Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 4

Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 4
4 B FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali R æsir hf. er að hefja innflutn- ing á aldrifsbílunum MANTRA sem eru að grunni til Mercedes Benz Sprinter sem Achleitner í Austurríki hefur breytt á ýmsan veg. MANTRA er með sítengdu aldrifi og fáanlegur sem sendibíll eða pallbíll, sem smá- rúta með sætum fyrir mismunandi marga farþega og vinnubíll með margs konar útbúnaði. Henta þessir bílar m.a. fyrir skólaakstur, fólks- flutninga og sjúkraflutninga þar sem aðstæður eru erfiðar, fyrir björgun- arsveitir, fyrir orkufyrirtæki og sem margs konar þjónustubílar. Varla þarf að fjölyrða um Merced- es Benz hérlendis, svo gamalgróna sögu sem þeir eiga meðal íslenskra bílakaupenda bæði sem atvinnutæki og fólksbílar. Achleitner-fyrirtækið hefur um 70 ára reynslu í hönnun og breytingu á sérbúnum bílum og hef- ur það ekki síst breytt bílum fyrir heri, slökkvilið og björgunarsveitir. Viðamikil breyting Í þessu tilviki tekur Achleitner Sprinter-bílana frá verksmiðjunum og útbýr þá með nýjum fjöðrunar- og drifbúnaði, nýjum millikassa og sér- hannar þá til hvers kyns erfiðra verkefna. Eru að langmestu leyti notaðir íhlutir frá Mercedes Benz og því má segja að kaupendur eigi tryggan aðgang að varahluta- og við- gerðarþjónustu. Eina undantekning- in er millikassi frá Land Cruiser. Drifbúnaður, hemla- og stýrisbúnað- ur hefur verið aukinn og styrktur til samræmis við aukið álag og verkefni sem þessum bílum er ætlað að sinna og hafa allar breytingar verið vott- aðar af viðurkenndum vottunaraðila. Breytingin telst það viðamikil að hún telst sjálfstæð framleiðsla. Ræsir ætlar framvegis að leggja mesta áherslu á sölu og þjónustu við atvinnubíla frá Mercedes Benz og af öðrum gerðum og er nú að hefja framkvæmdir við nýja þjónustumið- stöð á mótum Suðurlands- og Vest- urlandsvegar. MANTRA 4x4 er fáanlegur í fjór- um grunngerðum, seríu S, B3, B5 og B6. Í öllum gerðunum eru 2,7 lítra og fimm strokka CDI dísilvélar sem eru 156 hestöfl sem með aflauka geta orðið 187 hestöfl. Hefur Ræsir þegar fengið hingað til lands tvo bíla í ser- íunni B3 og eru þeir báðir með 187 hestafla vélaútgáfunni. Þessi lína er byggð á 300 línunni hjá Sprinter og er unnt að breyta þeim fyrir hjól- barðastærðir allt á milli 31 og 38 tommu. Tog vélanna eru 390 Nm við 1.400 til 2.400 snúninga. Bílarnir eru mislangir og er sá styttri með 3.550 mm hjólahafi og sá lengri 3.640 mm. Leyfður heildarþungi er 3.500 kg og 4.300 kg. Hægt er að fá fimm gíra beinskiptingu eða 5 gíra sjálfskipt- ingu en að öðru leyti má segja að allir aukahlutir sem boðnir eru í Sprinter séu einnig fáanlegir í MANTRA. Af öðrum búnaði má nefna hemla- læsivörn, ASR-spólvörn, rafhitun í afturrúðu, rafstillanlega spegla með hita, fjarstýrðar samlæsingar, raf- drifnar rúður, hraðastillingu, úti- hitamæla, loftnet og hátalara og loft- púða fyrir ökumann og farþega í framsæti. Er þá aðeins fátt eitt talið. Fyrir utan bílana tvo, sem Ræsir hefur fengið til landsins og kynnir á næstunni víða um land, eru tveir aðr- ir væntanlegir á götuna bráðlega og fer annar þeirra í skólaakstur. Mjúk fjöðrun Tekið var aðeins í MANTRA 4x4 í malargryfjum rétt utan við borgina og finnst fljótt að hér eru á ferð öfl- ugir bílar og togmiklir. Gormafjöðr- unin að framan og nokkuð belgmikil dekk, annars vegar frá Goodrich og hins vegar Michelin, gera bílana í raun furðu mjúka á grófum vegi. Fer og vel um ökumann undir stýri en sætið má stilla á marga vegu og laga það að þörfum hvers og eins. Sætið er einnig fjaðrandi. Annar bíllinn var sjálfskiptur og hinn beinskiptur og hafa báðar gerð- ir nokkuð til síns ágætis. Sjálfskipti bíllinn er þægilegur í meðförum og í torfærum og erfiðleikum er hægt að setja í lága drifið og nýta 100% læs- inguna í bæði fram- og afturdrifi. Þannig getur hann malað í rólegheit- um upp grófan bratta, yfir vatns- miklar ár og svo framvegis. Sá bein- skipti er einnig búinn háu og lágu drifi og með sömu driflæsingum en segja má að það fari fremur eftir óskum og löngunum kaupanda frem- ur en mismun á getu eða meðhöndl- un hvort valin er sjálfskipting eða beinskipting. Verð á MANTRA 4x4 er eins mis- jafnt og bílarnir geta verið margir, þ.e. það ræðst algjörlega af notkun. Bæði er að bílarnir eru misjafnlega útbúnir eftir verkefnum og því mis- dýrir af þeim sökum og hitt að toll- flokkun ræðst af því hver kaupir og rekur og í hvaða skyni. En sem dæmi má nefna að sendibíll á 31 tommu dekkjum kostar 6,5 milljónir með virðisaukaskatti, sé bíllinn tekinn sem 9 manna fólksbíll er verðið um 8 milljónir með vsk. og 18 sæta full- innréttaður rútubíll kostar um 7,5 milljónir og hefur þá verið tekið tillit til þess hluta virðisaukaskatts sem fæst endurgreiddur. Nánari upplýs- ingar um verðdæmi er best að fá með því að leggja dæmi um bíl og búnað fyrir sölumenn atvinnubíladeildar Ræsis. Í dag leggja sölumenn Ræsis upp í kynningarferð með bílana tvo. Verða þeir m.a. sýndir á Akureyri og síðan haldið áfram um Austurland og Suð- urland. Morgunblaðið/jt Aldrifsbílarnir MANTRA 4x4 verða kynntir víða um land um og eftir helgina. Ræsir kynn- ir nýjan vinnuþjark MANTRA 4x4 er nýtt vörumerki sem verið er að kynna hér- lendis um þessar mundir. Eru það breyttir aldrifsbílar af gerðinni Mercedes Benz Sprinter sem Ræsir flytur inn frá Austurríki. Jóhannes Tómasson kynnti sér þessa nýjung. joto@mbl.is Framfjöðrunin er slaglöng og með gormum sem gerir bílinn mjúkan. Með driflæsingum getur Mantra seiglast yfir skurði og lænur þótt eitt eða fleiri hjól séu á lofti. Mælaborð er ágætlega úr garði gert og framsætin eru bæði með góðum still- ingum. Þau eru einnig fjaðrandi sem er góður kostur í slíkum bíl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.