Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 C 3 ÞÓRDÍS Geirsdóttir kylfingur úr Keili í Hafnarfirði hefur verið valin í landsliðið á ný af landsliðsþjálf- aranum Staffan Johansson en Þórdís verður með kvennalandsliðinu sem keppir í Evrópukeppni kvennaliða sem fram fer í Svíþjóð dagana 5. – 9. júlí næstkomandi. Það vekur athygli að Þórdís er í liðinu en hún hefur ekki verið í landsliðinu frá því að Staffan tók við sem landsliðsþjálfari en hann taldi á sínum tíma að Þórdís væri ekki hluti af framtíðarlandsliði Íslands vegna aldurs – hún verður fertug á þessu ári. „Ég hef ekki leikið með landsliðinu frá því að Staffan tók við og það kom því nokkuð á óvart er ég fékk símtal frá honum á 17. júní og hann sagði einfaldlega að ég hefði verið valin í liðið í þessa keppni og ekkert meira. Ég er auðvitað gríðarlega stolt og ánægð með að vera í liðinu á ný en ég hef heldur ekki verið að bíða við símann alla daga eftir símtali frá Staffan. Ég átti allt eins von á því að verða úti í kuldanum áfram. En ég veit að það verður fylgst vel með mér á þessu móti og það verða gerðar miklar kröfur til mín og ég verð því að æfa meira og standa mig,“ sagði Þórdís í gær en hún mundi ekki í fljótu bragði hvenær hún lék síðast með landsliðinu. „Var það ekki á seinni hluta síðari aldar – veistu það að ég man það ekki. En það hlýtur einhver að grafa það upp fyrr eða síð- ar,“ bætti hún við. Íslenska kvennaliðið verður þannig skipað; Anna Lísa Jóhannsdóttir GR, Elísabet Oddsdóttir, Golfkl. Kaup- mannahafnar, Helena Árnadóttir GR, Nína Björk Geirs- dóttir GKJ, Tinna Jóhannsdóttir GK og Þórdís Geirsdóttir GK. Fararstjóri er Steinunn B. Eggertsdóttir en mótið fer fram á Karlstad-vellinum í samnefndum bæ. Þórdís Geirsdóttir valin á ný í kvennalandsliðið í golfi Þórdís Geirsdóttir kylfingur úr Keili. Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson Framarar, með Guðmund ÞórðGuðmundsson við stjórnvölinn, eru þessa dagana að hnýta saman lið fyrir næstu leiktíð í handbolt- anum. Safamýrarliðið hefur gert þriggja ára samning við úkraínska landsliðsmanninn Alexander Kos- jak. Hann er 27 ára gamall, rétthent skytta sem kemur frá Shakhtoyr Akedemiya Donetsk í Úkraínu en Kjartan Þór Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og Hjálmar Vilhjálmsson, leikmaður liðsins, brugðu sér ekki alls fyrir löngu til Úkraínu þar sem þeir skoð- uðu leikmanninn og sömdu við hann í leiðinni. Þá skrifaði línumaðurinn Haraldur Þorvarðarson undir 2ja ára samning við Fram í gær. Har- aldur hefur leikið með Selfyssingum undanfarin tvö ár en hann er ekki alveg ókunnugur herbúðum Fram- ara því hann lék með liðinu eitt tímabil, 2002-03, og þá hefur hann spilað með þýsku liðunum Düssel- dorf og Stralsund. Áður höfðu Framarar fengið markvörðinn Magnús Erlendsson á nýjan leik en Magnús hefur verið búsettur í Danmörku síðustu árin. Þá hyggst Björgvin Þór Björg- vinsson leika með Fram-liðinu á næsta vetri en hann gat ekkert leik- ið með á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Kosjak og Haraldur til liðs við Framara Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is  HARALDUR Freyr Guðmundsson miðvörður Aalesund var valinn í lið vikunnar hjá norska netmiðlinum Nettavisen fyrir frammistöðu sína með liðinu gegn Start í norsku úr- valsdeildinni um síðustu helgi.  STEFÁN Þór Þórðarson lék síð- ustu fjórar mínúturnar fyrir Norr- köping þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Atvidaberg í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Norrköping er í áttunda sæti af 16 liðum með 17 stig eftir tólf leiki. AIK er í toppsæt- inu með 23 stig.  ZORAN Daníel Ljubicic þjálfari og leikmaður 1. deildarliðs Völsungs var í gær úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KSÍ vegna fjögurra gulra spjalda. Zoran tekur bannið út í leik Völsungs og Víkings Ólafsvík sem fram fer á Húsavík á laugardaginn.  JUSTIN Henin-Hardenne var óvænt slegin út í 1. umferð á opna Wimbledon mótinu í tennis í gær. Hardenne, sem vantar aðeins Wimbledon titilinn í verðlaunasafn sitt, varð að sætta sig við tap á móti Eleni Daniilidou frá Grikklandi, 6:7, 6:2 og 5:7.  MARIA Sharapova frá Rússlandi hóf titilvörn sína á mótinu með sigri gegn Nuriu Llagosteru Vives frá Spáni, 6:2 og 6:2, en Sharapova, sem þykir líkleg til afreka á mótinu, var að vinna sinn 18. sigur í röð.  AARON Harper bandarískur körfuknattleiksmaður sem lék með úrvalsdeildarliði KR eftir áramót í Intersportdeildinni hefur þegið boð NBA-liðsins Los Angeles Lakers um að taka þátt í æfingabúðum liðs- ins en frá þessu er greint á fréttavef körfuknattleiksdeildar KR.  HARPER fær að sýna sig og sanna hjá Lakers en Phil Jackson sem nýverið tók á ný við þjálfun liðs- ins er þessar vikurnar að skoða leikmenn fyrir næsta tímabil. Harper var í gær valinn verðmætasti leikmaðurinn í Vene- súela, en þar hefur hann leikið frá því að KR lauk keppni um miðjan mars er liðið tapaði í átta liða úrslitum úr- slitakeppninnar gegn Snæfell. Har- per lék 11 leiki í deildarkeppninni og skoraði 26,4 stig að meðaltali og úr- slitakeppninni skoraði hann tæp 30 stig að meðaltali í þremur leikjum liðsins.  JONAS Elmer, 17 ára gamall sviss- neskur knattspyrnumaður, sem er á mála hjá Grasshoppers í Sviss, er á leið til Englandsmeistara Chelsea. Elmer, sem leikur stöðu miðjumanns, þykir eitt besta efni í Sviss en útsend- arar á vegum Chelsea sáu til hans í leik með U-17 ára liði Svisslendinga á móti á Spáni. Elmer gengst undir læknisskoðun hjá Chelsea í dag og í framhaldinu skrifar hann undir þriggja ára samning við meistarana. FÓLK undanförnu og ætluðum okkur þrjú stig í kvöld.“ Hún var ekki í vafa um að víta- spyrnudómurinn hafi verið réttur. „Jú, þetta var víti en við vorum líka búnar að fá sex til sjö tækifæri í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að nýta. Þetta var örugglega í fyrsta skipti sem við erum alveg hljóðar inni í klefa í hálfleik, við vissum að við vor- um búnar að vera miklu betri og við kom- um ákveðnar inn í seinni hálfleik og ætl- uðum okkur að klára þetta. Nú er bara næsti leikur og eigum við ekki að segja að leiðin liggi upp á við.“ Sjötti sigur Blika í röð Nýliðar ÍA eru enn án stiga eftir sex umferðir en í gær tapaði Skagaliðið gegn Breiðablik á útivelli í gær. Blikar skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og bættu við þremur í þeim síðari. Úlfar Hinriksson þjálfari Breiðabliks sagði í gær að þrátt fyrir að úrslit leiksins hefðu verið sann- færandi hefði leikurinn alls ekki verið auðveldur. En Breiðablik hefur enn ekki tapað leik og er í efsta sæti með 18 stig að loknum sex umferðum. Margrét með þrennu Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistara Vals sem lögðu FH, 4:1, á Hlíðarenda. FH stóð í meisturunum. Liðinu tókst að jafna met- in, 1:1, og það var ekki fyrr en á síðustu mínútum leiksins sem Valskonur gerðu út um leikinn en þá skoruðu þær tvö mörk. Besti leikur Keflavíkur Það gengur betur hjá nýliðum Kefla- víkur en í gær hafði liðið betur á heima- velli gegn Stjörnunni úr Garðabæ, 5:2, og var þetta annar sigur Keflavíkur í deild- inni og er liðið með 6 stig líkt og Stjarnan. Keflavík hafði yfirhöndina í gær og var þremur mörkum yfir í hálfleik, 3:0, og var þetta besti leikur liðsins í sumar. framhjá Maríu Björgu Ágústdóttur í marki KR sem hafði hætt sér heldur framarlega. KR-konur reyndu hvað þær gátu til að jafna en allt kom fyrir ekki. Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði svo Eyjasigur þremur mínútum fyrir leikslok þegar hún vann knöttinn rétt fyrir framan vítateig KR, lék á varnarmann og hamr- aði knöttinn upp í þaknetið. KR minnkaði muninn með lokaspyrnu leiksins en þá skoraði Lilja Dögg Valþórsdóttir eftir klaufagang í vörn ÍBV en lokatölur urðu 3:2 og Eyjastúlkur minnkuðu bilið milli liðanna niður í þrjú stig. Dómarinn stal þessu frá okkur Íris Björk Eysteinsdóttir þjálfari KR var mjög ósátt við dómgæsluna í leiknum. „Dómarinn stal þessu frá okkur. Þetta var ekki nálægt því að vera hendi. Af hverju ætti leikmaðurinn ekki að viðurkenna það fyrir mér eftir leik að þetta hafi verið hendi? Hann breytir leiknum þeim í hag og ég er ekki vön að gagnrýna dómarana en þetta var alveg fáránlegt.“ Íris sagði að sínar stúlkur hefðu átt að vera búnar að klára leikinn áður en kom að vítaspyrnu- dómnum. „Það vantaði ekki færin hjá okkur og við áttum að vera búnar að klára leikinn fyrr, við hleyptum þeim inn í þetta.“ Hún er ekki búin að gefa frá sér titilinn þó munurinn sé orðinn sex stig. „Mótið er ekki einu sinni hálfnað þannig að við verðum að bíða og sjá, þetta er ekki búið enn.“ Sigríður Ása Friðriksdóttir átti góðan leik í vörn ÍBV og var að vonum ánægð með sigur á KR. „Þetta var það sem við þurftum, við erum búnar að vera í lægð að Morgunblaðið/Jim Smart ur ÍA, í baráttu við varnarmann Breiðabliks á Kópavogsvelli í gær. á í Eyjum m í Landsbankadeild kvenna í konum, 6:0, og eru með fullt hús n sigur á KR í Eyjum, 3:2, Valur hafði Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu og 5:2. KörfuknattleikskonurnAR ErlaReynisdóttir og Erla Þorsteins- dóttir hafa enn ekki gert upp hug sinn hvort þær muni spila á næstu leiktíð en þær stöllur léku með Grindavík í vetur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Erla Reynisdóttir að hún væri ein- faldlega ekki búinn að ákveða sig en vildi hins vegar ekki gefa það út að hún væri búin að leggja skóna end- anlega á hilluna: „Eins og staðan er núna er ég bú- inn að fá nóg af körfubolta. En hins vegar er bara júní ennþá og það getur margt breyst,“ segir Erla í léttum tón en hún er 12. leikjahæsta landsliðs- kona Íslands frá upphafi, hefur leikið 34 landsleiki. „Ef hins vegar ég tek þá ákvörðun að halda áfram þá ætla ég að reyna að komast í Keflavíkurliðið. Það er ekki búið að ganga frá neinum félagaskipt- um en ég er búin að láta Grindvík- ingana vita að ég komi ekki til með að halda áfram með þeim. Það borgar sig hins vegar ekki að vera með of stórar yfirlýsingar því þá verður alltaf erf- iðara að kyngja þeim,“ sagði Erla Reynisdóttir. Í svipaðan streng tók nafna hennar Þorsteinsdóttir, sem þessa dagana er stödd í fríi í Banda- ríkjunum: „Það eru ekki miklar líkur á að ég spili næsta vetur, ég hef í hyggju að snúa mér að einhverju öðru enda leyf- ir heilsan varla að ég standi í þessu mikið lengur. Ég er reyndar ekki búin að gera alveg upp hug minn en þessa stundina stefnir hann helst á eitthvert nám. Ef hins vegar löngunin eftir því að spila verður mjög sterk er aldrei að vita hvað ég geri.“ Erla, sem er 6. leikjahæsta lands- liðskona Íslands frá upphafi, með 49 landsleiki á bakinu, vildi að svo stöddu ekki segja með hvaða liði hún myndi spila ef hún héldi á annað borð áfram en sagði þó að hún hefði ekki í hyggju að framlengja samning sinn við Grindavík. Eftir Svan Má Snorrason svanur@mbl.is Erlurnar tvær hugsa sinn gang FIMMTÁN keppendur hafa verið valdir til að keppa fyrir hönd Ís- lands á Opna þýska meistara- mótinu í sundi fatlaðra sem fram fer í Berlín 23.–27. júní næstkom- andi. Eyþór Þrastarson er eini ný- liðinn í hópnum sem samanstend- ur af átta keppendum í kvennaflokki og sjö í flokki karla. Í kvennaflokki keppa: Kristín Rós Hákonardóttir, Jóna Dagbjört Pétursdóttir , Guðrún Lilja Sig- urðardóttir, Bára Bergmann Er- lingsdóttir, Hulda Hrönn Agnars- dóttir, Ursula Baldursdóttir, Lára Steinarsdóttir, Sonja Sigurðar- dóttir. Þeir sem keppa í karla- flokki eru eftirfarandi: Gunnar Örn Ólafsson, Pálmi Guðlaugsson, Skúli Steinar Pétursson, Jón Gunnarsson, Adrian Oscar Ervin og Anton Kristjánsson. 15 fara til Berlínar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.