Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 12
12 B FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
EINS og títt er um flesta aðra
franska bíla eru mýkt og ýmis þæg-
indi einkennandi Citroën C5, þann
meðalstóra í Citroën-línunni. C5 er
fimm manna þokkalega vænn bíll
rennilegur og laglega hannaður.
Prófaður var bíll með 1,6 lítra dís-
ilvél sem er 110 hestöfl og dugar
ágætlega vel. Verðið á slíkum bíl
með fimm gíra handskiptingu er
2.370.000 krónur.
Ekki er ýkja langt síðan Citroën
C5 kom á markað og er hann einnig
fáanlegur með bensínvélum sem
þegar hefur verið gerð grein fyrir
hér. Eins og fyrr segir er C5 lag-
legasti gripur. Framendinn er vænn
og mikill með nokkuð fínlegri vatns-
kassahlíf og luktum, hliðarnar ával-
ar með brotlínum sem setja alltaf
ákveðinn svip á bílana og afturend-
inn nokkuð stuttur nema hvað að
innan kemur skottrýmið á óvart
þegar lokið er opnað. Á bogadregn-
um afturendanum eru luktirnar
mest áberandi.
Frönsku sætin söm við sig
Mýktin og þægindin koma ekki
síst í ljós þegar sest er inn. Fransk-
ir bílaframleiðendur leggja mikið
uppúr góðum sætum, nánast hæg-
indum, og í C5 eru þau öll með
þeim formerkjum. Hægt er að stilla
bílstjórasætið eins og hver vill,
fram og aftur, halla á setu og baki
og mjóbaksstuðning. Allt á þetta
þátt í að gera bílinn sem bestan úr
garði fyrir alla meðhöndlun og víst
er að aksturinn verður á vissan hátt
afslappaðri og notalegri þegar vel
er búið að ökumanni. Það er
kannski aldrei of brýnt fyrir öku-
mönnum, ekki síst þegar þeir eign-
ast nýjan bíl, að taka góðan tíma til
að prófa sig áfram, nota stilling-
arnar á sæti og stýri og fara nokkr-
ar ökuferðir til að finna eðlilegustu
stöðuna fyrir sig. Þegar menn
kunna þannig orðið vel á allt það
innra í bílnum er minni hætta á ax-
arsköftum þegar ekið er út í um-
ferðina.
Mælaborðið er hefðbundið og
engin sérstök framúrstefna í fram-
setningu. Lítill upplýsingagluggi er
ofan á mælaborðshillunni og þar má
lesa hvaðeina er varðar meðalhraða
og eyðslu, útihita og útvarpsstilling-
arnar. Við stýrið eru stefnuljósa-,
ljósa- og þurrkurofar og á þriðja
arminum eru aukreitis útvarpsstill-
ingar. Á miðjubrettinu eru síðan
rofar fyrir útvarp og miðstöðina
sem er tölvustýrð og með loftkæl-
ingu. Rétt er að taka tíma til að
setja sig inní þau vísindi og mögu-
leika sem bæði miðstöðin og útvarp-
ið með geislaspilara eru og óvarlegt
að fikta mikið í þessu á ferð einsog
ökumenn gera sér grein fyrir.
Sjálfvirkar þurrkur
Skemmtilegur möguleiki er skyn-
væddur þurrkurofinn. Þegar dropar
taka að falla er nóg að setja þurrk-
urnar af stað á „letingjann“ og auk-
ist rigningin rjúka þurrkurnar af
stað eins og þurfa þykir og hægja
síðan á sér í takt við úrkomuna. Er
þetta næsta fyndið kerfi og ekki
laust við að það minni á ákveðna
franska bíómynd Jaques Tati þar
sem hann gerði stólpagrín að tækni
og umferðarmenningu.
Búnaður er ríkulegur í C5 og má
þar helst nefna af öryggisatriðum
stöðugleikastýringu, hemlajöfnun
og neyðarhemlunarbúnað. Þá eru í
bílnum sjö loftpúðar, tveir á hefð-
bundnum stöðum, tveir í hliðum
sæta og tvær loftpúðagardínur. Sjö-
undi púðinn sem er undir stýrinu á
sérstaklega að verja hné ökumanns.
Bíllinn er búinn tölvustýrðu vökva-
fjöðrunarkerfi með þremur veg-
hæðarstillingum og hægt er einnig
að stilla fjöðrunina á „sport“ til að
fá viðbrögð sem hæfa betur ef
menn vilja nýta aksturseiginleikana
til hins ýtrasta.
Þá má nefna útvarp og geislaspil-
ara og eru hátalarar sex, speglar
eru með rafknúinni stillingu, sam-
læsing er fjarstýrð og rúðuvindur
rafdrifnar. Einnig er í bílnum akst-
urstölva sem eins og fyrr segir
greinir frá ýmsum upplýsingum
varðandi meðhöndlun bílsins.
Góð vinnsla
Dísilvélin er 1,6 lítrar, fjögurra
strokka, 16 ventla og 110 hestöfl og
bíllinn er búinn fimm gíra hand-
skiptingu. Sjálfskipting er í boði sé
valin stærri dísilvél, 2,2 lítrar og
186 hestöfl. Í þessum bíl fer dís-
ilvélin langt með að uppfylla allar
óskir ökumannsins og þótt bíllinn sé
ekki nein raketta í viðbragði er það
samt sem áður fullgott. Er skipt-
ingin það liðleg að lítill vandi er að
ná út úr vélinni því sem þarf til að
fá góða spyrnu og sömuleiðis er
vinnslan ágæt þegar komið er út á
þjóðveg.
Varla þarf að fjölyrða um mýkt-
ina í fjöðruninni því C5 líður yfir
ójöfnur á grófum malarvegi sem
dældótt malbik eins og töfrateppi.
Ekki þarf að óttast óvænt hliðar-
stökk þrátt fyrir holuraðir á mal-
arvegi og þannig má segja að bíllinn
fari mjög örugglega og fótvisst yfir
hvers kyns veg sem vera skal.
Mikið í hann spunnið
Citroën C5 er í alla staði heilmik-
ill bíll og mikið í hann spunnið.
Verðið, 2.370.000 krónur, er nokkuð
eðlilegt og fyrir það er í boði rúm-
góður fimm manna bíll sem er
þægilegur viðskiptis í þéttbýlinu,
mjúkur og notalegur í ferðalögum
og ekki skemmir útlitið fyrir.
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Sverrir
Fimm gíra handskiptingin er sérlega
liðug og þægileg.
Morgunblaðið/Sverrir
Sætin fá alltaf góða einkunn í frönsk-
um bílum og Citroën er þar engin
undantekning.
Mýktin söm við
sig í Citroën C5
REYNSLUAKSTUR
Citroën C5
eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Afturendinn er snyrtilegur.
Mælar eru skýrir og góðir og yfirleitt er öll framsetning á rofum og hnöppum
með besta móti.
Morgunblaðið/Sverrir
Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar
16 ventlar.
Afl: 110 hestöfl v. 4.000
sn..
Tog: 240 Nm v. 1.750 sn.
Lengd: 4.745 mm.
Breidd: 1.780 mm.
Hæð: 1.475 mm.
Hjólahaf: 2.750 mm.
Þyngd: 1.425 kg.
Hröðun: 11,3 sek. í 100
km/klst.
Eyðsla: 5,4 l/100 km í
blönduðum akstri.
Verð: 2.370.000 kr.
Umboð: Brimborg.
Citroën C5