Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 16

Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 16
16 B FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar K appakstursklúbbur Akur- eyrar hefur byggt upp skemmtilegt og vel útbú- ið æfinga- og keppnis- svæði fyrir torfæruhjól í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Braut- in er frekar hörð og krappar beygjur á milli þröngra stökkpalla gera hana tæknilega krefjandi. Hart barist í unglingaflokki Unglingaflokkur og kvenna- flokkur óku fyrst af stað. Steinar Aronsson sigraði í 85 rúmsentí- metra flokki og Karen Arnardóttir sigraði í kvennaflokki. Í 125 rúm- sentímetra flokki börðust þeir Ar- on Ómarsson og Hjálmar Jónsson, en þeir hafa mikla yfirburði í flokknum og hafa slegist um fyrsta sætið í allt sumar. Hjálmar Jóns- son hafði betur á Akureyri en Ar- on fylgdi fast á eftir og hafnaði í öðru sæti. Hjálmar er efstur að stigum til Íslandsmeistara í þess- um flokki en Aron hefur enn möguleika á titlinum. Breski ökuþórinn Ed Bradley á KTM ók hraðast allra í brautinni og hafði töluverða yfirburði. Honda-ökumaðurinn Ragnar Ingi Stefánsson hefur titil að verja og barðist af hörku við Einar Sverri Sigurðarson á KTM sem leiðir Ís- landsmótið að stigum. Ragnar ók þétt og flaug fallega fram af brött- um stökkpöllum, en þreyta í fram- handleggjum gerði honum erfitt fyrir. Einar lagði allt undir og náði að halda Ragnari fyrir aftan sig, þótt bilið á milli þeirra væri sjald- an meira en hjóllengd. Þegar ein- ungis tveir hringir voru eftir lenti Ed í vélarbilun og varð að hætta keppni. Einar náði þar með að krækja í fyrsta sætið í keppninni, Ragnar lenti í öðru sæti og Kári Jónsson á TM hafnaði í þriðja sæti. Allt opið fyrir síðustu umferð á morgun Úrslitin á Akureyri komu mörg- um á óvart og hafa opnað ýmsa möguleika fyrir síðustu umferð Ís- landsmótsins í mótorkrossi. Einar er í þægilegri stöðu, en þarf að lenda í öðru sæti til að vera örugg- ur um Íslandsmeistaratitilinn. Ein- ar slasaði sig nýlega á fæti og hugsanlegt er að hann geti ekki keppt. Ragnar þarf klárlega á sigri að halda og þá án þess að Einar nái öðru sætinu. Kári Jónsson er fræðilega inni í myndinni, en til þess að hann hampi titli þurfa Ein- ar og Raggi að lenda frekar aft- arlega. Það verður því gífurleg spenna í loftinu þegar keppendur verða ræstir í síðustu umferð, sem fram fer í Sólbrekkubraut við Grinda- víkurafleggjarann á morgun, laug- ardaginn 13. ágúst. Einar Sverrir átti besta startið en Ragnar Ingi er þétt við hlið hans og Kári Jónsson rétt fyrir aftan. Þriðja umferð Íslandsmótsins í mótorkrossi fór nýlega fram í rjómablíðu á Akureyri. Bjarni Bærings tók púlsinn á kepp- endum og segir frá keppninni sem var hin fjörlegasta. Breski ökuþórinn Ed Bradley var yfirburðamaður í brautinni og langhraðastur en vélarbilun kom í veg fyrir verðlaunasæti að þessu sinni. Ljósmynd/Magnús Sveinsson Einar Sverrir Sigurðarson svífur hér glæsilega í gegnum endamarkið en hann sigraði í keppninni.Háflug í brautinni sem þykir tæknilega erfið en svæðið er skemmtilegt og vel útbúið. Einar stal senunni í mót- orkrossinu á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.