Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 B 3 ARNAR Sigurðsson, tennisleikari úr Tennis- félagi Kópavogs, er fyrstur Íslendinga kominn á heimslista at- vinnumanna í einliða- leik. Þeim áfanga náði hann eftir mót sem hann lék á í Kassel í Þýskalandi en mótið var liður í ATP-móta- röðinni. Arnar vann þar alla leiki sína í forkeppn- inni og tókst þar með komast inn í aðalkeppnina. Í fyrstu umferðinni þar lagði hann Ástralann Junad Rameez í þremur settum og náði þar með í sitt fyrsta ATP-stig í einliðaleik. Í síðustu viku kom- ust Arnar og Andri Jónsson, úr tennisdeild BK, í undanúrslit á tennismóti atvinnu- manna í Trier í Þýska- landi og komust þar með á heimslistann í tvíliðaleik en þeir hlutu fjögur ATP-stig hvor. Í dag halda þeir Arnar og Andri, sem báðir stunda háskóla- nám í Bandaríkjunum, til Dyflinnar á Írlandi þar sem þeir munu keppa fyrir Íslands hönd ásamt Davíð Halldórssyni og Raj Bonifacius á heimsmeistara- móti landsliða í tennis (Davis Cup). Arnar Sigurðsson fyrstur á heimslistann í einliðaleik LEIKMENN færeyska liðsins B36, sem mæta Eyjamönnum í 1. umferð forkeppni UEFA- keppninnar í knattspyrnu í Eyjum á fimmtudag, hafa boð- að komu sína til Eyja á laugar- dagskvöldið en þeir leggja af stað til Íslands eftir leikinn á móti KÍ sem er á laugardag. Liðsmenn og forráðamenn B36 ætla að nota Íslandsferð- ina sem eins konar æfingabúð- ir en liðið er í harðri baráttu í færeysku deildarkeppninni. B36, HB og Skála hafa öll 29 stig, eru sjö stigum á undan næsta liði, og berjast um sigurinn í deildinni en þrjár umferðir eru eftir af deildinni. B36 mætir snemma til Eyja þar efur f er öfðu velli nn í hins liðið gest- ax á Ægir góð- eirs- rson, horn. var u og rðist ettir Örn Hjartarson barðist vel en var svelt- ur í framlínunni og Sigurvin Ólafs- son var einnig sterkur á miðjunni. Fyrra mark ÍA var lýsandi dæmi um einbeitingarleysi KR-inga. Á 27. mínútu barst boltinn til aftasta varnarmanns Vesturbæinga, Jökuls Elísarbetarsonar, eftir hornspyrnu. Hafþór Ægir pressaði á hann og við það kom óðagot á Jökul sem skrik- aði fótur, Hafþór tók af honum bolt- ann og var einn á auðum sjó – og kláraði sóknina með sóma. Úr litlu að moða fyrir framherja KR Gestirnir voru líklegri til að bæta við öðru marki en KR að svara og Hafþór var sérlega sprækur á vinstri kantinum og fór illa með Jökul hvað eftir annað. Sóknarað- gerðir KR-inga voru ekki nægilega markvissar og þrátt fyrir að liðið næði að láta boltann ganga ágæt- lega á miðjunni komst hann ekki til framherjanna sem fengu úr afskap- lega litlu að moða. Grétar sótti bolt- ann meira á miðjuna í síðari hálfleik en komst lítt áleiðis gegn vel stilltri vörn ÍA. Á 56. mínútu átti Guðjón Sveins- son, leikmaður ÍA, fínt skot af löngu færi, Kristján Finnbogason þurfti að hafa sig allan við í marki KR og hann sló boltann yfir slána. Þremur mínútum síðar vildu Skagamenn fá dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Hirti Hjartar- syni en Gylfi Orrason, dómari leiks- ins, dæmdi aukaspyrnu á vítateigsl- ínu. Hjörtur tók spyrnuna, átti ágætt skot að marki, en Kristján varði vel. Ekki var á það bætandi fyrir heimamenn þegar Bjarnólfur Lár- usson var rekinn af velli á 63. mín- útu fyrir glórulaus samskipti við Reyni Leósson í vítateig ÍA. Gylfi Orrason ráðfærði sig við aðstoðar- dómara sem sá atvikið vel og nið- urstaðan varð rautt spjald. Einum manni færri fengu KR-ingar sitt hættulegasta færi á 73. mínútu þeg- ar Garðar Jóhannsson skallaði að marki eftir fína sendingu frá Gesti Pálssyni af vinstri vængnum. Bjarki Freyr Guðmundsson varði hins vegar mjög vel og sló boltann yfir þverslána. Glæsimark Pesic gulltryggir sigur Það sem eftir lifði leiks réðu Skagamenn ferðinni og hleyptu KR-ingum aldrei nálægt eigin víta- teig. Þeir héldu boltanum vel innan liðsins á meðan hver sendingin á fætur annarri fór forgörðum hjá heimamönnum. Það var því í takt við leikinn þegar Igor Pesic skoraði kostulegt mark fimm mínútum fyrir leikslok, hann sá að Kristján var langt frá markinu og tók skot af 55- 60 metra færi. Boltinn hafnaði í net- inu og gífurleg fagnaðarlæti brut- ust út meðal áhangenda ÍA sem fögnuðu enn innilegar eftir að flaut- að var til leiksloka. Sigur Skaga- manna var fyllilega verðskuldaður, barátta liðsins var til fyrirmyndar og vilji leikmanna til að gera vel og rífa liðið upp úr lægðinni var greini- legur. Sá vilji virtist hins vegar ekki vera fyrir hendi hjá KR-ingum en í samtali við Morgunblaðið fyrr í vik- unni sagði Magnús Gylfason, þjálf- ari KR, að liðið væri fínt en hefði ekki alltaf náð vel saman í sumar. KR-ingar náðu svo sannarlega ekki vel saman í gærkvöldi og fyrir utan einbeitingarleysi virtust sam- skiptin inni á vellinum einnig vera í ólagi. Leiðtoga vantar og eitthvað verður að breytast ætli Vesturbæ- ingar sér ekki að berjast í bökkum í síðari hluta deildarkeppninnar. Morgunblaðið/Sverrir amanna, Igor Pesic og Hafþór Vilhjálmsson, fagna marki þess síðarnefnda á KR-vellinum í gærkvöld. ngu fargi af Skaga- mönnum r sigri á KR-vellinum lauk í gærkvöldi erðar Landsbankadeildar karla fór og hungur var í leikmönnum ÍA sem áttlausum KR-ingum sem áttu á köflum amenn. Fyrir vikið höfðu liðin sæta- sæti deildarinnar með þrettán stig en fyrir neðan með tíu stig. KR 0:2 ÍA Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 9. umferð KR-völlur Fimmtudaginn 7. júlí 2005 Aðstæður: Hiti um 12 stig, skúrir og gola. KR-völlurinn í fínu standi. Áhorfendur: 984 Dómari: Gylfi Þór Orrason, Fram, 4 Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson, Eyjólfur Finnsson Skot á mark: 6(4) - 7(6) Hornspyrnur: 4 - 4 Rangstöður: 1 - 4 Leikskipulag: 4-5-1 Kristján Finnbogason Jökull I. Elísabetarson Sölvi Davíðsson Tryggvi Sveinn Bjarnason Gunnar Kristjánsson Garðar Jóhannsson Sigurvin Ólafsson M (Sölvi Davíðsson 83.) Bjarnólfur Lárusson Gestur Pálsson (Kristinn J. Magnússon 78.) Rógvi Jacobsen Grétar Ólafur Hjartarson M Bjarki Guðmundsson M Finnbogi Llorens Izaguirre (Andri Júlíusson 69.) Reynir Leósson M Gunnlaugur Jónsson M Guðjón H. Sveinsson Unnar Örn Valgeirsson (Helgi Pétur Magnússon 31.) Pálmi Haraldsson M Igor Pesic M Kári Steinn Reynisson Hafþór Vilhjálmsson M Hjörtur J. Hjartarson (Sigurður Ragnar Eyjólfsson 83.) 0:1 (27.) Boltinn barst á miðjan völlinn eftir hornspyrnu KR, Jökull Elísabet- arson fékk hann en skrikaði fótur. Hafþór Ægir Vilhjálmsson átti auð- velt með að hirða boltann af honum, geystist að marki og skoraði auð- veldlega framhjá Kristjáni Finnbogasyni í hægra markhornið. 0:2 (85.) Igor Pesic fékk boltann á miðjum vallarhelming ÍA, sá að Kristján var framarlega og skaut að marki af um sextíu metra færi. Boltinn sveif yf- ir Kristján og hafnaði í netinu. Stórglæsilegt mark. Gul spjöld: Kári Steinn Reynisson, ÍA (22.) Fyrir leikbrot.  Finnbogi Llorens Izaguirre, ÍA (38.) Fyrir leikbrot.  Hjörtur J. Hjartarson, ÍA (83.) Fyrir leikbrot. Rauð spjöld: Bjarnólfur Lárusson, KR (63.) Fyrir leikbrot.   ÍSLENSKA kvennalandsliðið í golfi tapaði öllum viðureignum sínum gegn Hollendingum á Evrópumótinu sem fram fer í Karlstad í Svíþjóð um þessar mundir, en leiknir voru fimm leikir gegn Hollendingum í gær. Eftir höggleikinn sem stóð yfir fyrstu tvo dagana var íslenska liðið í 15. og neðsta sæti mótsins en Hollendingar enduðu í 9. sæti mótsins. Liðin eru því í B-riðli mótsins.  ANNA Lísa Jóhannsdóttir og Hel- ena Árnadóttir úr GR léku saman í fjórmenning og töpuðu 1/0. Nína Björk Geirsdóttir úr Kili tapaði 4/3, Tinna Jóhannsdóttir úr Keili tapaði 1/0 og Þórdís Geirsdóttir úr Keili tapaði 4/3.  RAGNHILDUR Sigurðardóttir úr GR lék á 79 höggum eða sjö höggum yfir parinu á opna Rejmes-mótinu í golfi sem hófst í Svíþjóð í gær.  ÍSLENSKA U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu tapaði fyrir Frökkum, 4:2, í gær á opna Norður- landamótinu í knattspyrnu sem stendur yfir í Þrándheimi í Noregi. Sandra Sif Magnúsdóttir og Elísa Pálsdóttir skoruðu mörkin fyrir ís- lenska liðið og komu þau bæði í fyrri hálfleik. Íslensku stelpurnar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í riðla- keppninni, 3:0 fyrir Dönum, 6:0 gegn Norðmönnum og nú 4:2 fyrir Frökk- um  FINNSKI landsliðmaðurinn Jari Litmanen gekk í gær til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö. Þessi 34 ára gamli miðjumaður – og framherji, sem leikið hefur með Ajax, Barcelona og Liverpool, lék með Hansa Rostock í Þýskalandi á síðustu leiktíð.  ENSKI landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson skrifaði í gær undir nýjan samning við Tottenham, sem gildir til ársins 2010. Robinson kom til félagsins frá Leeds í fyrra og þótti standa sig með afbrigðum vel á síð- asta tímabili.  HUGO Viana er á nýjan leik á leið- inni til Newcastle. Þessi 22 ára gamli Portúgali var keyptur til Newcastle frá Sporting Lissabon fyrir 8,5 millj- ónir punda, jafnvirði milljarðs króna, sumarið 2002, og á hann þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann náði þó ekki að festa sig í sessi og lék sem lánsmaður á síðasta tímabili hjá sínu gamla félagi, Sporting Lissabon.  LANCE Armstrong hélt foryst- unni í Frakklandshjólreiðunum eftir sjötta áfangann í gær en hjólað var milli Troyes og Nancy, 199 km vega- lengd. Ítalinn Lorenzo Bernucci var fljótastur en Armstrong varð í 32. sæti. Armstrong hefur forustu í heildarkeppninni og er 55 sekúndum á undan liðsfélaga sínum George Hincapie. Alexandre Vinokourov frá Kasakstan komst í þriðja sætið og er rúmri mínútu á eftir Armstrong. FÓLK Arnar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.