Morgunblaðið - 26.06.2005, Síða 5

Morgunblaðið - 26.06.2005, Síða 5
26.6.2005 | 5 6 Flugan laumaði sér vitanlega á afhendingu Grím- unnar í Þjóðleikhúsinu og stóðst næstum samanburð við rjómann af íslenskum leik- konum… 8 Að vera flottur og góður í senn Tryggðarbönd í ýmsum lit- um tröllríða nú heimsbyggð- inni. Hér á landi hafa Krabbameinsfélagið, BUGL og MS-félagið gefið út slík bönd til fjáröflunar. 10 Ofurhetjur og kaffihús Tveir kennarar úr Háskóla unga fólksins, Róbert og Sóley, segja frá greinum sínum, heimspeki og kynjafræði. Sjálf stunda þau framhaldsnám við Háskóla Íslands. 12 Kraftaverk lífsins Fyrr í júnímánuði kom Ása Sóley í heiminn á heimili sínu, foreldra sinna og Kamillu stóru systur. Heimafæðingar færast í vöxt hér á landi og tvær ljósmæður á höfuðborg- arsvæðinu sinna nær eingöngu heimafæð- ingum. 14 Aldrei segja aldrei aftur Tíska 9. áratugarins þykir ekki beinlínis með þeim flottustu, en andi hennar lifir enn. Og nú er von á skurðgoðunum í Duran Duran. 16 Bandarísk rif og grísk „grillsósa“ Óbeinn hiti og lang- ur eldunartími gefa bestan árangur, séu rif annars vegar. 18 Lofar góðu Læknaneminn Gunnar Thorarensen hefur hlotið styrki fyrir þátttöku sína í erfðafræði- rannsóknum vestan hafs. 20 Krossgáta Sælgæti gert úr augum? Skilafrestur kross- gátunnar rennur út á föstudag. 22 Pistill Helgi Snær hreyfir sig ekki lengur þótt brunabjöllur hringi … Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af nýfæddri Ásu Sóleyju, sem kom í heiminn kl. 17.55 fimmtudaginn 2. júní 2005. Tryggðarböndin ná máli: Fótboltakemp- an Thierry Henry með blátt tryggðarband gegn einelti og svart og hvítt tengt saman gegn kynþátta- fordómum. 8 Lífið er alltaf kraftaverk. Í hvert sinn sem það kviknar, í hvert sinn sem það lítur dagsins ljós. Tölulegar upplýs- ingar um mannfjölgun eru oft fréttaefni en fágætara er að viðburðinum, sjálfri fæðingunni, séu gerð skil. Í Tímariti dagsins er birt myndfrásögn Kristins Ingvarssonar og Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur frá þeim bjarta degi er Ása Sóley Anderson kom í heiminn – fyrir rúmum þremur vikum. Færri konur en fleiri á okkar tímum eignast börn sín innan veggja heimilisins en heimafæðingar að við- stöddum ljósmæðrum munu þó hafa færst í vöxt á síðustu árum. Að því gefnu að allt gangi vel frá heilbrigðissjónarmiði hljóta kunnugleg sængurfötin, kyrrðin og heimilislegt andrúmsloftið að gera upplifun foreldra talsvert öðruvísi en þeirra sem börn sín ala á fæðingadeildum sjúkrahúsa. Um kosti ólíkra leiða eru vissulega skiptar skoðanir, en valfrelsið sjálft er dýrmætt í nútíma- samfélagi. Það er að sjálfsögðu ekki hlaupið að því að skrásetja fyrir fjölmiðil jafn einkalegan við- burð og barnsfæðingu – slíkt krefst nærgætni, undirbúnings og fyllsta trausts af beggja hálfu. Fjölskylda Ásu Sóleyjar var einkar alúðleg í samstarfi, sem hér með skal þakkað, og gaf öðrum hlutdeild í kraftaverki sínu með gleði. Litla forsíðustúlkan dafnar nú í faðmi fjölskyldunnar sem blasti við er hún var færð upp úr vatninu. Síðar á hún væntanlega eftir að hugsa um komu sína á heimspekilegan hátt, enda gagnast heimspekin á margan hátt: „Hún kennir okkur að spyrja spurninga, hugsa skipulega, íhuga hlutina, vega þá og meta. Það er ekki bara gott fyrir börn og unglinga heldur okkur öll,“ segir Róbert Jack, hversdagsheimspekingur, á öðrum stað í blaðinu. | sith@mbl.is 26.06.05 Það er hægt að hekla fleira en blúndudúka. Íris Egg- ertsdóttir myndlistarkona og hönnuður heklar litrík hálsmen úr glitgarni sem selst hafa eins og heitar lumm- ur. Hvert þeirra er einstakt. „Eftir að hafa heklað háls- menin festi ég á þau skrautlegar tölur, perlur, keðjur, hluti úr gömlum skartgripum og annað sem til fellur og mér dettur í hug að nota sem skraut. Þetta þróaðist upp úr hálsmenum sem ég heklaði úr ull og urðu strax svo vinsæl meðal fólksins í kringum mig að ég fór að prófa ýmsar aðferðir, margvíslega liti og allar mögulegar samsetn- ingar,“ segir Íris. Hálsmenin fást í versluninni Pjúra sem er ný verslun sem Íris rekur ásamt vinkonum sínum í Ingólfsstræti 8. Þær hanna og búa sjálfar til allt sem þar fæst. Hálsmenin | Íris Eggertsdóttir Ís le ns k hö nn un L jó sm yn di r: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.