Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ BOJAN Desnica, þjálfari U 20 ára landsliðs karla í körfuknattleik, hefur valið 11 manna hóp sem tek- ur þátt í B-deild Evrópukeppni sem fram fer í Búlgaríu. Íslenska liðið er í riðli með Írlandi, Georgíu, Sló- vakíu, Finnlandi og Póllandi og hef- ur leik gegn Georgíumönnum í dag. Hópurinn er þannig: Ágúst Angan- týsson, Bjarni Bjarnason, Elvar Guðmundsson, Friðrik Ari Sigurðs- son, Grétar Guðmundsson, Haukur Gunnarsson, Hörður Harðarson, Ragnar Gylfason, Steingrímur Ing- ólfsson, Sveinbjörn Claessen og Viðar Hafsteinsson. Leikið er í hin- um riðli B-deildar á sama tíma en í honum er Albanía, Ungverjaland, Svíþjóð, Portúgal, Búlgaría og Belgía. Ellefu fara til Búlgaríu ENSKA meistaraliðið Chelsea aflýsti í gær áð- ur boðnum frétta- mannafundi vegna hryðjuverkanna í Lund- únum. Chelsea hafði boðað til fundarins þar sem kynna átti til sög- unnar nýjasta liðsmann félagsins, spænska bak- vörðinn Aries Del Horno. Þá tilkynntu forráðamenn Chelsea að fyrsta fréttamanna- fundinum með knatt- spyrnustjóranum Jose Mourinho fyrir komandi leiktíð, sem fyrir- hugaður var í dag, hefði verið frest- að og ekki væri búið að ákveða nýja tímasetningu á honum. Undirbúningstímabil ensku meistaranna hófst í fyrradag en þá fór fram fyrsta æfing liðsins þar sem leik- menn gengust meðal annars undir læknis- skoðun. Fjórir leikmenn liðs- ins voru fjarverandi á fyrstu æfingunni – Fíla- beinsstrandarbúinn Didier Drogba, Kamerúninn Gérémi og Þjóðverjinn Robert Huth, sem allir fengu lengra frí þar sem þeir léku með landsliðum sín- um í síðasta mánuði, og þá fær Frakkinn Claude Makele lengra frí en aðrir fyrir aldurssakir. Chelsea ákvað að aflýsa fréttamannafundum Jose Mourinho „ÉG var heppinn að sleppa einn í gegn þegar hann rann, var alveg svellkaldur og setti hann í hornið,“ sagði Hafþór Ægir Vilhjálmsson, sem skoraði fyrra mark ÍA eftir að hann slapp í gegn eftir að hafa hirt boltann af varnarmanni KR. „Reyndar var ég búinn að ákveða að skora í þetta horn, meira að segja fyrir leikinn, ef ég kæmist einn í gegn og það gerði ég,“ bætti Hafþór Ægir við en þetta var hans þriðja mark í 8 leikjum deild- arinnar í sumar. Það var baráttuhugur í þessum sprettharða dreng sem verður 19 ára í september. Langþráður sigur í vesturbænum „Það var spenna í mönnum fyrir leikinn því bæði lið eru að ströggla í deildinni. Við fengum þrjú stig nú en getum talið það sem sex stig í baráttu við KR um sæti. Við ætlum nú að halda áfram að safna stigum og klifra upp stigatöfl- una, markmiðið fyrir nokkrum leikjum var að halda okkur í deildinni en nú stefnum við hærra og getum náð því. Það er langt síðan við höfum unnið leik hérna í vesturbænum og gott að skora tvö mörk í leiknum. Við höfum skorað í síðustu leikjum og það er bara jákvætt.“ Búast mátti við hörkuleik sem gengi beggja liða h valdið vonbrigðum það sem a tímabilinu og til að mynda hö Skagamenn ekki skorað á útiv þegar þeir mættu á KR-völlin gær. Af upphafsmínútunum mátti vegar ráða að aðeins annað kom tilbúið til leiks. Sóknir g anna voru mun beittari og stra elleftu mínútu komst Hafþór Æ Vilhjálmsson í ágætisfæri eftir g an undirbúning Unnars Valge sonar en Jökull Elísarbetar varnarmaður KR, bjargaði í h Spilamennska KR-liðsins ósannfærandi frá fyrstu mínútu einbeitingar- eða viljaleysi vir vera ráðandi. Þó eru ekki allir se undir sama hatt því Grétar Markaskorarar Skaga Þu létt m TÍU ára bið Skagamanna eftir þegar lokaleikur níundu umfe fram. Töluvert meiri barátta o dugði þeim til 2:0 sigurs á má í miklu basli með fríska Skag skipti og situr ÍA nú í fimmta s Vesturbæingar eru í sætinu f Eftir Andra Karl andri@mbl.is Ákvað fyrir leikinn að skora í þetta horn Eftir Stefán Stefánsson stes@mbl.is Hafþór Ægir Vilhjálmsson Ólafur segir tíðina hafa verið erf-iða til þessa en við því hafi vel mátt búast. „Eftir svona miklar breytingar vissum við að það þyrfti að gefa strákunum ákveðinn tíma. Það er hins vegar búin að vera mikil pressa á mannskapnum enda er fólk kröfuhart á Akranesi og það hefur gengið illa. Við höfum reynt allt hvað við getum til að reyna að af- létta þessari pressu og það er loks- ins núna farið að ganga almennilega hjá okkur og við spiluðum alveg þrælvel í þessum leik.“ Ólafur segist hafa notað nýja aðferð til að peppa upp mannskap sinn fyrir þennan leik. „Á síðustu tíu árum höfum við prófað allar gerðir af fundum, reynt nánast allt til að komast að því hvað myndi gera það að verkum að við næðum loksins sigri á þessum velli. Ég ákvað því að þessu sinni að slá þessu bara upp í kæruleysi, sleppa fundinum og fara bara hérna í vest- urbæinn til að vinna – einföld en áhrifarík aðferð.“ Ólafur segir enda sína menn hafa verið afslappaða. „Við vorum yfirvegaðir, afslappaðir og einfaldlega betra liðið í þessum leik.“ En kom það þér á óvart hversu slakir KR-ingar voru í þessum leik? „Já, ég verð að segja það, og það kemur mér á óvart hvað það hefur gengið erfiðlega hjá KR-ingum það sem af er sumri,“ sagði Ólafur Þórð- arson. Gefur okkur byr undir báða vængi „Núna erum við vonandi komnir á beinu brautina, búnir að vinna tvo leiki í röð í deildinni og svo einn í bikar,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði þeirra Skagamanna, í sam- tali við Morgunblaðið eftir leik, og bætti við: „Þetta hefur verið erfitt hjá okkur vegna þess hversu mikið breytt lið okkar er frá síðasta tíma- bili. Eftir því sem líður á mótið er liðið að slípast saman, það bætist í reynslubankann eftir hvern leik og núna er merkjanlegt hvað sjálfs- traust okkar er alltaf að verða meira og meira.“ Gunnlaugur sagði sigur- inn sérstaklega sætan vegna þess hversu bölvanlega Skagamönnum hefur gengið á KR-velli en þetta er fyrsti sigur þeirra þar í ein tíu ár. „Við erum að upplifa það sem eng- inn í leikmannahópnum núna hefur upplifað, að vinna KR á KR-velli. Og ef þetta gefur okkur ekki byr undir báða vængi þá veit ég ekki hvað ger- ir það.“ Gunnlaugur tekur undir með blaðamanni að hans menn hafi virkað afslappaðir: „Við höfum verið frekar stressaðir framan af móti en sú var ekki raunin í þessum leik, og uppskeran var mjög svo sanngjarn og langþráður sigur.“ Kom það þér á óvart hversu and- og baráttulausir KR-ingar voru í þessum leik? „Já, ég verð að segja það, ég bjóst við þeim miklu ákveðnari og grimm- ari, sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem þeir eru í – við vorum hins veg- ar mjög ákveðnir og leyfðum þeim hreinlega ekki að spila sinn leik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson. Tek þetta tap á mig Kristján Finnbogason, markvörð- ur KR, fékk á sig skrautlegt mark af nærri 60 metra færi þegar hann sofnaði á verðinum, staddur langt utan vítateigs. „Ég tek þetta tap á mig,“ sagði markvörðurinn og hark- aði af sér. „Mér fannst ekki nein raunveruleg barátta í liðinu fyrr en við vorum orðnir tíu. Með fullri virð- ingu fyrir Skagamönnum þá er þetta eitt slakasta lið ÍA í langan tíma en þeir eru alltaf með hjartað á réttum stað og hafa metnað og kraft. Ef maður mætir því ekki þá lendir maður undir. Það er alltaf erfitt að spila við Skagann. Hvort sem það er í toppbaráttu eða ekki þá eru alltaf stórleikir þegar þessi lið mætast, þetta var svo sem ekki mjög falleg knattspyrna en það er þó tekið á því,“ bætti Kristján við og telur stefna í óefni. „Við erum svo sem búnir að segja það áður. Við er- um búnir að tapa nokkrum leikjum núna og verðum að fara að hala inn stig ef við ætlum ekki að lenda í mjög vondum málum.“ Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir sigurinn á KR „Sló þessu upp í kæruleysi og sleppti fundinum“ ÓLAFUR Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var kampakátur eftir leik og hafði þetta að segja í samtali við Morgunblaðið. „Það er greini- lega að losna um spennuna hjá mínum mönnum, þetta er annar sig- urleikurinn í röð í deildinni og ég held að ég geti sagt að við séum að finna fjölina okkar – liðið er að smella í alveg ágætan gír.“ Eftir Svan Má Snorrason svanur@mbl.is KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin KR – ÍA...................................................... 0:2 Hafþór Vilhjálmsson 27., Igor Pesic 84. Staðan: FH 9 9 0 0 26:5 27 Valur 9 7 0 2 20:5 21 Keflavík 9 4 3 2 16:19 15 Fylkir 9 4 2 3 17:14 14 ÍA 9 4 1 4 9:11 13 KR 9 3 1 5 8:13 10 Grindavík 9 2 3 4 10:16 9 Fram 9 2 2 5 10:12 8 ÍBV 9 2 0 7 6:21 6 Þróttur R. 9 1 2 6 11:17 5 Markahæstu menn: Tryggvi Guðmundsson, FH ....................... 8 Allan Borgvardt, FH................................... 8 Matthías Guðmundsson, Val ...................... 6 Björgólfur Takefusa, Fylki ........................ 5 Guðmundur Steinarsson, Keflavík ............ 5 Hrafnkell Helgason, Fylki ......................... 4 Hörður Sveinsson, Fylki............................. 4 Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 4 Andri Fannar Ottósson, Fram................... 3 Baldur I. Aðalsteinsson, Val....................... 3 Garðar B. Gunnlaugsson, Val..................... 3 Hafþór Vilhjálmsson, ÍA ............................ 3 Hjörtur J. Hjartarson, ÍA .......................... 3 Magnús S. Þorsteinsson, Grindavík ...........3 Stefán Örn Arnarson, Keflavík .................. 3 2. deild karla Tindastóll – Leiftur/Dalvík.................... 2:6 Snorri Geir Snorrason, Mladen Ilic - Ingvi Hrafn Ingvason 2, Helgi Þór Jónsson 2, Jón Örvar Eiríksson, William G. Þorsteins- son. Selfoss – Afturelding .............................. 2:0 Arilíus Marteinsson 26., Ingþór Jóhann Guðmundsson 42. Staðan: Leiknir R. 8 6 1 1 15:8 19 Njarðvík 8 4 2 2 13:7 14 Fjarðabyggð 8 4 2 2 14:12 14 Stjarnan 8 3 4 1 15:10 13 Selfoss 9 4 1 4 11:10 13 Afturelding 9 2 3 4 18:14 9 Leiftur/Dalvík 9 2 3 4 17:17 9 Huginn 8 2 2 4 12:14 8 ÍR 8 2 2 4 10:20 8 Tindastóll 9 2 2 5 8:21 8 3. deild karla D-riðill Reynir Á. – Boltaf. Húsavíkur ................ 4:0 Snörtur – Magni ....................................... 4:8 Höttur – Leiknir F. ...................................1:0 1. deild kvenna A-riðill Fylkir – Víðir .......................................... 11:0 Haukar – ÍR.............................................. 3:2 Staðan: Fylkir 7 6 0 1 39:12 18 Fjölnir 6 4 1 1 27:5 13 HK/Víkingur 6 4 1 1 18:6 13 Haukar 7 4 1 2 19:14 13 ÍR 7 2 1 4 23:16 7 Þróttur R 6 1 0 5 11:24 3 Víðir 7 0 0 7 3:63 0 ÚRSLIT KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Kaplakriki: FH – Keflavík.........................20 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Akranes: ÍA – Valur ...................................20 1. deild karla: Ásvellir: Haukar – KA ...............................20 3. deild karla: A: Grindavík: GG – Bolungarvík...............20 A: KR-völlur: KV – BÍ ..........................20.15 B: Selfoss: Árborg – Ægir .........................20 B: Grýluvöllur: Hamar – Reynir S............20 C: Varmá: Hvíti riddarinn – Neisti H.......20 C: Borgarnes: Skallagrímur – Hvöt .........20 Í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.