Morgunblaðið - 12.08.2005, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 B 13
bílar
Söluumboð:
Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri - Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ
1.720.000 kr.
Komdu,reynsluaktu og gerðu
verðsamanburð.
Gæðin eru augljós.
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
SÍ
A
Mazda er japanskur bíll, framleiddur í Japan sem vermir nú
toppsætið samkvæmt stærstu gæðakönnun Evrópu og
skarar fram úr hvað varðar endingu og lága bilanatíðni.
Aukahlutir á mynd: álfelgur
Mazda3 T 5 dyra 1,6 l kostar aðeins
Opið frá kl. 12-16 laugardaga
Mazda 3
fullkominn ferðafélagi
Mazda3 4 dyra 1.6 l
ÞAÐ er viðurkennd staðreynd að
akstur vélknúinna ökutækja mengar;
mest vegna koltvísýringslosunar
með útblæstri. Flestir hugsa sem svo
að það sé annarra en okkar öku-
mannanna að finna leiðir til að draga
úr þessari mengun og því bíðum við
þolinmóð eftir tæknilausn í formi
hreinni bruna eða öðruvísi eldsneytis
sem mun frelsa okkur frá þeirri iðju
að menga andrúmsloftið. Svo stynj-
um við líka þungan undan hverri
bensínverðshækkuninni á fætur ann-
arri og forðumst jafnvel að taka sam-
an hversu miklu fé við verjum til
eldsneytiskaupa. En getum við virki-
lega ekki gert neitt í málunum sjálf?
Tíðindamaður bílablaðsins sótti
nýlega námskeið í vistakstri sem
ökukennararnir Grétar H. Guð-
mundsson og Sigurður Steinsson
bjóða fyrirtækum og einstaklingum.
Námskeiðið er finnskt að uppruna og
byggjast leiðbeiningarnar sem þátt-
takendur fá á niðurstöðum rann-
sókna.
Sparnaður og minni mengun
Markmið námskeiðsins er einkum
tvíþætt: Í fyrsta lagi að draga úr los-
un mengandi efna við akstur og í
öðru lagi að spara fé með því að haga
akstri þannig að ökutækin brenni
minna eldsneyti. Sé þessum mark-
miðum náð hafa þau reyndar aðrar
jákvæðar afleiðingar eins og minna
slit á ökutækjum, sérstaklega heml-
um. Er það ætlan þeirra Grétars og
Sigurðar að þátttakendur öðlist
metnað til að skipuleggja akstur
þannig að hegðun þeirra dragi úr
mengun og fjáraustri til eldsneytis-
kaupa, auk þess að stuðla að auknu
umferðaröryggi.
Námskeiðið skiptist í verklegan og
bóklegan hluta. Í verklega hlutanum
ekur hver þátttakandi sömu vega-
lengdina um sömu göturnar tvisvar
sinnum. Í fyrri umferðinni situr þátt-
takandinn undir stýri og ekur á eins
sparneytinn hátt og hann telur sér
unnt miðað við eigin þekkingu og
reynslu. Í þessari umferð skráir
mjög nákvæm aksturstölva allt akst-
urslag þátttakandans, meira að segja
er tíminn sem bíllinn er í lausagangi
og kyrrstöðu skráður upp á sekúndu.
Að fyrri ferðinni lokinni fær þátt-
takandinn að vita hvaða þættir end-
urspegluðu hagkvæmni í akstri hans,
auk þess að fá ráð um hvernig hann
getur bætt aksturslag sitt til að nýta
eldsneytið betur. Síðan er lagt í
seinni ferðina og að henni lokinni er
hægt að bera saman meðalhraða,
meðaleyðslu og aksturstíma ferð-
anna tveggja. Út frá þessum þremur
höfuðtölum er svo reiknaður mis-
munur sem yfirleitt leiðir í ljós minni
eyðslu í seinni ferðinni. Þátttakendur
geta svo fundið út hversu háar fjár-
hæðir þeir geta sparað árlega með
því að setja sparnaðinn í samhengi
við árlegan akstur sinn.
Munar um minna
Í þessu sambandi er vert að geta
þess að ekki er verið að kenna fólki að
lúsast um á litlum hraða, enda getur
slíkur akstur mengað töluvert. Það
vakti til dæmis athygli tíðindamanns
bílablaðsins að á námskeiðinu sem
hann sótti varð meðal eldsneytis-
sparnaður þátttakenda á milli ferða
11,50% þrátt fyrir að meðalaksturs-
tími seinni ferðarinnar væri styttri
miðað við fyrri ferðina. Tölur úr nám-
skeiðum Grétars og Sigurðar sýna
allt að 25% sparnað í eyðslu seinni
ferðinni í hag en algengur sparnaður
í lítrum er á bilinu 10–18%. Einstak-
linga, svo ekki sé talað um stór fyr-
irtæki og stofnanir, hlýtur að muna
um slíkan sparnað enda geta þetta
orðið allháar tölur á ársgrundvelli.
Í bóklega hluta námskeiðsins eru
gefnar raunhæfar leiðbeiningar um
hvernig hægt sé að draga úr mengun
við akstur. Til dæmis eru skýrðir
tæknilegir þættir sem tengjast elds-
neytissparnaði; efnasamsetningu út-
blásturs; framkvæmd kaldræsingar;
viðhaldi ökutækja sem dregur úr
mengun; ólíkar aðferðir við hröðun
bifreiða; áhrif gírnotkunar og hemla;
hagkvæmt aksturslag og akreinaval;
bílakaup og rekstrarkostnaður.
Vaninn af ósiðunum
Tíðindamaður blaðsins hefur ekið
um vegi og götur þessa lands í ein 26
ár og hugsað eins og flestir að best
væri að bíða eftir að vísindin finni
lausn á mengandi útblæstri. Nám-
skeiðið vakti hann hinsvegar til um-
hugsunar enda kom í ljós að hann
hafði tamið sér nokkra þá ósiði sem
auka mengun og bensíneyðslu. Skýr
útprentuð skilaboð frá aksturstölv-
unni nákvæmu gerðu það að verkum
að ekkert þýddi að þræta fyrir það.
Það sem mest var um vert var að lítið
hafði verið hugsað út í að þær tvær
höfuðtegundir eldsneytiskerfa sem
verið hafa í bifreiðum til þessa;
blöndungurinn og beina innspýting-
in, krefjast ólíkrar hegðunar öku-
mannsins til að nýta eldsneytið sem
best. Margir sem komnir eru yfir
miðjan aldur aka um á nýjum bílum
með beinni innspýtingu en haga
akstrinum eins og ökutækið sé útbú-
ið blöndungi.
Vænlegur vistakstur
Með vistakstri má bæði draga
úr mengun og eins spara fé,
sem getur reynst töluverð
upphæð á ári líkt og Ragnar
S. Ragnarsson komst að.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Ökukennararnir Grétar H. Guðmundsson og Sigurður Steinsson bjóða upp á
námskeið í vistakstri sem þeir segja að geti sparað ökumönnum talsvert fé.
Með bættu aksturslagi má bæði draga úr losun mengandi efna við akstur og
eins spara fé með því að haga akstrinum þannig að ökutækin brenni minna.
Aksturstölvan skráir aksturslag
þátttakandans mjög nákvæmlega.