Morgunblaðið - 14.08.2005, Side 12

Morgunblaðið - 14.08.2005, Side 12
R eu te rs Kiri te Kanawa fæddist 6. mars 1944 í Gisborne á Nýja-Sjálandi. Þegar á unglingsaldri var hún orðin stjarna í heimalandi sínu. Hún söng allt milli himins og jarðar – vinsæl söng- leikjalög, þjóðlega tónlist maóría, dægurlög og óperuaríur. Kiri fékk styrk til að læra söng í London og var samþykkt án áheyrnarprufu í London Opera Center. Hún söng lítið hlutverk í óperu sem stjórnað var af Sir Colin Davis, hann tók strax eftir henni og vildi hana í stærri verk. Í framhaldinu söng hún hlutverk Carmenar en stóra stundin rann upp árið 1971 í Brúð- kaupi Fígarós í Konunglegu óperunni í Covent Garden. Þar söng hún Greifynj- una og varð eftirsótt um allan heim. Önnur hlutverk sem hún hefur farið með eru til dæmis:  Donna Elvira í Don Giovanni  Pamina í Töfraflautunni  Fiordiligi í Cosi fan tutte  Marschallin í Rósariddaranum  Greifynjan í Capriccio  Arabella í samnefndri óperu  Mímí í La bohème  Víóletta í La traviata  Elísabet í Don Carlo  Margrét í Fást  Mikaela í Carmen Auk óperusöngsins hefur Kiri te Kan- awa spreytt sig bæði á ljóðasöng og sí- gildum dægurlögum. Fáir söngvarar hafa hlotið jafnmikla athygli frá jafn- mörgum samtímis, og þegar Kiri söng einsöng í brúðkaupi Karls Bretaprins og lafði Díönu árið 1981. Sjónvarps- áhorfendur um víða veröld voru 600 milljónir. Ári síðar var Kiri öðluð af bresku krúnunni. Hún hefur einnig ver- ið sæmd heiðursnafnbótum frá ýmsum háskólum. Óperur, ljóðasöngur og dægurlög ekki hafa áhuga á slíku. Fasanar skulu það vera. Og akurhænur. Veiðin er aðal- áhugamálið en Kiri talar einnig um fjölskylduna, vinina og húsið sitt á Nýja- Sjálandi. „Það er náttúrlega einungis hægt að vera á einum stað í einu og núna nýt ég þess að vera á Íslandi,“ segir hún og brosir. Björk þurfti að fara í burtu Kiri var ættleidd þegar hún var kornung. Móðir hennar var írsk og faðir hennar af ættflokki maóría á Nýja-Sjálandi. Maóríar eru taldir hafa komið til landsins frá öðrum eyjum í Pólýnesíu. „Sem barn var ég alltaf syngjandi. Ætli æska mín hafi annars ekki verið frek- ar venjuleg og lík æsku margra annarra barna. Maður fer í skóla, er í frí- stundum, fer í frí og svo framvegis. Við vorum mikið á ströndinni. Ég var ekki alin upp á hefðbundinn hátt maóría en er maóríi í hjarta mér, alveg eins og ég er og verð alltaf Nýsjálendingur. Þegar ég fer í gegnum vegabréfsskoðun á Eng- landi er ég spurð að því af hverju ég fái mér ekki breskan passa – fólk frá Nýja- Sjálandi getur það. Ég myndi hins vegar aldrei gera það og hef aldrei haft þörf fyrir að vera neitt annað en Nýsjálendingur,“ segir hún. Við ræðum frægð, tækifæri og heimahagana. „Björk, sem dæmi, gæti aldrei hafa átt þann feril sem hún hefur átt með því að halda sig á Íslandi. Hún þurfti að fara í burtu. Ferill fólks getur orðið of stór fyrir land þess en fólkið sjálft verður það ekki. Frægðarblóminn vex út fyrir landsteinana en hjartað er á heimaslóðunum,“ segir hún. Hvenær gerði hún sér annars grein fyrir því hvert ferill hennar var tekinn að stefna – að hún væri í raun á þröskuldi heimsfrægðar? „Ég held að maður geri sér ekki grein fyrir því meðan það er að gerast. Mað- ur veit hvað maður á að vera að gera, maður er ungur, sinnir náminu, lærir meira, fær stöðugt fleiri verkefni – og skyndilega fer eitthvað á skrið. Eitt leiðir af öðru og ferill verður til. Tíminn líður og skyndilega er þetta orðinn glæsi- legur ferill. Þetta er eins og hvað annað og það er erfitt að segja hvenær ferillinn fór af stað fyrir alvöru eða hvenær það var um það bil að eiga sér stað. Ég var í raun alltaf óviss um framhaldið.“ „Þetta bara gerðist“ Ef Kiri lítur til baka hvað er henni minnisstæðast? Hún hugsar málið og segir síðan hægt að margt standi upp úr. Hvern viðburð hafi hún hins vegar einfaldlega tekið fyrir sig. Stórar stundir á óperusviðinu hafi hreinlega verið vinna sem hún átti að inna af hendi. „Ég fór ekki á sviðið og hugsaði að í kvöld væri stóra kvöldið. Þetta bara gerðist. Í dag lít ég til baka og hugsa með mér að þetta og hitt hafi einfaldlega átt sér stað og í sjálfu sér ekki verið neitt meira en það. Ég sinnti starfinu, þessi og hin kvöldin voru góð og það var gott fyrir ferilinn. Síðan vaknaði ég næsta morgun, þurfti að byrja aftur og gera það sama aftur og enn á ný. Ekkert af þessu gaf mér þá tilfinningu að nú væri ég endanlega komin í höfn. Kvikmynda- leikari getur leikið stórkostlega í kvikmynd en aldrei komið fram í annarri, þannig að það er ekki hægt að gera ráð fyrir að ferillinn haldi endilega áfram að þróast.“ Hún bendir á að starfinu fylgi mikil ferðalög og oft og tíðum átök og erf- iðleikar. Það reyni á þolinmæði og úthald og fólk megi ekki taka það sem það gerir of alvarlega. „Auðvitað tekurðu það alvarlega en ég á við að gagnrýni er ekki hægt að taka of alvarlega. Annars myndirðu gefast upp. Þú verður bara að halda áfram,“ segir hún. „Ég held að umboðsmenn hafi verið miklu umhyggjusamari þegar ég var að byrja. Þeir hugsuðu um söngvarana. Nú eru söngvarar venjulega undir fólki sem þarf að hugsa um peninga og fá inn fé fyrir óperuna. Forgangsröðunin er orðin önnur. Núna er hinn almáttugi dollari undirliggjandi í öllu.“ Vissi ekki af milljónunum – Sumu hljóta að fylgja miklar væntingar sem erfitt getur verið að standa undir. Hvernig var til dæmis að syngja í brúðkaupi Karls Bretaprins og Díönu – fyrir framan meira en hálfan milljarð jarðarbúa? Kiri brosir. „Veistu, að ég vissi hreinlega ekki að fjöldinn væri þetta mikill. Hann skipti því ekki máli. Það sem þú veist ekki um hefurðu ekki áhyggjur af. Þegar ég loks heyrði töluna breytti hún engu – lagið var það sama. Það að syngja í brúðkaupinu var bara eitthvað sem ég var beðin að gera og gerði,“ segir hún og kinkar kolli til vinkonu sinnar í ánni. Stuttu síðar dembir hún sér út í til hennar og leiðsögumannsins Gunnars Norðdahls. „Ég þyrfti nú að ná einum laxi meðan þið eruð hérna,“ kallar hún meðan hún veður strauminn. „Annars er líka lax í ísskápnum sem þið gætuð bara náð í og fest á öngulinn. Svo tökum við myndirnar, er það ekki?“ Kiri te Kanawa glottir, skellir síðan upp úr og gerir sig líklega til að kasta. | sigridurv@mbl.is Garðar Cortes – óperusöngvari „Kiri te Kanawa er með yndislegri konum sem ég hef hitt um ævina; falleg, tíguleg og svo syngur hún eins og engill. Hún er söngkona í slíkum gæðaflokki að þær eru mjög fáar sem ná nokkurn tímann upp í hann. Hins vegar er ekki hægt að merkja það á Kiri á neinn hátt. Þegar hún söng á tón- leikunum í Háskólabíó árið 2003 fékk hún að æfa sig í Söngskólanum. Við vorum þar með masterclass-námskeið og hún gaukaði því að mér að sér þætti gaman að fá að koma óvænt inn í tíma og hitta nemendurna. Þarna stóð þessi frægasta núlifandi söngkona skyndilega inni hjá söngnemunum sem vissu náttúrlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hún tók þau öll algjörlega með trompi, sagði þeim til, söng fyrir þau og sýndi þeim í leiðinni hvernig alvöru prímadonnur haga sér, nefnilega nákvæmlega eins og þú og ég, líkt og hver önnur venjuleg manneskja.“ Einar Bárðarson – umboðsmaður „Ég kynntist Kiri árið 2003. Við tókum á móti henni á flug- vellinum og maður fann strax hvað hún var almennileg manneskja. Það fyrsta sem hún vildi vita var hvort útlend- ingar mættu veiða hér og hvort hún gæti komist í veiði. Með sér hafði hún myndir af fiskum sem hún hafði veitt, til dæmis risastórum túnfiskum. Kiri hefur tekið miklu ást- fóstri við fólkið hér og við landið. Í fyrrahaust hringdi hún í mig og vildi endilega koma við og sjá norðurljósin. Í kring- um tónleikana í október ætlar hún, eins og áður, að gefa sér tíma til að kenna aðeins í Söngskólanum. Það er náttúrlega alveg ótrúlegt fyrir nemendurna, kannski líkt og Eric Clapton dúkkaði upp í Gítarskóla Ólafs Gauks með frítt gítarnámskeið.“ Gunnar Norðdahl – leiðsögumaður „Ég hef verið leiðsögumaður Kiri te Kanawa og leiðbeint henni í laxveiðinni. Við veiðarnar hefur hún gist í sum- arhúsinu mínu. Kiri kemur mér fyrir sjónir sem mjög elsku- leg manneskja. Hún er alls engin pempía og hefur alla tíð verið mikið fyrir veiðar. Kannski er besta lýsingin á Kiri að segja að hún sé alþýðleg stjarna. Það er ekki til í henni að hún líti eitthvað öðruvísi á sig en leiðsögumanninn eða ann- að fólk í kringum sig. Hún er nægjusöm og finnst mjög gaman að horfa á félagana veiða. Hún er róleg og afslöpp- uð og veiðir á fallegan og snyrtilegan hátt – í raun eins og hefðarkona.“ Kynnin af Kiri 12 | 14.8.2005

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.