeirra, fegurð og frægð er löngu liðin. Þær búa saman og sambúð þeirra er vægast sagt ekki til fyrirmyndar. En það er leikur þeirra Crawford o,g Davis hins vegar sagður vera. SföSvJS lendingar sfórra flugvélaáReykjavikurflugvelliog Bíðið ekki eftir s Flugvöllurinn verður að fara Næstiun daglega sjáiun við stórar fjögurra hreyfla flug- vélar taka sig á loft á RcykjavDuirflugA’elli, lyfta sér yfir litlu ljósastaurana við Hringbrautina, skríða yfir Hljómskálagarðinn og Tjörnina, fara yfir húsin í miðbænum í nokkurra metra hæð og hverfa sjónum okltar norður yfir höfnina. Þetta hefur bless- azt til þessa. en hve Iengi heldur gæfan verndarhendi yfir þeim háskaleik, sem hér er framinn. Nú er svo komið að reyndir flugmenn tala um það í fyllstu alvöru að þetta verði að stöðva: Byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Flugvöllurinn í borginni miðri er orðið alvarlegt vanda- mál Þrátt fyrir aðvaranir um hættu frá honum og kvartanir um hávaða og ónæði virðast borgaryfirvöld sofa í málinu og Ekkert gerist. En þótt borgaryfirvöldin sofi, þá er anar aðili, sem ætti að bregða blundi og sem ætla mætti að vissi bezt í hvert ó- efni er komið og það er sjálf f Flugmálastjórnin. Hér í blaðinu hefur þráfald- lega verið bent á þetta vanda- mál og það hefur verið til um- „Pressuballið" Svo mikil eftirspurn er eftir miðum á „pressuballið“, árshá- tíð Blaðamannafélagsins í Sögusalnum, áð þeir sem þang- að ætla, mega ekki draga það öllu lengur að tryggja sér miða. Dýrindis krásir verða á borð bomar og vinsælir skemmti- kraftar koma fram. ræðu á fundum og mannamót- um. ERUM VBE> VIRKILEGA SVO AUMIR AÐ EKKERT KOMI VITI FYRIR RADA- MENN í ÞESSU MÁLI NEMA SLYS? Flugmenn. sem eiga hvað mest í húfi, hafá að sögn skrif að flugmálastjóra og rætt þessi mál. Þvi bréfi mun ekki hafa verið svarað. Hér er verðugt verkefni fyrir liinn ágæta flugmálastjóra, að taka í taumana og fjarlægja stóru flugvélarnar strax af Reykjavíkurflugvelli og láta hefja byggingu flugvallar ann- arsstaðar. Það virðist hvort sem er, vera samróma álit að Keflavíkurflugvöllur leysi ekki vandann. Hver vill láta benda á sig eftir að slys hefur skeð og segja: Það var þér að kenna. Þú áttir að koma í veg fyrir að þetta yrði, það var þitt verk. Það er krafa bæjarbúa að nú þegar verði tekið í taumana og flugvöllurinn fjarlægður. Þvl fyrr því betra. Ljóshærð og litfríð—og aðeins átján ára . . . ,.. ,-J Eiginlega sjáum við ekki minnstu ástæðu til að setja nokkra skýringu með myndinni af þsss- ari fallegu stúlku, en þeim sem alltaf vilja vita allt um allt getum við sagt að stúlkan heitir June Cochran, 18 ára, lifir á því að sýna sig ldædda sem afklædda, en sögð hafa áhuga & leiklist. Það var nú það. \

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.