Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.03.1964, Síða 5

Mánudagsblaðið - 16.03.1964, Síða 5
Máuudagur 16. marz 1964 Mánudagsblaðið 5 MYST/CUS: HOTUNARBREFIN Eg skal játa það, að ég hef alltaf haft gaman af að stríða fólki. Eg hef verið svona frá því ég var krakki. Þegar ég var lítill þótti ég alveg plága, af því hvað ég var stríðinn. Og þetta hefur eklri horfið með aldrinum. Eg get aldrei á mér setið að vera að erta fólk, ekki sízt spéhrætt fólk eða þá fólk, sem er uppfullt af sínum eigin merkilegheit- um. Eg er nú einu sinni svona gerður. Þeir, sem þekkja mig vel taka ekkert mark á þessu og vita, að ég er í rauninni bezti strákur. En þeir, sem þeldkja mig lítið, reiðast þessu stundum og halda, að ég sé bolvuð ótulct. Já, það er vist áreiðanlegt, að þessi stríðni í mér hefur gert mig óvinsælan hjá ekki svo fáum. En ég hafði þó ekki haldið, að neinn hefði farið að hata mig alvar- lega út af þessu. En ég skipti um skoðun á þessu eftir að ég fór að fá hótunarbréfin. Eg tók fyrsta bréfið ekki mjög hátíðlega. Það lá heima eitt kvöldið, þegar ég kom heim úr vinnunni á bifreiða- verkstæðinu, þar sem ég vinn. Bæði utanáskriftin og bréfið sjálft voru vélrituð. Og bréfið var ekki langt. 1 því stóð að- eins þetta: „Þér hafið sært og móðgað mann, sem er félagi í „Grænu hendinni". Vegna þessa sví- yirðilega athæfis hefur félagið dæmt yður til dauða. Þér eigið nákvæmlega sjö daga eftir ólif aða. Fyrir miðnætti næsta fimmtudag verður dauðadómin um fullnægt.“ Undirskrift var engin, en í þess stað var riss uð mynd af mannshendi með grasnu bleki. Eg hló bara að þessu fyrst. „Þetta eru auðvitað bara ein hverjir af strákunum á verk- stæðinu, sem eru að reyna að gera sprell í mér“, hugsaði ég. Þetta með grænu höndina var auðvitað tekið upp úr út- lendum reyfarasögum. 1 þess konar sögum hafði ég einhvers staðar íesið um Svörtu hönd- ina og Rauðu höndina, en aldrei um þá Grænu. Strákarnir höfðu auðvitað breytt þessu svolítið. Svo kallaði ég í hann Sigga bróður minn og sýndi hon um bréfið. Hann Siggi hefur alltaf verið aðalráðgjafi minn í flestum lífsins vandamálum. Hann er þremur árum eldri en ég og vinnur á skrifstofu. Kann þykir fínni maður i fjöl- siiyldunni en ég, því að hann hefur gengið í Verzlunarskól- ? n, en ég bara á iðnskóla. Og i sltal játa það, að ég er van i að líta talsvert upp til hans i ga, mér hefur alltaf fund- að hann viti alla hluti og ráðið fram úr öllum 'amálum. Og Siggi er rr-klu vinsælli maður en ég, því i g v að hann er alúðlegur við alla og ekkert stríðinn. Siggi leit á bréfið, og mér sýndist honum ekki þykja það neitt hlægilegt. „Þetta er auð vitað bara plat“, sagði ég. „Já, það getur svo sem vel verið,“ sagði Siggi, „en það getur líka verið, að bak við þetta séu ein hverjir þykkjuþungir menn, sem þú hefur verið að stríða. Þú hefur svo oft verið að stríða fólki og móðga það al- veg að óþörfu, að það getur vel verið, að einhver hafi feng ið það á heilann að hefna sín á þér.“ „En þetta með grænu höndina er bara vitleysa upp úr reyfurum", sagði ég. „Það er ég nú ekki alveg viss um,“ sagði Siggi. „Eg hef heyrt tal- að um einhvem alþjóðlegan leynifélagsskap, sem heitir Græna höndin, og ég hef meira að segja heyrt, að deildir úr honum eigi að vera til héma á Islandi. En auðvitað veit mað ur ekkert með neinni vissu um þetta, því að þetta er allt leyni legt. En einhvern ávæning hef ég heyrt af því, að þessi leyni félagsskapur refsi þeim grimmi lega, sem móðga einhvern í fé laginu. Eg hef heyrt að í Ame ríku hafi þeir stundum tekið menn af lífi eða svo er talið. Þeir eru svo klókir, að lögregl an getur aldrei haft hendur í hári þeirra.“ „Þú heldur þó ekki, að það geti verið einhver alvara á bak við þetta bréf“, sagði ég. „Liklegast er þetta nú bara plat“, sagði Siggi. „En maður veit aldrei, og þú hefur haft alveg sérstakt lag á því að æsa fólk upp á móti þér. En þú skalt nú samt sofa ró- legur fyrir þessu.“ Eftir þetta samtal við Sigga bróður varð ég hugsi. Það skyldi þó aldrei vera einhver alvara á bak við bréfið? Og bara sjö dagar eft- ir. En svo sló ég þessu frá mér. Þetta hlaut að vera eitt- hvað gabb úr vinnufélögum mínxim. Þegar ég kom í vinnuna dag inn eftir, virti ég strákana fyr ir mér í laumi til þess að reyna að sjá, hvort þeir væru eitthvað við bréfið riðnir. En mér fannst þeir vera alveg eins og vant var. Vilhjálmur var auðvitað í fýlu við mig eins og fyrri daginn, ég var búinn að stríða honum svo oft, og hann var viðkvæmur og spéhræddur og tók þetta nærri sér. Ef einhver hataði mig hérna á verkstæðinu, var það auðvitað hann. Það skyldi þó aldrei vera, að hann Vilhjálm- ur væri í einhverjum leynifé- lagsskap. Það væri svo sem eftir honum, hann var alltaf eitthvað svo skrýtinn. Ef hann hefði sigað Grænu hendinni á mig ? Svo fór ég að. hugsa um annað fóik, sem mig grunaði að væri illa við mig. Og þá datt mér allt í einu í hug gamli skrifstofumaðurinn, sem var með í hópferðinni upp í Kerlingarfjöll í sumar. Hann hafði verið eithvað svo skrýt- inn þessi karl, Jakob hét hann. Hann var alltaf einn út af fyr ir sig og samlagaðist ekkert hinu ferðafólkinu, Hann sat þarna í bílnum með fínan hatt, sem hann aldrei tók ofan og var með alvarlegan mektarsvip eins og hann ætti allan heim- inn. Eg gat ekki á mér setið og fór að herrna eftir karlin- um. Og þegar hann tók eftir því leit hann á mig þvílíkum heiftaraugum, að mér rann kalt vatn milli skinns og hör- unds. Og ég vissi, að hann þekkti mig aftur, ég hafði mætti honum á götu og hatrið í augnaráðinu var óbreytt. Jakob var áreiðanlega maður, sem aldrei fyrirgaf mótgerðir. Og ef hann ætti nú einhvern leynifélagsskap að, til dæmis Grænu höndina. Eg var þennan dag að ympra á því við hina og þessa, hvert þeir hefðu heyrt Grænu höndina nefnda. Flestir könnuðust ekkert við hana, en ég rakst þó á menn, sem rámaði í, að þeir hefðu heyrt hennar getið, og að þetta mundi vera hættulegur félagsskapur. Mér fannst lítill vafi vera á þvi, að Græna hönd in væri þó til eftir allt saman. Og Siggi bróðir vissi eitthvað um hana, það var auðheyrt. Þetta kvöld fékk ég annað bréf. 1 því var ekki annað en þessi orð: „Sex dagar eftir.“ Eg reyndi að hlæja að þessu, en undir niðri var mér ekki hlátur í huga. Eg gat ekki var izt þeirri hugsun, að Jakob eða Vilhjálmur væru í Grænu hend inni, annar hvor eða báðir. Og ef þeir kæmu saman, það yrðu þokkaleg ráð, sem yrðu þá lögð á móti mér. Eg gat jafn- vel trúað þeim til að vilja mig feigan. Og Siggi hafði sagt, að þetta mundi vera alþjóðlegur félagsskapur. Ef þeir fengju nú einhverja útsmogna útlenda bófa til að framkvæma refsing una fyrir móðgun við félags- menn. Þá yrði vist fátt um vamir hjá mér. Næsta kvöld kom ekkert bréf, en í þess stað hafði pappírsblaði með teikningu af grænni hendi ver- ið stungið í bréfakassa á úti- dyrahurðinni. Einhvern veginn fannst mér þetta ennþá óhugn anlegra en bréfin. Grunur minn á Vilhjálmi varð nú sterkari en áður. Mér fannst hann alltaf vera að skotra til mín augum, þegar hann hélt, að ég tæki ekki eft- ir því. Hvað var líklegra en að hann væri að gæta að því, hvort mér hefði orðið mikið um hótanirnar. En ég reyndi að bíta á jaxlinn og láta sem ekkert væri. Hann skyldi ekki hlakka yfir því, að ég skylfi á beinunum, ef Græna höndin væri annars vegar. Næsta kvöld fannst aftur bréfmiði, en nú var hann langt inni á gangi. Þorpararnir höfðu auð- sjáanlega laumazt inn í húsið. Á miðanum var græn hönd og talan fjórir rituð með grænu bleki. Næsta kvöld fannst aft- ur miði á ganginum og nú stóð á honum talan þrír, Mér var ekki rótt þetta kvöld. Eg hafði mætt Jakobi á götu, og nú strunzaði hann fram hjá mér án þess að líta á mig. Hann var greinilega að reyna að láta mig ekki fá grun á sér. Og ég sá, að hann stikaði upp Þingholtin í áttina að Óðins- götu, en þar bjó Vilhjálmur. Sennilega ætluðu þeir félagar og aðrir kumpánar úr Grænu hendinni að halda þar leyni- fund til að leggja á ráðin um aðförina að mér. Kvöldið eftir, þegar ég kom heim, létti mér heldur, þegar ég frétti að enginn miði hefði komið þá um daginn. Kannske höfðu þeir gugnað á þessu af einhverjum ástæðum. Kannske gætu útlendu morðingjamir ekki komizt til landsins í tæka tíð, svo að það yrði að fresta þessu. Jæja, frestur er á illu beztur. En ég held, að mér hafi aldrei á ævinni brugðið eins og þegar ég kom inn í svefnherbergið mitt. Á rúminu mínu lá miði með grænu hend inni og tölunni tveimur. Það var þá evona komið. Þeir voru famir að vaða inn um allt hús- ið og meira að segja inn í svefnherbergið mitt. Þeir ætl- uðu svo sem að sýna mér, að þeir gætu náð til mín, hvenær sem þeir vildu. Þetta var líka alveg dæmalaust kæruleysi að læsa ekki alltaf íbúðinni og svefnherberginu einnig. Eg sá heldur ekki betur, en að þeir hefðu verið að róta í bókunum minum og færa til hluti í her- berginu. Og allt í einu sló voða legri hugsun niður í huga mér, Þeir skyldu nú hafa skilið ein- hverja vítisvél eða tíma- sprengju eftir í herberginu. Og hún gæti sprungið á hverju augnabliki. Eg beið ekki boð- anna, en þaut eins og örskot út úr herberginu. Siggi reyndi að sefa mig og telja í mig kjark. Að vísu fannst honum þetta ískyggilegt, að þeir skyldu vera farnir að vaða alla leið inn í svefnherbergið mitt, en hann sagðist ómögu- lega geta trúað því, að þeir reyndu að gera alvöru úr hótun inni. Og hann sagði, að ekki ’kæmi til mála, að þeir hefðu farið að skilja vítisvél eftir núna. Hann minnti mig á það, að tveir dagar væru eftir enn. Samt bauðst hann til að fara upp í svefnherbergið mitt og leita. Og hann kom aftur eftir svolitía stnnd og sagði, að þar væri áreiðanlega engin,, vitisvél fólgin. Lolosins hafðL', ég mig upp í það að fara inn herbergið afbur. Dagiim eftir læsti ég her- berginu áður en ég fór í vinn- una. Og ég lagði ríkt á viðé mömmu að læsa íbúðinni. Þegj ar ég fór að vinna á verkstæð- inu sá ég, að Vilhjálmur var‘ ekki kominn. Og mér var sagt,„ að hann væri veikur í dag. Eg‘, sá nú fljótlega, hvemig í þcssu lá. Hann var auðvitað svo ömi- um kafinn við að undirbúa glæpinn, að hann varð að taka sér frí úr vinnunni, þangað til allt var um garð gengið. Eg sá svo sem vel, hveraig allt var í pottinn búið með þessi veilrindi hans Vilhjálms. Og ég hugsaði með mér, að ef- laust hefði Jakob heldur ekki komið á skrifstofuna í dag. Það var svo sem viðbúið, að lítið yrði úr venjulegri vinnu hjá félagsmönnum í Grænu hendinni þessa tvo daga, sem eftir voru. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Þennan dag kom bréf með póstinum. 1 þvi stóð ekki ann- að en þetta: „Dauðinn kemur fyrir klukkan tólf á miðnætti annað kvöld.“ Eg var að hugsa um að fara ekkert í vinnuna daginn eftir. Það má þó varla minna vera en að maður fái frí síðasta dag ævinnar. Svo fannst mér öruggara að vera, heima til að gæta þess, að þeir gætu ekki komið fyrir vitisvél í herberginu. En Siggi rak mig til að fara í vinnuna. Hann sagði, að þeir gætu notað mörg önnur vopn en vítisvélar. Þeir gætu brotið upp herberg- ið og ruðzt inn, líklega grímu- klæddir, og skotið mig eða stungið mig. Það varð úr, að ég fór i vinnuna á þessum síð- asta degi ævinnar. Nú var Vilhjálmur kominn aftur, og mér sýndist hann skuggalegri á svipinn en nokkru sinni fyrr. Hann ætl- aði svo sem að gæta min og ekki láta mig smjúga úr greip um Grænu handarinnar á síð- ustu stundu. Snöggvast datt mér í hug að segjast vera veikur, fara út og taka leigu- bíl eitthvað langt upp í sveit og ekki koma aftur fyrr en eftir miðnætti. Þá gæti ég þó að minnsta kosti raskað áætl- uninni fyrir þeim. En mér sýnd ist Vilhjálmur gefa nánar gæt- ur að hverri minni hreyfingu, honum hefur eflaust dottið í hug, að ég kynni að taka upp á þessu. Og þeir höfðu víst á- reiðanlega gert sínar ráðstaf- anir. Hver vissi, nema bílstjór inn yrði einn úr Grænu hend- inni. Og hvergi mundi vera auðveldara að myrða mig en á einhverjum afskekktum stað uppi í sveit. Eg virtist ekki eiga mér undankomu auðið. Eg var svo óstyrkur, að ég hugs aði mér að sefa taugarnar með því að reykja eina sígarettu. Eg átti pakka í vasanum á jakkanum minum, sem hékk á þilinu skammt frá mér. En þegar ég fór niður í vasann varð fyrir mér pappirsblað. Á því var græn hönd og talan núll. Allt í einu mundi ég eftir þvi að Vilhjálmur hafði geng- ið framhjá jakkanum nokkrum mínútum áður. Aniðvitað hafði hann þá laumað miðanum í vas ann. Og nú sá ég, að hann fór í símann og hrlngdi eitthvað og leit laumulega í allar áttir áður. Þessi dagur var lengi að Mða. Eg hafði enga matarlyst um kvöldið. Svo datt mér líka í hug, að þeir hefðu kannske laumað eitri í msatinn. Það var víst Ktill vafi á því, að þeir notuðsu alls kouar eiturtegund- ir fyrir utan önnur vopn. Eg bað Sigga að sitja hjá mér í herberginu um kvöldið, og hánn gerði þaðtfúslegaoggerði allt, sem hann gat til að taía í mig kjark. Kannske væri þetta ekki bvo alvarlegt, sagði hann. En hann viðurkenndi þó, að allur væri varinn góður og að bezt væri að fara varlega fram yfir miðnæstti. Mest væri hættan sennilega á tólfta tim- anum, svona leynifélög væru vön því að fnamkvæma ódæð- isverk sín á síðustu stundu. Þetta kvöld var ótrúlega lengi að líða. Hver mínúta var Framhald á 6. síðu. |AIIt leikritið GÍSL meðfc I |LEIKHÚSMAL| i' Aðalstræti 18. 2 Sími 16407. I | |söngvum og textum. ! Leikdómar. Greinar um: Hljómlist, Jazz, o. íl., o. fl., o. fl. ^Á^kriftargjald aðeins Ikr. 300.00.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.