Mánudagsblaðið - 28.09.1964, Qupperneq 3
Mánudagur 28. september 1964
Mánudagsblaðið
3
Ritstjpri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Kemur út á mánudögum. Verð kr. 7.00 í lausasölu. Áskrifenda-
gjald kr. 300.00. Sími ritstjórnar: 13496 og 13975.
Auglýsingasimi 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans.
KonsRtinistsr allstaðir á undanhaldi
— Ný tækifæri ríkisstjérnarinnar
Eí litið er yfir stjórnmálaþróun í heiminum síð-
ustu áratugi er sýnilegt, að öfgastefnur eins og
kommúnismi, eru víðast hvar að missa alla fót-
festu, en frjálslyndi nær öruggari fótfestu um all-
an hinn menntaða heim. Auðvitað verður ekki rætt
um þær þjóðir austan tjalds, sem búa við algjört
einræði. Þó sjást bess nú víða merki að einræðis-
herrar í kommúnistalöndunum hafa víða tekið upp
þá stefnu að rýmka að mun frjálsræði begnanna,
enda munu Pólverjar þar fremstir. Hafa þeir löngu
gefið upp öfgastefnu sameignarbúanna og aðra á-
líka heimskulega- og ófæra þjóðnýtingarstefnu.
Þótt langt sé enn í land í þessum ríkjum, að sönn
frjálsræðisstefna ráði ríkjum, þá er vissulega nokk-
ur ástæða til bjartsýni, ef svo heldur áfram. Um
Afríkuþjóðirnar verða menn fyrr eða seinna að
játa, að þær eru enn algjörlega óþroskaðar, flest-
um, sem sjálfstæði hafa hlotið, stjórnað af hrein-
um æfintýramönnum með öllu óábyrgum þó þar
sé máske um sáralitlar undantekningar. Kommún-
isminn hefur sýnt það allt frá rússnesku bylting-
unni, að hann þróast ekki né heldur völdum nema
þar sem algjör örbyrgð hins almenna borgara er
höfuðskilyrði. Þessvegna hefur allur hinn vestræni
heimur hafnað kommúnistum, þeir eru að falla frá
nær á öllum vígstöðvum, nema þeim, sem þeir
hafa skapað með hernaðarlegu ofbeldi og harð-
stjórn einræðisins.
Á íslandi hefur innsta klíka hins margskipta Al-
þýðubandalags nýlega játað allskyns samninga-
makk við einræðisherra Rússa. Hafa nú kommar
sjálfir kastað grímunni svo vendilega að allt logar
innan herbúðanna þar, telja má víst, að við næstu
kosningar hrynji af þeim fylgið en frjálslyndari
flokkar hafi yfirburðasigur. Nú er kominn tími til
fyrir ríkisstjórnina að athuga sinn gang í alvöru-
málum þ.e. hvar ber að uppræta komma úr opin-
berum embættum,- mikils verðum embættum. Er
það jafnan siður begar hreinsað er til, að komast
niður úr óþverranum, nema burtu allar meinsemd-
ir svo hægt sé að byggja upp á heilbrigðan hátt.
Víða skipa kommúnistar enn veigamikil embætti í
menningarmálum okkar, listum öllum og víðar.
Hafa þeir óspart notað aðstöðu sína til að ala upp
ólistræna ónytjunaa, sem engan rétt hafa til lista-
né mennmgarnafns og fyllt þannig raðir alvöru
menninaarfólks, og sölsað undir sig stjórnarvöld í
hinum fjölmörgu félögum. Hafa þeir og náð í-
skyggilegu valdi yfir hálfkommum, sem standa
fyrir stórum útgáfufyrirtækjum og koma ,,verkum"
þeirra, hversu lítilsvirði, sem þau kunna að vera
á framfæri. En þótt við séum mótfallnir opinberum
afskiptum af útgáfu einstaklinga, þá erum við ekki
síour fvlgjandi því, að þeir, sem játað hafa holl-
ustu erlendu ofbeldisveldi skuli þegar þurrkaðir
burt úr opinberum stofnunum. Það er óþrifnaður,
hættulegur óþrifnaður af kommum og vissulega
ætti það að vera verk frjálslvndra stjórnar, að
koroa í veg fyrir frekari áhrif beirra, hvort heldur
er í kennarastétt, listamanna, eða á öðrum sviðum.
Gervimennsku sína geta þeir breytt út með eiain
áróðurstækium og vandalaust fvrir alþioð að styra
framhjá slíkum evðiskerjum andlegra framfara.
KRAFTA-
VERKID
Höf. William Gibson — Leikstj.: Klemenz Jónsson
Leikstjóii misskilur verkefni — Léleg frumsýning
Þjóðleikhúsið:
Frunisýningar Þjóðleikhúss-
ins á „Kraftaverkinu“ eftir
William Gibson var beðið með
talsverðri eftirvæntingu, en hér
er um að ræða fremur sérstætt
efni, meðhöndlað af höfundi,
sem getið hefur sér gott orð
fyrir dramatís'k tilþrif í verk-
um sínum, þótt fá séu.
Vissulega verður því ekki
neitað, að „Kraftaverkið" („The
Miracle Worker“) er mjög sér-
stætt. Sagan um fyrstu þroska-
ár Helen Keller, fyrstu tilraun-
ina til að koma sjö ára barni
í tengsl við umheiminn, hið ó-
eigingjarna og fórnfúsa starf
Anne Sullivan, en það hélzt síð-
an óslitið, þar til Anne lézt.
Hér er vissulega tilefni mikilla
átaka, og glöggt auga og góðir
hæfileikar eýna vel, hversu gera
má áhrifaríka, en fremur ein-
falda sýningu úr þessum efni-
viði. En það er alls ekki póg,
að liafa bara bókina eina að
vopni. Hér ríður á, að leik-
stjórinn hafi glöggt auga, kunni
að leggja réttar áherzlur á þau
atriði, sem höfundur vill, að
áhorfendum verði minnisstæð.
Reyndar er Kraftaverkið sam-
ið upp úr sjónvarpsleikriti, en
það skiptir ekki máli hér. Höf-
undurinn ritar hlutverkið þá,
sem honum finnst vera aðalhlut
verkið, fyrir eina kúnnustu leik-
konu Bandaríkjanna, enda
bendir nafnið augljóst til þess.
Halda menn, að hlutverk, sem
er ritað fyrir Ann Bancroft, sé
ætlað sæti no 2 í verkinu —
sjálft titilhlutverkið ?
Það er kennslukonan, Anne
Sullivan, sem er eins mikil
„þungair.iðja" og Helen. Leik-
rit Gibsons er fyrst og fremst
„umgjörðin" um barnið, sterkir
persónudrættir, faðirinn, móð-
irin, sonurinn, og svo sjálf
kennslukonan, Sullivan. Þótt
leikritið sé einfalt í sniðum, er
það, engu að síður, ákaflega
skýrt í persónudráttum og hnit-
miðað í einfaldleik sínum
Þetta verður leikstjórinn að
gera sér ljóst í upphafi, kynna
sér til hlýtar hverja einstaka
persónu, tíðarandann, og þá
ekki sízt umhverfið, þar sem
leikurinn gerist.
Það er raun að segja frá
því, en hér hefur svo óheyri-
lega til tekizt, að þessi kjarni
hefur algjörlega farið framhjá
leikstjóranum og það — sem
aldrei skyldi orðið hafa —
framhjá leikkonu þeirri, sem á
að hafa veg og vanna af sýn-
ingunni. Veldur þetta þvi, að
sýningin, sem slík, verður ein
reginupplausn, láus í böndum,
og oft hjárænulega leiðinleg og
einhliða. Lei'kstjórinn, Klemenz
Jónsson, beinlínis missir í upp-
hafi sjónir af eðli verksins, og
árangurinn verður sá, að við
sjáum mjög lélegt „einvígi"
milli barns og fullorðinnar leik-
konu. Barninu fyrirgefur mað-
ur, en leikstjóranum ekki. Utan
þessa einvigis verður svo fjöl-
skyldan eins og laus rammi,
næstum óviðkomandi aðalpers-
ónunum. Höfundur ætlar leik-
stjóra frjálsar hendur. Hann
færist undan að gefa um of af
beinum „ófrávíkjanlegum in-
struktions-atriðum" heldur fel-
ur leikstjóra að velja, hafna,
lagfæra eftir því sem smekkur
hans segir til um. Leikhúsfólk
má aldrei láta sér líða úr huga,
að verk ber að dæma eftir eig-
Gunnvör Braga, Arnar Jónsson og Kristbjörg Kjeld í hlutverk-
um sínum.
inlega þremur meginatriðum:
hvað leggur höfundur til, hvað
leikstjórinn, hvað leikarinn?
Hér verður ekki annað sagt, en
að efniviðurinn hafi verið mjög
góður, en leikstjórnin og þá oft
leikarar felldu sýninguna.
Kristbjörg Kjeld, Anne, leik-
ur þegar í upphafi undir því
skýi misskilnings, að hún hafi
með höndum hlutverk no 2.
Leikstjórinn leggur alla áherzlu
á að þær vinkonurnar, Helen
og Anne, „séu verkið“, aðrir
óþarfir, snýr síðan hlutverkun-
um við, og beinlínis „forserar"
ofleik, handapat, örvæntingu
langt úr öllu hugsanlegu sam-
ræmi. Sýningin verður hið
mesta óeðli, þótt víða bryddi
á nokkurri innlifun. Sýnilega
hefur leikstjórinn lagt allta á-
herzlu á að stjórna persónulega
hinni ungu dömu Gunnvöru
Brögu Björnsdóttur. Árangur-
inn sýnir sig vel, því barnið
nær athyglisverðum látbragða-
leik, fer langt fram úr vonum.
En oft ofgerir Gunnvör litla
Helga Valtýsdóttir, Arnar Jónsson, Gunnvör Braga, Kristbjörg Kjeld og Valur Gíslason.
líka, og sýnilega með blessun
leikstjói-ans. Kristbjörg nær
mörgu athyglisverðu úr hlut-
verki sínu, þar sem leiðandi
hönd leiþstjórans sýnilega kem-
ur hvergi nærri, en frúin verð-
ur nú að fara að vanda rödd
sína, reyna einhverja mýkt í
svip. Svo kyrfilega hefur tekizt
að rugla miðpunkti þessa verks
að fjölskylda Kellers verður
eins og utangátta við sviðið.
Faðirinn, Valur Gíslason, eins
og reyndar andrúmsloftið allt,
er eins ósuðurríkjamannlegur
í öllu atferli og frekast má
verða, viðbrögð móðurinnar,
Helgu Valtýsdóttur, voru heil-
brigð og vel gerð, en verða af
þessum einstöku óheilindum
eins og úti á þekju. Amdís
Björnsdóttir leikur „straight",
siglir í gegnum senur sínar eins
og henni komi fjandann ekki
við „hitt pakkið". Arnar Jóns-
son nær litlu úr verkefni sínu,
en þó meiru en Ámi Tryggva-
son — sem brá upp mynd af
Árna Tryggvasyni. Ævar Kvar-
an lék ósköp rutine, það sópaði
að Emelíu, þótt draga megi í
efa skilning hennar á þessu
verkefni. Um aðra er ekkert
að segja. Tjöld voru hinsveg-
ar ágæt og ljósanotkun oft
þo'kkaleg.
Það er sannarlega ekki leik-
hússtjóminni að kenna nú, þótt
leikárið hef jist ekki betur. Verk
efni þetta á fullan rétt á sér,
en það krefst þess fyrst og
fremst, að menntaður leikstjóri
fjalli um það. Vill leikhúsið,
sem oft ræður ágæta, erlenda
leikstjóra, ekki inna þá eftir
þeirri r.auðsjmlegu menntun,
sem leikstjóri þarf að hafa, þeir
myndu áreiðanlega vera fúsir
til þess. Einstaka sinnum skjóta
,,séní“ upp kollinum, en það
eru aðeins undantekningar. Við
getum ekki á 16. starfsári
Þjóðleikhússins horft á svona
Framhald á 4. síðu.