Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.06.1964, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 08.06.1964, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 8. júní 1964 l Jónas Jónsson fró Hriflu: Dautt tungumál — Móðir náttúra Aldamótamennt — Sjöun du uthugun Um þessar mundir ganga mörg hundruð mannvænleg ung menni til prófs í menntaskólum landsins, flestir eftir all þungar þrautir til að sanna þjóðfélag- inu að stundvíslega hafi verið starfað í skólunum þann tíma, eem latína er kennd til að inn- ræta æskunni skilning og sam- úð með tungumáli, sem hefur verið liðið lík lengur en þann tíma, sem byggð hefur haldizt á íslandi. Þetta er sorgarsaga. Æskan sem erfir landið, til Stríðs og starfs, hefur eytt miklum tíma af björtum dög- um unglingsáranna í strit sem var í senn þreytandi og gagns- laust. 1 fornöld risu tvö sögufræg menningarríki á ströndum Mið- jarðarhafsins, Grikkland og Rómaveldi. Með landvinningum Alexanders mikla varð grísk tunga menningarmál í vestur Asíu og við austanvert Mið- jarðarhaf. Þetta var þýðingur- mikill atburður, því að menning vestrænna þjóða hvílir á þeim grundvelli sem þá var lagður. Þegar aldir liðu dvínaði stjórn- arvald Grikkja en Rómverjar færðust í aukana og gerðust víðfaðma og öflugt heimsveldi. Rómverjar lærðu af Grikkjum flestar menntir en landsstjóm- arkunnáttu höfðu þeir næga heima fyrir. Veldi Rómaborgar gaf latínunni vængi. Hún varð heimsmál með griskunni og sið ar mjög ein um hituna, sem tunga keisaranna, páfans og hinnar alvoldugu kaþólsku kirkju. Fór svo um aldaraðir. Síðan liðaðist Rómaveldi sund- ur í mörg rílci, urðu sum stór- veldi en önnur fáménn. Þá var latínan líka mál þeirra sem hófu nýjan búskap á rústum fallinna borga. Vaxandi sam- starf ríkisstjóma, sendiiherra mál. og vísindamanna úr mörgum löndum gaf latínunni enn eitt tækifæri til alþjóðlegra vinnu- bragða. þjóðimar, Amerika, Þýzkaland fyl'kingar ungmenna gert og Italía. j skyldu gína með því að eyða Hver ný menningarþjóð stund dýrmætum tíma þriggja náms- aði og hlynti að sínu móður- j vetia menntaskóla til að reyna máli. Þá fæddist hver þjóðt.ung í að hlýðnast fyrirmælum lag- an annarri voldugri. Um stund anna og byrja að nema erlent varð franskan viðurkennt al- þjóðamál þjóðhöfðingja, sendi- mál sem er steindauttt og hef- ur verið það um aldaraðir. Nú herra og samkvæmismanna. Síð ( er tími til kominn að benda for ar sótti enskan fram og spenn- sjármönnum íslenzkra ung- ir nú greipar um lönd öll, hvað menna á þá misnotkun á æsku sem seinna kemur í alþjóðamál þeirra og heilsu með latínuþrælk um. Hin mikla blómgun þjóð- un yfirstandandi tíma. Sérstök tungnanna hefur skipt sköp- ástæð-a er til að bera fram um um aðstöðu fornmálanna. Nú hafa gríska og latína ekki varanlega þýðingu nema fyrir þá fræðimenn sem rekja forn- ar menningarrúnir. Það þótti fyrirmannlegt þegar Elísabet, Englandsdrottning gat talað grísku og latínu við erlenda fræðimenn auk frönsku og ítölsku, Fjórar aldir hafa liðið siðan hin fjölmenntaða Breta- drottning réð ríkjum. Margt hefur breytzt á þessum langa þróunartíma. Ein af þeim breyt ingum, sem leiða af tilkomu margra voldugra og hámennt- aðra stórvelda er sú staðreynd að gríska og latína eru nú orðn ar mjög sjaldséðar skrautfjaðr- ir á lærdómshöttum unga skóh. fólksins á lokatugum tuttug- ustu aldar. Islendingar höfðu orðið að nota latínu sem kynningarmál í skiptum við aðrar þjóðir, þó að móðurmálið væri um allan þroska langt á undan tungum stórþjóða meðan þær voru að ná valdaaðstöðu heima fyrir. I þeim efnum er það táknrænt að hinn ráðsnjalli konungur Prússa, Friðrik mikli, orti og skrifaði á frönsku en ekki þýzku á miðri 18. öld, af því að hann leit ekki á móðurmál sitt sem full'komið menningar- BRAUT SKARÐ Siðaskiptabaráttan brnut skarð í virkismúra páfadóms- ins: Ritningin var þýdd á allar þjóðtungur og varð raunveru- lega undirstaða bókmenningar margra stórþjóða. Islendingar fengu líka sina biblíuþýðingu en þar voru áður til sígildar bókmenntir og það aldagamlar. Islenzka biblíuþýðingin var að vísu mikið andlegt afrek, en þjóðin hafði áður öðlazt bók- og ritmál og má það kallast eindæma afrek á þeirri tíð. Siðaskiptin, endurreisnin, prentlistin og fundur Ameriku marka línuskil milli miðalda og hins nýja tíma. Hvert þjóð- ríkið reis öðru voldugra: Spánn, Frakkland, England Rússland, Holland, norrænu BREYTINGAR Um síðustu aldamót hófust umræður á Alþingi og í blöð- um kmdsins um menntagildi fomtungnanna grísku og lat- ínu sem skyldunám Islendinga í menntaskólanum. Voiu nýu stórmálin og náttúrufræði mjög tekin til samanburðar fyrir ís- lenzka fræðimenn. Kom þar að lokum skömmu eftir aldamótin að gríska var felld niður i Lærða skólanum en þrír bekkir af sex látnir vera latínulausir, jafnframt var aukin kennsla í málum grannþjóðanna. Hér var sýnilega um málamiðlun að ræða en menn höfðu ekki dirfsku til að færa hinar frægu forntungur báðar í senn úr hinu forna hásæti. Nokkru mun hafa ráðið sú varasemi að helzti skóli landsins yrði svip- laus ef þar fyrirfyndist engin latína 1 meira en hálfa öld hafa þessa viðvörun af því að með ári hverju fjölgar þeim ung- mennum sem grunnfærnir höf- undar skólalaga og reglugerða misbjóða með latínukennslu mennbaskólanna. DAUÐUR BÓKLEOSTUR Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur, fyrir meina en hálfri öld, þótti mér máli kkipta að fá fulla vitneskju um samband hinna fornmenntuðu manna í bænum við þennan skólalærdóm þeirra. Bærinn var fullur af gáfuðum og langskóla gengnum mönnum sem höfðu stundað bæði fornmálin í latínu skólanum eins og menntaskól- inn var þá nefndur eftir mesta námsefni sínu. Eg þóttist vita að ef hinir lærðu fornmála- menn hefðu ást á hinum dauðu tungum, sem þeir höfðu gefið svo mikið af námsorku sinni, þá mundu þeir stunda með kost gæfni hinar miklu grísku og latínu byrgðir sem landið réð yfir bæði í landsbókasafninu og skólabókasafninu í Iþöku. En þar var lífið fjarað út í þessum efnum. Iþaka var að mestu lok að hús og án sæmilegrar við- gerðar. Umsjónarmenn Lands- bókasafnsins tjáðu mér að þangað kæmu tveir áhugamenn til að biðja um grískar eða latneskar bækur að láni. Annar þeirra var fjölmenntaður nátt- úrufræðingur en hinn greindur og fjörmikill læknir. Þótti mér hin andlega uppskera af fom- málakennslunni í rýrasta lagi. Síðan liðu 50 ár. Menntaskól- inn óx með furðulegum hætti. Nýir menntaskólar voru stofn- settir á Akureyri og Laugar- vatni. Enn leitaði ég til varð- manna Landsbókasafnsins með sömu spumingu. Mér var svar- að að þangað kæmu stundum aldurhnignir prestar sem væru hættir störfum og þeir litu stundum í latneskar bækur á salnum en litið virtist um lán til heimalesturs. Þessi dæmi, tekin með hálfrar aldar millibili bregða birtu yfir ástand latínu námsins í landinu. Það er bók staflega dauður bóklestur. Héð an af hefir latína raunverulega aðeins þýðingu fyrir fáeina menn sem stunda sagnfræði. Úr því er auðvelt að bæta án þess að misbeita rikisva.ldinu ár eft- ir ár til ófremdar neméndum sem telja verður í þúsundum. Latínukunnátta lækna er enda eðlileg^ur þáttur í sémámi þeirra. ÓGILD RÖKSEMD Formælendur latínunnar mæla með dauða málinu með þeirri röksemd að latina sé góð ur stuðningur við frönskunám. Þessi röksemd er ógild af tveim ástæðum. Meginhluti frönsku þjóðarinnar lærir móðurmál sitt með ágætum án latínukunn áttu. I öðru lagi er franska svo lítið kennd í menntaskólum landsins að úrvals nemendur úr íslenzkum skólum geta tæplega útvegað sér herbergi og mat í París nema með því að grípa til bendingamáls eða ensku. Með hinni miklu aðsókn í menntaskóla landsins hljóta að koma sanngjarnar kröfur um að öll starfsemi skólanna verði miðuð við þarfir íslenzkrar æsku. Það hvilir þung ábyrgð á þeim valdamönnum uppeldis- málanna sem ræna þúsundir mannvænlegra pilta og stúlkna verulegum hluta af ævi þeirra í algerlega óþarft tildursmál. Hér verður að hefja bjargráða starfsemi og helzt sem fyrst. Þegar latínunám verður fellt niður og sótt eftir menntandi námi, verður móðir náttúra, landið sjálft með allri sinni feg urð og ágætum að koma með anda lífs og atorku í stað hinn ar löngu dánu suðrænu tungu. Engin námsgrein getur orðið meira heillandi og vekjandi heldur en hin mikla náttúra sem umvefur þjóðina lífs og liðna í fangi sínu. Hér blasir við víðáttumikill heimur. Him- inninn. Sjórinn. Landið með sín um glæsilegu listrænu mynd- um. Dýrin bæði í sjó og á landi með þekkilegum vitsmun- um. Síðan koma öflin sem um- kringja manninn og efnið sem birtist í óteljandi myndum. Úr þessum umbúðum myndast lífs vekjandi kennslugrein sem kem ur að gagni íslendingum sem erfa sitt mikla og kostaauð- uga land. Og þetta umhverfi skilur aldrei við Islendinginn hvar sem hann fer um ættland sitt eða í endurminningu er- léndis. BREYTING NAUÐ8YNLEG Fleiri gagngerðar breytingar þarf að gera á stundaskrá menntaskólanna. Það verður að minnka dönsku og forheimsk- andi kommufræði en hlynna að sígildum bókmenntum þjóðar- innar frá þjóðveldistímanum og eftir að endurreisnin hófst í nýjum sið. Hvoi't tveggja er vanrækt svo að ekki verður um deilt. Skáld og rithöfundar búa við andþrengsli af mennta- kerfi landsins. Mönnum kemur jafnvel í hug að menntas'kólar landsins eigi að fóstia tungl- spekinga til að ferðast utan við gufuhvolfdð.. Þegar fornbókmentirnar voru mótaðar og ritaðar þorðu íslendingar að gera móðurmál sitt að ritmáli og keppinaut dauðra tungumála Suðurlanda. Enn þarf þjóðin að trúa á orku sina og andlegan sköpunarmátt. Frakkar trúa á sitt móðumná! og stunda iðkun þess og eflingu í öllum skólum landsins. Þess vegna eru jafnvel franskar blaðagreinar með einkennum ritlistar. Það ætti að auka frönskunám í íslenzkum menntaskólum en ekki tí.1 að undirbúa dvöl námsmanna þar í landi líkt og löndum Ger- mana og Engilsaxa. Þar er sam eiginlegur ættstofn góður náms grundvöllur. Til Frakklands geta Islendingar sótt örvandi kynni við listrænt þjóðlíf, eink um í sambandi við ástúðlega á- stundun móðurmálsins. Islend- ingar geta hlynt að móðurmáli sínu og endurreist þjóðina til afburða í rithöfundarstarfi með því að vinna með alúð að skiln ingi á ritsnilld fombókmennta og ljóða og ritmáls á seinni öldum fram að 1930.. Kynna sér jafnframt meðferð Frakka á móðurmáli sínu, því að þeir hafa fremur en aðrir fágað sitt mál með ástundun sem minnir á afrek hinna fornu íslenzku ritsnillinga, sem fara svo vel með tungu sína að í fomsögun- um virðast allar söguhetjur fara með móðurmál sitt eins og væru þeir háþroskaðir menn. (Innifyrirsagnir eru blaðsins). ATHUGID! Auglýsingar sem birtast eiga í Mánudagsblaðinu þurfa að berast r eigi síðar en á miðvikudögum næstum á undan útkomudegi blaðsins. Þetta eina rakblað hafa þessir 15 rakarar notað —*T-—n --------með Schick ryðfria rakblaðinu með langvarandi egginni fengu þeir allir þann mýksta og þægilegasta rakstur, sem þeir höfðu nokkru sinni upplifað. Hvert blað gefur sömu þægindin dag éftir dag í 10 rakstra og jafnvel enn fleiri. 15 — 20 Við auglýsum sjaldan Schick blaðið gérir það sjálft, og þar aí leiðandi er verðið lágt — 3 blöð í pakka kr. 19,85. 5 blöð i hylki kr. 32,95. jL f *'■ Passar í allar rakvélar Heildv. Péturs Péturssonar, Suðurgötu 14, sími 19062 MmmmmmmmMwmmmuMummunm&mmmmmuumuunmmuuunmmmm

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.