Mánudagsblaðið - 28.09.1964, Blaðsíða 6
ÚR EINU /
í ANNAD
Raunir Mjólkursamsölunnar — Mikilmenni á
hverju strái — Háskóla lögregla — Atvinnu-
amatörar? — Bjórinn heim — Sjónvarps-
viðvaningar.
Svo virðist sem Mjólkursamsalan vinni sér allt sem
erfiðast eða a. m. k. viðskiptavinum sínum. Hyrnurnar,
þessi úrelta gerð, passa ekki í neinn íeskáp og eru hin-
ar óhentugustu í meðförum, enda liggur grunur á, að
annað ráði þeim kaupum en fyrirgreiðsla við viðskipta-
vinina. Yfirmenn Mjól'kursamsölunnar lofuðu, en efndu
ekki, að skýra það mál. En svo er það eitt: Hve lengi á
þetta grín með smáaurana að ganga? Þessar 94, 96, 53-
aura upphæðir, ekki aðeins tefja alla afgreiðslu heldur
standa af þeim allskyns óþægindi. Samsalan ætti að sjá
sóma sinn í að hætta svona sveitamannaaðferðum.
Þeir, sem fylgjast með erlendum daghlöðum og bera
þau saman við íslenzk, komast bráðlega að þeirri niður-
stöðu, að engu er líkara en hver látinn maður eða kona
á Islandi sé að einhverju leyti afreksmanneskja. Benda
hinar ferlegu, löngu og oft vælandi minningargreinar bezt
á þetta. Ef maður lifir nokkurn veginn grandvöru lífl,
fylla blöðin marga dálka af lofi og dýrð. Börn, mörg
ómálga þegar þau deyja, hljóta langa lofrollu um bros
' sitt og hlýju, mál, sem sannarlega skiptir enga máli
nema þá nánustu. Þessar öfgar eru orðnar svo miklar,
að undrun sætir og ætti það að vera skylda blaðanna að
draga úr þessu. Oft vill svo til að þrjár, fjórar greinar
fjalla um sama mann, og undantekningarlaust telja þær
allar upp fæðingarár, foreldra, fæðingarstað, börn, tengda
böm og aðrar almennar upplýsingar, sem aðeins taka
pláss. Vonandi sjá menn bráðlega hverskyns brjálæði
þetta er. Meðaumkvun og samhryggð er eitt, — fífla-
skapur eins og þetta er annað.
Sjónvarpið
— Þessa viku —
Sunn.udagur
1600 Sermons from Science
1630 CBS Sports Spectacular
1700 Young PeoPle‘s Concert
1830 Greatest Dramas
1830 The Big Picture
1900 Afrts News
1915 The Christophers
1930 Bonanza
2030 Disney Presents
2130 Ed Sullivan Show
2230 The Joey Bishop Show
2300 Final Edition News
2315 Northem Lights Playhouse
„Appointment with Murder
Mánudagur
1800 Science in Action
1830 Mayor of the Town
1900 Afrts News
1915 Encyclopedia Britannica
1930 Lucky Lager Sports Time
2000 Death Valley Days
2030 Lawrence Welk
2130 Dick Powell Theater
2230 Target
2300 Final Edition News
2315 The Steve Allen Show
Þriðjudagur
1800 True Adventure
1830 Ojeration Brother’s Brother
1900 Afrts News
1915 Telenews Weekly
1930 Andy Griffith Show
2000 Battleline
2030 Wonders of the World
2100 My Favorite Martin
2130 Combat
2230 Lock-up
2300 Final Edition News
2315 Once upon a Mattress
Hvernig væri, að háskólinn réði til sín einskonar há-
skólalögreglu um helgar meðan skólatíminn stendur yfir.
Undanfarin ár, eins og reyndar alla tíð skólans, hafa
flest „garð“-böll endað á flakki háskólanema, kvenna og
karla um borgina, syngjandi, æpandi og öskrandi um
miðjar nætur. Þegar þeir eru á leið á „Garðana“ neðan
úr bæ gegnir sama máli. Þessi hámenntaði lýður má ef-
laust láta eins og hann vill innan skólalóðarinnar, en
borgarar eiga að hafa frið fyrir þessum næturhröfnum.
Það er nóg að þjóðin kosti þá til náms.
Miðvikudagur
1800 Visit with a Sculptor
1830 My Three Soms
1900 Afrts News
1915 Science Report
•1930 The Dick Van Dyke Show
2000 Hollywood Palace
2100 Celebrity Game
2130 The Untouchables
2230 Markham
2300 Final Edition News
2315 On Broadway Tonight
Loksins kom að því, að Leikfélag Reykjavíkur losnaði
við amatör-svipinn, því nú réði félagið til sín sjö leikara,
karla og konur. Nú verður vart lengur litið á leikhúsið
við Tjörnina, eins og stritandi fátæklinga, heldur arð-
bært einkafyrirtæki, sem keppir við Þjóðleikhús Islend-
inga. Lei'khúsið hefur nú þegar nokkra starfskrafta,
sem vinna á fullu kaupi, og velgengni undanfarinna ’ra
skapar því nú möguleika að greiða Ieikurum. Það fer
ekki hjá því, að þessi breyting hlýtur að setja alveg
spánnýjan svip á alla starfsemina.
Blaðið hefur fengið he!'--iikið af bréfum út -f bjór-
greininni, sem birtist á forsíðu um daginn. Flest eru þau
á einn veg — bjórinn heim. Bezta dæmið um misheppn-
að bann eru Bandaríkin, en eins og heimspekingar, sál-
fræðingar og aðrir metnir hugsuðir hafa ætíð sagt. Bönn
eru eldisstöð glæpa í einhverri mynd. Bandaríkin fengu
aldeilis smjörþefinn af því — við fáum hann í sinærri
mæli, en þó aukast glæpirnir sem hálffullir unglingar,
vitstola af brennivini, fremja. Ríkisstjómin er nú nær
öll heima. Því ekki að athuga málið. ?
Margir eru farnir að spekúlera alvarlega hvernig fer
með íslenzka sjónvarpið, einkum með tilliti til allskyns
skemmtikrafta. Þegar öll alþýða útvarpshlustenda er orð-
in leið á sömu listamönnunum t.d. í útvarpsleikrítum.
hvernig fer þá þegar við horfum á þá í þokkabót. —
Segja mætti manni, að þrátt fyrir sjarmann hans Þor-
steins okkar Ö., þá myndi hann eitthvað dvína, ef við
horfðum á hann viku eftir viku og ár eftir ár í hlut-
verkum. Sama máli gildir um aðra. Fáir hafa trú á
öðru en tómum mistökum fyrst knýja á’sjónvarpið svo
fljótt í gang eins og blöðLn segja. Væri betra að flýta
sér hægt um stund og reyna að viða að okkur erlendum
sérfræðingum, heldur en trej'sta á þá, sem kynna sér
starfsemina einn eða tvo mánuði.
Fimmtudagur
1800 Twentieth Century
1830 Mr. Ed
1900 Afrts News
1915 The Telenews Weekly
1930 Ripcord
2000 Stars, Pathway to Space
2030 Five Star Jubilee
2100 Conorado 9
2130 Checkmate
2230 Redigo
2300 Final Edition News
2315 Remember How Great
Föstudagur
1800 Danny Thomas Show
1830 Current Events
1900 Afrts News
1915 Science Report
1930 Sea Hunt
2000 A Star and the Story
2030 Rawhide
2130Fight of the Week
2230 Headlines
2300 Final Edition News
2315 N. L. Flayhouse
„Courageous Mr. Penn“
Laugardagur
1400 Magic Land of Allakazam
1430 Saturday Sports Time
1700 Current Events
1800 American Bandstand
1855 Chaplain’s Comer
1900 Afrts News
1915 Navy Screen Highlights
1930 Perry Mason
2030 Desilu Playhouse
2130 Gunsmoke
2230 King of Diamonds
2300 Final Edition News
2315 „The Atomic Ki«i“
Skylda Alþingis að...
Framhald af 1. síðu.
eri að digga við að koma upp
gosdrykkjaframleiðslu. Ekkert
I viðskiptaheiminum virðist S.
H. óviðkomandi og svo er kom-
ið, að fyrirtækið er farið að
reyna að yfirstíga og ' ollvarpa
öðrum, sem um árabil hafa
fengizt við þennan atvinnurekst
ur.
Furðuleg áskorun
Svo ósvífnir hafa forráða-
menn Sölumiðstöðvarinnar
orðið í starfsemi sinni, að
þeir hafa beinlínis samþykkt
að skora á ríkisstjórnina að
„BANNA“ alla sainkeppni
svo þeir geti einir setið að
feitmetinu. — Þetta er
nær einsdæmi um heim allan,
I Iýðfrjálsu ríki, að nokkurt
fyrirtæki þyrði að koma
slíkri samþykkt á framfæri.
Vitanlega hefur ennþá ekki
skriðið til skarar um fram-
kvæmdir, en ef dæma á eftir
afstöðu rikisstjórnarinnar
gagnvart þessu fyrirtæki
undanfarin ár, veit enginn
hvernig færa kann.
Öskjuæfintýrið
I fyrra, eftir ýmsar bollalegg
ingar, samþykkti S.H. að stofna
öskjugerð, þótt í landi sé til
nýtízku slík verksmiðja, sem
um árabil hefur eklji aðeins
sinnt allri þörf landsmanna en
hefur á prjónunum að flytja
út vissar umbúðir. Hefur fram
leiðsla þessarar verksmiðju hlot
ið viðurkenning um allan heim,
sem algjörlega sambærileg við
hið bezta ytra. Þrátt fyrir það,
að mál þetta kæmist inn á al-
þingi og væri rætt á þingfund-
um virðist ríkisstjórnin ekki
telja þess þörf að banna þetta
Sunnudaginn 27. sept. er hinn
áriegi merkja- og blaðsöludag-
dagur Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra. Verð á
merkinu er kr. 10.00 og blað-
inu kr. 20.00.
Starfsemi Sjálfsbjargarfélag-
anna, sem eru 10 að tölu með
yfir 800 meðlimi, stendur nú
með miklum blóma. Reknar
eru tvær vinnustofur á vegum
félaganna og sú þriðja mun
taka til starfa í haust. Á Ak-
ureyri er unnið að byggingu I
vinnustofu og eru framkvæmd- ;
ir langt á veg komnar. Þá
er félagið á Sauðárkróki að
koma sér upp snotru félags-
og vinnuheimili.
Landssambandið rekur skrif-
stofu að Bræðraborgarstíg 9 ’
Reykjavík, er veitir bæði ein
stakþngum og félagsdeildunun-
margháttaða fyrirgreiðslu.
Stærsta verkefnið, sem sam-
tökin vinna að er bygging
dvalar- og vmnuheimilis fyrir
athæfi um leið og samþyk'ktar
eru álögur á almenning til þess
að halda gangandi þeim einum
atvinnurekstri, sem í upphafi
var til ætlazt að S.H. ræki.
Hlutverk ríkis-
stjórnar og þings
Það er vissulega kominn tími
til að ríkisstjórnin eða réttar
sagt Alþingi sjálft fari að taka
I taumana. Þegar fyrirsvars-
menn hinnar frjálsu samkeppni
um heim allan, mest í sjálfum
Bandaríkjunum, sjá í hvert ó-
efni stefnir þegar fjársterkir
eða Iánsterkir aðilar fá að leika
lausum hala í f jármála- og við-
skiþtalífinu, og bregða fæti fyr
ir slíka æfintýramennsku við
hvert fótmál, er hægt að hugsa
sép það, að í fámennu kotríki
eins og Islandi, þar sem slíkrar
einokunar myndi gæta enn bet-
Framhald af 1. síðu.
Hinn hái „standard"
Margir eru kallaðir en fáir
útvaldir stendur í Biblíunni.
eintómar ágizkanir. Grannleitur
miðaldra maður, grásprengdur
í vöngum, flö'ktandi augnaráð,
daufur svipur. Dýr amerískur
bíll. Lúxusvilla í auðmanna-
hverfi. Rótttækur í skoðunum.
Búnaður og lifnaðarhættir sam
kvæmt ensk-amerískum yfir-
stéttarháttum. Mikil ferðalög
til útlanda. Fyrirtæki erlendis.
Búið á dýrum baðstöðum og
ferðast til nálægra og fjar-
lægra Austurlanda. Verksmiðju
stofnun í Persíu. Fjárgæsla fyr
ir járntjaldsþjóðirnar. Dvalir í
Rússlandi. Öþrotleg fjárráð er-
fatlaða. Verður sú bygging í
Reykjayík.
Þetta er í sjöunda sinn er
samtök fatlaðra bjóða lands-
mönnum merki og blað. Hef-
ur ávallt verið tekið vel á
móti sölubömunum, og þjóðin
öll veitt samtökunum drengi-
legan stuðning í baráttu sinni
fyrir bættum hag fatlaðra í
félags- og atvinnumálum.
Eins og fyrr segir, verða
sölustaðir um land allt; sjá
félagsdeildimar um söluna,
hver á sínu svæði, en velunn-
arar samtakanna á öðrum
stöðum.
í Reykjavík, Kópavogi. Silf-
urtúni og Hafnarfirði, verða
merkin og blaðið afgreitt í
barnaskólunum, og á skrifstofu
Sjálfsbjargar, Bræðraborgar-
stíg 9.
Sjálfsbjörg, landssamband
"atlaðra, treystir á skilning og
’elvild landsmanna, að þeir
nú sem fyrr, taki sölubörnun-
um vel og leggi þar með sitt
til styrktar og eflingar sam-
taka fatlaðra.
Uí skuli sjálft þingið og ríkis-
stjómin Iáta afskiptalaust
hvert gerræðið á fætur öðru í
þessum málum.
Máske þjóð-
nýta S.H.?
Þjóðin óskar ekki eftír að
þurfa að greiða aukaskatt tíl
þess að fáir menn getí leildð
Iausum halda með f jöregg henn
ar, auðgað sjálfa sig og undir
okað allt frelsi í viðskiptalífinu.
Ríkisstjórnin er skyldug að
hefja þegar í stað ráðstafanir
til þess að koma í veg fyrir
slíkt gerræði I viðskiptalífinu.
Svona ofbeldi í viðskiptalífi
cinnar smáþjóðar leiðir ekki tn
annars, en að fyrirtæki eins og
S.H. verði þjóðnýtt — þjóðnýtt
og rekið af öllum öðrum en
þeim, sem nú sitja þar að kjöt-
kötlunum.
lendis. Dýrir lifnaðarhættir hér'
lendis. Mikil áisókn með yfir-
færslu fjár i erlenda mynt und-
ir allskonar nöfnum. Hvaðan
koma öli fjárráðin?
Fjárflóttinn
Það er vitað að fjöldi Islend
inga á mikið fjármagn erlendis
sem er til orðið með marg-
breytilegum hætti. Verð inn-
fluttra vara gefið of hátt upp.
Verð útfluttra vara gefið of
lágt upp og útflutt meira vöru
magn en faimskjöl greina. Alls
konar umboðsSiun og sýndar-
kröfur yfirfærðar sem skjól fyr
ir fjárflótta. Erlendur maður
sem lengi hefur dvalið á Is-
landi og er kunnugur öllum hög
um og háttum, fullyrðir að út-
flutningur Islendinga hafi ávalt
staðið raunverulega undir
gjaldeyrisþörfum þjóðarinnar,
ríkisskuldirnar og eriendu
skuldimar séu til orðnar vegna
fjárflótta.
Ótrúlegt —- Ný ráð?
Þegar íslenzkir kaupsýslu-
menn staddir erlendis leysa frá
skjóðunni við hina erlendu við
skiptavini sína koma fram hin-
ar ólíklegustu upplýsingar. Þær
dýru veizlur sem íslenzkir kaup
sýslumenn halda erlendis vekja
furðu og íburður og tilkostnað-
ur svo úr hófi fram að þvi verð
ur vart lýst. Hvaðan koma öll
þessi fjárráð. Skattaskrámar
eru þöglar um þessa hluti.
Sumstaðar eriendis þar sem
fjárflótti hefur verið að tæra
upp þjóðarauðinn, hafa ríkis-
stjórnir tekið upp það ráð að
heimila mönnum í ákveðinn
tíma að flytja heim erlendar
eignir sínar án nokkurra viður-
laga. Þetta hefur verkað að
vissu marki. Væri slíkt ekki
reynandi hérlendis?
(SpuruU.)
Merkja- og blaðsöludagur
Sjálfsbjargar
Hugleiðing: — Fjarfíótti o.fí.