Morgunblaðið - 12.08.2005, Side 6

Morgunblaðið - 12.08.2005, Side 6
6 B FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÍTALSKIR bílar höfða til margra. Það er leitun að jafn sportlegri ytri hönnun og í ítölskum bílum, nánast sama hvað þeir heita. Hvert manns- barn þekkir Ferrari, Maserati og Lamborghini, sem eru hinar eig- inlegu táknmyndir fyrir sportbíla. Alfa Romeo er eitt af þessum sport- legu merkjum. Fyrirtækið er í eigu Fiat og á sér talsvert langa sögu. Það hefur farið í gegnum hæðir og lægðir. 156 bíllinn þótti strax skemmtilega öðruvísi í útliti og akstri og seldist bara nokkuð vel hér á landi þegar hann kom fyrst á markað. Ekki var honum síður tek- ið í Evrópu þar sem hann var val- inn bíll ársins. En gæðavandamál hafa fylgt þessum bíl, einkum tíma- reimavandamál, en nú er von á arf- takanum, 159, næsta haust og hann verður með tímakeðju og þar með er það vandamál úr sögunni. En ætlunin var ekki að fjalla um 156 heldur Alfa Romeo Crosswagon sem þó er byggður á sama grunni og 156. Langbakur og jepplingur Langbaksgerðin af 156 kallast Sportwagon. Crosswagon er síðan blendingur af langbak og jeppling og samt allt öðruvísi bíll en Sportwagon. Fyrir það fyrsta er hann með 1,9 lítra dísilvél, með sí- tengdu fjórhjóladrifi og talsvert meiri veghæð en venjulegur 156. Crosswagon er óvenjulegur bíll frá Alfa Romeo, sem hefur yfirleitt ver- ið tengdur við sportbíla. Crosswag- on nálgast það hins vegar mjög mikið að vera jepplingur og ætti af þeim sökum að vera eftirtektar- verður kostur fyrir Íslendinga, sem þurfa að komast leiðar sinnar, sama hvernig færðin er. Sídrif og aflmikil dísilvél Fiat og Alfa Romeo-umboðið á Malarhöfða hefur fengið fyrsta Crosswagon og hann var prófaður í síðustu viku. Hann vekur athygli á götunum þessi bíll, enda með grimman framenda, hlífðarpönnur að framan og aftan og laglegar og sportlegar hliðarlínur. Menn og konur snúa sér við þar sem hann siglir áfram með sínu hálfgildings hlaðbakslagi á 17 tommu álfelgun- um. Þá er hann með toppgrind- arboga úr áli og á hleranum stend- ur Crosswagon og Q4. Það síðastnefnda er heiti Alfa á sí- tengdu fjórhjóladrifinu. Fiat-samstæðan hefur ávallt boð- ið upp á skemmtilegar dísilvélar. Nýja 1,9 lítra vélin í Crosswagon var þróuð í samstarfi GM og Fiat og er notuð m.a. í Opel Vectra og Astra og Saab 9-3. Hún verður einnig í boði í nýjum Alfa 159. Í Crosswagon skilar vélin 150 hestöflum og togið er uppgefið 305 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Þetta er aflmikil vél sem skilar bíln- um úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 10,2 sekúndum, sem er fullboðlegt fyrir hvaða dísilbíl sem er. Það sem er skemmtilegast við þessa vél er hvað vinnslan er mikil á breiðum vélarsnúningi. Þannig er bíllinn þægilegur viðureignar úti á vegum þegar nauðsynlegt er að taka fram úr á sem skemmstum tíma án þess þurfa mikið að skipta um gíra. Crosswagon kemur með sex gíra beinskiptum kassa. Vélin togar mikið alveg frá 1.700 snúningum og upp í 4.000 snúninga og á 100 km hraða snýst vélin á 2.000 snúning- um í sjötta gír. Þeir sem hafa vanist Alfa 156 bensínbílunum eiga eftir að verða undrandi á þessu mikla togi. Það er líka kostur við þessa vél að hún er fremur lágvær og eyðslan á þjóðvegahraða ætti ekki að hræða neinn frá, í þessari gríðarlegu olíu- dýrtíð sem nú ríkir. Það versta er að ríkisstjórninni tókst að klúðra þeim þjóðarhagsmunum sem hefðu getað falist í upptöku olíugjaldsins með einmitt alltof háu olíugjaldi og þar að auki virðisaukaskatti í of- análag. Dísilbílar eru því orðnir rándýrir í rekstri, rétt eins og bens- ínbílar. Átak flyst milli fram- og afturhjóla Crosswagon er stöðugur á vegi með sínu fjórhjóladrifi sem, eins og fyrr segir, kallast Q4. Q4 stendur auðvitað fyrir quattro, sem á ítölsku þýðir fjórir – sem sagt fjórhjóladrif- inn, og er sama orð og Audi notar yfir sitt fjórhjóladrif. Kerfið byggist á svokölluðu Torsen C mismuna- drifi sem leitast við að deila átakinu til allra hjóla. 57% átaksins fer til afturhjólanna og 43% til framhjól- anna. En kerfið getur flutt meira af átakinu til afturhjólanna, eins og t.d. við undirstýringu þegar allt að 78% átaksins flyst á afturhjólin. Við yfirstýringu flytjast hins vegar allt að 72% átaksins á framhjólin. Þar fyrir utan er Crosswagon líka með rafeindastýrða stöðugleikastýringu og spólvörn. Ef þrýst er á hnapp í mælaborðinu er hægt að aftengja spólvörnina en stöðugleikastýringin helst inni. Þetta er góður kostur, ekki síst ef menn lenda í því að keyra inn í snjóskafl og hálffesta bílinn. Að sjálfsögðu gafst ekki kostur á að prófa bílinn í snjó en farið var með hann á grófan malarveg. Óhætt er að segja að bíllinn kom undirrituðum skemmtilega á óvart fyrir mikinn stöðugleika. Þess má líka geta að veghæðin er 6,5 cm meiri í Crosswagon en Sportwagon og ætti því að vera hægt að bjóða bílnum upp á ýmislegt misjafnt. Crosswagon með 1,9 l dísilvélinni og sex gíra handskiptingu kostar í grunngerðinni 3.789.000 kr. Meðal staðalbúnaðar er 17 tommu álfelg- ur, þakbogar úr áli, tvískipt loftkæl- ing, skriðstilling, spólvörn og stöð- ugleikastýring og álpetalar svo eitthvað sé nefnt. Í prófunarbílnum var ýmislegur aukabúnaður, eins og t.d. leðurklæðning á sætum, Bose- hljómkerfi, fjölrofastýri og hiti í sætum og þá er verðið komið upp í 4.139.000 kr. Vél: 4 strokka dísilvél, 1.910 rúmsentimetrar. Afl: 150 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 305 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Gírkassi: Sex gíra hand- skiptur. Drif: Sítengt fjórhjóladrif. Hröðun: 10,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 192 km/ klst. Eyðsla: 7,1 lítri á hundr- aðið í blönduðum akstri (skv. framleiðanda). Eigin þyngd: 1.605 kg. Lengd: 4.441 mm. Breidd: 1.765 mm. Hæð: 1.497 mm. Dráttargeta: 1.450 kg. Dekk: 225/55 17. Verð: 3.784.000 kr. (grunnverð). Umboð: Fiat-Alfa Romeo- umboðið, Malarhöfða. Alfa Romeo Crosswagon Morgunblaðið/Þorkell Meiri veghæð og álpönnur að framan og aftan gera Crosswagon verklegan. Alfa Romeo með jepplingagen gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Alfa Romeo Crosswagon eftir Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Þorkell Crosswagon kostar frá 3.784.000 kr. Rennilegar línur eru í Crosswagon. Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Sex gíra handskipting er staðal- búnaður. Morgunblaðið/Þorkell Ál og leður — prófunarbíllinn var með ýmsum aukabúnaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.