Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 B 15
bílar
HÁ
MA
RKS
GÆ
‹I
Á F
RÁ
BÆ
RU
VER
‹I!
REYKJAVÍK · HAFNARFIR‹I · AKUREYRI · REY‹ARFIR‹I · EGILSSTÖ‹UM
AUTOMAN LOFTPRESSUR
580 80 80
Vilt þú auglýsa!
Þetta svæði er laust núna
hringdu í síma
midlun@midlun.is
MANTRA 4x4
á ferð um landið
Föstudagur 12.8 Reykjavík, Blönduós, Sauðárkrókur
Laugardagur 13.8 Akureyri
Sunnudagur 14.8 Egilsstaðir, Reyðarfjörður
Mánudagur 15.8 Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður, Djúpavogur, Höfn
Þriðjudagur 16.8 Höfn, Kirkjubæjarklaustur, Vík
Nánari upplýsingar um staðsetningu og tímaáætlun bílanna
í símum 825 5451 og 825 5452. RÆSIR HF. sími 540 5400
FIAT-verksmiðjurnar hafa í hyggju að bjóða Fiat 500 á ný og á
hann að koma í stað smábílsins Seicento seint á árinu 2007. Ef-
laust muna margir eftir Fiat 500 sem er sagður hafa lagt
grunn að samgöngum á Ítalíu þegar hann kom fram á
sjónarsviðið árið 1957.
Nýi Fiat 500-bíllinn verður byggður á hugmynd-
inni um Trepiuno 3+1 sem sýndur var í Genf í
fyrra. Verður hann fjögurra sæta og
þriggja dyra bíll og um það bil 3,3 m
langur. Ráðgert er að smíða um 100
þúsund bíla á ári og verður byggt á
styttri gerð Panda-grunnsins. Fram-
leiðslan fer fram í verksmiðju Fiat í
Tychy í Póllandi þar sem Seicento
og Panda eru nú smíðaðir. Segja
talsmenn Fiat að lágur launakostn-
aður þar geri það m.a. að verkum að
unnt sé að framleiða þennan smábíl
þar með hagnaði. Vélin verður þúsund
rúmsentimetrar og bíllinn verður
framhjóladrifinn. Gamli Fiat 500 var
með 479 rúmsentimetra og 13 hestafla
vél og afturdrifinn.
Fiat 500 á ný
ALÞJÓÐLEGA bílasýningin í Frankfurt hefst um miðjan sept-
ember og verður hún opin blaðamönnum dagana 12. til 14. sept-
ember. Frankfurtarsýningin er jafnan viðamikil og þar kynna ekki
síst hinir evrópsku framleiðendur nýjungar sínar og verður þar ým-
islegt í boði í ár. Evrópuútgáfa vikuritsins Automotive News greinir
frá nokkrum áhugaverðum gripum sem þar verða og er stiklað á
stóru um nokkra þeirra.
Af þýsku framleiðendunum má nefna að sýndur verður Audi Q7-
lúxusjeppinn sem er stillt upp við hlið Volkswagen Touareg og
Porsche Cayenne en hann er ívið lengri og sjö manna. Þá verður
unnt að sjá nýjan S-línu Mercedes Benz sem orðinn er stærri og
breiðari en fyrirrennarinn og verður hann hlaðinn hvers kyns ör-
yggisbúnaði.
Volvo og hinn ítalski Pininfarina taka höndum saman um endur-
nýjaðan C70-blæjubíl sem raunar er ekki með neinni blæju eða dulu
heldur málmþaki sem svipta má frá.
Þá verður Yaris boðinn í nýjum búningi, örlítið stærri og boðinn
þrennra eða fimm dyra. Hætt verður við skutbílsútgáfuna, Yaris
Verso.
Cadillac BLS er stefnt í samkeppni við BMW, Mercedes Benz og
Lexus en hann verður smíðaður hjá Saab-verksmiðjunum í Troll-
hättan í Svíþjóð. Segir blaðið að nú verði Evrópa að fara að vara sig
því nú sé Cadillac loksins farinn að skipta einhverju máli á þeim
markaði.
Af enn öðrum bílum má nefna hinn mjög svo straumlínulagaða
Peugeot 407, Jaguar Daimler og Honda Civic sem var hugmyndabíll
í Genf er er nú kominn í búning til að fara á markað.
Margt áhugavert í Frankfurt
Peugeot 407.
Volvo C70. Cadillac BLS.
Jaguar Daimler.S-línan frá Mercedes Benz.