Morgunblaðið - 04.08.2005, Side 1

Morgunblaðið - 04.08.2005, Side 1
Fimmtudagur 4. ágúst 2005 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 91 39 08 /2 00 5 8,5%* Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.07.2005–31.07.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og úrdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is 410 4000 | landsbanki.is VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS mbl.is  MIKHAIL KHODORKOVSKY | 8  SVIPMYND: EINAR ÞÓR SVERRISSON | 12 Rússa ríkastur FRAMTÍÐIN FELST Í LEIGUNNI Fastur fyrir ÚTLIT er fyrir að fríverslunarvið- ræður við Kanada verði teknar upp á næstunni eftir fjögurra ára hlé. Í ný- legri stefnuyfirlýsingu um utanríkis- viðskipti Kanada kemur fram að eitt þeirra mála sem hafi forgang sé að ljúka samningaviðræðunum við EFTA. Að auki lýsti Paul Martin, for- sætisráðherra Kanada, því yfir við Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra á dögunum að lokið yrði við frí- verslunarsamningana, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. „Þetta er fyrsta græna ljósið sem við sjáum í fjögur ár,“ segir Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri í ut- anríkisráðuneytinu. Hann segir skila- boðin frá Paul Martin mikilvæg Ís- lendingum enda sé Kanada geysimikilvægt viðskiptaland og bjóði upp á mikla viðskiptamöguleika en tollar séu þar á bilinu 10 til 25%. „Gegnumsneitt eru tollar af sjáv- arafurðum sem við flytjum til Kanada um 10%,“ segir Grétar Már. Hann segir ýmsa hérlenda aðila hafa verið að sækja fram á Kanadamarkaði, t.d. sé talsvert selt af plastbátum héðan til Kanada. „Sjávarútvegurinn er, eins og alltaf, stærstur en ég sé fyrir mér að Marel hefði mikil sóknartæki- færi þarna, sem og lyfjageirinn.“ Þá nefnir Grétar Már að viðskipti við Kanada geti eflt viðskipti Íslands við Bandaríkin enda séu viðskipti mjög greið yfir landamærin. Fjögurra ára hlé hefur, sem fyrr segir, verið á fríverslunarviðræðum EFTA við Kanada og segir Grétar Már að Ísland hafi lagt sig mjög fram um að viðræðunum yrði lokið. „Samn- ingaviðræðurnar voru gríðarlega um- fangsmiklar og við vorum á sínum tíma búin að semja um allt nema sölu á skipum. Það eitt var útistandandi. Við höfum ítrekað reynt að koma þessu af stað aftur á milli embættis- manna og Ísland lagði fram sáttatil- lögu í málinu. Og eftir að hafa troðið marvaða í fjögur ár erum við í fyrsta skipti að fá svar um að viðræður muni aftur fara í gang,“ segir Grétar Már og reiknar með að kallað verði til við- ræðna á næstunni. Útflutningur til Kanada nam á síð- asta ári 1,7 milljörðum króna og þar af var þriðjungur iðnaðarvarningur. Innflutningur frá Kanada nam 2,9 milljörðum króna. Grétar minnir á að viðskipti aukist jafnan í kjölfar frí- verslunarsamninga enda geti t.d. 10% tollur verið raunveruleg markaðs- hindrun. Viðskipti við önnur ríki auk- ist að jafnaði um 3,4% á ári en þau aukist um 8% á ári við þau ríki sem Ísland er með fríverslunarsamning við. Nýlega lauk fríverslunarviðræðum við Suður-Kóreu og eru viðræður á lokastigi við Suður-afríska tolla- bandalagið, SACU, sem í eru Suður- Afríka, Botswana, Lesótó, Namibía og Svasíland. Þess má geta að meg- inviðskipti Íslands við S-Afríku eru ekki með fisk heldur lyf. Grænt ljós frá Kanada í fyrsta sinn í fjögur ár EFTA-ríkin og Kanada munu taka upp fríverslunarviðræður á nýjan leik eftir fjögurra ára hlé Reuters Vill ljúka viðræðum Paul Martin, forsætisráherra Kanada, lofaði Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra á fundi þeirra fyrir helgi að lokið yrði við fríverslunarsamning á milli Kanada og EFTA-ríkjanna. Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is Burðarás eykur hlut sinn í Cherry BURÐARÁS hefur bætt við sig ríf- lega 701 þúsund A-hlutum í sænska getraunafyrirtækinu Cherryföre- tagen samkvæmt flöggun í sænsku kauphöllinni. Þar með á Burðarás 26,9% hlutabréfa í fyrirtækinu og ræður 25,8% af atkvæðum en fyrir kaupin voru 25,1% af hlutafé og 17,9% atkvæða í eigu Burðaráss. Ástæðan fyrir því að atkvæðamagn eykst svo mikið meir en hlutafjár- magn er sú að A-hlutabréf gefa 10 atkvæði en B-hlutabréf aðeins 1. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að kaupin hafi átt sér stað en hann vill ekki gefa upp kaup- verðið. Það var sænska eignarhaldsfélag- ið Kinnevik sem seldi hlutina og hef- ur Burðarás nú keypt alla hluti Kinnevik í félaginu. Ástæða sölunn- ar var sú að MTG, dótturfélag Kinnevik, hefur sett á fót getrauna- og fjárhættuspilavefinn Bet24 sem er í beinni samkeppni við Betsson- .com, helsta flaggskip Cherryföreta- gen. Miðað við ummæli sem Viggo Car- lund, forstjóri Kinnevik, lét falla í sambandi við fyrri kaup Burðaráss er ekki ósennilegt að verð A-bréfa og B-bréfa sé nokkurn veginn það sama og því má gera ráð fyrir að kaupverð hafi verið um 19,6 millj- ónir sænskra króna sem samsvarar um 1.634 milljónum íslenskra króna. Þegar fréttist af kaupunum hækk- aði gengi Cherryföretagen um 2,55%. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is  STEYPUSTÖÐIN EHF. KANADA hefur verið einn af mik- ilvægustu mörkuðum Marels hf. og telur Lárus Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- mála fyrirtækisins, að fríverslun við Kanada muni styrkja stöðu Mar- els. „Kanada var okkar annað útrás- arland og við stofnuðum dótt- urfélag þar árið 1985. Allan tímann hafa verið tollar af okkar rafeinda- og hugbúnaði. Það er því mjög mik- ilvægt fyrir okkur og styrkir stöðu okkar í samkeppni, að koma þess- um samningum á. Við höfum aukið sókn okkar inn í kjöt- og kjúklinga- iðnað í Kanada en við höfum verið með sterka stöðu í fiskiðnaði. Frí- verslun gerir okkur enn hæfari til samkeppni um hátæknibúnað fyrir kjöt- og kjúklingaiðnað, sér- staklega í samkeppni við bandarísk fyrirtæki sem flytja inn til Kan- ada,“ segir Lárus. Styrkir stöðu Marels

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.