Morgunblaðið - 04.08.2005, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
„HVAR mundi Ísland á vegi statt ef Eimskipafélagið hefði ekki sinn
flota?“ spurði Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, árið 1940. Á seinustu
tveimur árum hefur Eimskipafélagið verið selt og dótturfélög seld, lögð
niður eða innlimuð af stærri samstæðum, og var seinasti liðurinn í því ferli
sú ákvörðun forsvarsmanna Landsbanka og Straums í byrjun vikunnar að
skipta Burðarási, fyrrum verðbréfaarmi Eimskipafélagsins, á milli sín. Í
sögu Eimskipafélags Íslands, eftir Guðmund Magnússon, sagnfræðing,
segir m.a.: „Þótt Eimskipafélagið væri frá upphafi hlutafélag varð það
stofnað sem þjóðþrifafyrirtæki, þ.e. til að gera gagn en ekki að skapa eig-
endum sínum, hluthöfum félagsins, sérstakan fjárhagslegan ágóða. Segja
má að þetta hafi í senn verið styrkleiki og veikleiki félagsins.“ Og þegar 20.
öldin var að enda sitt skeið megi segja „að fremur flestu öðru birti félagið
hinum alþjóðlega viðskiptaheimi þrótt og áræði en umfram allt sjálfstæði
íslensks atvinnulífs“. Íslenskt atvinnulíf er geypiöflugt nú um stundir og
hlutdeild þess í hinum alþjóðlega viðskiptaheimi hefur án efa aldrei verið
meiri en í samtímanum. Það er þó ljóst að Eimskipafélagið siglir ekki leng-
ur á þeim sjó og félagið er löngum var nefnt „Óskabarn þjóðarinnar“ heyr-
ir sögunni til eftir rúmlega nítíu ára starfsemi.
Hér verður stiklað á stóru í sögu Eimskipafélagsins og er einkum stuðst
við bók Guðmundar en einnig ýmis gögn önnur:
1913: Fundar-
höld í ársbyrjun
um stofnun skipa-
félags. Samþykkt
tillaga Eggerts
Claessens að
nefna félagið
Hlutafélagið
Eimskipafélag Ís-
lands. Undir-
skriftasöfnun vegna hlutafjárútboðs
hefst, hérlendis og á meðal Íslend-
inga í Danmörku og Vesturheimi.
Viðtökur mjög góðar.
1914: Stofnfundur Eimskipafélags
Íslands 17. og 22. janúar 1914 að við-
stöddu fjölmenni. Morgunblaðið
segir þetta „þá þýðingarmestu
stundu sem þessi þjóð hefir lifað síð-
asta aldarfjórðunginn“. Félagið kall-
að „Óskabarn þjóðarinnar“. Þórs-
merkið skráð hjá
vörumerkjaskrárritara.
1915: Íslendingar eignast milli-
landaskip. Gullfoss kemur til lands-
ins 15. apríl og Goðafoss 29. júní.
Gífurleg þátttaka í hlutafjárútboði
Eimskipafélagsins 1914–1918. Fé-
lagið heldur uppi siglingum til Am-
eríku í fyrri heimsstyrjöld og aflar
þannig margra lífsnauðsynja, sam-
tímis því að Evrópumarkaðir eru
lokaðir.
1917: Félagið eignast pakkhús
Edinborgarverslunarinnar á horni
Hafnarstrætis og Pósthússtrætis.
1918: Fjársterkir aðilar með Egg-
ert Clasessen og Jón Þorláksson í
fararbroddi gera árangurslausa til-
raun til að ná yfirráðum yfir félag-
inu, m.a. með uppkaupum hlutabréfa
í Vesturheimi.
1919: Hafist handa um byggingu
skrifstofuhúss milli Hafnarstrætis
og Tryggvagötu, vestan Póst-
hússtrætis. Hið nýja stórhýsi var
tekið í notkun sumarið 1921.
1924: Félagið undanþegið greiðslu
tekju- og eignaskatts næstu fjögur
ár, eftir nokkur erfið rekstrarár.
Lágt gengi
krónunnar og
samkeppni við
erlend skipa-
félög þung í
skauti. Skatt-
fríðindin voru
síðan fram-
lengd.
1930: Rekstr-
artap í fyrsta skipti frá stofnun fé-
lagsins. Ríkið styrkir reksturinn
með framlagi. Hagurinn vænkaðist
þó eftir 1933. Skipin orðin sex talsins
og skipverjar á annað hundrað tals-
ins.
1937: Hluthafar yfir 14 þúsund
talsins og hlutirnir mjög dreifðir.
Síðari heimsstyrjöld: Skip fé-
lagsins gegna lykilhlutverki við
flutning vara og
farþega til og
frá landinu.
Fjórum leigu-
skipum þess
var sökkt á
þessum árum, og einnig Goðafossi
og Dettifossi. Mikið góðæri í rekstr-
inum og hagnaður mikill. Heildar-
tekjur voru 38 milljónir árið 1943,
sama ár voru heildartekjur rík-
issjóðs 66 milljónir króna.
1944: Samþykktum félagsins
breytt og því heimiluð þátttaka í
flugrekstri. Eignast í stríðslok stór-
an hlut í Flugfélagi Íslands, og verð-
ur síðar meir einn stærsti eigandi
Flugleiða, arftaka þess. Að stríði
loknu hófst stórfelld endurnýjun
skipaflotans.
1952: Hlutabréf í félaginu ganga
kaupum og sölum á allt að tíföldu
nafnvirði. Samband íslenskra sam-
vinnufélaga kaupir upp bréf eftir
megni, en mistekst að ná meirihluta
og selur félaginu bréf sín.
1956: Eimskipafélagið afsalar sér
skattfríðindum. Hlutur ríkisins í fé-
laginu þó um 5%.
1958: Byrjar að greiða hluthöfum
10% arð í stað þeirra 4% sem ríkið
hafði sett sem skilyrði fyrir stuðn-
ingi þremur ára-
tugum fyrr.
1960: Skip fé-
lagsins tíu talsins.
Tíu ára afmælis
Gullfoss yngri
minnst, og þess að félagið hafi á liðn-
um áratug flutt um 60 þúsund far-
þega. Gullfoss, „flaggskip Íslands“,
var síðan seldur úr landi haustið
1973.
1961: Heildartekjur félagsins 220
milljónir en tapið um 44 milljónum.
Raunar var nær samfellt tap á
rekstri frá miðjum sjötta áratug-
inum til ársins 1964.
1963: Hlutafé félagsins tífaldað og
jöfnunarhlutabréf gefin út.
1964: Hinn svonefndi Há-
skólasjóður stofnaður, til minningar
um stofnendur félagsins í Vest-
urheimi. Stofnféð var veglegur hlut-
ur í félaginu.
1968: Félagið tekur í gagnið
stærstu vöruskemmu landsins í árs-
lok, Faxaskála, við Austurhöfnina í
Reykjavík.
1969: Fimmtán stærstu eigend-
urnir eiga um 32% hlutafjár, sam-
anborið við 20% árið 1951.
1970: Eim-
skipafélagið
og Flugfélag
Íslands
stofna ferða-
skrifstofuna
Úrval.
1971: Skip í eigu félagsins orðin 14
talsins. Gámaflutningar í örum vexti.
1972: Samið um leigu á stóru
svæði í Sundahöfn. Þar eru byggðar
í kjölfarið stórar vörugeymslur,
hannaðar í samræmi við kröfur
nýrra tíma.
1974: Sjö flutningaskip bætast í
flota félagsins, en tvö seld í staðinn.
Gagnrýni fer
vaxandi á félag-
ið og ráðamenn
þess, oft af póli-
tískum rótum
runnin.
1975: Þriðj-
ungur óseldra
hlutabréfa
seldur með sér-
stökum hætti til að fjölga smærri
hluthöfum verulega, til að leggja
áherslu á eðli félagsins sem almenn-
ingshlutafélags. Skráðir hluthafar
alls ríflega tólf þúsund í árslok. Haf-
ist handa við að viðbyggingu skrif-
stofuhúss.
1977: Félagið kaupir fimm skip.
Skip í eigu þess orðin 24 talsins.
1980: Miklar breytingar gerðar á
skipulagi og starfsháttum. Á næstu
tíu árum var hlutverk og markmið
félagsins tekin til víðtækrar endur-
skoðunar, er hafði í för með sér nýja
flutningsstefnu og nýja skilgrein-
ingu á tilgangi, þannig að það
breyttist úr hefðbundnu skipafélagi í
alhliða flutningafélag. Lögð var auk-
in áhersla á markaðsstarf erlendis.
Frystiflutningar tóku stakkaskipt-
um.
1981: Ný 4.000 fermetra vöru-
geymsla tekin í notkun í Sundahöfn,
sem er orðin
miðstöð allrar
flutningaþjón-
ustu félagsins.
1985: Rík-
issjóður selur
hlut sinn í félag-
inu.
1986: Eimskip
kaupir verulegan
hlut af þrotabúi
skipafélagsins Hafskips, þar á meðal
fjögur skip.
1989: Fjárfestingarfélagið Burð-
arás hf. stofnað, til að annast hluta-
bréfaeign Eimskipafélags Íslands.
Bókfært verð hlutabréfaeignar var
þá 619 milljónir króna. Nýtt merki
tekið upp í tilefni af 75 ára afmæli.
1990: Fimmtán stærstu hluthafar
eiga 36%, þar af Sjóvá-Almennar
með 11% og Háskólasjóðurinn með
5%. Höfundur Reykjavíkurbréfs
Morgunblaðsins spyr hvernig standi
á þessari samþjöppun eignarhalds á
starfstíma þess og setur spurning-
armerki við útþenslu félagsins. Eftir
hlutafjáraukningu um haustið eru
hluthafar 14.300 talsins.
1991: Ný stefnumörkun kynnt í
árslok, m.a. að stækka þyrfti starfs-
svæði félagsins og aðalmarkað.
1992: Eigið fé í árslok rúmlega 4,2
milljarðar króna og eiginfjárhlutfall
45%.
1997: Rekstur erlendis skilar um
fjórðungi af rekstrartekjum félags-
ins. Ráðist í einhverjar mestu skipu-
lagsbreytingar í sögu félagsins á
haustdögum, þegar flutninga-
starfsemi er
skipt í þrjú
fjárhagslega
sjálfstæð
sviði, flutn-
ingssvið, inn-
anlandssvið
og utanlandssvið. Rekstur Burðar-
áss aðskilinn þróunarsviði og gerður
sjálfstæður. Ársveltan um 16 millj-
arðar króna. Starfsmenn alls 1.150
talsins. Í árslok eru um 50 fyrirtæki
skráð með hlutabréf á Verð-
bréfaþingi, þeirra stærst Eimskip.
Markaðsvirði hlutabréfa þess um
17,2 milljarðar króna. Fjöldi hlut-
hafa í árslok 15.220 talsins.
2000: Félagið kynnir hugmyndir
að skipulagi Skuggahverfis, milli
Skúlagötu og
Hverfisgötu
og Frakka-
stígs og
Klapparstíg,
á 10 þús. fer-
metra lóð í
eigu þess.
2001: Tap
ársins um
868 milljónir
króna á árinu
200, er m.a.
var rakið til
veikingar
krónunnar,
minnkandi
innflutnings í áætlanasiglingum og
harðrar samkeppni. Fyrirtækið læt-
ur þó ekki deigan síga og finnur ný
sóknarfæri, er skilar sér í bættri af-
komu.
2002: Eimskipafélagið eignast
meirihluta í Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa hf., Skagstrendingi hf. og
Haraldi Böðvarssyni hf. Þeim hluta
rekstursins er lýtur að þessum sjáv-
arútvegsfyrirtækjum gefið nafnið
Brim.
2003: Í september eiga sér stað
róttækar breytingar á eignarhaldi
og að þeim loknum er Landsbankinn
og tengdir aðilar orðnir ráðandi
hluthafar og kjölfestufjárfestir.
Stærstu hluthafar félagsins á þess-
um tíma, Fjárfestingarfélagið
Straumur og Sjóvá-Almennar,
hverfa hins vegar úr röðum hlut-
hafa.
2004: Í ársbyrjun er sjávarútvegs-
armur félagsins seldur og einnig
fyrrum höfuðstöðvar. Í mars er
nafni Hf. Eimskipafélagsins breytt í
Burðarás hf., og ákveðið að það verði
alþjóðlegt fjárfestingafélag, og dótt-
urfélagið Eimskip ehf. fær nafnið
Eimskipafélag Íslands.
2005:
Flutnings-
armur Eim-
skips seldur
Avion Group
í maílok. Í
byrjun ágúst
er ákveðið að skipta Burðarási á
milli Landsbanka og Straums. Eim-
skipafélagið í fyrri mynd horfið af
sjónarsviðinu eftir níutíu ára starf-
semi.
Óskabarn þjóðarinnar frá vöggu til grafar
Thor
Jensen
!
" #$%&! !
"#
$ # '()"%!"%
*%#"
+,,%
-&"%%
-,&("%%
. $% , %
/()%0)1(2!
34 !5#
/()%# !
6
6
6
6
6 7 76
8 7 7 8 86
76
8
&
'
(
" #$%&!
9:!"
%;
<##"%
%;
<%,%)
/
%;
/=
%;
%
$#
%,$;% %
< $#
=$#
>%
'/
'!%0% ?()%?$
@%
+ABC D;E ;F
/G'B
*>C
- ##
H F ;# ?&%%