Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 B 11 bílar GAZELLE er nafn á atvinnubílum frá Rússlandi sem bílasalan Hraun í Hafnarfirði hefur fengið umboð fyrir. Í Gazelle-línunni eru pallbílar með einföldu eða tvöföldu húsi og með eða án sturtu, sendibílar eða 7–14 manna smárútur. Má segja að þeir séu dæmi- gerðir verktakabílar. Árið 1992 var stofnað í Rússlandi einkafyrirtæki á grunni hinna gam- algrónu verksmiðja sem framleiddu GAZ 69 eða gömlu rússajeppana og fleiri bíla og því stendur fyrirtækið á gömlum merg og býr yfir talsvert mikilli reynslu á sínu sviði. Gazelle er þegar kominn á blað í nokkrum ná- grannalöndum, m.a. Noregi, Finn- landi og Þýskalandi, svo og Tékklandi og Póllandi, svo dæmi séu tekin. Langur undirbúningur Rafn Guðjónsson, sem stýrir dag- legum störfum á Hrauni, segir að undirbúningur að innflutningi bílanna hafi staðið yfir síðustu vikur og mán- uði. Nú sé sala og kynning að hefjast. Bílana fær hann frá aðalbirgðastöð fyrirtækisins í Tékklandi en aðal- stöðvar sölu í Evrópulöndum eru í Þýskalandi. Gazelle verða boðnir hérlendis sem aldrifsbílar og er það sítengt. Þeir eru með háu og lágu drifi og hægt er að læsa millikassa. Vélin er frá Perkins, svonefnd Andoria, og er 2,4 lítrar, fjórir strokkar og 90 hestöfl. Síðar verður fáanleg 2,2 lítra díselvél frá Steyr og verður hún 110 hestöfl. Gír- kassi er fimm gíra og handskiptur. Eins og fyrr segir er Gazelle eink- um hugsaður sem atvinnutæki og get- ur Hraun boðið bílinn í allmörgum út- færslum eftir því hvers konar verkefni bílnum eru ætluð. Þannig getur hann verið pallbíll með tveggja eða þriggja manna einföldu húsi, með tvöföldu húsi sem getur þá verið allt að sjö manna, hefðbundinn sendibíll eða smárúta þegar fram í sækir. Burðargetan er tvö tonn. Þá verður unnt að útbúa hann með krana sem kæmi þá á hefðbundinn stað milli húss og palls og þannig má hiklaust telja bílinn fjölhæfan í hvers kyns verktöku. Segir Rafn að bíll sem þessi henti litlum verktökum og t.d. bæj- arfélögum og hafa þegar tvö bæjar- félög lýst áhuga á kaupum. Sem atvinnutæki er bíllinn búinn öllu því nauðsynlegasta en þægindum er haldið í lágmarki. Þannig er hann hvorki með samlæsingum né hliðar- speglum sem stillanlegir eru inn- anfrá. Bíllinn er búinn blaðfjöðrum bæði að framan og aftan en segja má að hann sé merkilega mjúkur þrátt fyrir það. Þá er ástæða til að nefna að útsýni er gott úr bílnum og finnst öku- manni hann hafa sérlega góða yfirsýn við aksturinn. Í viðbragði er Gazelle sagður ná 60 km hraða á 14 sekúndum og er hann því ekki beint snaggaralegur. Há- markshraði er 115 km á klst. en það sem helst verður tekið eftir við vélina er að hún er nokkuð hávær. Hugs- anlega má laga það nokkuð með meiri klæðningu og einangrun. Gott verð Sem dæmi um verð má nefna að 7 manna sendibíllinn kostar 2.650.000 með virðisaukaskatti og pallbíll með tvöföldu húsi kostar 2.450.000 með vsk. Sé hann tekinn með sturtu og ál- palli er verðið 2.790.000 kr. Þetta er hikstalaust gott verð fyrir vinnubíl með aldrifi og þokkalega burðargetu í margs konar smáverk. Verðið er síðan enn lægra án vsk. fyr- ir verktaka og þá sem það á við. Verð- ur hann áreiðanlega skæður keppi- nautur vegna verðsins. Hins vegar er hann ódýr meðal annars vegna þess að ekki er verið að elta ólar við þæg- indabúnað og því verður stundum að hafa örlítið meira fyrir akstri og með- höndlun bílsins. Það skilar sér í þessu lægra verði og hlýtur að teljast mikill kostur. Hraun hefur samið við bifreiða- verkstæðið Rótor í Hafnarfirði um að annast þjónustu við Gazelle en Hraun verður með varahlutasölu. Hraun flytur inn Gazelle frá Rússlandi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Bílasalan Hraun í Hafnarfirði býður Gazelle vinnubíla í nokkrum gerðum. Aðstaða ökumanns er ágæt en ekki er verið að elta ólar við óþarfa pjátur. Í tvöfalda húsinu smeygja menn sér aftur í með því að renna framsætinu til í átt að ökumannsstólnum og virðist það ágætlega hentugt fyrirkomulag. joto@mbl.is KIA hyggst auka verulega við sölunet sitt í Evrópu til að mæta mjög aukinni sölu í álfunni. Hefur þegar verið bætt við um 160 sölustöðum það sem af er árinu og eru þeir þá alls orðnir tæp- lega tvö þúsund. Talsmenn Kia segja marga hafa áhuga á að selja bíla frá fyrirtækinu og því hafi ekki verið vandamál að fá fleiri söluaðila til þessa og fleiri séu í sigtinu fyrir næstu misseri. Kia hefur aukið söluna nánast hvar sem er í Evrópu en á fyrri helmingi ársins var söluaukningin um 41%. Fyrirtækið áætlar að selja í ár 336 þúsund bíla í álfunni að sögn Kyung- Soo Lee, forstjóra Kia í Evrópu og lét hann þau orð falla þegar Kia Rio var kynntur blaðamönnum í Frakklandi á dögunum. Hann sagði einnig að til að fylgja eftir góðri stöðu í Evrópu hefði verið ákveðið í samvinnu við Hyundai að styðja heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í sjö ár frá og með árinu 2007. Hann sagði að frá því Kia hóf að flytja út bíla árið 1990 hefði Evr- ópu verið gefinn sérstakur gaumur og svo yrði enn. Ekki síst væri hinum nýja Kia Rio ætlað að koma til móts við óskir og þarfir Evrópubúa. Færa út kví- arnar í Evrópu CITROËN kynnir á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði hug- myndabílinn CSport Lounge. Er það sérlega straumlínulagaður bíll, hann- aður fyrir hraðakstur og er innrétt- ingin líkari flugstjórnarklefa en bíl. Samkvæmt upplýsingum framleið- andans er þessum bíl ætlað að geta sýnt af sér sérlega góða aksturseig- inleika, þægindi og gæði út í gegn. Bíllinn er breiðleitur og mikill enda sporvíddin mikil og hann á að geta rúmað fjóra með góðu móti. Auk þess að gera bílinn sérlega straumlínulag- aðan og ávalan á alla lund er það ætl- un framleiðanda að ökumaður og far- þegar fái það á tilfinninguna að allt innanstokks sé líkara umhverfi flug- vélar en bíls. Er það líklega til að und- irstrika hraðbrautarnotkun sportbíls sem þessa. Nýr hugmynda- bíll Citroën VW GOLF ÁRG. '95 Ek. 160 þús. km. Golf, ekinn 160 þús., skoðaður '06. Verð 210 þús. Upplýsingar í síma 864 4410. TOYOTA COROLLA H/B 1600 Ekinn 60.000 km. Reyklaus. Vindskeið, aurhlífar, skottmotta. Ásett verð 650.000. Uppl. í símum 860 4452 og 564 4452. TOYOTA COROLLA árg. '98, toppbíll Rauð Toyota Corolla S/D 1600,5 dyra, nýskr. 11/1998, ek. 111 þ. km. sjálfsk. ný heilsársdekk, nýtt púst, reyk- laus, 2 eig. Verð 550 þús. S. 867 0647 og 552 2003. Jeppar RANGE ROVER 4.6, ÁRGERÐ 2000 Ekinn 140 þús. km. Dökkblár. Gullfallegur með öllu. Verð 450 þús. út og yfirtaka á bílaláni. Til sölu og sýnis hjá Bílasölu Reykjavíkur. Uppl. í síma 867 4418. FORD ESCAPE 03/05 Skrd. 17.03.05. V6, 3000CC, ek. 9 þús. km, leðursæti og topplúga, 6xCD, dökkar rúður, ssk. o.m.fl. Óaðfinnanlegt eintak. Ath. verð aðeins 2.790 þús. stgr. Sími 821 2066. Bílar óskast SUZUKI VITARA 1996 Ek. 105 þ. km. Hvítur, 5 dyra, 5 gíra. Upph. 31" dekk. Verð 550-600 þ. Sími 691 0825. Fornbílar 1974 FORD CAPRI GT Nýuppgerður og gullfallegur, eini sinnar tegundar á landinu. 2.8 V6 vél, ekin 118 þús. Vel sprækur. Uppl. í síma 693 4684 eða www.74capri.tk. Ásett verð 700 þús. Skoða öll tilboð, engin skipti. Maggi. Vörubílar Vagnasmiðjan ehf. auglýsir: Verktakar, vagna- og vörubílaeigendur!  Vagnasmiðjan býður til afgreiðslu nú þegar, eða með skömmum fyrirvara, U-laga eða kantaðar malarskúffur úr Hardox 450 stáli (sjá mynd). Einnig U-laga skúffur á 4ra öxla bíla.  Passa á flesta eldri vagna, m.a. frá Vélsm. Sigurðar, Sindra, Langendorf og fleirum.  Eigum á lager nýjan Íslands-malarvagn, árgerð 2005, (sjá mynd).  Smíðum palla á alla vörubíla.  Setjum á krana.  Skiptum um skúffur og palla.  Gerum við malarskúffur og palla.  Nánari upplýsingar veitir: Vagnasmiðjan ehf., Eldshöfða 21, Rvík, s. 587 2200 og 894 6000.Ýmislegt SAFNARABÍLAR Í MIKLU ÚRVALI Vorum að fá nýja sendingu. Stærðir: 1/18-1/43. Safnarinn við Ráðhúsið, Tjarnargötu 10, 101 Reykjavík, sími 561 4460. Bílasmáauglýsingar 569 1100 GULLMOLI Landcruiser 7/9 2001, bensín VX, leður og rafm. í öllu, ek. 74 þús., af- mælistýpan, vetrardekk á felgum, þjón- ustubók, einn eigandi. Bíll nánast eins og nýr. Verð 2,890 þús. Sími 862 8128. Bílasmáauglýsingar með mynd 995 kr.bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.