Morgunblaðið - 13.07.2005, Side 4

Morgunblaðið - 13.07.2005, Side 4
FÓLK  GHANABÚINN Michael Essien, hinn 22 ára gamli leikmaður Lyon, vill ólmur komast frá félaginu og ganga í raðir Chelsea. „Það væri best fyrir mig og Lyon að ég færi núna, og Chelsea er mitt draumalið,“ sagði Essien en að sögn forráða- manna Lyon mun hann ekki kosta undir 25 milljónum punda, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna.  MATEJA Kezman er hvergi bang- inn og segist ætla að skora tuttugu mörk fyrir Atletico Madrid á næstu leiktíð en þangað var hann seldur á dögunum frá Chelsea. Fátt gekk upp hjá leikmanninum, sem er 26 ára gamall, á síðustu leiktíð, en það hef- ur greinilega ekki dregið úr honum kjarkinn.  FORRÁÐAMENN Evrópumeist- ara Liverpool hafa staðfest að Ant- onio Nunez muni yfirgefa félagið í sumar. Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, leitar nú að nýju fé- lagi fyrir leikmanninn og spænska liðið Celta Vigo hefur verið nefnt til sögunnar.  FRANSKI varnarmaðurinn, Greg- ory Vignal, hefur samið við Portsmouth en hann var á mála hjá Liverpool, sem leysti hann undan samningi í vor. Vignal lék sem láns- maður hjá Glasgow Rangers á síð- asta tímabili. Hann fyrirhittir annan Frakka hjá Portsmouth, knatt- spyrnustjórann Alain Perrin, og átti það stóran þátt í að Vignal, sem er 23 ára, samþykkti að ganga til liðs við Portsmouth.  BARCELONA hefur borist þrjú tilboð í argentínska leikmanninn Javier Saviola en hann var boðinn til láns fyrir skömmu. Deportivo La Coruna, Real Betis og Sevilla hafa öll sýnt leikmanninum áhuga. Hann fær nú að velja hvar hann leikur á næsta tímabili.  BANDARÍSKI táningurinn Jonat- han Spector, sem er á mála hjá Man- chester United, hefur verið lánaður til Charlton út næsta tímabil. Spect- or sem er átján ára og leikur sem varnarmaður kom við sögu í sjö leikjum Manchester United á síðasta leiktímabili.  ENSKA úrvalsdeildarfélagið Tott- enham Hotspur hefur samþykkt til- boð þýska liðsins Hamburg í Thi- mothee Atouba. Atouba sem kemur frá Kamerún gekk til liðs við Totten- ham síðasta sumar og kom við sögu í 24 leikjum liðsins á síðasta tímabili.  HERNAN Crespo segir það hafa komið sér á óvart hve mikið hafi breyst í herbúðum Chelsea á því ári sem hann var á Ítalíu. Breytingarn- ar hafa verið til batnaðar að mati Crespo sem hyggst gefa sig allan í að leika með ensku meisturunum á komandi leiktíð. Fjölskylda Crespo mun þó búa áfram á Ítalíu. Þróttur R. 0:0 ÍA Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 10. umferð Laugardalsvöllur Þriðjudaginn 12. júlí 2005 Aðstæður: Fínar. Hæg gola, þungbúið en þurrt og fínn völlur. Áhorfendur: 1.005 Dómari: Erlendur Eiríksson, Fram, 4 Aðstoðardómarar: Einar Örn Daníelsson, Gunnar Gylfason Skot á mark: 15(5) - 13(5) Hornspyrnur: 6 - 9 Rangstöður: 3 - 2 Leikskipulag: 4-3-3 Fjalar Þorgeirsson M Freyr Karlsson M Eysteinn P. Lárusson Páll Einarsson M Ingvi Sveinsson Halldór A. Hilmisson Hallur Hallsson M Haukur Páll Sigurðsson Daníel Hafliðason (Guðfinnur Þ. Ómarsson 66.) Þórarinn Kristjánsson Magnús Már Lúðvíksson M (Erlingur Þ. Guðmundsson 77.) Bjarki Guðmundsson M Finnbogi Llorens Izaguirre (Ellert Jón Björnsson 46.) M Reynir Leósson Gunnlaugur Jónsson M Guðjón H. Sveinsson Pálmi Haraldsson M Helgi Pétur Magnússon Hjörtur J. Hjartarson (Jón Vilhelm Ákason 83.) Kári Steinn Reynisson M Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Andri Júlíusson 62.) Hafþór Vilhjálmsson Gul spjöld: Eysteinn P. Lárusson, Þróttur R. (9.) fyrir brot.  Páll Einarsson, Þróttur R. (24.) fyrir brot.  Finnbogi Llorens Izaguirre, ÍA (24.) fyrir brot.  Kári Steinn Reynisson, ÍA (49.) fyrir brot.  Helgi Pétur Magnússon, ÍA (76.) fyrir brot.  Freyr Karlsson, Þróttur R. (90.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin Atli Eðvaldsson, sem stýrði Þrótti ífyrsta sinn, gerði nokkrar breyt- ingar á liðinu auk þess sem hann virð- ist hafa gefið leikmönnum fullt leyfi til að skjóta alltaf þegar þeir teldu sig vera í þokkalegu færi. Jens Sævars- son, sem hefur leikið í stöðu miðvarð- ar, var í leikbanni og tók Páll Ein- arsson, fyrirliði liðsins og miðju- maður, við hlutverki hans. Páll átti fínan leik í öftustu vörn, sem nú var fjögurra manna og Freyr Karlsson, sem hefur leikið nokkuð framar í sumar, var hægri bakvörður og stóð sig ágætlega. Frammi voru þeir Þór- arinn Kristjánsson og Magnús Már Lúðvíksson, sem nýlega gekk til liðs við Þrótt frá ÍBV. Báðir voru duglegir og vinnusamir. Þróttarar hófu leikinn með miklum látum og hefðu Skagamenn lítið getað sagt þó þeir hefðu fengið á sig ein tvö mörk fyrir hlé. Páll átti gríðarlega fasta aukaspyrnu af um 40 metra færi á 8. mínútu en boltinn small í þver- slánni og þaðan yfir. Flott spyrna. Þremur mínútum síðar átti Hallur Hallsson fínt langskot – reyndar ekki af eins löngu færi og Páll – sem Bjarki Guðmundsson varði glæsilega með því að ýta boltanum yfir þverslána. Markús Már komst inn fyrir vörn ÍA á 20. mínútu eftir langt útspark Fjal- ars Þorgeirssonar, en Bjarki var snöggur út á móti og varði í horn. Hjörtur Hjartarson átti gott skot úr miðjum vítateignum hinum megin en Fjalar varði vel og aftur þegar Hjörtur reyndi bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu Skagamanna. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks sóttu Þróttarar látlaust og Skaga- menn örugglega fegnir að komast til búningsklefa með jafntefli. Skagamenn vakna til lífsins Það má eiginlega segja að Skaga- menn hafi loks mætt til leiks þegar flautað var til síðari hálfleiks. Liðið var mjög slakt fyrir hlé en í síðari hálfleik tók það öll völd á vellinum og var margoft alveg við það að gera það sem knattspyrnan snýst um – að skora. En þrátt fyrir látlausa sókn fyrstu 35 mínútur síðari hálfleiks tókst þeim ekki að skora. En það munaði oft sáralitlu að það tækist. Gunnlaugur fyrirliði Jónsson var nærri því eftir hornspyrnu á 58. mín- útu, fékk boltann í hnéð frá varnar- manni Þróttar og þaðan fór hann rétt yfir markið. Skagamenn sóttu og sóttu en Þróttarar vörðust ágætlega, tókst hvað eftir annað að stöðva síðustu sendingu gestanna þannig að það sem virtist ætla að verða ákjósanlegt færi varð það aldrei. Ellert Jón Björnsson, sem kom inn á í hálfleik og hressti verulega upp á leik ÍA, var óheppinn á 68. mínútu þegar boltinn var sendur fyrir frá vinstri kanti og stefndi á höfuðið á Ellerti Jóni við stöngina fjær. En boltinn fór í stöngina og Ellert Jón missti því af tækifærinu. Þróttarar gerðu nokkrar breyting- ar á liðinu undir lok leiksins og tóku þá til við að sækja á nýjan leik eftir að hafa bakkað fullmikið. En færin urðu ekki fleiri og þegar á heildina er litið er jafntefli sjálfsagt ekki langt frá því að teljast sanngjarnt. Eitt stig betra en ekkert „Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður hjá okkur og við hefðum átt að skora eitthvað þá. Ég kunni vel við mig í miðverðinum enda hef ég spilað þar áður og maður er bara ánægður ef maður er í liðinu,“ sagði Páll Ein- arsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn. „Þó svo maður vilji alltaf meira þá held ég að ég sé bara nokkuð sáttur við stigið. Það er alltaf gott að fá stig. Það voru smá vandræði hjá okkur í seinni hálfleiknum en síðustu mínút- urnar náðum við að jafna okkur og leika ágætlega þá. Ég er ánægður með að við skyldum ná að hrista af okkur slenið undir lok síðari hálfleiks og halda haus því Skagamenn sóttu nokkuð stíft.“ – Þið skutuð meira en venjulega á markið í kvöld. „Já, meira en í allt sumar,“ segir Páll og brosir. „Það var gefið skotleyfi og menn nýttu sér það – en við hefð- um alveg mátt setja eitt mark eða svo.“ Klaufar að fá ekki öll stigin „Ég hefði nú viljað fá eitthvað meira út úr þessum leik. Við vorum ferlega slakir í fyrri hálfleik og horfð- um þá bara á Þróttara, en við réðum algjörlega þeim síðari og hefðum átt að skora. Við vissum að Þróttarar kæmu brjálaðir til leiks og að við yrð- um að hafa fyrir hlutunum. En menn verða stundum værukærir og við vor- um það svo sannarlega fyrir hlé og við máttum þakka fyrir að fara inn í hálf- leik með 0:0. En við vorum miklu betri eftir hlé og klaufar að vinna ekki,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA. – Ertu sæmilega sáttur við stöðu mála hjá ykkur núna þegar mótið er ríflega hálfnað? „Já og nei eiginlega. Ég hefði að sjálfsögðu viljað hafa fleiri stig, en hvaða lið myndi ekki sakna þess að missa sjö sterka leikmenn úr byrjun- arliðinu frá því í fyrra. Það tekur tíma að byggja upp og búa til nýtt lið og miðað við allt þá getur maður varla annað en verið þokkalega sáttur. Við sjáum í það minnsta að það eru lið sem misstu minna en við og eru í verri stöðu en við,“ sagði Ólafur og bætti við: „En ég vildi samt vera ofar í deildinni!“ Morgunblaðið/ÞÖK Þróttararnir Þórarinn Kristjánsson og Daníel Hafliðason eiga hér í baráttu við Kára Stein Reynisson, ÍA. Markalaust þrátt fyrir stórskotahríð STAÐA Þróttar og ÍA breyttist ekkert eftir markalaust jafnefli lið- anna á Laugardalsvelli í gær, en þá lauk tíundu umferð Lands- bankadeildar karla. Þróttur er enn í tíunda sæti, nú tveimur stigum á eftir Fram, og Skagamenn eru enn í fimmta sæti deildarinnar, stigi á eftir Keflvíkingum. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.