Mánudagsblaðið - 02.09.1963, Síða 4
4
Mánudagsblaðið
Mánudagur 2. sept. 1963
Líklega er enginn islenzkur
fugl eins vinsæll meðal ís-
lenzkrar alþýðu og heiðlóan.
Hér á landi nýtur hún vin-
sælda, sem hún á ekki að fagna
í öðrum löndum, þó að henni
sé reyndar talið ýmislegt til
lista lagt í erlendri þjóðtrú. Vin
sældir lóunnar hér á landi eiga
sér ýmsar rætur. Hún er talin
vorboði framar öðrum farfugl-
um og getur orðið blátt áfram
ímynd vorsins. Kvak hennar,
dirrindi, hefur sveitaalþýðan
hér á landi lagt út sem „dýrðin,
dýrðin' og talið að hún sé svo
vel innrættur fugl, að hún sé
að syngja guði dýrð. TJtlending-
ar fá reyndar allt önnur orð út
úr Jóukvakínu.
Sennilega er ekki í íslenzkum
Ijóðum minnzt eins oft á neinn
fugl og lóuna. Þau kvæði, þar
sem hennar er minnzt, skipta
áreiðanlega' mörgum tugum, ef
ekki hundruðum. Það mætti
gefa út talsvert stórt kvæða-
kver með isienzkum lóuljóðum.
Þorsteinn Eriingsson yrkir um
þær heilt kvæði, þó að manni
Ólafur Hansson menntaskólakennari:
virðist reyndar oft, að þröstur-
inn sé honum hugstæðastur
allra íslenzkra fugla. Hjá Páli
Ólafssyni er lóan fyrst og
fremst sumarboðinn (Lóan er
komin að kveða burt snjóinn).
Hjá Magnúsi Grímssyni verða
lóuhóparnir aftur á móti tákn
haustsins (Lóan í flokkum flýg
ur, fjarlægist sumarból). Átak-
anlegast allra lópkvæða hefur
Islendingum þótt Heylóar-
kvæði Jónasar Hallgrímssonar
(Snemma lóan litla í). Þau
munu ekki vera fá íslenzku
börnin, sem hafa grátið yfir af-
drifum lóuunganna í þvl kvæði
og iagt hatur á hrafninn alia
Harméníkusnilling-
ur i heimsókn
ævi fyrir bragðið. Sigurður heit-
inn Guðmundsson skólameistari
var einu sinni að tala um þetta
kvæði við mig og gat þess þá,
að seinni partur miðvisunnar
mundi fara fyrir ofan garð og
neðan hjá flestum og ekki
vekja meðaumkvun og hrylling
eins og lok kvæðisins.
Mata ég þau af móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða.
Aðfarir lóunnar við maðkinn
og fluguna vekja ekki sams
konar tilfinningar og aðfarir
hrafnsins við lóuungana, en
hver er samt munurinn? Sigurð
ur skólameistari sagði, að sér
þættí þetta kvæði átakanlegasta
lýsing, sem hann þekkti, á
miskunnarlausri grimmd dýra-
ríkisins.
Lóunnar er minnzt í óteljandi
alþýðuvísum og þá ekki sjaldan
í sambandi við spóann, en það
liggur nærri, að íslenzk alþýða
telji þau stundum eins konar
hjón eða kærustupar. Lóan er
þó miklu vinsælli en spóinn. Eg
heyrði í æsku gamla sveitakonu
segja, að það væri ólánsmerki
að raéna lóueggjum, en allt í
lagi að taka spóaegg, það væri
meira en nóg tii af helvítis spó-
anum. Þessi alþýðuvísa minnir
á vikivaka:
Lóa, lóa, lipurtá
var að raka ljá.
Þá kom spói spíssnefur
og rak hana frá.
Súmt í lóurómantíkinni á
fyrstu áratugum 20. aldar var
geysilega væmið, rétt álíka og
smeðjurómantíkin í sambandi
við fjólur og rósir. Þó fór konu
nafnið Lóa að koma fyrir al-
vöru til sögunnar. En frá fornu
fari hefur Lóa verið notað sem
gælunafn, aðalJega um konur,
sem hétu Ólöf eða Ólafía. Enn
um síðustu aldamót voru flestar
konur í sveitinni, sém hétu
þeim nöfnum, í daglegu tali kall
aðar Lóur.
1 íslenzku þjóðsögunni um
manninn, sem fann lóurnar sof-
andi með laufblöð í munninum
N.k. sunnudag eru væntanleg
hingað til Iands harmonikuleik-
ararnir Steinar Stöen og Blrgit
Wingender. Þau ætla að feröast
um Iandið og efna til harmon-
ikuhljómleika. Bæði hafa numið
harmonikuleik við Hljómlistar-
háskólann i Trossingen í Þýzka-
landi. en hann er stærsti harm-
onikuskóli í helmi.
Steinar Stöen er norskur og
fékk snemma áhuga á harmon-
ikuleik. 12 ára gamall eignaðist
hann harmoniku og hlaut tilsögn
heima. Er hann vár 17 ára inn-
ritaðist hann í skólann í Tross-
ingen o? á vetrarprófi var hann
þegar orðinn bezti nemandi skól-
ans. Til þess að fá inngöngu i
einleiksdeild skólans varð Stein-
ar að ljúka prófi í 22 fögum
hljöta 1. einkunn. Hann hlaul
í.gætiseinkunn ( harmonikumik
og við burtfararpróf ávarnaði
skólastjórinn hann sérstaklega
Steinar er fyrstí nemandi sem
fær inngöngu í skólann síðan
1959.
í fyrra tók Steinar Stöen bátt
í heimsmeistarakeppni harmon-
ikuleikará t Prag. Þar hlaut han.n
verðlaun og var talinn bezti
Norðurlandabúinn. Hann hefur
fengið tilboð um stöðu við Tón-
listarskólaán í trak. en hefur
hafnað boðinu og hyggst ferðast
um og halda tónleika.
Á efnisskránni eru m.a. fanta-
siur. fúgur og kóralforspil eftir
Bach. Allegro eftir Handel. Zi-
geunerweisen eftir Sarasate. La
Campanella eftir Liszt, o.fl. Með
Steinar Stöen er unnusta hans
Birgit Wingender, en hún leikur
einnig á hliómleikunum. Þau
munu leika t Austurbæjarbíó (
Reykjavík og síðan í helztu bæj-
um og félagsheimilum. Fyrstu
hl.iómleikarnir verða væntaniega
mánudaginn 2. september.
um hávetur, verður lóan enn
eins konar sumartákn. Þessi
saga er þó í tengslum við út-
lendar þjóðsögur af svipuðu
tagi, þar sem aðrir fuglar
koma við sögur.
LÖAN
1 'OTLÖNDUM
1 sambandi við lóuna og
fuglategundir náskyldar henni
er frá fornu fari til einskonar
þjóðtrú 5 Evrópu og Asíu. Svo
virðist sem lóan hafi verið tal-
in óhreint dýr hjá Gyðingum,
hún var meðal þeirra fugla,
sem ekki mátti borða, en tabú-
nugmyndir Gyðinga í því efni
voru margar og reglurnar um
neyzlu dýrakjöts strangar, shr.
þriðju Mósebók. Persar höfðu
aftur á móti mætur á lóunni og
höfðu hana stundum tamda í
búrum eða inni í húsum. Her-
menn Alexanders mikia furðuðu
sig á þessu, því að Grikkir
höfðu yfirleitt enga sérstaka
ást á henni. Þeir nefndu hana
eharadrios, og er helzt talið að
það þýði fuglinn, sem dvelst
við fjallalæki, þó að fleiri skýr-
ingar séu til á nafninu. Aristó-
teles segir, að lóan sé meðal
hinna ijótustu fugla, hún sé
Ijót á litinn og röddin sé herfi-
lega ijót. Forn-Grikkir reyndu
oft að skýra uppruna dýra og
jurta með goðsögnum, oftast á
þá lund, að menn hefðu breytzt
í dýr, eða blóm. Lóan átti upp-
haflega að hafa veríð maður,
sem hét Agron frá Kos, en guð
inn Heimes breytti honum í
lóu. Læknar fornaldar höfðu
mikla trú á lóunni til lækninga,
einkum við gulu. Voru það að-
aliega hinar gulleitu fjaðrir ló-
unnar, sem voru notaðar til
þess, því að 15kt skal með líku
lækna. Stundum var nóg, að
gulusjúklingur sasi ióu, þá batn
aði honum sóttin. Stundum var
hann þó látinn éta lóuket, og
þótti það óbrigðult. Trúin á ló-
una sem lækningafugl hélzt út
allar miðaldir og lengur fram.
Hún var þá notuð við ýmsum
öðrum sjúkdómum en gulu.
Var stundum komð inn með ló-
ur til fárveikra manna. Mátti
þá marka af hátterni lóunnar,
einkum augnaráði hennar,
hvort maðurinn mundi lifa sótt-
ina af. Ef hún leit á sjúklinginn,
var talið, að honum mundi
Skrítiur
Konan hringdi á lögi-eglustöð
ina og hað um að reynt væri að
hafa upp á manninum sínum,
hann hefði ekki komið heim í
tvo sólarhringa.
Sjálfsagt, sagði lögreglu-
þjónninn, en eru nokkur skila-
boð frá yður, ef við kynnum að
finna hann?
Já, sagði frúin. Segið hon-
um, að mamma hafi hætt við
að koma.
★
HEILRÆÐI
Leiðin til farsældar er full
af kyenmönnum — ýtandi eig-
inmönnunum á undan sér.
★
Konur elska sterfca og fáorða
menn. Þær halda, að þeir hlusti
á þær.
★
Það er ástæðulaust að reyna
að vera ský, þótt maður geti
ekki verið stjarna.
hatna, en ef hún virti hann
ekki viðlits, en skimaði í aðrar
áttir var talið að sóttin mundi
draga hann til dauða. Var tal-
ið,að lóan .drægi veikina út úr
sjúklingnum með augnaráði
sínu, og er það eitt af ótelj-
andi dæmum um trúna á töfra
mátt augans.
Víða erlendis er til eamskon
ar trú um lóuegg og um rjúpna
egg hér á landi. Bf þungaðar
konur borða lóuegg, verður
barnið, sem þær ganga með
herfilega freknótt. Englending-
ar líkja freknóttu fólfci oft við
lóuegg (freckled like a plover’s
egg).
Lóan er oft og iðulega sett
í samband við rigningu og vætu
og kemur það fram í mörgum
tungumálum, t. d. eharadrius
pluvialis á latínu og Regen-
pfeifer á þýzku, sem raunar er
stundum notað um aðrar vað-
fuglategundir. Þegar okkur
finnst lóan segja „dýrðin,
dýrðin“, finnst alþýðu manna í
Þýzlcalandi hún segja, „diirr,
durr“ (þurr), og skýra það oft-
aht á þann hátt, að hún sé að
kvarta undan of miklum burrki
og vilji fá rigningu. Haida
menn jafnvei, að kvakið geti
valdið regnl. Þessi mismunandi
skilningur á tungumáli lóunnar
á eflaust einhvem þátt í því,
hve miklu vinsælli hún er á Is-
landi en suður í Evrópu.
Ölafur Hansson.
óskar eftir nokkrum reglusömum mönnum til
Oréfaútburðax Byrjunarlaun kr. 6.000.00 á mán.,
miöað við 42 stunda vinnuviku.
Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri
bréfapóststofunnar Sveinn G. Björnsson.
Rófan á'jghr hundinum
Framhald af 3. síðu,
Hannibalarnir myndu hverfa, því byssustingir yrðu sannfær-
ingarmeðalið, en ekki fánýtt raup og hótanir, eins og tíðkast
hefur til þessa.
Öþarfi er að fjölyrða meir um hina væntanlcgii sælu, en ef
einhverjir ráðamenn innan Framsóknarmanna hafa ennþá kjark
og karlmennsku, þá ætti það að vera nærtækasta verkefni þeirra
að iækka segl vinstri sinnaðra tækifærissinna i flokknum og
ieggja þessi mál fyrir tlokkshræður sína af einhverri skynsemi.
Það er óþarfi, að heilum flokki skuli ilinglað af rófunni, en
ekki verður betur séð, en sá háttur sé á um þessar mundir á
ritstjórnarskrifstofum Tímans.
Lárétt: 1 Fiskisfcip 8 Sjófugl-
ar 10 Fangamorg 12 Flokkur
13 Upphafsstafir 14 Brauð 16
Illgresi 18 Á rándýrí 19 Vond
20 Peninga 22 Mun 23 Ósam-
stæðir 24 Hvíldist 26 Guð 27
Ekki fyrstur 29 Baugur.
Lóðrétt: 2 Upphafsstafir 3
Flenna 4 Forfaðir 5 sctja sam-
an 6 Rykkom 7 Hörfaði 9
Töfraði 11 Lægð 13 Fiskar 15
Söngfélag 17 FJfnuð 21 Kjáni
22 Snúra 25 Elskar 27 Sama
og 6 28 Ósamstæðir.