Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ GRAEME Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, segist vera að undirbúa til- boð í portúgalska knattspyrnumanninn Luis Figo, en kappinn mun trúlega ekki leika með Real Madrid á næstu leiktíð, en þar hefur hann verið á mála undanfarin ár. Souness sagði í samtali við BBC í gær að það væri rétt að Newcastle hefði áhuga á að fá Figo til liðs við sig. „Það er rétt að við höfum mikinn áhuga á að fá Luis Figo í okkar raðir, en meira vil ég ekki segja á þessu stigi málsins,“ sagði Souness í gær. Figo er fyrrverandi fyrirliði portú- galska landsliðsins. Hann er 32 ára gamall og hefur leikið með Real Ma- drid undanfarin ár. Starfskrafta hans er ekki óskað lengur á þeim bænum og er honum heimilt að yfirgefa félag- ið. Hann hefur lýst áhuga sínum á að leika í Englandi, en Galatasaray í Tyrklandi hefur einnig sýnt kappanum áhuga. Souness virðist með mörg járn í eld- inum þessa dagana því líklegt er að gert verði tilboð í Luis Boa Morte hjá Fulham á næstu dögum og hann von- ast eftir að undirrita samning við Emre Belozoglu, miðjumann hjá Inter Milan. Figo hefur verið orðaður við fleiri ensk lið síðan hann lét að því liggja að hann langaði til að spila í Englandi. Liverpool og Bolton hafa verið nefnd til sögunnar. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, líst vel á að fá Figo til liðs við sig en Sam Allardyce, stjóri Bolt- on, segist ekki hafa fjármagn til að kaupa kappann. Graeme Souness ætlar sér að krækja í Luis Figo STÓRLEIKUR ÍBV og Íslandsmeistara Vals verður háður í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu en liðin mættust í úrslitaleiknum í fyrra þar sem Eyjastúlkur höfðu betur 2:0. Þegar liðin mættust hins vegar í Landsbankadeild- inni 11. júní síðastliðinn sigraði Valur með sjö mörkum gegn einu frá ÍBV. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Valsstelpna og hún sagði það klárlega á dagskránni að landa báðum stóru titlunum þetta árið. „Þær höfðu betur í úrslitaleiknum í fyrra og þessi leikur er því kærkomið tækifæri til að kvitta fyrir það. Þó að okkur hafi gengið afar vel gegn þeim í undanförnum leikjum, reyndar unnið þær mjög stórt, er klárt mál að við vanmetum þær ekki. Þær urðu fyrir miklum skakkaföllum fyrir þetta tímabil en hafa styrkst að undanförnu og fyrri leikir gefa ekk- ert þegar út í þennan slag er komið,“ sagði Elísabet Gunnars- dóttir. Einnig mætast Breiðablik og Keflavík í Kópavogi, í Grafar- vogi takast á Fjölnir og Keflavík og Stjörnustúlkur taka á móti KR-ingum á Stjörnuvelli en allir leikirnir fara fram 12. júlí. Valur hefur harma að hefna gegn Eyjaliðinu KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild Breiðablik - ÍA ..........................................6:0 Casey McCluskey, Ólína Guðbjörg Viðars- dóttir 2, Sandra Karlsdóttir 2, Erna Björk Sigurðardóttir. Keflavík - Stjarnan...................................5:2 Nína Kristinsdóttir, Ágústa Jóna Heiðdal, Hrefna Magnea Guðmundsdóttir, Vesna Smiljkovic, Ólöf Helgadóttir - Björk Gunn- arsdóttir, Anna Margrét Gunnarsdóttir. ÍBV - KR.....................................................3:2 Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV (vsp.) 70., Suzanne Malone 80., Hólmfríður Magnús- dóttir 87. - Vauja Stefanovic 29., Lilja Dögg Valþórs- dóttir KR 90. Áhorfendur: 70 Aðstæður: Norðaustan strekkingsvindur. Valur - FH..................................................4:1 Margrét Lára Viðarsdóttir 3, Dóra María Lárusdóttir - Lovísa Erlingsdóttir. Staðan: Breiðablik 6 6 0 0 21:5 18 Valur 6 5 0 1 31:8 15 KR 6 4 0 2 22:11 12 ÍBV 6 3 0 3 22:15 9 FH 6 2 0 4 6:14 6 Stjarnan 6 2 0 4 6:17 6 Keflavík 6 2 0 4 11:23 6 ÍA 6 0 0 6 6:32 0 Markahæstar: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val ................. 9 Hólmfríður Magnúsdóttir, ÍBV ................. 8 Laufey Ólafsdóttir, Val ............................... 7 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR.............. 7 Álfukeppnin A-riðill: Argentína - Þýskaland............................ 2:2 Juan Riquelme 32., Esteban Cambiasso 74. - Kevin Kuranyi 30., Gerard Asamoah 51. Ástralía - Túnis ........................................ 0:2 Santos 26., 70. Lokastaðan: Þýskaland 3 2 1 0 9:5 7 Argentína 3 2 1 0 8:5 7 Túnis 3 1 0 2 3:5 3 Ástralía 3 0 0 3 5:10 0 Svíþjóð Sundsvall – Kalmar .................................. 0:2 Staðan: Djurgården 11 7 2 2 24:14 23 Kalmar 11 5 4 2 10:6 19 Malmö FF 11 6 1 4 13:11 19 Halmstad 11 5 2 4 18:13 17 Gautaborg 10 4 5 1 10:6 17 Helsingborg 11 5 2 4 17:17 17 Häcken 10 5 1 4 17:11 16 Elfsborg 11 4 3 4 17:17 15 Hammarby 11 4 3 4 13:14 15 Örgryte 11 4 2 5 14:17 14 Landskrona 11 3 4 4 14:20 13 Sundsvall 11 3 1 7 12:19 10 Gefle 11 3 1 7 9:16 10 Assyriska 11 2 1 8 7:14 7 Góð þátttaka á Ostamótinu Mjög góð þátttaka á þriðja stigamóti ársins í golfi, Ostamótinu á Toyotamótaröðinni og er ljóst að þeir kylfingar sem eru með hærri forgjöf en 4 í karlaflokki fá ekki að taka þátt þar sem að hámarksfjöldi kepp- enda er 90. Mjög góð þátttaka er í kvenna- flokki þar sem að 22 kylfingar eru skráðir til leiks og er kvennaflokkurinn fullskip- aður í fyrsta sinn. ÚRSLIT KNATTSPYRNA 1. deild kvenna A: Ásvellir: Haukar – Fjölnir.........................20 ÍR-völlur: ÍR – Þróttur R. .........................20 Fylkisvöllur: Fylkir – HK/Víkingur .........20 Í KVÖLD  AÐSTOÐARDÓMARI í leik Breiðabliks og ÍA í Landsbankadeild kvenna í gær veiktist er aðeins 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Örn Jónsson sem er Breiðabliksmaður fékk grænt ljós frá KSÍ um að hlaupa í skarðið eftir að þjálfari ÍA hafði gef- ið sitt samþykki um að Örn myndi taka að sér starfið.  CHELSEA festi í gærkvöld kaup á spænska landsliðsmanninum Asier Del Horno frá spænska liðinu Atle- tico Bilbao. Chelsea pungaði út 8 milljónum punda, 955 milljónum ís- lenskra króna, fyrir leikmanninn sem gerði þriggja ára samning við ensku meistarana. Horno er 24 ára og hefur verið í herbúðum Bilbao frá 11 ára aldri.  DAVID Stern framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar í körfuknattleik tilkynnti fyrir leik San Antonio Spurs og Detroit Pistons í nótt að samkomulag verði undirritað á milli eigenda NBA-liða og samtaka leik- manna um skiptingu tekna af sjón- varpssamningum sem gerðir verða á næstu árum. Eigendur NBA-liða áttu allt eins von á því að samtök leik- manna myndu ekki ganga að samn- ingaborðinu en Stern er líklega feg- inn því að samningar hafi nást.  ENSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Mark Hughes knattspyrnu- stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn hefði áhuga á að fá norska landsliðsframherjann John Carew til liðsins en hann leikur í Tyrklandi um þessar mundir með Besiktas. Tals- maður tyrkneska liðsins segir að nú þegar hafi tilboði frá franska liðinu Paris SG verið hafnað en tyrkneska liðið vill fá um 1,3 milljarða kr. fyrir leikmanninn.  PORTSMOUTH er að reyna að krækja í ástralska landsliðsmiðherj- ann John Aloisi sem leikur með Osas- una á Spáni. Aloisi, sem er 29 ára og hefur skorað þrjú mörk fyrir Ástrala í Álfukeppninni, lék með Coventry fyrir nokkrum árum.  ÞJÓÐVERJAR og Argentínumenn gerðu 2:2 jafntefli í lokaumferð A-rið- ils í Álfukeppninni í knattspyrnu í gærkvöld. Þjóðverjar komust tvíveg- is yfir í leiknum en jafnteflið dugði Þjóðverjum til að hreppa fyrsta sætið í riðlinum. Kevin Kuranyi og Gerarld Asamoah gerðu mörk Þjóðverja en Riquelme og Esteban Cambiasso gerðu mörk Argentínumanna.  ÞJÓÐVERJAR hafa aðeins tapað einum leik af 14 síðan Jürgen Klins- mann tók við þjálfun liðsins af Rudi Völler. Í kvöld skýrist hvaða þjóðir eigast við í undanúrslitunum. Þjóð- verjar mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti í B-riðli, Brasilíumönnum eða Japönum, sem eigast við kvöld, og Argentínumenn eiga í höggi við liðið sem sigrar í þeim slag. FÓLK AÐEINS ein viðureign verður á milli liða í Landsbankadeild karla í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ, VISA- bikarnum, en dregið var til þeirra í gær. Grindavík tekur á móti Fylki á Grindavíkurvelli. Áætlað er að leikir umferðarinnar fari fram 4. og 5. júlí en óvíst er reyndar með leikdag hjá ÍA þar sem hann ræðst af gengi liðs- ins í Intertoto-keppninni. Þá er Reykjavíkurslagur Víkings og KR í Víkinni, Þór frá Akureyri fær Fram í heimsókn, Njarðvíkingar fara til Vestmannaeyja, Valur og Haukar eigast við á Hlíðarenda og á Akra- nesi mætast ÍA og Breiðablik. Í Kaplakrika taka Íslandsmeistarar FH á móti KA en FH-ingum hefur gengið illa með Akureyringa í gegn- um árin og töpuðu meðal annars fyr- ir þeim í undanúrslitum bikarsins í fyrra. Bikarmeistarar Keflavíkur sækja þá HK heim í Kópavog en liðin mættust einnig í undanúrslitunum í fyrra. Keflavík vann þá með minnsta mun en eina mark leiksins var sjálfs- mark á 11. mínútu. Kristján Guð- mundsson, þjálfari Keflavíkur, var spar á stóru orðin og spáði hörkuleik. „HK er með sterkt lið sem hefur valdið sér sjálfu mestum vonbrigð- um í ár miðað við hvað þeir ætluðu sér og miðað við spilamennsku þeirra í fyrra. Þeir hugsa áreiðan- lega til baka til undanúrslitaleiksins í fyrra og ætla sér að borga fyrir hann. Ég er búinn að sjá þá spila í sumar og þeir eru með fínasta lið þannig að leikurinn verður okkur mjög erfiður, rétt eins og leikurinn á móti Fjölni í 32-liða úrslitunum og við þurfum að mæta talsvert ein- beittari til leiks ef við ætlum ekki að falla í sömu gryfju,“ sagði Kristján en Keflavík lenti í talsverðu basli með 1. deildarlið Fjölnis og marði 4:3 sigur eftir að hafa tvívegis lent undir í leiknum. Morgunblaðið/Kristinn Keflavík og HK mætast í 16-liða úrslitum VISA bikarkeppn- innar nú en liðin mættust í undanúrslitum keppninnar í fyrra og þá hafði Keflavíkur betur, vann naumlega 1:0, á sjálfsmarki. Bikarmeist- ararnir mæta HK Eyjakonur náðu í þrjú stig þegar KRkom í heimsókn til Eyja í gærkvöldi. Þær sigruðu leikinn 3:2 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Leikurinn var í járnum framan af en þó voru heimastúlk- urnar sterkari, enda spiluðu þær undan strekkingsvindi. Fyrsta færi leiksins kom strax á fimmtu mínútu þegar Guðrún Soffía Viðarsdóttir komst í sannkallað dauðafæri en skot hennar var langt yfir. Gestirnir hresstust heldur þegar leið á hálfleikinn og átti Ásgerður Ingibergs- dóttir gott skot í slá Eyjamarkið á 24. mínútu og fimm mínútum síðar lá knött- urinn í netinu hjá ÍBV. Fjóla Dröfn Frið- riksdóttir átti þá góðan sprett upp hægri kantinn, gaf fyrir og þriðji markvörður Eyjakvenna í sumar, Anne Marberger, sló knöttinn frá en beint á skallann á Vauja Stefanovic sem átti ekki í vandræð- um með að skora. Heldur lygndi í síðari hálfleik og enn hélt baráttan áfram en hvorugt liðið náði að eigna sér miðjuna í leiknum. Þegar tuttugu mínútur voru eft- ir af leiknum sendi Guðrún Soffía fyrir mark KR, Elfa Björk Erlingsdóttir tók boltann niður og að mati dómarans fór knötturinn í handlegginn á henni og dæmdi hann umsvifalaust vítaspyrnu. El- ín Anna Steinarsdóttir fór á punktinn og skoraði örugglega. Eyjastúlkur hresstust mikið við það að jafna og héldu áfram að þjarma að KR-markinu og það bar árang- ur á 80. mínútu þegar Rachel Kruze átti góða sendingu inn fyrir vörn gestanna, beint fyrir lappir Suzanne Malone sem gerði engin mistök og sendi knöttinn f m f g H E þ v a m s k 3 l v „ e æ f h o e s k d o l þ t „ a b l m þ Hallbera Gísladóttir, leikmaðu KR lá BREIÐABLIK hélt sigurgöngu sinni áfra knattspyrnu í gær. Blikar skelltu Skagak stiga eftir sex umferðir, ÍBV vann góðan betur á móti FH, 4:1, þar sem Margrét L Keflavík hafði betur á móti Stjörnunni, 5 Eftir Sigursvein Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.