Morgunblaðið - 26.06.2005, Side 6

Morgunblaðið - 26.06.2005, Side 6
og bleikum. Flottustu fæturnir tilheyrðu án nokkurs vafa dansaranum Nadiu Banine en hún stikaði tígullega um íklædd svörtu og bar mikið af silfurskarti. Mikið var um slaufur, jafnvel bundnar um ökkla damanna og mjög dramatíska hælaskó og stuttir, þunnir kjólar með villtu blóma- mynstri voru í algleymingi. Forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, var mættur ásamt eiginkonu sinni, Sigurjónu Sigurðardóttur, en hún var í pilsdragt með gylltri áferð og gullskóm. Smart, en pínu konfektpapp- írslegt ... Kristbjörg Kjeld, sem átti einmitt sjötugsafmæli þessa helgi, var hvít- klædd og falleg á hátíðinni. María Ellingsen, leikstjóri, var í eldrauð- um, hlýralausum topp og maður hennar, fjölmiðlamaðurinn Þor- steinn Joð, var alveg milljón í hvítum mafíósalegum fötum. Að lokinni vel lukkaðri verðlaunaafhendingu var svo haldinn hátíð- ardansleikur í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem Trabant tætti og tryllti. Á helgarrölti sínu rak Flugan ennfremur augun í Braga Ólafs, rit- höfund og fyrrum Sykurmola þar sem hann rölti skáldlegur á svip yf- ir Austurvöll. Hann var með poka úr bókabúð, nema hvað, og var ekki samkvæmisklæddur ... Annar maður með plastpoka vakti athygli Flugunnar, Ástþór Magnússon, en hann var merktur Dressmann. Það er að segja plastpokinn. Okkar ástsæli forsetaframbjóðandi klikkar ekki á tískunni í tauinu. Flugan sat fyrir utan Apótekið og sötraði kaldan bjór í kvöldsól- inni þegar hersing af uppábúnu fólki stikaði framhjá og tók stefnuna á Dómkirkjuna, þar sem ástar- fuglarnir og sjónvarpsstjörnurnar Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm voru að ganga í það heilaga. Óvenjulegt og óneitanlega rómantískt að hafa athöfnina að kvöldi til. Talað var um að þetta væri brúðkaup ald- arinnar. Afsakið, en er öldin ekki enn í fæðingarhríðunum? Ver- aldarvön vespustelpa leyfir sér að vona að fleiri stórstjörnubrúð- kaup séu framundan – við eigum jú vonandi enn 94 ár til góða ... flugan@mbl.is Í slensku leiklistarverðlaunin, Gríman, voru veitt í þriðja sinn í Þjóð- leikhúsinu með glæsibrag. Fröken Fluga skellti sér í sparidressið, setti upp sína prívat samkvæmisgrímu og mætti hress í fordrykkinn til að „seleb-spotta“. Þefaði hún þar uppi aðrar skörungaskvísur eins og frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og Eddu Heiðrúnu Backman, leikstjóra. Frú Vigdís var fremur stelpuleg í bleikum, þunnum silkijakka með blómamynstri en Edda Heiðrún var aftur á móti töffari í svörtum, austrænum slopp með gylltu mynstri og gæjalegum, svörtum stígvélum. Ólafur Darri, leikarinn með Röddina, var kyntröllslegur í vel sniðnum jakkafötum og bleikri skyrtu. Spákonan seiðandi, Sigríður Klingenberg, var mætt með appelsínugult sjal vafið um sig og varalit í stíl. Kristín Hauksdóttir, sýningarstjóri, var á miklum þönum að vanda en gaf sér þó tíma til að óska gestum og gangandi til hamingju með dag- inn, geislandi og sjarmerandi að venju. Á uppskeruhátíð leikhúsanna var sumartískan í hávegum höfð; fagrir fótleggir klæddir litríkum sokkabuxum, aðallega skærgrænum, rauðum L jó sm yn di r: E gg er t Jóhanna Íris Ing- ólfsdóttir og Kristín Ómarsdóttir. Grímur, fagrir fótleggir og dramatískir, háir hælar … … pokamenn, kvöldrómantík og stjörnubrúðkaup … FLUGAN Salbjörg Bjarna- dóttir og Jóhannes Viðar Bjarnason. Nína Hjördís Þor- kelsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Kristrún Sæbjörnsdóttir, Ingunn Eyþórsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. Gísli Vilberg Gunnarsson, Mats Geschwind, Jónína Magnúsdóttir, Guð- mundur Sigurðsson og Stefan Östberg. Davíð Bjarni Heiðarsson og Hanna Wistedt. Jóhanna Heiðdal, María Teresa og Kristján Imsland. LEIKFÉLAG HORNAFJARÐAR sýndi Jesus Christ Superstar í Loftkastalanum. Árni Pétur Guð- jónsson og Harpa Arnardóttir. Tanja Jashtshuk og Þórir Þórisson. Ágústa Stef- ánsdóttir og Sigrún Anna Jónsdóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson og Ebba Margrét Magnúsdóttir. Elísabet Magnúsdóttir og Una Jóna Sigurðardóttir. VÍKINGAHÁTIÐ 2005 fór fram við Fjörukrána í Hafnarfirði. L jó sm yn di r: E gg er t PÁLL ÓSKAR og Monika Abendroth héldu sól- stöðutónleika í Café Flóru. L jó sm yn di r: E gg er t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.