Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
FJÓRAR bílasölur í Reykjavík hafa nýverið
flutt á sama svæðið á mótum Breiðhöfða og
Eirhöfða. Er það sölurnar Aðalbílasalan,
Bílabankinn, Litla bílasalan og Nýja bílahöll-
in. Reka þær sameiginlegt og vaktað stæði og
samnýta ýmsa kosti nálægðarinnar en eru
eftir sem áður sjálfstæð fyrirtæki í bullandi
samkeppni.
„Við erum hér með um 20 þúsund fermetra
svæði og af því eru um þrjú þúsund fermetr-
ar innanhúss,“ segir Ingimar Sigurðsson hjá
Nýju bílasölunni sem kom einna fyrst á stað-
inn, 11. júní. Næstar komu sölurnar Litla
bílasalan og Bílabankinn og um síðustu helgi
var Aðalbílasalan opnuð þarna.
Ýmis tilboð um helgina
„Við ætlum að vera með formlega opn-
unarhelgi 12. til 14. ágúst og verða allar söl-
urnar með ýmis tilboð á bílum,“ segir Óskar
Guðnason hjá Aðalbílasölunni.
Bílasalarnir segja að nálægðin hafi ýmsa
kosti sem þeir ráðgera að spila vel úr. „Hér
verður unnt að hafa um 600 bíla í allt, um 500
á bílastæðunum og kringum 100 samanlagt
inni og þannig geta viðskiptavinir séð á einu
bretti mjög fjölbreytt úrval bíla og þannig
líklega fundið það sem þeir leita að,“ segir
Stefán Þór Sveinbjörnsson hjá Litlu bílasöl-
unni.
Undir þetta tekur Ævar Hallgrímsson hjá
Bílabankanum, yngsta fyrirtækinu í hópnum.
„Þannig nýtum við saman kosti þessa stóra
svæðis en um leið eru fyrirtækin eftir sem
áður í samkeppni. Hér hafa viðskiptavinir að-
gang að fjórum bílasölum sem allar leggja
áherslu á góða og trausta þjónustu.“
Forsaga þessarar samstöðu bílasalanna er
að einstaklingar sem keyptu lóðina í lok síð-
asta árs komu að máli við Ingimar hjá Nýju
bílahöllinni sem verið hafði við Funahöfða í
17 ár. Ingimar skoðaði svæðið, sem áður var
athafnasvæði Orkuveitu Reykjavíkur og þar
áður Vatnsveitunnar, og úr varð að alls fjórar
bílasölur ákváðu að setja sig niður á þessu
svæði. Bílasölurnar skipta með sér útisvæð-
inu eftir umfangi og hefur Aðalbílasalan flest
stæðin Nýja bílahöllin og Litla bílasalan hafa
álíka mörg stæði og færri koma síðan í hlut
Bílabankans.
Meiri þjónusta í bígerð
Þá nefna bílasalarnir nýtt svið sem þeir sjá
fram á að nýtist þeim í sameiningu til að
þjóna viðskiptavinum sínum. Það er rekstur
bón- og þvottastöðvar og skoðunarstöðvar
þar sem skoða má bíla sem selja á en slík
skoðun er orðin skilyrði þess að bíll sé skráð-
ur til sölu. Segja þeir þægilegt að geta veitt
viðskiptavinum þessa þjónustu á sama staðn-
um, þá sé hægt að koma með bíl í þrif og
ástandsskoðun og skrá hann síðan hjá ein-
hverri bílasölunni. Allt miði þetta að því að
gera mönnum lífið sem þægilegast í þessum
efnum.
Tvö bílasölusvæði hafa þá myndast í þess-
um austasta hluta Reykjavíkur, annars vegar
svæðið við Eirhöfða og hins vegar hafa
nokkrar bílasölur komið sér fyrir á svipuðum
slóðum við Klettháls. Má kannski líkja þessu
við tvö svæði sem bílasölur söfnuðust á hér
áður fyrr, annars vegar Skeifusvæðið og hins
vegar svæðið við Miklatorg.
Í lokin má draga fram það sem bílasalarnir
lögðu áherslu á að þeir vilji umfram allt
byggja upp traust viðskiptavina. Sala á not-
uðum bílum hefur lengi haft einhvern leið-
indastimpil á sér en sá tími er liðinn, nú er
allt uppi á borðinu og á Netinu má sjá við-
miðunarverð þannig að fólk veit nokkurn veg-
inn að hverju það getur gengið. Fólk er með-
vitað um rétt sinn, vill fá að sjá feril bílsins
og óháð mat á ástandi hans. Þetta dregur úr
hættu á eftirmálum.
Aðalbílasalan er í eigu Honda- og Peugeot-
umboðsins Bernhard. Aðrar sölur hafa einnig
tengingu við umboð því Nýja bílahöllin selur
bíla frá Ingvari Helgasyni og Litla bílasalan
hefur selt fyrir Heklu.
Um helgina verður formleg opnun svæð-
isins og bjóða allar sölurnar ýmsa áhuga-
verða bíla á lækkuðu verði. Opið er virka
daga hjá bílasölunum kl. 10 til 18, á laug-
ardögum 10 til 17 og á sunnudag verður í
þetta sinn opið kl. 13 til 17.
Morgunblaðið/Sverrir
Fulltrúar fjögurra bílasala á sama stað á mótum Breiðhöfða og Eirhöfða. Frá vinstri: Ingimar Sigurðsson frá Nýju bílahöllinni, Stefán Þór Sveinbjörnsson
frá Litlu bílasölunni, Ævar Hallgrímsson frá Bílabankanum og Óskar Guðnason frá Aðalbílasölunni.
joto@mbl.is
Fjórar bílasölur
á sömu lóð
SUBARU kynnti nýlega í Bandaríkjunum fyrsta jeppann
sem sendur verður á markað og nefnist hann B9 Tribeca.
Hann var kynntur á bílasýningunni í Genf í mars og sam-
kvæmt upplýsingum umboðsins hérlendis, Ingvars
Helgasonar, er ráðgert að kynna bílinn hér í september.
B9 er vel búinn sjö manna bíll með 250 hestafla vél.
Ráðgert er að bjóða bílinn með leðursætum, sóllúgu og
ýmsum búnaði fyrir rúmlega 4,7 milljónir króna.
Subaru-jeppi í næsta mánuði
B&L, sem hefur umboð fyrir bíla
frá Renault, BMW, Hyundai og
Land-Rover, efnir til svonefndrar
laugardagsgleði á morgun við
Grjótháls. Er það í tilefni þess að
aftur er nú opið á laugardögum
eftir sex vikna sumarhlé.
Sýndir verða hraðskreiður
sportbíll, BMW M5, sem er með
fimm lítra og 507 hestafla vél,
sportjepparnir Santa Fe og Tusc-
on frá Hyundai, Discovery 3 frá
Landrover og Megan-línan frá
Renault. Þá verður efnt til get-
raunar þar sem gestir eiga að
giska á stærð farangursrýmis í
Megan Saloon. Verðlaunin eru
ferð til Parísar og á laugardags-
gleðinni verður einnig boðið upp á
pylsur með öllu og gos.
Sportbílar í laugar-
dagsgleði B&L
!" !"# !" $
%& ' (!%& ) * +,* -- . / " *((% " *(% !
!(%! 0
( 1"