Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 2
ASKJA, sem hefur umboð fyrir
bíla frá Mercedes Benz, hefur
fengið fyrstu bílana í hinni nýju B-
línu. Er það næsti bíll ofan við A-
línuna, minnsta bílinn frá Merce-
des Benz. Í fyrstu sendingunni eru
bílar með dísilvél en bílar með
bensínvél eru væntanlegir. Verður
unnt að skoða bílana og kynna sér
þá hjá umboðinu strax í næstu
viku.
Forráðamenn Öskju buðu bíla-
blaðamönnum í snaggaralega
kynningu á allri línunni frá Merce-
des Benz. Var tekið í bíla af A-
gerðinni, hinni nýju B-línu, C-bíl,
E-bíl og síðan jeppann nýja, M-
línuna. Askja hefur því að bjóða
mjög fjölbreytt úrval fólksbíla og
jeppa, auk atvinnubílanna, og verð-
bilið er líka orðið mjög mikið.
Samkeppnishæft verð
Hér verður einkum staldrað
nokkuð við nýja B-bílinn enda er
það áhugaverður bíll og þótt
verðútreikningum sé ekki ná-
kvæmlega lokið er ljóst að hann
mun kosta tæpar 2,5 milljónir
króna. Er hann því í nokkuð góðri
stöðu í samkeppni við ýmsa bíla
sem telja verður hliðstæða, t.d.
Volkswagen Touran og Opel Zaf-
ira. B-bíllinn er þó ekki sjö sæta
eins og hinir.
B-línan er vel lagaður bíll og
lengd hans er 4,27 metrar og því
42 cm lengri en A-gerðin. Hjólhaf-
ið í B-línunni er 2,77 metrar og
gefur það bílnum mjög gott inn-
anrými og það er kannski einkenn-
andi fyrir það sem B-línan hefur
að bjóða; þetta er hagnýtur bíll
sem um leið er vel búinn og
skemmtilegur í akstri.
Allur framendinn á bílnum er
hallandi allt frá fremri þakbrún og
niður á stuðara. Afturendinn er
nokkuð brattur og allar luktir
áberandi og skemmtilegar. Brot-
línur eru í hliðum og bíllinn er eins
og áður sagði vel lagaður og vel
heppnaður í útliti. Hann er sömu-
leiðis ágætlega heppnaður að inn-
an og er sérstaklega eftirtektar-
vert hversu vel ökumaður getur
komið sér fyrir undir stýri og lag-
að sig vel að öllu með fjölbreyti-
legum stillingum sætis og stýris.
Þá er frágangur og yfirbragðið allt
á mælaborðinu þannig úr garði
gert að það vekur traustleika og er
eins og vel hafi verið hugsað fyrir
öllum aðgerðum og möguleikum
við meðferð bílsins.
Mjúkur
Tekið var í bíl með 1,8 lítra dís-
ilvél og er hún 109 hestöfl og togið
er 250 Nm við 1.600 til 2.600 snún-
inga. Þessi vél rífur ekki 1.435 kg
þungan bílinn af stað með látum en
hún er drjúg í vinnslu og mjög
skemmtileg í akstri úti á vegum.
Kemur fimm gíra handskiptingin
líka mjög vel út með þessari vél.
Uppgefin eyðsla er aðeins 7,2–7,6
lítrar á 100 km í borgarakstri og
telst það ágætlega sparneytið. Bíll-
inn er líka ágætlega mjúkur og lof-
ar góðu sem rúmgóður ferðabíll án
þess að ætlast sé til að hann dugi í
grófustu vegi í íslensku vegakerfi.
Í mjög samandregnu máli má
segja eftirfarandi um línuna hjá
Mercedes Benz:
A-línan: Vel búinn borgarbíll
sem gott er að umgangast.
B-línan: Rúmgóður og drjúgur
dísilbíll til ferðalaga á samkeppn-
isfæru verði.
C-línan: Þægindi á alla enda og
kanta, hentar vel fyrir þá sem vilja
fyrirhafnarlausan akstur.
E-línan: Hljóðlítill og mjúkur
með dugmikið viðbragð sem hæfir
þeim sem vilja voldugan bíl.
M-línan: Ferðabíll fram í fing-
urgóma þar sem kraftur er ekki
sparaður, á jafnt við um dísel- og
bensínútgáfuna. Einnig vel hæfur í
virðulega notkun í þéttbýlinu.
Morgunblaðið/jt
Nýja B-línan hjá Mercedes Benz er laglega gerður bíll.
Askja ekur B-línunni af stað
Hægt er að stilla hæð sætis í B-línunni sem er alltaf verðmætur kostur.
Myndarlegur floti, C-línan, tveir úr M-línunni, B-línan nýja og loks bíll úr A-línunni.
B-línan verður til sýnis hjá Öskju í næstu viku.
joto@mbl.is
2 B FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
BÍLALAND B&L hefur að
undanförnu boðið kaupendum
notaðra bíla vaxtalaus lán og
lýkur því tilboði á morgun,
laugardag. Eru lánin veitt til
allt að 48 mánaða og eru án alls
lántökukostnaðar og án verð-
tryggingar.
Kaupverð bílsins, eða sá hluti
þess sem fenginn er að láni,
deilist niður á þann mánaða-
fjölda sem lánið tekur til og því
eru mánaðargreiðslur óbreytt-
ar út lánstímann. Bílaland B&L
hefur staðið fyrir slíkum vaxta-
lausum dögum árlega síðustu
árin og segir Guðlaugur Andri
Sigfússon hjá Bílalandi viðtök-
urnar ávallt hafa verið góðar.
Vaxtalaus-
ir dagar
á enda
Toyota Landcruiser 100 vx árgerð 2000
Sjálfskiptur, ekinn 118 þ. km, dráttarkúla, leðuráklæði, topplúga,
spólvörn. Verð 4.490.000. Skipti möguleg á ódýrari.
Gullfallegur bíll með 100% þjónustu.
Við seljum bílana
KEPPT verður í sérstæðri aksturs-
íþrótt í dag á bílastæðinu við Hús-
gagnahöllina við Bíldshöfða í
Reykjavík. Að keppninni standa
Max1 Bílavaktin og ítalski dekkja-
framleiðandinn Pirelli. Felst íþrótt-
in í eins konar frjálsum akstri á
merktri braut og eiga keppendur að
spóla af krafti út á hlið í brautinni
og sýna listir sínar á frjálsu svæði.
Eknar verða tvær umferðir í
keppninni en fyrst fá keppendur að
fara eina ferð til að prófa sig áfram.
Hver ferð á að taka tvær mínútur
að hámarki. Keppnin hefst kl. 21 og
á henni að ljúka um kl. 23. Gert er
ráð fyrir um 50 keppendum.
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja-
víkur hefur umsjón með fram-
kvæmd keppninnar, ekki síst ör-
yggishliðinni, sér um öflun leyfa og
gæslu meðan á keppninni stendur.
Pirelli gefur keppendum sem kom-
ast í aðalkeppni dekkjagang sem
ætlast er til að verði notaður í að-
alkeppninni. Þá hlýtur sigurveg-
arinn að launum nýjan gang frá
Pirelli, bikar og áskrift að bíla-
blaðinu Bílar og sport. Dómarar
verða þrír, frá akstursíþrótta-
félögum og sérfræðingum í mót-
orsporti auk keppnisstjóra.
Áhorfendur geta fylgst með
keppninni á góðum útsýnisstað frá
lóðinni ofan við bílastæðið, á horni
Bíldshöfða og Höfðabakka.
Í frétt frá aðstandendum keppn-
innar kemur fram að þessi keppni
eigi uppruna sinn í Japan þar sem
hún sé mjög vinsæl en hafi síðan
borist til annarra landa, m.a.
Bandaríkjanna.
Spólað og skrikað við
Húsgagnahöllina í kvöld