Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.03.1964, Page 2

Mánudagsblaðið - 16.03.1964, Page 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 16. marz 1964 Jónas Jónsson frá Hriflu: Venjulegir menn og smámuna fólk „ÞABNA ER REMBRANDT" Fyrir nokkrum árum var ég á ferð erlendis með nýfermd- um íslenzkum dreng. Vð litum inn í listasafn stórborgar og komum brátt í stóran sal full- an af málverkum eftir fræga listamenn. Förunautur minn liafði ekki fyrr komið út fyrir landssteina og ekki séð frum- myndir neins meistara. Allt í einu horfir drengurinn yfir sal inn og segir. „Þarna er Rem- brandt.“ Þetta var rétt. 1 saln um var mynd eftir hinn hol- lenzka meistara. Drengurinn hafði séð svipmót myndarinnar í allmikilli fjarlægð. Hér skeði ekkert furðulegt, nema það að athugull unglingur hafði séð í skólabókum sínum og öðrum bókum prentmyndir eftir er- lenda málara, þar á meðal eft- ir Rembrandt, og við fyrstu sýn veitti ungmennið eftirtekt hinni sérkennilegu tækni snill- ingsins. Næstum ætíð lætur hann ljósið glíma við kökkv- ann. LJÓS OG DÖKKVI MEISTARANS 1 mynd hans þegar 'Kristur kemur með lærisveinum’ sínum til Damaskus er ljósið að vísu furðu sterkt en myrkrið setur sinn blæ á nokkurn hluta myndarinnar og á líka að gera það þó að málverfdð sé innileg dýrkun hinna mestu andlegu yf irburða sem sagan hermir um. Tækni Rembrandts var sigur- sæl og dáð í heimi lista og feg urðar. Ljósið á í þrotlausri bar áttu við myrkrið eða „dökkv- ann“ eins og listaskáldið góða kemst að orði í „Fýkur yfir hæðir.“ Myrkrið á líka sitt fallega heiti í orðasafni þess meistara. Það gegnir furðu að fólk í mörgum löndum skuli skiptast í deildir milli birtu og dökkva. Rembrandt notar dökkvan til að skapa andstæðu við lífsljósið. Hann málar aldrei sortann nema sem tap- andi mótvægi. Myrkrið er hvergi aðalatriði nema í und- irheimi lita og lífsgæða. DEILUR UM KIRKJU- GERÐ Það hefur lengi verið nokk- ur skoðanamunur hér á landi um stærð og fegurð kirkna. Þar skiptast menn eftir sjálfs vali í venjulega menn og smá- muna fólk. Venjulegir menn unna fegurð, líka í húsagerð. Þeir hafa hjálpað til að skapa stórkostl. og fegurstu bygg- ingar allra menntaþjóða. Fyrst kom trúarhyggja þessara manna framí hofgerðinni, þar sem beitt var öllu andriki og orku kynslóðanna. Merki um stórhug fornþjóðanna í sam- bandi við trúarlíf fólksins og fórnarvilja má sjá í Japan, Kína. Indlandi, í rústum Ass- yríumanna og Babylon. I vest- urvegi koma Persar, Egyptar, Grikkir, Rómverjar, Arabar og þá ekki sízt Gyðingar. Muster- in tvö, hið forna og fræga, þar sem þjóðin vildi vemda trúar- líf sitt og andagift stórfelldrar húsagerðarlistar. Grimmir myrkravinir rændu og brenndu þetta ypparsta listaverk heill- ar þjóðar. Síðan fylgdi herleið ing, þrældómur og kúgun en að lokum komust þjakaðar leif ar Gyðingdómsins heim í hið öæþjáða og útpýnda ættland sitt. hið fyrirheitna land. TRUARHOLLUSTA FORNÞJÓÐANNA Þá var hafið landnám, en fyrst af allri eiginlegri ný- byggð var musterið reist fag- urt og tilkomumikið i augum Krists og lærisveina hans, sem litu á þá byggingu eins og meginvirki andlegs lífs i land- inu. Annar ræningi kom til Jer úsalem, krónprins Rómaborg- ar. Hann sat um Jerúsalem. Hungurdauði og sverðseggja umkringdu Gyðingana í borg- inni. Rómverjinn bauð tvo kosti. Líf og frelsi í Róma- veldi. Musterið heilt og hreint nema varðandi eitt trúaratriði. Þar skyldi geyma hjá sáttmáls örkinni rómverskt skurðgoð. Gyðingar urðu að vinna sér til lífs að svíkja sinn Jahve. Þeir vildu heldur deyja en að svíkja hinn æðsta eilífa mátt. Þá var Jerúsalem eydd í eldi. Nokkuð af dýrgripum musterisins skreytti síðar veizlusali Róma- borgar. Gyðingum var dreift um öll byggð lönd nema tsland og þjáðir meira en orð fá lýst: En þeir sviku aldrei guð sinn, ættstofninn, trúna eða bók- menntirnar. Nú hafa þeir end- urheimt sitt fymrheitna land og breyta Öræfum í aldingarða með orku hugsjóna og mann- dóms. Enn er öllu sæmilega menntu fólki í heiminum full- ljóst að allar miklar menning- arþjóðir tengdu andlegt líf við hofin og trúarboðorðin. Þar var ekkert of gott. Ekkert til sparað um rausn og listfengi. Enn geyma veggir konunga- grafanna á Nílarbökkum sex þúsund ára veggmálverk með skýrum, fögrum, ófölnuðum lit um. Þar bíða trúarljóð Fom- Egypta eftir sínum efsta degi. LJÓSIÐ FRA BETLEHEM Kristur kom úr lítilli jötu í sandblásnu beitilandi hirð- ingjanna. Hann boðaði hrelldu aumu og spilltu mannkyni tvennskonar fagnaðarerindi. Bræðralag á jörðu og eilíft líf eftir líkamlegan dauða. Þjóðir heims bjuggu við rústir heiðin- dóms, djöfulæði harðstjóra og enga von um framhald lífsins. Hér eást enn töframynd Rembrandts, þó að hann væri þá ekki fæddur. Birta og mann göfgi kristindómsins brá birtu andlegs lífs yfir bnmarústir Rómaveldis. Þá gerðist hið mikla undur í Vesturlöndum. Kristindómurinn erfði veldi keisaranna. Róm varð aftur höfuðborg í nýjum og betri sið. Páfinn varð í nýju ríki arftaki keisaranna. Hofin gömlu vom í rústum en Kristindómurinn vax stórhuga og skapandi. Um alla Evrópu risu kirkjur. Þær skiptu mörgum þús- undum, flestar fagrar og til þeirra vandað svo sem bezt mátti verða. Áhugamennirnir urðu stöðugt fyrir mótblæstri smámenna, fólks lítilla sanda og sæva. Það tafði framsókn kristindómsins en gat aldrei beitt stöðvun. — Það tók sex aldir að fullgera Kölnar- kirkju, en að lokum stóð hún tigin og göfug, andleg hetju- drápa stórgáfaðrar og listelsk- andi þjóðar. NORDURLÖND OG ISL. FORNKIRKJA Fommenn á Norðurlöndum vönduðu mjög til hofgerðar og til að prýða guðshús sín. Sama varð raunin eftir trúarskiptin hér á landi. Stórhugur nýrra kirkjubænda í byggingarmál- um vakti eftirtekt norskra höfðingja og þótti kenna of- rausnar. Á kaþólsku öldunum vom prestar, biskupar, kirkj- ur, munklífið og bókmenntim- ar óaðskiljanlegir bandamenn. Fomkirkja Islendinga var rík, stórhuga og þjóðleg, þrátt fyr- ir alþjóðlegt eðli. Kristján III., Erlendur stórþjófur og ræningi braut vald íslenzku kirkjunnar til að geta mótstöðulítið rænt landið og kúgað landsfólkið. Jón Arason var í senn trúar- höfðingi og ættjarðarvinur. Stórhuga var hann um svipmót sinnar kirkju. Enn er hin mikla altarisbrík hans í Hóla- kirkju, einn af dýrgripum þjóð arinnar og líf sitt má hún þakka að gripurinn er ekki að- eins fagur og listrænn heldur auk þess svo stór í sniðum að hinum erlendu ræningjum var ofurefli að flytja þennan helga dóm yfir veglaust land frá Hól um að næstu höfn. NIÐURLÆGING OG ENDURREISN Nú var kirkja tslendinga í anlegum böndum hins erlenda valds. Hin auðuga og svip- mikla kirkja var rúin auði sín um og sjálfsstjórn. En ís- lenzku bændahöfðngjarnir, kon ur þeirra og vandamenn og stuðningslið, reistu um allt land sínar eigin kirkjur með gjöfum og sjálfssköttum og sýndu i verki innileik og trúar hita langt yfir efni fram. Þeg- ar ísland fékk nokkra stjóm sinna mála 1874 vom kirkjurn ar í byggðum landsins og byrj andi þéttbýli reisulegri og með meiri reisn en heimili einstakra borgara og er þar þó margs góðs að minnast. En íslenzku bændaþjóðinni famaðist eftir siðaskiptin líkt og Gyðingum eftir herleiðinguna til Baby- lon. 1 Jerúsalem var reistur helgidómur þjóðarinnar hið síð ara musteri. Á Islandi vann prestastéttin og bændumir að endurbyggingu kirkna og prestshúsa án stuðnings eða launa frá einveldinu erlenda. FRELSI OG FRAMFARIR Og enn er sótt fram. Á Húsavík byggði söfuðurinn um aldamótin sdðustu fagra timbur kirkju undir stjóm hins mikla meistara Rögnvalds Ólafssonar. Sú kirkja þótti stór. Hún gat tekið á móti öllum Húsvíking- um við messugerð. Þá vom þeir 400. Nú em þeir 2000. Húsvíkingar fara með kirkju sína eins og helgigrip. Hún var andlegt afrek safnaðar og meistara á rómantískri öld. Bæjarbúar vita vel um upp- runa kirkju sinnar. Andi krist indómsins og snilld guðshúss- ins er varanlegur höfuðstóll, virtur og metinn sem bæjar- gifta þó aldir líði. Þegar íslenzka þjóðin byrj- aði að njóta frjáslra stjómar- hátta hóf hún stórsókn á 811- um vígstöðvum. Hinni ræmdu og niðurbældu kirkju sem Kristján IŒ. skildi við rænda, hart leikna og í fjötrum, var það mál ekki gleymt. Um allt land hófst einskonar kirkjudag ur. Menn hlynntu að gömlum kirkjum og reistu nýar. Talið er að nú séu 17 kirkjur í smíðum. Stærst þeirra er Hallgrimskirkja í Reykjavík og er um hana ofurlítill vopna burður frá hálfu smámuna- manna. Þeir eru með nokkrum hætti arftakar Kristjáns siða- skiptakonungs þó að ekki kref j ist þeir konungsvalds nema í fordæmi um viðhorf til kirkju og kristindóms. Fullvíst má telja að smámunafólkið muni geta, svo sem margir fyrirrenn arar þess í ýmsum löndum, lagt til nokkum dökkva í kirkjusmíðar þjóðarinnar. Ber að meta það framlag eftir verð leikum, þegar ljósöldur berast hverja dimma nótt úr efstu hæðum í Hallgrímstumi á Skólavörðuhæð yfir hið mikla og fagra umhverfi Reykjavík- ur. FIDIAS — PARÞENON — SIGURSAGA ANDANS Vel fer á að minnast þess að flestar þjóðir eiga sitt smá munafólk. Parþenon í Aþnu- borg mun vera talin fegurst bygging í menntalöndum heims. Persakonungar hugðust sigra Grikki og gera þá að þrælum sínum, en Grikkir sigr uðu þá bæði á sjó og landi. Samt hafði Persum tekizt að brenna Aþenuborg til kaldra kola. Grikkir áttu þá á að skipa miklum forystumönnum i landstjórnarmálum, hernaði og í öllum helztu greinum lista og vísinda. Sigursæl kynslóð Grikkja endurreisti borgina og allt þjóðlífið en hámark þeirrar endurreisnar var hið skínandi bjarta hof úr hvítum marmara á hæð í miðri Aþenu. Marmarinn var tiltækur í námd við borgina. Mannval var mikið til að endurreisa borg- ina. Grikkir áttu þá í tuga- tali hina snjöllustu húsagerðar meistara og myndasmiði. Beindu þeir nú orku sinni að þessu stórverki undir meginfor ystu Fidiasar sem talinn er mestur snillingur fornaldar í höggmyndalist. En Grikkir áttu líka smámunafólk, þjóna lítilla sanda og sæva. Þessi her fylkti liði móti Fidiasi og bar á hann þjófnað. Var látið liggja að þvi að hann mundi hafa dregið sér góðmálma sem rikið lagði fram til að prýða gyðju borgarinnar sjálfrar Aþenu. Smámunafólkið hóf nú hávaðamál á torgum og gatna- mótum móti hofgerðinni og listasmiðnum. Fídías fól þá lærisveini sínum að ljúka Par- þenon og það tókst svo vel að enn eftir 2000 ára etríð og margháttaða mannlífsbaráttu eru línur og snilldarbragur þessa marmarahúss ekki að- eins það sem byggingunni var ætlað að vera, hámark snilldar í sinni borg, heldur hámark listrænnar fegurðar i húsagerð arlist alira menntaþjóða. Fídías stórmeistari högg- myndagerðar fomaldarinnar fyrirleit smámunalýð sinnar ættborgar og tók boði grískra vitmanna í annarri borg og fullgerði þar aðrar guðamyndir sem Rómverjar töldu síðar eitt af sjö undraverkum hins foma heims. Fleiri æfíntýri og minni hátt ar átök gerast um húsagerðar- list og kirkjumál viða um heim. Myndast um það efni læsilegar sögur. Smámunafólk- ið leggur til, eftir efnum og ástæðum, mismunandi tegundir af dökkva. Saga þjóðanna fer með nokkrum hætti eftir for- dæmi Rembrandts. Hún notar dökkva til að gera sigra and- ans ógleymanlegan. Húsnæði éskast Einhleypan mann vantar húsnæði. Mætti vera eitt gott herbergi — Eitt herbergi og cldhús eða tvö herbergi. — Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Tilboð sendist Mánndags- blaðinu merkt: „Húsnæði fljótt“ Gísl 41. sýning Sll. laugardag var leikritið Gísl sýnt í 40. sinn í Þjóðleikhúsinu. Leikur þessi liefur nú gengið í allan vetur við ágæta aðsókn. Nú eru aðeins eftir örfáar sýningar á leiknum og verður sú næsta á lagardaginn kemur. Myndin er af Val Gíslasyni og Helgu Valtýsdóttur í hlutv. sínum.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.