Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.09.1963, Page 5

Mánudagsblaðið - 02.09.1963, Page 5
Mánudagur 2. sept. 1963 Mánudagsblaðið 5 og hún velti þvi fyrir sér, hvort hún hefði ekki átt að láta hann bíða lengur eftir svarinu og hvort hún hefði verið of áköf — og þó, hann var ekki sá mað ur, sem hægt var að leika sér að. Ösjálfrátt undraðist hún, að Jean Seyler skyldi hafa verið nógu sterk til að neita að strjúka með honum. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að Jeán hefði ekki getað elskað hann, og allt í einu fann hún hve mjög hún sjálf elskaði hann. Kvöldið áður hafði hún legið andvaka og hugsað til þess með stolti og ánægju, að þessi mað- ur skyldi biðja hana að verða konuna sína. En einhvern veg- inn hafði spurningin um ást ekki blandazt í málið. Auðvitað geðjaðist henni að honum og hafði ávallt gert, en fram að þessu augnabliki hafði hún ekki gert sér ljóst, hve ömurlegt líf hennar hefði verið, ef það hefði átt fyrir henni að liggja að sjá hann aldrei framar. Að sjá hann aldrei framar! .... Fjar- stæða, þar sem þau ætluðu að giftast, og heimurinn var bjart- ur framundan og lífið rétt að byrja. En samt sem áður skaut þeirri hugsun upp í huga henn ar: Skyldi nú eitthvað koma fyrir, sem aðskildi þau! ? .... Jafnvel þegar þau skemmtu sér saman, var hún gripin af þess- ari hugsun, og þá var eins og hníf væri stungið í hjarta henni. Elskaði hann hana? .... Stundum horfði hún eins og 5 leiðslu á hann og þá langaði hana að spyrja hann, en hafði ekki kjark í sér. Þá átti hann það til að segja í gamni: „Um hvað ert þú að hugsa, Buddy? Eða er það mikið leynd armál ?“ Hann var alltaf eitthvað í þessa áttina — og hún fann, að hann kom meir fram við hana einsog krakka heldur en þá konu, sem hann ætlaði að gift- ast. Brúðkaupið átti að fara fram í apríl. Aston hafði viljað hafa það þá. — „Það er ekki eftir neinu að bíða, svo hvers vegna ekki apríl?“ En Buddy maldaði í móinn. „Eg þekki þig svo 15tið,“ hafði hún sagt. Hann hló við. „Það eru engin ósköp að þekkja,“ sagði hann, og það gætti dálítillar hörku í róm hans. „Allt mitt er til sýnis — ég er alveg eins og þú séi-ð mig, og pabbi þinni veit um f járhag- inn.“ „Ó — það,“ sagði Buddy. Það fór hrollur um hana og hún leit undan. Upp á síðkastið hafði hún stundum óskað þess, þótt kjánalegt væri, að hann væri ekki alveg svona ríkur, svo að henni gæfist tækifæri til að gera eitthvað fyrir hann. Það væri dásamlegt að gera eins og margar stúlkur gerðu, sem giftu sig, að sjá um húsið sitt og jafnvel að matreiða — mamma Buddyar hafði kennt henni matreiðslu og húsihald, en á hvorugu þyrfti hún að halda, þegar hún væri orðin frú Philir Aston — það yrðu þjónar á hverjum fingri, sem gerðu allt fyrir hana — og allt fyrir hann. Allt, sem hún átti að gera, var að elska hann og koma honum til að elska sig. Já, það yrði hennar aðalverk- efni að koma honum til að elska hana, því að Buddy vissi, að enn gerði hann það ekki. Honum þótti vænt um hana, eins og hann sagði, en þegar hann kyssti hana var það eins og þegar maður kyssir barn — og þegar hann lagði hendurnar utan um hana, var það næstum eins og pabbi hennar mundi hafa gert — og Buddy þráði meira en það. Upp á síð- kastið hafði hún hugsað mikið um Jean Seyler. Hvar var hún? Skyldi hún nokkurn tíma koma aftur inn í líf hans? Einn daginn höfðu þær Mary verið boðnar 5 síðdegiste í ibúð Philips, og þar hafði verið Ijós mynd á arinhillunni, Buddy hafði strax vitað, þótt hún hefði ekki séð augnagot Maryar, af hverri myndin var. Hún kannaðist strax við þetta töfrandi andlit, og brosið á því hafði ásótt hana ávallt siðan. Skyldi þetta bros ásækja Philip líka? Óskaði hann, að það væri Jean, þegar hann faðmaði hana að eér? \ Buddy reyndi að berjast móti þessum hugsunum. Það var hlægilegt að vera afbrýðissöm út í það, sem var búið og liðið. En samt sem áður vaknaði hún eina nóttina með tárvota vanga, af því að hana hafði dreymt að hún sæi Philip Aston kyssa stúlkuna, sem myndin var af á arinhillunni. En marga hamingjudaga áttu þau saman. „Ertu hamingjusöm, Buddy mín?“, spurði Mary hana stund um. Og Buddy svaraði eins og satt var: „Eg hef aldrei á ævinni verið eins hamingjusöm og nú.“ Foreldrum hennar geðjaðist vel að Philip og hann var mjög góður þeim. „Hann er einmitt sá maður, sem ég hefði kosið handa þér, góða mín,“ sagði pabbi hennar, og mamma hennar sagði: „Hann minnir mig á pabba þinn, þegar hann var ungur maður." Buddy á bágt með að sjá nokkuð fikt með þeim. Pabbi hennar var mikill á velli og rauður í andliti og held ur feitlaginn. Og hún mundi ekki eftir honum öðru visi en sköllóttum, og ekki minntist hún annars en hann fengi aér blimd og hryti í legubekknum eftir kvöldverð, og Philip var .. nú, allir voru sammála um, að hann væri óvenjulega fríður maður. Hár, vel vaxinn, og rétt byrjaður að grána í vöngum, gráeygður. Buddy var ákaflega hreykin af honum, þegar þau voru úti saman, Henni fannst alltaf, að fólk hlyti að vera að dást að honum — henni datt aldrei í hug, að augnatillit þess beindist til hennar eigin hell- andi persónu. Hamingjan fegrar og Buddy var hamingjusöm. Það var eins og hún lifði í draumaheimi. Philip var mjög góður við hana, aðeins einu sinni neitaði hann að gera það, sem hún bað hann um, og það var út af trúlofun- arhringnum. Buddy hafði vilj- að hafa hringinn greyptan perlum. „Perlur erú svo fallegar. Eg elska perlur.“ „Eln ég hata þær,“ hafði Phil- ip svarað allt að því reiðilega. „Eg skal kaupa handa þér hvað sem þú vilt — en bara ekki perlur.“ Þetta litla atvik hafði gerzt í búð í Bond Street. Kaupmað- urinn sá, hve Buddy þótti þetta leitt og sagði kurteislega: „Ekki perlur ungfrú — það er sagt, að þær merki tár.“ Svo það varð úr, að Buddy fékk demantshring, sem kost- aði eins mikið og árslaun föður hennar. En þótt hringurinn væri mjög fagur, varð hún fyr ir svolitlum vonbrigðum. „Mig langaði í hring með perl um,“ sagði hún seinna meir við Mary Pitts, „en hann sagðist hata perlur.“ Mary svaraði hugsunarlaust. „Hann gaf Jean Seyler perlur — dásamlega festi, sem móðir hans hafði átt.“ Þetta hæfði Buddy i hjartað. En hún reyndi að hlæja og sagði kæruleysislega: „Hvað kemur til, að þú veizt svona mikið um þessa frægu Jean?“ Mary svaraði: „Veiztu það ekki? Jarrot var í vist hjá henni.“ Jarrot var vinnukona hjá frú Pitt, miðaldra kona og hafði óseðjandi lyst á kjaftasögum. „Nú,“ sagði Buddy, „ekki vissi ég það.“ „Hún sagði mömmu allt um hana,“ hélt Mary áfram, „hvað hún væri falleg, og allar þær dýru gjafir, sem Philip gaf henni. Hann var vanur að senda henni blóm á hverjum degi." Buddy sneri sér undan og lét sem hún væri niðursokkin í að skoða bók, sem lá á borðinu, Hún elskaði blóm, en aldrei hafði Philip sent henni nokkur, Ef til vill hataði hanri blóm núna, eins og hann hataði perl- ur. Hún sagði allt í einu: : „Mig hefði langað til að sjá frú Seyler.“ „Sjá — hverja?“ spurði Mary, en bætti svo við: „Já, auðvitað. En það er svo skrítið að heyra hana kallaða frú Seyl- er — það kalla hana allir bara Jean.“ Hún hló. „Það er undar- legt, en hún er ein af þessu fólki, sem maður hugsar sér aldrei, að sé gift.“ Loksins var eins og hún skildi, hvers vegna Buddy svar- aði ekki, og hún stóð á fætur og gekk til hennar. „Buddy, elskan — þú ert þó ekki ....“ Hún kyssti Buddy ..laust á kinnina. „Elskan, þú ert alveg eins sæt og falleg og hún.“ „Buddy reyndi að hlæja. „Kjáni! Heldurðu, að mér standi ekki á sama?“ En í hjarta sínu vissi hún, að henni stóð ekki á sama. Hún ætlaði að fara út með Philip um kvöldið. Hann ætlaði að fara með henni í heimsókn til systur hans, eina skyldmennið sitt hafði hann kallað hana. „Þú kemur ekki til að hafa ónæði af mágsemdunum, Buddy. Hún er sú eina og dvelst mest allan tímann i Frakklandi, svo við hittumst ekki oft.“ Buddy hlakkaði mjög til að hitta hana. Hún ætlaði að reyna að líta sem bezt út. „Eg vona að henni geðjist að mér,“ sagði hún við Philip. Hanri komst við og svaraði: „Hvernig ætti nokkrum ann- að en geðjast að þér?“ Þessi orð hlýjuðu henni um hjartaræturnar, og hún hafði hlakkað til kvöldsins, þangað til Mary hafði sagt henni frá Jean og perlunum. Hvers vegna hafði Philip gef- ið henni þær? Giftar konur áttu ekki að þiggja gjafir af öðrum mönnum. Það var ekki fallegt af henni, og hvað hafði maður tnn hennar af sér brotið, að hann skyldi leyfa þetta? Buddy velti þessu fyrir sér, meðan hún var að búa sig. Og umhugsunin olli henni beizkju, sem ekki vildi hverfa. Hún stóð fyrir framan spegil inn, þegar Mary kom inn í her bergið. „Það er Philip — hann er í símanum.“ „Philip -r Ó.“ „Já, og hann er mikið að flýta sér. Komdu inn 5 mitt herbergi, þú getur talað við hann þar.“ Buddy hraðaði sér yfir gang- inn. „Ert það þú, Philip? Já, þetta er Buddy .... “ „Eg bið þig mikillega að af- saka, en við verðum að hætta við kvöldverðinn. Eg er þegar búin að hringja til systur minn- ar. Eg verð að fara til Parísar í verzlunarerindum. Eg fer með kvöldlestinni.“ Hún heyrði sjálfa sig segja: „Á ég þá ekki að hitta þig .. ekki einu sinni til að kveðja þig?“ Hann hló. „Eg verð ekfki nema nokkra daga. Mér þykir þetta leiðin- legt, Buddy, en ég kemst ekki hjá því. En heyrðu, ég flýg til baka. Komdu á Croydonflugvöll á föstudag, Og hittu mig. Viltu gera það?“ „Ö, Philip, er það ekki hættu- legt ?“ „Hættulegt! Þegar fólk svo tugum skiptir fer þetta á hverj' um degi! Barnaskapur er þetta!" 1 „En það eru fimm dagar til föstudags —“. Hún vissi, að hún hagaði sér bamalega eins og hann sagði, en þó var eins og einhver grun ur legðist í hana og gerði henni órótt. „Ef ég gæti bara hitt þig — þó ekki væri nema í eina mín- útu — „Því miður, elskan, það er ekki tími til þess. Eg sendi þér skeyti um, hvénær ég kem. Guð blessi þig, farðu vel með þig “. Hann þagnaði andartak, svo spurði hann: „Buddy, af hverju svararðu mér ekki ?“ Með erfiðsmunum stundi hún upp: „Jæja þá — far þú Mka vel með þig.‘“ „Geri ég það ekki alltaf?' Bless, elskan min.“ Svo var hann farinn, og and- artak fannst Buddy hún vera einmana og yfirgefin. Ef hún hefði verið Jean Seyler, skyldi hann þá hafa mátt vera að þvi að kveðja hana? Hún fyrirvarð sig fyrir þess- ar hugsanir. Þær voru henni ekki samboðnar. Hún lét heymartólið á, og er hún sneri sér við, kom Mary í dymar. „Má ég koma inn? Ertu búin að tala við hann? Er nokkuð að ?“ Buddy reyndi að láta sem ekkert væri. „Hann er að fara til Parísar í kvöld í áríðandi viðskiptaerind um og verður til föstu4ags.“ Hún leit niður á kjólinn sinn, nýjan kjól, valinn sérstaklega fyrir kvöldið, hvítan, vegna þess að Philip fannst hviti liturinn eiga bezt við hana. „Svo ég fer ekki neitt út,“ bætti hún við vonleysislega. Mary hló. „Vertu ekki svona miður þín. Það er ekki svo langt til föstu- dags, og hugsaðu um, hvað gam an verður að hitta hann aftur.“ Buddy hugsaði: Þú talar ekki um, hve fegin hann verður að hitta mig aftur. ATHUGID! Auglýsingar sem birtast eiga í Mánudagsblaðinu þurfa að berast ritstjórn eigi síðar en á miðvikudögum næstum á undan utkomudegi blaðsins, TILKYNNING frá Háskóla íslands SKRÁSETNING NÝRRA STÚDENTA t HÁ- SKÓLA ÍSLANDS hefst mánudaginn 2: sept- ember 1963 og lýkur mánudaginn 30 september 1963 Við skrásetningu skulu stúdentar sýna stúdentsprófskírteini og greiða skrásetningar- gjald, sem er 500 krónur. — Þeir stúdentar, sem vilja leggja stund á verkfrœði, tannlækningar eða lyfjafrœöi lyfsala, eru beðnir að láta skrá- setja sig fyrir 15 september.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.