Morgunblaðið - 04.08.2005, Side 2

Morgunblaðið - 04.08.2005, Side 2
2 B FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ  VIÐRÆÐUR um aukið frelsi í al- þjóðaviðskiptum sem haldnar voru í Genf í lok síðustu viku skiluðu ekki tilætluðum árangri, að sögn Stefáns Hauks Jóhannessonar, fastafulltrúa Íslands hjá Heimsviðskiptastofnun- inni (WTO). „Menn voru búnir að setja sér það markmið að ljúka viðræðunum í lok árs 2006 og ná til þess ákveðnum áfanga nú í lok júlí með því að ná samkomulagi um fyrstu drög að samningum um öll helstu atriði við- ræðnanna. Það tókst ekki að þoka viðræðunum eins langt og við hefð- um kosið og það olli nokkrum von- brigðum,“ segir Stefán en að hans sögn getur þetta leitt til þess að fundur sá sem haldinn verður í Hong Kong í desember verður tvísýnni en ella en hann segir æskilegt að efn- isleg niðurstaða náist á þeim fundi. Alþjóðabankinn hefur, að sögn Stefáns, metið að árangursrík niður- staða viðræðnanna geti orðið til þess að lyfta um hálfum milljarði manna yfir fátækramörk og jafnframt að virðisauki úr alþjóðaviðskiptum muni aukast verulega. „Það er ljóst að ef þessar viðræður dragast á langinn mun hægja á þessum virð- isauka og ekki mun draga eins hratt úr fátækt,“ segir Stefán Haukur Jó- hannesson. Tilskilinn árang- ur náðist ekki Vonbrigði Stefán Haukur Jóhann- esson óttast tvísýnan fund í lok árs. Undanfarin ár hefur félagið vaxið úr því að vera lít- ið og staðbundið fyrirtæki í að verða þriðja stærsta fyrirtækið í Stóra-Bretlandi á sviði veitingaþjónustu og það sem hraðast vex. BAUGUR Group og Talden Holding hafa keypt matvælafyrirtækið Woodward Foodservice af Giant Bidco, sem yfirtók Big Food Group fyrr á þessu ári. Kaupin eru gerð í samvinnu við stjórnendur Woodw- ard. Lloyds TSB bankinn fjármagnar kaupin, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Baugi Group. Talden Holding er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, og á þriðjungshlut í Hög- um hf. á móti Baugi. Woodward Foodservice veltir 180 milljónum punda á ári og stjórnendahópur fyrirtækisins hefur undir forystu Ed Hyslop framkvæmdastjóra keypt umtals- verðan hlut í fyrirtækinu með fulltingi Baugs og Talden. Hraðastur vöxtur Woodward hefur á boðstólum fjölbreytt úrval mat- væla, þar á meðal ferskan fisk og kjöt, frysta, kælda og innpakkaða matvöru fyrir veitingahús, krár, hótel og skóla um allt Stóra-Bretland. Baugur og Talden fjár- magna kaup á Woodward Baugur tengdur sölu á danskri keðju DANSKA félagið FDB vill selja raftækjaverslunarkeðjuna Merlin og segir í danska blaðinu Børsen að hugsanlega séu íslenskri aðilar með áhuga á keðjunni. Verslanir Merlin eru 62 talsins og var velta þeirra á síðasta ári um 11,5 milljarðar íslenskra króna. Hefur Børsen það eftir dönskum heimild- um að þegar séu hafnar viðræður um kaupin á Merlin, og íslenskur heim- ildarmaður blaðsins segir Baug Gro- up hafa áhuga á að gera ný kaup á dönskum markaði, þótt nafn Merlin- keðjunnar sé þar ekki nefnt. FDB hefur áður sagt að það sé ekki rétti aðilinn til að eiga og reka Merlin, því félagið skorti reynslu og þekkingu á því sviði. Stjórnarfor- maður FDB, Ebbe Lundgaard, hef- ur einnig sagt, í gríni þó, að bjóði ein- hver einn milljarð danskra króna (um 10,5 milljarða íslenskra króna) í Merlin þá verði keðjan seld á staðn- um, en almennt búast menn við tölu- vert lægri upphæð, verði af sölunni. Úrvalsvísi- talan yfir 4.400 stig HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu tæplega 6 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 3,8 milljarða. Mest voru viðskipti með bréf Lands- bankans, fyrir um 863 milljónir króna. Mest hækkun varð á bréfum Actavis, 1,43%, en mest lækkun varð á bréfum Jarðborana, 2,3%. Úrvalsvísitala aðallista hækk- aði um 0,23% og var lokagildi hennar 4.397,72 stig og hefur það aldrei verið hærra. Hæsta gildi dagsins var 4.400,92 stig og er það í fyrsta skipti sem vísital- an fer yfir 4.400 stig. SÆNSKA lágfargjaldaflugfélagið Fly Me sem að stórum hluta er í eigu Íslendinga hefur gefið út afkomuvið- vörun fyrir árið í heild en útlit er fyrir að afkoma félagsins á fyrri helmingi ársins verði neikvæð um 60 milljónir sænskra króna. Sænska fréttaþjón- ustan TT greinir frá þessu. Auk slæmrar afkomu á fyrri helm- ingi ársins mun ástæðan vera sú að samkeppni hefur harðnað og elds- neytisverð hækkað. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir að afkoma félagsins myndi batna verulega frá fyrra ári og að tap ársins yrði 56 milljónir króna. Fjárfestirinn Franco Fedeli hefur leitt tilraun til þess að steypa stjórn félagsins og segir hann afkomuvið- vörunina vera til marks um að nýrrar stjórnar sé þörf. „Fullvissa mín um að fyrirtækið þurfi á nýrri stjórn að halda hefur styrkst. Núverandi stjórn er fullkomlega óhæf,“ segir Fedeli í samtali við sænska blaðið Dagens Industri. Afkomuviðvörun Fly Me RÍKISSTJÓRN Írans býst við því að olíuverð muni fara upp fyrir 70 dollara á fat fyrir árslok. Þetta kom fram í máli Hadji Nejad-Hosseinian, aðstoðarmálaráðherra Írans, á ráð- stefnu í Nýju-Delhí á Indlandi í gær. Ástæðan er einfaldlega sú, að sögn hans, að spurn eftir olíu vex hraðar en framboð. Olíuverð á heimsmarkaði hækkaði í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráð- herrans en þó ekki eins mikið og við mátti búast. Á markaðnum var beðið eftir tölum um birgðastöðu í Banda- ríkjunum, sem fer lækkandi. Lokaverð á olíu af Brent-svæðinu í gær var ... dollarar/fat. Búast við 70 dollara olíuverði Reuters                                                 Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins KEVIN Stanford, annar stofnenda Karen Millen-verslanakeðjunnar og einn stærstu eigenda Mosaic Fash- ions, hefur aukið við hlut sinn í Marks & Spencer-verslanakeðjunni. Á hann nú nærri 1% hlutafjár sem metið er á 50 milljónir punda, eða um 5,6 millj- arða króna. Eignarhlutur Stanfords vakti at- hygli í kjölfar þess að Marks & Spen- cer gaf út svokallaða 212-tilkynningu, sem skyldar alla kaupendur hluta- bréfa í félaginu til að gefa upp nafn sitt. Það var gert vegna orðróms um að íslenskir fjárfestar væru að safna hlutum í félaginu en Stanford hefur sem kunnugt er fjárfest í félagi við Baug Group í Bretlandi. Baugur hef- ur lýst yfir að hafa engin áform uppi um að selja hluti sína í M&S. Stanford kaupir í M&S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.