Morgunblaðið - 04.08.2005, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 B 5
Prima Embla
Stangarhyl 1
110 Reykjavík
Sími 511 4080
Fax 511 4081
www.embla.is
VIÐSKIPTAFERÐIR
TIL FJARLÆGRA BORGA
hagstæðustu flugfargjöldin!
Keflavík – Bombay verð frá: 112.000 kr.
Keflavík – Hong Kong verð frá: 118.000 kr.
Keflavík – Dubai verð frá: 95.000 kr.
Keflavík – Jóhannesarborg verð frá: 119.000 kr.
Verð er án flugvallaskatta. Frábær kjör í boði á glæsilegum gististöðum.
ÚTHERJI hefur afskaplega gam-
an af því að reikna hitt og þetta auk
þess sem hann fær mikla ánægju úr
því að miðla gjörsamlega gagns-
lausum upplýsingum. Þess vegna
tók hann sig
til þegar
Burðarás op-
inberaði met-
hagnað sinn
hér um dag-
inn og reikn-
aði út hversu
langt hagn-
aðurinn
myndi ná ef
andvirði hans
í krónum
yrði lagt
saman hlið
við hlið.
Ein króna
er 2 sentí-
metrar í þvermál og jafngildir það
0,02 metrum. Þannig má reikna
fram að 24,5 milljarða króna hagn-
aður Burðaráss jafngildir 490 millj-
ónum metra. Þetta gerir 490 þús-
und kílómetra sem verður að teljast
ansi löng vegalengd. Til sam-
aburðar má geta þess að ummál
jarðar við miðbaug er um 40 þús-
und kílómetrar og ummál jarðar
við heimskautin örlítið minna.
Þetta felur í sér að hagnaður Burð-
aráss lagður saman, krónu við
krónu, myndi duga ríflega 12
hringi kringum jörðina.
Jafnframt er lengsta vegalengd
til tunglsins um 406 þúsund kíló-
metrar þannig að hagnaður Burð-
aráss myndi duga til tunglsins og
eitthvað áleiðis til baka.
Hversu
langt dugir
hagnaðurinn?
ÚTHERJI
STEFNA og Ásprent Stíll hafa
gert með sér samstarfssamning
um sölu, markaðssetningu og
hönnun á Moyaer-veflausnum fyr-
ir lítil og stór fyrirtæki.
Moyaer-vefumsýslukerfið hefur
frá fyrsta degi hefur verið hann-
að með öryggi og einfaldleika að
leiðarljósi. Notkun kerfisins
krefst engrar sérfræðikunnáttu
því kerfið hefur sinn eigin vefritil
sem hjálpar vefsmiðnum við gerð
síðu, fréttar eða greinar. Grunn-
kerfið inniheldur það sem þarf til
að koma venjulegri vefsíðu í
notkun. Kerfið býður upp á fjöl-
marga möguleika og útfærslur og
er það ætlað hverjum sem er, allt
frá einstaklingum til stórfyrir-
tækja, að því er segir í fréttatil-
kynningu.
Markmið samstarfs Stefnu og
Ásprents Stíls er að bjóða við-
skiptavinum beggja fyrirtækja
enn öflugri þjónustu og lausnir í
markaðs- og kynningarmálum.
Stefna er þjónustufyrirtæki á
sviði upplýsingatækni sem sér-
hæfir sig í fyrirtækjaþjónustu og
hugbúnaðargerð.
Ásprent Stíll samanstendur af
sex deildum; prentsmiðju, auglýs-
ingastofu, skiltagerð, fatamerk-
ingum, Dagskránni og verslun.
Það veitir heildarlausnir í auglýs-
inga- og kynningarmálum.
Á myndinni sjást G. Ómar Pét-
ursson, framkvæmdastjóri
Ásprents Stíls, og Matthías Rögn-
valdsson, framkvæmdastjóri
Stefnu, undirrita samstarfssamn-
inginn.
Stefna og Ásprent
Stíll í samstarf