Mánudagsblaðið - 28.09.1964, Qupperneq 1
\
BIqjÓfyrir alla
Benedikt talar afsér
— Okkur kennt um
Öngþveiti og hræðsla í herbúðum Fr. Þjóðar.
17. árgangur
Mánudagur 28. september 1964
34. tölublað.
Það eru vinsamleg tilmseli ritstjórnar Mánudagsblaðs-
ins, að Frjáls þjóð verði EKKI alltaf bálreið út í okkur
þegar Benedikt Guttormsson talar af sér. Því miður
getum við ekki að því gert, þótt Benedikt geri slíka
ósvinnu, enda teljum vér gripinn einkaeign Fr. þj., en
okkur óviðkomandi. Sama máli gegnir varðandi sektir
þær sem Fr. þj. verður sennilega að gjalda vegna rógs-
ins í víxlamálinu. Þesar áhyggjur koma okkur bara
ekki neitt við. Ef Benedikt eða Fr. þj. vill koma og
leita ráða hjá okkur, eins og heimskir málaferlamenn
Ieituðu til Njáls forðum daga, er sjálfsagt að veita þeim
nokkra lausn. Páll Magnússon frá Vallanesi hefur eng-
an einkarétt á því að liðsinna smælingjum.
SKYLDA ALÞINGIS AÐ RAN N-
SAKA SÖLUMIÐSTÖÐINA
Samsteypureksturinn fordæmdur umallan hinn vestræna heim — Gerræði
í íslenzku viðskiptalífi — Vestur-Evrópa og USA banna „einokun“ —
Malbikun gatna borgarstjóra
til stórsóma.
tivað um þjóðvegi vegamálastjóri?
Milljónir í, vaskinn' vegna
heimaksturs í hádegi
Öþarfa kapphlaup í „MAT" hætti — Samtök fyr-
irtækja — Tryggingafélög
Giumvöru Braga og Kristbjörg Kjeld. í hlutverkum sínum.
(Sjá leikdóm á 3. síðu).
hann er úrslitavaldið í öllum
slíkum framkvæmdum, en ekki
Gústaf A. Pálsson, eins og
Gústaf gjarnan segir í öllum
blaðaviðtölum. Malbikun gatna
er eitt mesta þrifamál Reykja-
víkur og sjálfsagt að geta þess,
að aldrei í sögu höfuðstaðarins
hafa verið slikar framkvæmdir
í þessum efnum. Ef slíku held
ur áfram má búast við að öll
borgin verði laus við moldar-
götur innan skamms og mun
það gjörbreyta lífi fólks í mörg
um borgarhlutum.
1 sambandi þessara fram-
kvæmda má svo spyrja vega-
málastjóra: Er alveg útilokað
að hefjast handa á aðalþjóðveg
um norður og austur. Vegurinn
að Álafossi e. þ.u.b. var harð-
ari en nokkuð „pukk“ í allt
sumar þegar þurrkar gengu og
sýnilega auðvelt að hella mal-
biki þar og skapa viðunanleg-
an veg.
I landi kapítalismans, Bandaríkjnnum, er það nú talin þjóð-
hættuleg þrónn, þegar skapast svokölluð fyrirtækjasamsteypa.
Eru stærstn peningahringar Bandaríkjanna í sífclldum mála-
ferlum vegna þess arna, og segja má, að yfirleitt hafi sam-
steypur farið allmjög halloka, síðari árin. Bandaríkjamenn vilja
þannig vemda hina frjálsu samkeppni en koma í veg fyrir
einokun á hverju stigL Á fslandi er farið að stefna ískyggilega
í þessa átt. Hófst það vitanlega með því að Sambandið fór
inn á þau svið, sem þvi var raunverulega óviðkomandi, Ýmsir
heildsalar veltu því fyrir sér að reyna að komast inn á svið
samsteypuhugsjónarinnar, þótt ekki væri nema í innflutningi,
en flestir hafa orðíð að hverfa frá henni.
Öeðli S.H.
Siðasta áratug hefur þó eitt
fyrirtæki troðið sér óeðlilega
inn á samsteypureksturinn, en
það er Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. Þessi hringur var í
upphafi eingöngu samsteypa
eigenda hraðfrystihúsa, en síð-
asta áratug hefur S.H. svo fer-
lega aukið óg vikkað starfs-
hring sinn, að timi er til kom-
inn, að hið opinbera gripi í
taumana.
Víkkandi hringur
Sölumiðstöðin, eða aðilar
hennar, hafa undanfarin ár
stofnsett tryggingarfélag, skipa
félag, sérlegar deildir og nú
síðast öskjuframleiðslu og, að
sögn, eru þeir hin síðustu miss-
Framhald á 6. síðu.
Mánudagsblaðið gerði reisu
eina mikla i s.l. viku og ferð-
aðist um öll þau svæði, sem
borgarstjóri Geir hefur látið
malbika nú í sumar. Sannast
bezt sagt, þá vita fæstir borg-
arbúar hvílíku Grettistaki borg
arstjórinn hefur lyft þar, en
Slökkviliðs-
stjóri og
bankastjóri
(Sjá KAKALA).
Deyjandi hug-
sjón “ Burt með
komma
(Sjá leiðara).
Hafa Beykvíkingar og þá ekki síður tryggingafélögin, gert
sér Ijóst hve margar milljónir fara í „vaskinn“ vegna þess, að
skrifstofufólkið, búðarfólkið og bílaeigendur almennt þurfa
endilega að komast í hádegismat á heimilmn sínum. Um tólf
leytið á hverjum virkum degi fyllast allar götur af bílum, á-
rekstrar, smáir og stórir, eru daglegir viðburðir og klukkan
6—7 endurtekur sami lcikur sig, en þá óumflýjanlega.
HLUTVEBK MATSALA
Hugleiðing:—Fjárflótti—Lifnaðar-
hættir—Skyndiauður—Skipulag
— Hverjir sekir?
ÞABF SAMTÖK
Það ætti að vera samtök allra
stórra fyrirtækja, sem hafa
starfsmannafjölda, að hafa sam
eiginlegar máltíðir á vinnustað
í hádeginu, til að koma í veg
fyrir þennan óþarfastraum á
þeim tíma. Umferðarvandræðin
í Beykjavík eru orðin það mikil
að ætla verður helztu stórfyrir-
tækjum, og þá ekki síður hin-
um opinberu skrifstofum að
reyna eitthvað til að leysa þenn
an vanda.
1 milljónaborgum eru reynd
öll brögð til þess ama, en hér
hefur enn ekki um skipulagða
lausn verið að ræða. Kópavogs-
búar og fjölmargir Hafnfirðing-
ar finna sig knúða til að aka
með hraði heim til sín í hádegi,
snara í sig matnum, út í bílinn
aftur og í vinnu. Þetta er ekki
annað en hreint óeðli, mannin-
um, heimilinu og umferðimii
stórhættulegt-
Matarsjoppur borgarinnar ættu
að framleiða. sérstakan hádegis
verð, ætlaðan skrifstofu- og
verksmiðjuíólki, sem daglega
myndu neyta hádegisverðar þar.
Þetta kapphlaup um að komast
heim er hvorki húsmæðrum né
bændum þeirra, sonum eða öðr-
um ökumönnum til nokkurs
góðs. Við lesum daglega um
slys í hádeginu og enn oftar
um smávægilega árekstra, sem
eingöngu má rekja til þess
„spretts“ í matinn.
Og svo hreinlega frá heilsu-
samlegu sjónarmiði, er hverjum
þeim, sem ekki vinnur erfiðis-
vinnu, ekki annað en hollt að
sleppa hádegisfæðunni. Kven-
fólkið heldur betur hinum réttu
línum, en karlmennimir heils-
unni, ef þeir sleppa fisknum,
smjörinu og kartöfludótinu í
hádeginu.
Fjársvik, líkamsmeiðingar,
allskonar misferli og afbrot
vaða uppi í þjóðlífinu í vax-
andi mæli. Hinir almennu borg-
arar virðast vamarlausir fyrir
þessari andstæðu þróun og yfir
völdin virðast lítið fá að gert.
Hvar lendir þetta?
Aukið smygl
Smygl hefur á undanförnum
árum verið vaxandi þáttur í af
brotum þeim sem upp hafa kom
izt. Skip hafa á hafi úti er þau
nálguðust Iand kastað fyrir
borð miklu magni af áfengi,
sem bátum frá landi var svo
ætlað að sækja og flytja til
lands. Saga er um það að slík-
ar áfengisbirgðir hafi tapast
eigendunum vegna þess að þeir
hafi misreiknað hafstrauma og
ekki fundið góssið þrátt fyrir
leit með flugvélum úr lofti, en
fiskiibátar í nærliggjandi ver-
stöðvum hafi fundið slíka
happadrætti og annars staðar
hafi þetta rekið á f jörur.
Skipulag
Á það er litið sem staðreynd
að skipulögð samtök hafi veru-
legt og þar með þýðingarmesta,
hættulegasta og arðbærasta
smyglið innan sinna vébanda og
þá komi til álita hvort yfir-
stjórnin sé hérlend eða bók-
staflega erlend. Menn velta því
fyrir sér hvort sá möguleiki sé
til staðar að smygl hættulegra
eiturlyfja fari fram yfir Island
með þátttöku íslenzkra manna
og sumt af öðru smygli minna
arðbæru sé að hluta til haft að
yfirskyni hinnar eiginlegu starf
semi, eitursmyglsins.
Hver?
Hver er forstjóri smyglhrings
ins, ef slík smatök eru stað-
reynd, spyrja menn og er skipt
um sýndarforstjóra með stuttu
millibili til þess að dreifa á-
hættunni og er að baki þessara
samtaka sterkur skipulagning-
arheili, einskonar könguló sem
situr einhversstaðar á óáber-
andi stað og spinnur vef sinn?
Skyndiauður
Hver er skýring á skyndiríki
dæmi ýmissa manna, án sýni-
legs atvinnureksturs, eða
skyndihappa? Spumingamar
eru óþrjótandi og öllum ósvar-
að opinberlega.
Hugmyndaflugið gefur hugum
manna lausan taum. Nefndar
eru tölur sem tekjur af smygli.
Stórar tölur ber á góma jafn-
vel eru nefndar á annað hundr-
að milljónir sem árstekjur, en
fótfestu er erfitt að finna.
Hinir fátækustu •
Menn rifja upp að þegar
smyglvörur finnast í skipum,
sem eru tiltölulega sjaldgæfir
atburðir þá em það venjulega
þeir sem minnst fjárráðin hafa
á skipunum sem eiga varning-
inn samkvæmt eigin játningu.
Ósakhæfir messadrengir ekki
ósjaldan samkvæmt játningum
eigendur dýrra vínbirgða. Og
þetta er tekið gott og gillt og
svona gengur það og svona er
það. Allir vita það en enginn
sér það.
Hver er núverandi forstjóri
sgmgylhringsins ? Já hver er
maðurinn ?
Framhald á 6. síðu