Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 14

Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 14
14 B FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Bílasmáauglýsingar 569 1100 Bílar til sölu TOYOTA 4RUNNER SR5 2005 Ek. 400 km! Sama grind, drif, vél og undir- vagn og í Land Cruiser '90. Eyðsla aðeins 10-13 lítrar. Hraðast., DAC, VSC, HAC, krókur o.m.fl. Verð aðeins 3,7 m. stgr. Sími 820 1050. VW GOLF COMFORTLINE 1,6 Árg. 1998, ek. 92 þús. km. Silfurgrár. fimm dyra, fimm gíra, 1600cc. Verð 780 þús. eða 700 þús. stgr. Mjög vel með farinn. CD spilari, sumar- og nagladekk fylgja. Upplýsingar í síma 659 5906. VW ÁRG. '94 EK. 125 ÞÚS. KM VW Golf CL til sölu, árgerð 1994, 1400 vél, keyrður tæplega 125 þús., 3ja dyra, reglu- lega smurður. Ásett verð 230.000. Uppl. í síma 696 0426. VOLKSWAGEN GOLF 1400 ÁRG. 2000 Nýskoðaður og mjög vel með farinn bíll. Silfurgrár, ekinn 60.000 km. Aðeins einn eigandi. Verðhugmynd 840.000 kr. Upplýs- ingar í síma 864 3510 eða 899 1258. SUZUKI SWIFT ÁRG. '97 Ekinn 92 þús. km, 1300 vél, fimm gíra, skr. '06, rafmagn í rúðum og speglum, hiti í sætum, loftpúði, útvarp, góð smurbók, mjög sparneytinn, einn eigandi. Ásett verð 390 þús. Tilboð 290 þús. Upplýsingar í síma 661 8185. NÝIR BÍLAR FRÁ KANADA Á góðu verði. INFINITI G35, Fx35, M35. NISSAN 350Z XTrail, Murano. Sjáið fleiri bíla á vefsíðunni www.autonet.ca/woodchesterinfiniti Til þess að fá frekari upplýsingar eða til panta bíl hafið samband við Drífu á netf- anginu admin@ismotek.com eða í síma 1 905 820 4545. NISSAN PATROL ´95. 2.8TDI 7 manna. 38" breyttur. Upptekin vél, ný dekk, nýtt hedd, ný stærri túrbína, nýr millikælir, yfirfarinn undirvagn, bremsur o.fl. o.fl. Nýskoðaður og mikið endur- nýjaður. Í toppstandi. Gott lakk, samlæs- ingar, kastarar, álkassi, bakk-kastarar, dráttarkrókur. Verð 1.550.000 eða 1.250.000 stgr. Upplýsingar hjá Toyota í Keflavík, sími 421 4888. NISSAN MICRA GX/LX TIL SÖLU v. flutninga. Árg. '98. Ek. 117 þús. 1300 cc. 3ja dyra, beinskiptur. Samlæsing, CD og álfelgur. Góður og sparneytinn bíll. Verð 350 þús. Uppl. í s. 821 8989. MERCEDES BENZ ML500 SPORT 2002 Gullfallegur bíll sem nýr. Hlaðinn búnaði: 32" ný dekk, Sportpakki, þægindapakki, lúxuspakki, Bi-Xenon, Bose hljómt., 12 hát. Ek. 80 þ. V. 3.9 m. stgr. s. 847 2582. HYUNDAI SANTA FE 10/2002 V6 sjálfskiptur, ekinn 30 þús. km dráttarkúla. Toppbíll. Ath. skipti á ódýrari. Verð 2.250.000. Upplýsingar í síma 690 2577. FORD KA SKRD. 31.12.98 EK. 55 ÞÚS. Neyslugrannur borgarbíll, vel með farinn. Verð 430.000 stgr. Uppl. í síma 864 1362. FORD FOCUS ÁRG. 2000 SILFURGRÁR Station. Ekinn 79 þús. km. Sk. '06. Bein- skiptur. Dráttarkrókur. Góður bíll. Verð 890 þús. Upplýsingar í síma 866 3836. FORD FIESTA ÁRG. 1999 Ek. 94.000. Nýskoðaður. Verð 380.000. Uppl. í síma 660 8412. FORD F 350, ÁRGERÐ 2005 Ekinn 4.500 km. Einnig Nissan Patrol, árgerð 1999, breyttur á 38" dekkjum og Alfa Romeo 156, árgerð 2000. Uppl. í símum 893 4595 og 567 2716. DRAUMAEINTAK AF FORD VAN E 150 Árg '92, ek. 98 þús. mílur, 4,9 L bensín, ABS, Cruise control, Rafm. í rúðum, speglum og hurðum. Splittað drif, kapt- ein-stólar, dráttarbeisli. Verð 800 þús. Uppl. í síma 482 1011 eða 695 3033. DODGE GRAND CARAVAN 2005 7 manna lúxusbíll með 4 captainsætum og bekk aftast. Ekinn 30 þús. km. Verð 2.790.000. Uppl. í s. 843 4972 / 431 2440. ÁRG. '95 EK. 120 ÞÚS. KM WV Golf CL árg '95, fimm gíra, beinsk., 1.4 l vél. Sami eigandi frá upphafi, smur- bók. Vel við haldið. Skipt um tímareim í 117 þús. km. Vetrardekk á felgum, tjón- laus, krókur. Upplýsingar í síma 864 1362. AUDI A4 2.0 ÁRG. '02 EK. 46 ÞÚS. KM. Audi A4 2.0, skrd. 04/2002, ek. 46 þkm. Álfelgur og vetrardekk á felgum. Þjón- ustubók. Gott eintak. Verð 1.890.000 stgr. Upplýsingar í síma 860 8605. Jeppar RANGE ROVER 4.6, ÁRGERÐ 2000 Ekinn 140 þús. km. Dökkblár. Gullfallegur með öllu. Verð 450 þús. út og yfirtaka á bílaláni. Til sölu og sýnis hjá Bílasölu Reykjavíkur. Uppl. í síma 867 4418. FORD ESCAPE V6 03/05 Ford Escape V6 2005. Ekinn aðeins 9 þús. km, 3000 cc. Leðursæti og topplúga. Sexf. CD, dökkar rúður. Glæsilegur bíll sem nýr. Verð aðeins 2.850.000 stgr. S. 821 2066. Bílar óskast Óska eftir Econoline 4x4 í skiptum fyrir þrjá bíla. Þ.e.: Patrol '91 upphækkaður fyrir 38" en er á 35", nýupptekið hedd, 3ja raða nýr vatnskassi, ný kúpling, læstur; Hyundai Sonata '95; Mazda '88 sendibíll 4x4, ekinn 147.000 km gott kram, fullt af aukahlutum. Upplýsingar í síma 697 7766. FYRSTA sending af bílum frá Honda sem framleiddir eru í Kína eru senn væntanlegir á markað í Evrópu. Verða það 150 Honda Jazz-fólksbílar. Honda í Kína hóf framleiðslu Jazz-bíla í apríl á þessu ári og er stefnt að því að framleiða um tíu þúsund bíla í ár. Ráðgert er að senda þá alla á markað í Evrópu og verða þeir seldir gegnum Honda-umboð í hverju landi. Kínverskir Honda-bílar til Evrópu HONDA hefur tilkynnt að hætt verði að framleiða sportbílinn NSX en hann hefur verið á markaði víða um heim. Unnið er að þróun arftakans. Hætta á framleiðslu á NSX fyrir markaði í Evrópu í sept- ember en hann verður boðinn í Ameríku fram undir áramót. NSX kom fyrst fram á sjónar- sviðið árið 1990 og var með yf- irbyggingu úr áli. Honda hættir með NSX SALA á bílum frá Kia hefur aukist mjög milli ára í Evrópu og sé álfan tekin í heild nemur salan 160 þúsund bílum sem þýðir að aukningin er 61% frá sama tíma í fyrra. Hérlendis er aukningin enn meiri og hefur salan sexfaldast, var orðin um 400 bílar í lok júlí. Segir Sigurður P. Sigfússon, sölustjóri Kia, að eftirspurnin hér- lendis hafi ekki síst verið mikil eftir jeppunum, Sportage og Sorrento. Alls seldust um 24 þúsund bílar af gerðunum Picanto, Sorrento, Sport- age og Cerato í Evrópu í júlí. Kia var stofnað árið 1994 og er elsti bíla- framleiðandi Suður-Kóreu. Er fyrir- tækið sem kunnugt er hluti af Hyund- ai-Kia Automotive Group og rekur fyrirtækið 16 framleiðslu- og sam- setningarverksmiðjur í 13 löndum. Mikil söluaukning hjá Kia JEAN Martin Folz, forstjóri PSA Peugeot Citroën, og Takashi Nish- ioka, forstjóri Mitsubishi Motors, hafa skrifað undir samkomulag um smíði nýs fjórhjóladrifsjepplings sem væntanlegur er árið 2007. Er greint frá þessu á vefsíðu Citroën- umboðsins Brimborgar. Samningurinn gerir ráð fyrir smíði bílsins í Japan og að notaðar verði m.a nýjustu hátækni HDI-dís- ilvélar frá Citroën-Peugeot. Bílarnir, sem allir verða með sínu útliti fyrir hvern framleiðanda, verða fyrst og fremst ætlaðir á Evrópumarkað en síðar er gert ráð fyrir sölu í öðrum heimsálfum. Í fréttatilkynningu framleiðendanna segir að hér sé að- eins um fyrsta skref að ræða í frek- ari samvinnu fyrirtækjanna. Citroën með nýjan fjórhjóladrifsbíl HUGSANLEGT er að Volvo í Am- eríku þurfi að innkalla allt að 266 þús- und bíla af nokkrum gerðum fólksbíla sem smíðaðir voru á árunum 1999 til 2001. Eru þeir af gerðunum C70, S60, S70, S80, V70 og V70CX. Alls hefur fyrirtækið selt um 860 þúsund bíla af þessum gerðum. Fram hafa komið 136 kvartanir í Ameríku vegna gang- truflana í bílunum og í einu tilviki hef- ur það leitt til slyss. Þetta kemur fram hjá norska blaðinu Aftenposten og segir þar einnig að truflanirnar séu í rafeinda- stýrðri bensíngjöf, þ.e. þar sem stjórnað er loftinntaki á hreyfilinn. Þessi tækni hafi ekki virkað sem skyldi og íhugi samgönguyfirvöld í Ameríku að láta innkalla bíla af þess- ari gerð. Þá kemur fram í Jótlands- póstinum að það geti kostað sem svar- ar 60 þúsund ísl. krónum að spora uppi eigendur, útvega varahluti og gera við. Upplýsingafulltrúi Volvo í Noregi segir að þessi vandi hafi komið upp þar í landi en í litlum mæli. Umfangið geti verið meira í Ameríku þar sem strangari kröfur séu vegna útblást- urs. Hann segir ekki hafa verið nein óhöpp í Noregi vegna málsins. Ekki tókst vegna sumarleyfa hjá Brimborg að fá upplýsingar um hvort þessi vandi steðjaði að bílum sem hér hafa verið seldir. Bílar frá Volvo hugsanlega innkallaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.