Mánudagsblaðið - 16.03.1964, Page 4
\
4
Mánudagsblaðið
Mánudagur 16. marz 1964
Séð út um „kýraugað"
á Skólavörðustíg 9
Geguum „kýraugað“ á nr. 9
sér út í stjörnubjarta útmán-
aðanóttina. Handan garðmúrs-
ins blasir við til vinstri hand-
ar skiltið K.S., sem snýr að
manni grænu og rauðu hliðinni
til skintis í hefðbundnum
takti aflsins, sem snýr því.
Til hægri gnæfir „Rúblan“,
þessi tugmilljónahöll öreiga-
lýðsins á Islandi, sem okkur
er talin trú um, að íslenzk al-
þýða hafi byggt sér til augna-
yndis. Suð umferðarinnar um
Laugaveginn er hið eina, sem
rýfur næturkyrrðina, auk ein-
stakra skrækja og góla í
„gæjum“ og „skvísum“, sem
keppa við breima ketti um að
6inna lögmálum náttúrunnar.
Það er vorþeyr í lofti í byrj-
un marzmán. Blómin í görð-
um borgarinnar að byrja að
skjóta upp kollinum, treyst-
andi því, að vetur kommgur
hafi lagt á fló-tta. Kvíðinn fyrir
því, að hann hafi aðeins falið
sig um stundarsakir, leynir sér
þó ekki, því lífið unga er veikt,
sem kallar á vorið.
„Með lögum skal land
byggja“.
Það er mikið um að vera á
Skólavörðustíg 9. „Vemdarar
laga og réttar“ hafa úrskurðað
nokkra menn til ^■"zluvistar, á
meðan mál þeirra er rannsak-
að. Það er mikill hávaði um
mál þessara manna. Sum dag
blöðin hafa ráðizt að þeim og
reytt af þeim æru og mannrétt
indi, áður en mál þeirra hafa
verið rannsökuð eða í þeim
dæmt. Það er þessi landlæga
gleði Gróu kerlingar í sögu-
burði og sjálfdæmi, sem flytur
fjöll og magnar naut úr mý-
flugu, til þess að grár hvers-
dagsleikinn valdi ekki stöðnun
í rás viðburðanna.
Hvers vegna allur þessi há-
vaði? Er það svo, að íslenzka
lýðveldið tvítugt eigi jafn
mikið af misindismönnum eins
og hrópin gætu gefið til kynna,
eða eru hrópin kannske svona
há, til þess að draga athygli
frá því, sem er stærra og
meira, en má ekki sjá dagsins
ljós?
Það er ekki ætlun mín að
draga í efa nauðsynina á því,
að lög og reglur séu í heiðri
haft í þessu landi. Hitt er
fremur krafa, og ætti raunar
að vera stolt þessa menningar
þjóðfélags, að lögin næðu jafnt
til allra og allir væru jafnir
fyrir þeim, svo sem er hið
gullna aðalsmerki þeirra, á
þeirri fögru hlið, sem látin er
snúa að okkur.
Hörmulegur misbrestur er á
því, að svo sé, eins og svo
mörg dæmi sanna.
Nýlega var kveðinn upp
sýknudómur yfir háttsettum
manni í þessu þjóðfélagi,
byggður á því, að brot hans
væru samkvæmt lögum fyrnd.
Það segir einfaldlega, að mað-
urinn hafi verið sekur, en að-
eins það, að málið hafi verið
tekið svo seint upp, að sekt
hans hafi komizt undir fyrn-
ingarákvæði laganna, og þess
vegna hafi hann verið sýknað-
ur.
Þessi maður þurfti ekki svo
mikið sem að víkja úr einni
æðstu virðingarstöðu í fjár-
málalífi þjóðarinnar á meðan
á rannsókn málsins stóð, hvað
þá að hann þyrfti að horfa út
um „kýraugað“ á Skólavörðu-
stíg 9 svo mikið sem eina nótt.
Og þrátt fyrir dóminn gegnir
hann þessari sömu virðingar-
stöðu enn þann dag í dag.
Búum við í réttarríki, úr því
svo er, sem að framan er lýst?
Er gerandi ráð fyrir því, að
annað eins og þetta örvi borg-
arana til löghlýðni? Er ger-
andi ráð fyrir því, að nokkurt
réttamki mundi halda svo á
málum sínum? Er gerandi ráð
fyrir þvi, að traustið á okkur
hjá nágrannaríkjunum vaxi,
þegar svona er ráðið á æðstu
stöðum? Eg held ekki.
Það er veikleikamerki hvers
þjóðfélags, að halda ekki uppi
almennum lögum og reglu, og
Fjárglæframálin — Upplýsingar —
Jósafat tilefni ofsóknarmáls?
Framhald af 1. síðu.
ur að fela kornungum, óreynd-
um mönnum, sem nýlega hafa
náð lögaldri og fjárræði, að
gegna gjaldkerastörfum við
slíkar stofnanir, jafnvel þótt
yfirmennimir séu harðir í horn
að taka og valinkunnir heiðurs-
menn í vitund alls þorra al-
mennings og viðskiptavina
bankans.
Betra kaup
Það á ekki að yfirfylla lána-
og peningastöfnanir þjóðarinn-
ar með Mnu og þessu fólki,
heldur þarf að vanda valið
sem bezt, gera strangar
kröfur, greiða gott kaup þeim,
sem vilja vinna og vinna vel.
Nóg þörf er fyrir ungar blóma-
rósir í frystihúsin og síldar-
söltun o| ungsveina á skipin
og í vinnslustöðvarnar. Hinir
arðbæru atvinnuvegir eru allt-
af í fólkseklu, og þangað á að
senda þetta unga fólk, meðan
það er að fá lífsreynslu.
Suðurnesja-séníið
Jósafat
Og svo er nú í deiglunni og
á byrjunarstigi hið þriðja —
hið mesta ef til vill — Suður-
nesjamál Jósafats Amgríms-
sonar. Mikil og þung vötn
munu til sjávar falla, áður en
öll kurl eru til grafar komin
í þeim ósóma, að því er fróðir
menn herma. Ósleitilega hefur
verið reynt að gera þetta mál
að pólitísku ofsóknarmáli á
annan stjórnarflokkinn, vegna
afskipta fjársvikarans af
stjórnmálum og trúnaðarstöð-
um, sem hann hefur skipað í
pólitíkinni. En vafasamt hlýt-
ur að teljast að Iáta pólitísk-
an flokk gjalda þess, þó einn
úr hópnum hrasi fyrir freist-
ingum Mammons, í þvi Sódóma
og Gómorra, sem vamarliðs-
málin virðast fyrr og síðar
hafa skapað á hraunbreiðunni
utan og ofan við Keflavík.
Hinu ber þó ekki að neita,
að þung örlög hljóta það að
vera fyrir stjórnmálaleiðtoga,
að hafa treyst slíkum mönnum
og hafið þá til trúnaðarstarfa
í flokkum sínum.
Bankast j órinn
Framkoma Þjóðbankastjór-
ans, Péturs Benedlktssonar, í
útvarpinu fyrir um það bil
mánuði í þættinum um
daginn og veginn, hefur að
vonum vakið mjög mikla at-
hygli. Bankastjórinn tók þar
til meðfcrðar tvö mál, fyrst
fjársvikamál Glaumbæjar-bónd-
ans og síðan Hallgrímskirkju-
málið. Mikill gustur var í er-
indi þessu og orðbragð ófeimið.
Bófafélögin
Erindi bankastjórans var
þó ef til vill langmerkilegast
fyrir fullyrðinguna um það, að
ÖRU GGLEGA væru starfandi
hér í bænum bófafélög óval-
inna ótugtarmanna. Hér er um
svo alvarlegar upplýsingar og
fullyrðingar að ræða, að ósk-
andi væri, að bankastjórinn
gæfi frekari upplýsingar og
framselji þessi glæpafélög og
' foringja þeirra í hendur lög-
I reglunnar.
Trúaðir Ieiðtogar
Það verður að fagna því af
heilum hug, þegar menn þeir,
er valizt hafa til æðstu met-
orða og virðingastarfa ! þjóð-
félaginu, láta trúmálin til sín
taka og gera sér tíðrætt um
kirkjumál og kirkjubyggingar.
Um byggingarlist og gerð
kirkna og annarra mannvirkja
má auðvitað alltaf deila. Eins
er með hina miklu fjárfestingu
í slíkum byggingum sem Hall-
grímskirkja er, um hana má
deila, og sjálfsagt eru margir
bankastjóranum sammála í
þeim efnum.
Dagurmn og vegurinn
Þáttur útvarpsins um daginn
og veginn er vinsæll og hefur
oft á tíðum borið ýmislegt það
á borð fyrir hlustendur, sem
kærkomið hefur verið til um-
tals og íhugunar. Menn hafa
yfirleitt einnig gætt hlutleysis
og veb*.emis í þáttum þessum
og ekki notað þá til áróðurs,
ádeilna eða sjálfsvarnar. Von-
andi tekst útvarpinu að halda
þættinum innan þessa ramma,
framvegis sem hingað til, þótt
nú hafi því orðið einu sinni
ærlega hált á því svelli.
Sérhver dagur býður ætíð
upp á eitthvað það, sem frá-
sagnar er vert og á erindi til
allra. Og það er líka hollt fyr-
ir flesta að átta sig á því, hvar
á vegi þeir eru stddir. 1 þeim
efnum á götusóparinn samleið
með bankastjóra.
(Aðsent, nafni sleppt).;
ATHUGID!
í Mánudagsblaðinu
Auglýsingar sem birtast eiga
þurfa að berast ritstjorn
eigi síðar en á miðvikudögum
næstum á undan útkomudegs*
blaðsins.
það felur í sér hættu. En
mest er þó hættan, þegar refsi
lögin hætta að virka, nema fyr
ir afmarkaðan fjölda þegn-
anna.
1 skjóli pólitískra valda, pen
inga, frændsemi og leynisam-
ta'ka með fínum nöfnum, tekst
ekki að ná til þeirra, sem
stærri afbrotin fremja, mann-
anna, sem í svo mörgum tilfell
um hafa hag alþjóðar og vel-
ferð í hendi sinni. Þessir menn
gera allt, sem í þeirra valdi
stendur til þess að ginna okk-
ur hina smærri og toga á póli
tískum asnaeyrum, til þess að
viðhalda valdaaðstöðu sinni, en
eru mn leið reiðubúnir að
hrinda okkur fram af hamrin-
um, ef á móti blæs.
Eg sagði áðan, að maðurinn
með fræga nafnið og fínu stöð
una hefði verið sýknaður. Sá
maður er hátt skrifaður valda-
maður í voldugustu leynisam-
tökum þessa lands. Illar tungur
sögðu, að hefði hann verið
dæmdur til refsingar fyrir brot
sín, hefði hann getað dregið
svo langan hala á eftir sér í
hegningarhúsið, að allt fjár-
málakerfi landsins hefði lam-
azt og listi stóru nafnanna á
sakaskrá ríkisins lengzt að
mun.
Við lifum í pólitískt siðferði-
lega vanþroskuðu þjóðfélagi,
þar sem allt er reyrt í mono-
poliska fjötra. Frelsi í athöfn-
um og ég vil segja hugsun, er
naumast til, enda hér á landi
hin æskilegasta gróðrarstýja
þeirra afla, sem berjast fyrir
slíku þjóðskipulagi. Innan þjóð
félagsins eru valdamikil sam-
tök, sem eru tilbúin að koll-
varpa því efnahags- og réttar-
farslega við fyrsta tiltækilegt
tækifæri.
Valdamenn þjóðfélagsins,
fyrr og síðar, hafa leitt nýbak-
aða lærisveina þessara öfga-
afla inn í opinberar stofnanir,
þar sem þeir hafa greiðan að-
gang að gögnum um efnahags-
og fjármálalíf þjóðarinnar.
Þetta er látið fara hljóðlega
fram og ætlazt til, að fáir veiti
því athygli, en þrátt fyrir það
eru þetta naktar, óhugnanlegar
staðreyndir. Eg sé enga fram-
bærilega ástæðu fyrir þessu
dekri aðra en þá, að þeir séu
með þessum veitingum að
kaupa sér höfuðlausn, þegar
að því kemur að öfgaöflin taka
við. En er þá alveg víst að
mútan haldi? Mörgum hefur
reynzt það hált.
„Peningarnir eru afl hlut-
anna, sem gera skal“. Fjár-
hagslega eru þessi niðurrifsöfl
elaki lengur illa á vegi stödd.
Stórhýsi eiga þau um alla borg
ina, enda veitir stóri bróðir af
rausn, þegar hjáleigan kallar.
Tilgangurinn helgar alltaf með
alið. Þegar svo er komið, er
næsta skrefið að koma meðlim
um sínum á sem tryggasta
staði í þjóðlífinu, til þess að
þeir geti beitt áhrifum sínum
við að grafa undan. Bolladeild,
Hlíðadeild og hvað þær nú
hétu gömiu peningamaskínum-
ar, sem áttu að kreista út fé
undan blóðugum nöglum öreig
anna, hafa alveg lokið hlut-
verki sínu.
Þessi er þróun málanna í
landi voru í dag.
Það er gegn þessari þróun,
— valdi sérréttindanna, sem
lögin ná ekki til, og vexti öfga
aflanna í skjóli þeirra, — sem
ber að berjast, ef þjóðfélagið á
ekki að farast í eigin logn-
mollu og andvaraleysi. Það
verður þó því aðcins gert, að
ráðamenn þess fljóti ekki sof-
andi að feigðarósi. Þetta ber
okkur borgurunum að koma
þeim í skilning um, sjái þeir
það ekki sjálfir. Forðum okkur
úr höll Dofra, þar sem;
„Dökkt sýnist ljóst og ljóst
sýnist frítt,
lítið sýnist mikið og slitið
sýnist nýtt.“
Lárétt: 1 Fiskiskip 8 fer
undir yfirborðið 10 Upphafsst.
12 Kjaftur 13 Upphafsstafir
14 Lengdarmál 16 Boli 18
Nefnd 19 Fljót 20 Þekkt 22
Fréttaflytjandi 23 Atviksorð
24 Fiskur 26 Atviksorð 27
Kvenmannsnafn 29 Kleifin.
Lóðrétt: 2 Jökull 3 Not 4
Forfaðir 5 Hljóp 6 Ryk 7
Ribbaldi 9 Sigraður 11 Vot 13
Yfirhöfnin 15 Pag 17 Kraftur
21 Líffæri 22 Móarof 25 Vann
ei 27 Fangamark 28 Osam-
stæðr.