Morgunblaðið - 13.07.2005, Qupperneq 1
2005 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
CLIFTON COOK LEIKUR MEÐ HAMRI/SELFOSSI Í VETUR / C3
HEIMSMEISTARAMÓT ungmenna 17 ára og yngri
hefst í Marakech í Marokkó í dag. Fimm keppendur
taka þátt fyrir hönd Íslands en þau höfðu öll náð til-
skildum lágmörkum alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.
Er þetta mesti fjöldi sem farið hefur frá Íslandi á mót-
ið. Keppendurnir eru eftirfarandi:
Sveinn Elías Elíasson keppir í áttþraut, Íris Anna
Skúladóttir tekur þátt í 800 og 1.500 metra hlaupi
kvenna, Ragnheiður Anna Þórsdóttir keppir í kringlu-
kasti og kúluvarpi, Þóra Kristín Pálsdóttir keppir í sjö-
þraut og Þorsteinn Ingvarsson keppir í langstökki og
þrístökki. Mótið er nú haldið í fjórða skipti en þátttaka
hefur farið vaxandi með hverju árinu og hafa aldrei
fleiri verið skráðir til leiks en alls eru þátttakendur frá
178 þjóðum mættir til Marakech.
Af Íslendingunum stígur Sveinn Elías fyrstur fram á
svið í dag og hefur keppni í áttþraut. Íris Anna og
Ragnheiður keppa einnig í dag, í 1.500 metra hlaupi og
kringlukasti.
Fimm á HM ung-
menna í Marokkó
Handknattleikssamband Evrópu,EHF, gaf út leikjadagskrá
mótsins í gær og fara allir leikir C-
riðils sem Ísland leikur í fram í smá-
bænum Sursee, um 20 km norð-vest-
ur af Luzern. Leikir A-riðils sem
Slóvenar, Pólverjar, heimamenn og
Úkraínumenn spila í verða háðir í St.
Gallen. B-riðillinn verður leikinn í
Basel en í honum eru Evrópumeist-
arar Þjóðverja, Frakkar, heims-
meistarar Spánverja og Slóvakar.
Loks spila þjóðirnar í D-riðli, Króat-
ar, Rússar, Portúgalar og Norðmenn
í höfuðborginni Bern.
Milliriðill í St. Gallen
Takist íslenska landsliðinu að vera
í einu af þremur efstu sætum C-riðils
þá flytur það sig til St. Gallen mánu-
daginn 30. janúar, þar sem annar
milliriðillinn fer fram en þangað
koma einnig þrjár efstu þjóðirnar úr
D-riðli frá Bern. Verði íslenska liðið
neðst í C-riðli þá heldur það heim líkt
og það gerði á síðasta Evrópumeist-
aramóti sem fram fór í Slóveníu í
byrjun árs 2004.
Milliriðill eitt verður leikinn í Bas-
el. Allir leikir milliriðils fara fram
þriðjudaginn 31. janúar, miðviku-
daginn 1. febrúar og fimmtudaginn
2. febrúar. Þá verður gefið eins dags
hlé til fyrir þær þjóðir sem leika um
sæti í Zürich laugardaginn 4. febrúar
og sunnudaginn 5. febrúar.
Ísland mætir Serbum/Svart-
fellingum í fyrsta leik EM
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir Serbum/Svartfellingum
í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla í
Sviss á næsta ári. Flautað verður til leiks fimmtudaginn 26. janúar
klukkan 18 að staðartíma. Daginn eftir mætir íslenska landsliðið
því danska kl. 20.15. Tveimur dögum síðar verður komið að lokaleik
riðlakeppninnar en þá leikur íslenska liðið við Ungverja og verður
þá aftur leikið klukkan 18.
Ólafur sagði aðstæðurnar hafaverið fínar, völlurinn góður og
geysilega mikil stemning meðan á
leiknum stóð.
Hann sagðist ekki getað kvartað
yfir neinu nema síðara markinu og
bætti við að hann hefði vel getað
sætt sig við eins marks tap.
„Við byrjuðum leikinn mjög illa
og áttum í miklum erfiðleikum með
að halda boltanum innan liðsins og
lentum í smá basli útaf því. Fengum
á okkur mark eftir tuttugu mínút-
ur, einfalt, fyrirgjöf og skot utan út
teig. Þeir náðu að komast svolítið á
bakvið okkur í fyrri hálfleik og við
áttum í talsverðu basli með þá þó
svo að þeir væru ekki að skapa sér
mörg hættuleg færi.“
Síðustu 20 mínúturnar
voru erfiðar
FH-ingar voru varnarsinnaðari
en oft áður í sumar og fóru var-
færnislega í leikinn. Ólafur sagði
hitann hafa dregið einhvern mátt úr
leikmönnum en ekki þannig að það
háði neinum. Hann sagði þó síðustu
tuttugu mínúturnar hafa verið leik-
mönnum erfiðar.
„Seinna markið fengum við á
okkur þegar þrjár mínútur voru
komnar framyfir venjulegan leik-
tíma og ég var náttúrulega mjög
ósáttur með það. Eins marks tap
hefði ekki verið ósanngjörn úrslit
og ég hafði jafnvel verið sáttur með
það. En það er hrikalega svekkj-
andi að fá á sig mark á síðustu mín-
útu og í svona keppni þá vegur það
gríðarlega þungt og við gerðum
okkur talsvert erfiðara fyrir í seinni
leiknum,“ sagði Ólafur en horfði
bjartsýnn á síðari leikinn á Kapla-
krika eftir viku.
„Þetta er sæmilega sterkt lið en
ég vil meina að við eigum ágætis
möguleika á móti þeim á okkar
heimavelli. og að við eigum að geta
unnið þá. En til þess að það gerist
þarf margt að ganga upp hjá okkur.
Við þurfum að sækja talsvert hrað-
ar á þá og við verðum að skora
mörk.“
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH
Seinna markið
var hrikalega
svekkjandi
„VIÐ vissum ágætlega mikið um þetta lið og vorum með upptöku af
leik þeirra frá því um mánuði þannig að Neftchi kom okkur ekkert á
óvart – það var ekki vandamálið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálf-
ari FH, eftir fyrri leikinn gegn Neftchi frá Aserbaídsjan en Íslands-
meistararnir töpuðu með tveimur mörkum gegn engu. Liðin mæt-
ast öðru sinni á Kaplakrikavelli miðvikudaginn 20. júlí og ljóst er að
þá verður róðurinn þungur hjá lærisveinum Ólafs. Þá verða FH-
ingar að sýna allar sínar bestu hliðar og ekki mun duga neitt minna
en þriggja marka sigur.
Morgunblaðið/ÞÖK
Atli Eðvaldsson mætti til leiks í gærkvöldi eftir rúmlega tveggja ára hlé frá þjálfun en hann tók
við þjálfun Þróttar í vikunni og stýrði liðinu í fyrsta sinn gegn ÍA í Landsbankadeildinni í gær. Hér
gefur Atli skipanir til sinna manna sem gerðu markalaust jafntefli við ÍA / C4.
STJÓRN knattspyrnuliðs Þórs
frá Akureyri hefur afráðið að
skipta um þjálfara. Þeir Pétur
Ólafsson og Júlíus Tryggva-
son láta af störfum en við tek-
ur Dragan Stojanovic. Hann
er þjálfari 2. flokks félagsins
ásamt því að hafa yfirumsjón
með unglingaþjálfun þess.
Gengi Þórs í sumar hefur
verið undir væntingum og er
liðið nú í sjöunda sæti eftir níu
umferðir með ellefu stig, hef-
ur unnið þrjá leiki, gert tvö
jafntefli og tapað fjórum. Í
þessum leikjum hefur liðið
skorað fjórtán mörk en fengið
á sig tuttugu og eitt.
Þórsarar skipta
um þjálfara