Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 7

Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 B 7 bílar              !"#$ %!                                      & ' ( )! * & $!+!"!  # % ', &!- ' .& %/ # &$ %#)&  %& %0& "&# # ! %/## & 0)%   %  1   2$#% "%3  %  #4%  2$#%!    & 0#)$ % %   )! #5& % "   %$& % #$! %/##   %  & 0%  &)) 4 %26! ! " & 0#)$ %   /! %/## #5&  "   %$& % #$! %/##   & %  & 0%  &)) 4 %26!  ! & ' ( /  & 0#)$  ,& &  70)% &  #4% "0 & 4) " # 8 ) )/$& %/ && "&#  &  %0 $22 6& $#)"&#" %/ #$%  & ' ( /  &  # % ,& &! 9%  2   /& :$ &:%%  & 0 "&# # ! %/## &  %$&  "0 1 4)  2$#% " &  % ' & ' ( /  ,' &! ()(* & #5& % && "&#" %/ 4) &$  %#)& +&& &5 &    %& "%)$#  & & &$  )!  %#)# & "#%  )&# " # ! *  # + &% %  "! ' ;%$& " &#$ &  ' < /  ,' &! , &% %  $ "! ' ;%$& " &#$ & '< /  , ' &! =22 0 " &  :& % $ & %$##) +$  " %/## & 0%$& " &#$ $!+!"!  /$  '  #! %/## & ##$& %  % 4 #  &&$! "+() 7:&# & #5$#) & &%3 %/##  #4%  +& )$   "$# ## "&#" %/3 & %0&& & # + &$ "% " # #4%$ 4)  +& )  %$ && ## %0&& " &#!      -        ./""                        (( >? @A ?B A ( ! ! ÞREYTA og ónógur svefn eða hvíld er orsök umferðarslysa í vaxandi mæli. Í rannsóknum í Svíþjóð hefur komið fram að syfja og þreyta er talin orsök um það bil fimmta hvers umferð- arslyss og sé álíka alvarlegt vandamál og akstur undir áhrifum áfengis. Greint er frá ýmsum hliðum þess- ara mála í nýju tölublaði norræns tímarits um vegi og flutninga. Er þar m.a. sagt frá rannsóknum starfs- manna sænsku stofnunarinnar VTI sem sérhæfir sig í samgöngu- rannsóknum. Sinnir hún bæði eigin sjálfstæðum rannsóknum og tekur að sér kannanir og úttektir fyrir sænsk vegamálayfirvöld, verktaka og aðra sem hafa samgöngumál á sinni könnu. Nútímaþjóðfélagið sefur aldrei Minnt er á að nútímaþjóðfélagið sofi nú orðið aldrei. Hægt er að fá alls kon- ar þjónustu allan sólarhringinn og sjö daga og nætur vikunnar enda má segja að bæði afþreying og ýmis þjóð- þrifastörf krefjist þess að unnið sé all- an sólarhringinn. Verslanir eru opnar, útvarp og sjónvarp bjóða dagskrá allan sólarhringinn og æ fleiri gegna störf- um sínum á sólarhringsvöktum. Þetta hlýtur að geta átt við hérlendis í tals- verðum mæli og því ekki úr vegi að stikla á stóru um þreytu og akstur. Margir bílstjórar vanmeta þreytu sína og hættu sem hún kann að hafa í för með sér þegar akstur er annars vegar. Segir í greininni að ekki sé nóg að hlusta á tónlist, þamba kaffi eða hafa gluggana opna til að halda sér vakandi og með á nótunum. Líkaminn þarfnist hvíldar og bílstjórar verði að gera ráð fyrir því þegar þeir skipu- leggja ferðir sínar. Talið er að þeir sem séu í mestri áhættu séu ungir ökumenn og at- vinnubílstjórar auk vaktavinnufólks. Ungir ökumenn hugsi ekki mikið um þetta vandamál og atvinnubílstjórar veigri sér við því að fá sér blund í miðju verki þar sem stífar áætlanir þeirra leyfi það ekki og vegna hræðslu um að bíl eða farmi verði stolið. Þannig hefur sólarhringsþjóðfélagið bæði sína kosti og galla og til að draga úr göllunum er varða umferðina má e.t.v. gera eitt og annað. Hægt að vekja menn við stýrið Dæmi eru um hrufóttar vegamerk- ingar á hraðbrautum og þjóðvegum sem hafa það í för með sér að leiti bíll út af fer hann yfir þessar merkingar og ökumaður vaknar og bregst við hafi hann sofnað eða misst athyglina. Þá er til að í bílum sé búnaður sem t.d. vekur ökumenn sem sofna fram á stýrið eða jafnvel drepa á bílnum. Á vegum Evrópusambandsins hafa farið fram tilraunir með tölvukerfi, skynjara sem safna upplýsingum um hegðan ökumanns, og er hún m.a. metin út frá gripi hans á stýri, hvernig augnhreyf- ingum er háttað og hvort bíllinn rási. Komi síðan fram frávik frá þessari hegðun sem kerfið hefur numið er öku- manni gert viðvart. Nemi er t.d. í bak- sýnisspegli og þar er svonefnt smart- kort sem hefur að geyma upplýsingarnar um venjulega hegðan. Þegar eitthvað ber út af gefur kerfið merki t.d. með titringi í öryggisbeltinu. Brýnt að upplýsa ökumenn Mikilvægast er þó talið vera að upp- lýsa ökumenn um þessa hættu og ekki síður þá sem skipuleggja verkefni at- vinnubílstjóra. Þarf þá ekki síst að vekja athygli manna á því að þreytan dregur úr hæfni og þótt ökumenn steinsofni kannski ekki á fullri ferð geta þeir dottað, athyglin dottið út í sekúndubrot eða jafnvel örfáar sek- úndur – nóg til þess að það gæti haft afdrifaríkar afleiðingar. Morgunblaðið/RAX Stundum geta ökumenn hreinlega verið of þreyttir og vanhæfir til aksturs. Vakandi við stýrið? joto@mbl.is BMW og Mercedes Benz munu á bíla- sýningunni í Frankfurt í næsta mán- uði sýna nýja næturlýsingu á ákveðnum bílum. Kemur hún til við- bótar venjulegum aðalljósum, nær lengra og getur því ökumaður hugs- anlega greint t.d. fólk eða dýr á ferli mun fyrr en ella. Frá þessu er greint í nýjasta tölu- blaði bílatímaritsins Automotive News. Tæknin við þessa aukalýsingu er ekki alveg hin sama hjá þessum framleiðendum en í báðum tilvikum sjá ökumenn lengra fram á veginn í myrkri og geta því brugðist fyrr við ef skyndileg hindrun birtist. Samkvæmt upplýsingum frá BMW látast um 23 þúsund manns í bílslysum í myrkri og dimmviðri á hverju ári og um 560 þús- und slasast. Í Þýskalandi verður um helmingur slysa að næturlagi þótt um 75% umferðarinnar sé yfir daginn. Bjóða næt- urlýsingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.