Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 1
2005  FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A MIKILL UPPGANGUR Í NOREGI, SEGIR ÁRNI GAUTUR / C4 BIRGIR Leifur Hafþórsson, at- vinnukylfingur úr GKG, er með for- ystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Open des Volcans golfmótinu sem hófst í Frakklandi í gær en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari vall- arins og er einn í foyrstu. Miguel Carballo frá Argentínu og Svíinn Johan Edfors koma næstir á 67 höggum, eða fjórum undir parinu, en 155 kylfingar hófu keppni á mótinu. Birgir Leifur byrjaði mjög vel. Eftir þrjár fyrstu hol- urnar var hann kominn með tvo fugla og var fjórum höggum undir parinu eftir níu holur. Birgir Leifur fékk 10 pör, fimm fugla, einn örn og einn skolla. Fyrri níu holurnar lék hann á 32 höggum og síðari níu á 34. Birgir Leifur með forystu í Frakklandi Birgir Leifur Magnús átti erfitt með komaorðum að ýmsum atvikum í leiknum. „Við gáfum þeim tvö mörk og fengum rautt spjald – það er ekki hægt að vinna leiki svoleiðis. Þetta eru skelfilegustu mörk sem ég hef fengið á mig, annar dettur og hinn hittir ekki boltann. Við höfum ekki verið að spila vel og þeir ekki sýnt sitt besta í sumar svo að ég átti von á hörkuleik. Ég átti hins vegar ekki von á og alger óþarfi að gefa þeim tvö mörk. Við ætluðum að spila eins og við höfum verið að gera, höfum skapað okkur færi og skorað en ætl- uðum að reyna að laga varnarleik- inn en það gekk ekki betur en þetta. Skaginn spilaði eins og ég átti von á, þeir eru kröftugir og þetta var erf- itt,“ bætti þjálfarinn við. Fyrra mark Skagamanna kom eftir að Jökull Elísabetarson, varn- armaður KR, varð fyrir því óhappi að renna til á blautum vellinum og missa frá sér knöttinn, þannig að Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði knettinum – brunaði fram völlinn með hann og sendi knöttinn fram hjá Kristjáni Finnbogasyni, mark- verði og fyrirliða KR. Seinna mark- ið skoraði Igor Pesic frá miðjum vallarhelmingi ÍA, með því að senda knöttinn hátt yfir Kristján mark- vörð, sem var kominn langt út úr marki sínu. Morgunblaðið/Sverrir Skagamenn fagna hér langþráðu marki. Fyrra markið sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði gegn KR í Frostaskjóli í gærkvöldi var fyrsta markið sem Skagamenn skora á útivelli í Landsbankadeildinni í sumar. Allt um leikinn og viðbrögð á C2 og C3. Engin uppgjöf hjá KR þótt á móti blási „VIÐ spilum alls ekki nógu vel og þurfum aldeilis að fara að taka okkur saman í andlitinu ef ekki á að fara illa,“ sagði Magnús Gylfa- son, þjálfari KR, eftir 2:0 tap fyrir ÍA í gærkvöldi – í leik sem bæði mörkin komu eftir afar skrautleg mistök KR-inga. „Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt. Það er engin uppgjöf í mér og hefur aldrei hvarflað að mér að gefast upp þótt á móti blási.“ Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is Vals- konur til Finnlands ÍSLANDSMEISTARAR kvenna í knattspyrnu, Val- ur, leika í Finnlandi í 1. umferð Evrópukeppni fé- lagsliða kvenna, en Valur tekur fyrir hönd Íslands þátt í keppninni. Leikið verður í níu fjögurra liða riðlum í 1. umferð og dróst Valsliðið í riðli með norska liðinu Röa Idretts- lag, Pärnu FC frá Eist- landi og FC United frá Finnlandi, en leikir riðils- ins fara fram 9.–13. ágúst. Sigurvegarar riðlanna fara áfram í 2. umferð keppninnar, þar sem leik- ið verður í fjórum fjög- urra liða riðlum í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.