Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 6
6 | 14.8.2005 S íðsumarsstelpupartí, sem er árlegur viðburður Flugu og fylgifiska hennar, var haldið með miklum stæl nýverið. Þá eru karlmenn ekki vel- komnir. Slegið var upp hvítu tjaldi í garðinum, logandi kerti flutu um í vatnsfylltum glerskálum og bleikar blöðrur blöktu í trjánum. Það er sko ,,dresskód“ í þessu partíi; buxnadragtir eru bannaðar en hvatt er til mætingar í kvenlegum kjólum, helst dálítið blúnduleg- um og það er ,,möst“ að bera mikið skart. Og nota massa mikinn eyeliner. Tónlistin er sambland af Tom Jones, Frank Sinatra og að sjálfsögðu Abba-dísunum. Hálfgert hinsegin kvöld okkar stelpnanna. Eftir mikinn dans og söng í garðinum var bætt að- eins á varalitinn og stefnan tekin á Miðbæinn. Það voru stelpur í stuði sem mættu á frekar fúlan Vínbarinn en þar fengu þær þó glös af eðalhvítvíni og skemmtu sér við að skoða viðstadda, þeirra á meðal Sigurð Örlygsson myndlistarmann og Karl í Pelsinum og frú hans, hina huggulegu Esther. Flugnagerið færði sig síðan um set yfir á Thorvaldsen til þess að taka sporið. Þar dönsuðu þær sig sveittar og á leiðinni út sáu þær Gunnlaug Briem tónlistarmann. Sætur. Næst var ráðist inn á Rex en þar var dansgólfið litlu stærra en tölvukubbur, alltof dimmt og tveir gæjar sofandi í sófanum. Gay Pride gangan var mjög flott eins og reyndar alltaf. Einlæg gleði og mikið fjör einkenndu þennan ómissandi viðburð í menningarlífi okkar Reykvíkinga. Það var frábært að sjá Birnu Þórðardóttur ,,alt- mugligtkonu“ njóta sín í botn í svörtu leðri með písk á lofti og óræðan svip. Hommahnjúkavagninn svonefndi sló í gegn en virkjunarheilarnir á bak við þá hugmynd voru Felix Bergsson leikari og eiginmaður hans Baldur Þórhallsson. Á þessum vagni voru allir að sjálf- sögðu klæddir vinnugöllum og báru öryggishjálma og voru ótrúlega flottir! Minntu á hluta liðs- manna Village People. Nýlega opnaði heldur betur nytsamleg og mögnuð verslun neðarlega á Vestur- götunni en hún ber hið virðulega heiti: Nornabúðin. Flugustelpa var að spóka sig um á nýju leðurstígvélun- um, liðka þau fyrir haustið, þegar hún gekk fram á hina seiðandi og stór- skemmtilegu búð. Skemmst er frá því að segja að okkar kona heillaðist alveg upp úr stígvélunum og drakk í sig allt sem fyrir augu bar. Meðal þess sem fæst í þessari sannkölluðu töfrabúllu er Fá- vitafælan en það er verndargaldur fyrir fólk sem verður ástfangið af tilfinninga- legum fávitum. Alveg tilvalin tækifær- isgjöf í vinkonuhópnum. Skelfileg en jafnframt nýstárleg þjófa- vörn nornastelpnanna blasir við á hurðinni: ,,Nornabúðin er varin með öflugum þjófa- galdri“. Þjófnaði verður svarað með bölvunum og hefndarseið. Eins gott að hnupla ekki einu sinni reykelsi, gæti haft dulúðugar afleiðingar í för með sér … | flugan@mbl.is L jó sm yn di r: E gg er t Hinsegin kvöld hjá Abba-dísum … það er verndargaldur fyrir fólk sem verður ástfangið af tilfinningalegum fávitum … FLUGAN Herbjörn Þórðarson og Valgerður Guðnadóttir. María Elísabet Steinarsdóttir og Styrmir B. Kristjánsson. Sigurður Guðmundsson, Gróa Hreinsdóttir og Guðmundur Óskar Guðmundsson. Eyjólfur Þorleifsson, Hild- ur Guðný Þórhallsdóttir, Clara Regína Ludwig og Margrét Ludwig. Davíð Smári Harðarson og María Sveinsdóttir. Ragnheiður Guðna- dóttir, Helga Berg- steinsdóttir og Sigrún Bergsteinsdóttir. Katla Þorsteinsdóttir og Helga S. Guðmundsdóttir. Sigríður Valdimars- dóttir, Guðrún Val- dís Jónsdóttir og Jón Helgason. Bjarnólfur Lárusson og Þóra Clausen. Guðrún Agnarsdóttir, Birna Helgadóttir, Ágústa Sigfús- dóttir og Valdís Vífilsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Steinar Geirdal, Vigdís Er- lingsdóttir og Dagný Geirdal. Í Íslensku óperunni var sérstök hinsegin-hátíðarsýning á Kabarett. Bobby McFerrin söng með Kammerkór Langholtskirkju og áheyrendum í Háskólabíói. Jenný Gunn- arsdóttir og Anna Hafberg. Inger Steinson og Elín Krist- jánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.