Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 1
2005  MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÞÓRDÍS GEIRSDÓTTIR VALIN Í LANDSLIÐIÐ Í GOLFI Á NÝ / C3 STUÐNINGSMENN enska úrvalsdeildarliðsins Man- chester United þreytast ekki á að mótmæla yfirtöku bandaríska auðkýfingsins Malcolm Glazer á félaginu og hefur hópur stuðningsmanna sett á laggirnar nýtt knattspyrnulið – FC United. Mun liðið leika í utan deildarkeppninni á Englandi á næsta tímabili. Heima- leikir félagsins fara fram á Droylsdens Butchers Arms Park-vellinum sem tekur um 3.000 áhorfendur en liðið keppir fyrst um sinn í NV-héraðsdeild þar sem leikið verður gegn liðum á borð við Ashton Town, Chadderton, Cheadle Town, Flixton og Old- ham Town. Sögur ganga af því í borginni að tveir fyrrverandi leikmenn Manchester United hafi hug á því að leika með FC United og staðarblaðið Manchester Evening News telur að uppselt verði á alla heimaleiki liðsins á næstu leiktíð. Ekki er búið að ráða framkvæmda- stjóra fyrir liðið sem hefur aðeins fengið nafn en er að leita að leikmönnum þessa stundina. FC United orðið að veruleika Fjölmörg lið hafa verið á höttunumeftir landsliðsmiðherjanum og Watford hefur meðal annars hafnað tilboðum frá Sunderland og Sheffield United en þau hljóðuðu upp á eina milljón punda, 117 milljónir króna. Ekki fékkst staðfest hvað Wigan bauð í Heiðar en líklegt er talið að það hafi verið sama upphæð, getum var a.m.k. leitt að því í enskum fjöl- miðlum í gær. Wigan er sagt hafa verið tilbúið að greiða meira en Wat- ford hafi ekki getað hafnað tilboðinu sökum bágs fjárhags, en áður hafa borist fregnir af því að Watford hafi hækkað verðið á Dalvíkingnum í tvær milljónir punda. Dave Whelan, eigandi Wigan, hef- ur sterkar skoðanir á því hvers konar leikmenn hann vill fá til liðsins og segir að fallnar stjörnur komi ekki til greina. Wigan vill baráttuhunda „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann – við getum ekki keypt stórstjörnur,“ sagði Whelan spurður um leikmannakaup. „Við getum keypt góða leikmenn sem farnir eru að dala en við viljum þá ekki. Wigan vill leikmenn sem klæð- ast búningi Wigan með ástríðu og stolti og eru tilbúnir að berjast af fullum krafti fyrir málstaðinn. Leik- mennirnir sem unnu liðinu sæti í úr- valsdeildinni eru hæfileikaríkir, bar- áttuglaðir og framtakssamir og þannig leikmenn getum við aðeins samið við,“ sagði Whelan. Watford samþykkir tilboð Wigan í Heiðar ENN er fjallað um Heiðar Helguson í enskum fjölmiðlum og síðast í gær var fullyrt að lið hans Watford hefði tekið tilboði Wigan Athle- tic, sem leikur í fyrsta skipti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Heiðar staðfesti það í samtali við Morgunblaðið en vildi lítið tjá sig um málið að öðru leyti, sagðist lítið hugsa út í þessi mál fyrr en samningur liggur fyrir. Heiðar kemur til landsins á morg- un í frí til 2. júlí og taldi ólíklegt að eitthvað myndi þokast í hans málum fyrir þann tíma. Eins og staðan er núna þá gæti hann rétt eins leikið með Watford á næsta tímabili. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Reuters Þjóðverjar og Argentínumenn gerðu 2:2 jafntefli í Álfukeppninni í knattspyrnu í gær. Hér er Asamoah, framherji Þjóðverja, í skemmtilegri rimmu við markvörð Argentínu. Ólafur Ingi er 22 ára gamall fæddur og upp-alinn Fylkismaður. Hann á 2 leiki að baki með A-landsliðinu og 12 með U-21 árs liðinu. Ólafur gekk í raðir Arsenal árið 2001 þar sem hann lék með unglinga- og varaliði félagsins en í síðasta mánuði var ljóst að dvöl hans hjá Ars- enal yrði ekki lengri. Mörg lið hafa á undan- förnum vikum sýnt áhuga á að fá Ólaf í sínar raðir. Hann var til reynslu hjá skoska liðinu Hearts á dögunum og lið bæði í ensku 1. og 2. deildinni hafa haft hann undir smásjánni sem og norska liðið Viking og Örgryte í Svíþjóð. ,,Ég er feginn að þessi mál skulu nú vera að komast á hreint og ég er bara mjög spenntur fyrir því að fara til Brentford. Maður hefði kannski viljað eitthvað stærra en mér leist best á að fara til Brentford þegar upp var staðið. Það er mikill hugur í félaginu. Liðið er þegar búið að bæta við sig þremur leikmönnum og stefnan hefur verið tekin upp í 1. deildina. Ef maður stendur sig vel í þessari deild þá geta opnast möguleikar í efri deildum og auðvitað stefnir maður þangað,“ sagði Ólafur Ingi við Morgunblaðið í gærkvöld. Þriðji Íslendingurinn Ólafur verður þriðji íslenski knattspyrnu- maðurinn sem spilar með Brentford. Hermann Hreiðarsson lék með liðinu tvö tímabil frá 1998-99 og Ívar Ingimarsson var í herbúðum Brentford í þrjú ár, 1999-2002. ,,Ég ráðfærði mig við Hermann og Ívar og þeir gáfu félaginu góð meðmæli,“ sagði Ólafur. Knattspyrnustjóri Brentford, Martin Allen, er mikill aðdáandi Ólafs Inga. Þegar hann var við stjórnvölinn hjá utandeildarliðinu Barnet sá hann Ólaf oft með varaliði Arsenal þar sem Arsenal lék leiki sína á velli Barnet. Eftir að hann var ráðinn stjóri hjá Brentford reyndi hann ítrekað að fá Ólaf að láni frá Arsenal. ,,Það sem reið baggamuninum að ég ákvað að velja Brentford er sú að þjálfarinn hefur trölla- trú á mér. Hann reyndi í tvígang að fá mig til liðsins að láni og hefur verið í stöðugu sam- bandi við mig. Hann er í miklum metum og mörg stærri lið hafa reynt að krækja í hann.“ Ólafur Ingi segist hafa verið ákveðinn í að halda kyrru fyrir á Englandi. „Já ég vildi vera þar áfram. Mekka fótboltans er á Englandi og best af öllu er að ég verð áfram í London. Ég er öllum hnútum kunnugur í London og fyrir vik- ið tekur minni tíma að komast inn í hlutina hjá liðinu,“ sagði Ólafur Ingi. Brentford hafnaði í fjórða sæti í ensku 2. deildinni í vor en í umspili um laust sæti í 1. deildinni tapaði liðið fyrir Sheffield Wedn- esday í tveimur leikjum. Ólafur Ingi semur við Brentford ÓLAFUR Ingi Skúlason, fyrirliði U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu og fyrrum leik- maður Arsenal, skrifar að öllu óbreyttu undir 2ja ára samning við enska 2. deildar- liðið Brentford í dag. Ólafur Ingi, sem hélt utan til Lundúna í morgun ásamt umboðs- manni sínum, Ólafi Garðarssyni, er búinn að ná samningi við félagið um kaup og kjör og eftir læknisskoðun eftir hádegi í dag verður gengið frá samningnum. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.