Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 14
TALIÐ er að 40 manns hið minnsta
hafi særst, þar af tveir öryggisverðir
alvarlega, þegar Palestínumaður
sprengdi sjálfan sig í loft upp á fjöl-
mennri strætisvagnastöð í Beersheva
í suðurhluta Ísraels gærmorgun.
Enginn hefur lýst tilræðinu á hendur
sér, en árásin var gerð aðeins fjórum
dögum eftir að ísraelskar hersveitir
urðu fimm Palestínumönnum að bana
í bænum Tulkarem á Vesturbakkan-
um. Mahmud Abbas, leiðtogi Palest-
ínumanna, fordæmdi árásina og sagði
hana „verk hryðjuverkamanna“.
Hann sagði þó að Ísraelar hefðu mátt
búast við alvarlegum afleiðingum
„glæpaverka sinna“ í Tulkarem, hún
hefði verið palestínskum vígamönn-
um „ögrun“.
Þetta er fyrsta sjálfsmorðsárásin í
Ísrael frá því brottflutningum frá
Gaza-svæðinu lauk, og sú þriðja frá
því leiðtogar Ísraela og Palestínu-
manna sömdu um vopnahlé 8. febrúar
síðastliðinn.
Þótti grunsamlegur
Strætisvagnsbílstjóra þótti sjálfs-
morðssprengjumaðurinn grunsam-
legur, því hann hafði á bakinu mikinn
og þungan bakboka. Gerði hann ör-
yggisverði því viðvart. Áður en
sprengjumaðurinn náði að stíga um
borð í strætisvagninn var hann stöðv-
aður og samkvæmt lögreglu sprengdi
hann sig í loft upp þar rétt hjá.
„Hann gekk 100 metra frá vagn-
inum og sprakk,“ sagði bílstjórinn.
„Þetta var mjög öflug sprenging.“
Öryggisverðirnir tveir, sem særð-
ust mest, fengu í sig fjölmörg
sprengjubrot og brunasár um allan
líkamann.
Öryggismálaráðherra Ísraels, Gid-
eon Ezra, sagði í gær að Ísraelar
myndu „ekki hika viða að bregðast
við“ árásinni, sem hann sagði merki
um, að stjórnvöld í Palestínu yrðu að
taka á hryðjuverkum af fullri alvöru
og leysa upp hryðjuverkasamtök.
Hann lét þó í ljós vonir um að árásin
markaði ekki upphafið að nýju, blóð-
ugu stríði. „Ég held og ég vona að
þetta sé ekki upphafið að nýrri öldu
hryðjuverka,“ sagði hann.
Haldi baráttunni áfram
Brottflutningur landtökumanna
frá Gaza, sem lauk á mánudag, fór að
mestu friðsamlega fram og bundu ísr-
aelsk og palestínsk stjórnvöld vonir
við að með honum yrði endi bundinn á
áratugalöng átök milli þjóðanna.
Leiðtogi Hamas-samtakanna, sem
eftirlýstur er í Ísrael, sendi þó frá sér
myndband á föstudag þar sem hann
hvetur Palestínumenn til að halda
áfram vopnaðri baráttu við Ísraela. Á
myndbandinu ber hann einnig lof á
hundruð Palestínumanna sem hafa
látið lífið í árásum á Ísrael og segir þá
hafa komið brottflutningnum til leið-
ar. „Án þessa heilaga stríðs (jihad) og
staðfestu okkar, hefðum við aldrei
náð að frelsa Gaza-svæðið,“ segir
hann.
Ariel Sharon hafði áður sagt að eft-
ir brottflutninginn frá Gaza væri það
á hendi Palestínumanna að sýna frið-
arvilja. „Hönd sem leitar friðar fær-
um við ólífuviðargrein,“ sagði hann,
„en velji Palestínumenn áfram leið
ófriðar verður þeim svarað af meiri
hörku en nokkru sinni áður.“
Varnarmálaráðherra Ísraels segist
búast við því að síðustu hersveitir Ísr-
aela muni yfirgefa Gaza um miðjan
september, en þá munu þeir láta
Egyptum eftir vörslu landamæranna
milli Gaza og Egyptalands. Er þetta
mikilvægur liður í brottflutningi Ísr-
aela frá Gaza.
Í gær hófu Ísraelar einnig að grafa
upp 48 lík sem grafin eru í gyðing-
legum kirkjugarði í Gaza. Verða líkin
flutt yfir til Ísraels og grafin þar.
Rúmlega 40 slasast í
sjálfsmorðsárás í Ísrael
AP
Björgunarmenn við strætisvagnastöð í Beersheba í Ísrael. Sjálfsmorðs-
sprengjumaður gerði þar árás í gær og særði 40, þar af tvo alvarlega.
Talið geta ógnað von um frið eftir
brottflutning landtökumanna frá Gaza
Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur
jse@mbl.is
14 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Síðustu fréttir af stjórnarskrárþráteflinuí Írak eru þær, að sjítar og Kúrdarhafa lagt drögin fyrir þingið, sem hef-ur þó frestað að greiða atkvæði um
þau. Var þetta gert þrátt fyrir hörð mótmæli
súnníta, sem segjast vilja taka þátt í stjórn-
málaþróuninni í landinu en ekki geta sætt sig
við, að því verði skipt upp í sambandsríki.
Væntanlega stjórnarskrá á að bera undir þjóð-
ina 15. október næstkomandi og snúist súnnítar
almennt gegn henni, er hún þar með fallin.
Bandaríkjastjórn hefur lagt ofurkapp á, að
vinnu við nýja stjórnarskrá fyrir Írak verði
hraðað sem mest en í því efni hefur þó flest
gengið á afturfótunum. Að margra mati hefur
allur ferillinn einkennst af barnalegri bjartsýni
og litlum skilningi á þeirri rótgrónu tortryggni,
sem er á milli trúar- og þjóðahópanna í Írak.
Bandaríkjamenn hafa fengið að reyna það, að
í hvert sinn, sem þeir reyna að gera einum
hópnum til geðs, móðga þeir einhvern annan.
Þeir hafa lagt fram hverja áætlunina á fætur
annarri en síðan hafa nokkur orð frá sjítaklerk-
unum í Najaf óðara gert þær að engu.
Ný stjórnarskrá forgangsmál
Þegar hernám Bandaríkjamanna og banda-
manna þeirra hófst í Írak í maí 2003 var það
mikið forgangsmál að koma saman stjórn-
arskrá sem fyrst og meðal annars til að draga
úr þrýstingi og kröfum Frakka, arabaríkjanna
og annarra um skjótan endi á veru erlendra
herja í landinu. Vildi Bandaríkjastjórn fá bless-
un Sameinuðu þjóðanna fyrir hersetunni og það
var svo aftur hluti af þeirri áætlun George W.
Bush forseta að fá önnur ríki til að taka þátt í
uppbyggingarstarfinu og kostnaðinum við það.
Þannig mætti líka dreifa ábyrgðinni, einkum ef
illa færi.
Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, fullvissaði fulltrúa erlendra
ríkja hjá SÞ um það, að ekki væri stefnt að lang-
varandi hersetu í Írak og til væri áætlun um að
koma völdunum í hendur heimamanna svo fljótt
sem auðið yrði. Burðarásinn í henni væri ný
stjórnarskrá.
Ekki lá þó í augum uppi hvernig standa ætti
að samningu nýrrar stjórnarskrár. Í fyrstu
vildu Bandaríkjamenn, að sérfróðum mönnum
yrði falið verkið en síðar vafðist það fyrir þeim
að finna réttu mennina. Ekki þótti það heldur
ráðlegt að efna strax til kosninga enda telja
Bandaríkjamenn og Evrópusambandið, að það
hafi verið mikil mistök að boða fljótt til kosn-
inga eftir átökin á Balkanskaga. Það varð til
þess, að mestu ribbaldarnir voru kjörnir á þing
enda ekki aðrir komnir fram á sjónarsviðið.
Bandaríkjamenn höfðu eðlilega áhyggjur af því,
að stuðningsmenn Saddams myndu „ræna“
stjórnmálaþróuninni í Írak.
Strandar á al-Sistani
Margir möguleikar voru skoðaðir og banda-
rískir embættismenn í Bagdad voru bjartsýnir
á, að sérstakt stjórnarskrárráð gæti tekið til
starfa í september 2003. Þegar það hefði lokið
störfum, væri hægt að halda kosningar.
Ali al-Sistani, æðsti klerkur sjíta í hinni helgu
borg Najaf, var á öðru máli. Hann sagði, að að-
eins kjörnir fulltrúar gætu komið saman jafn-
mikilvægu skjali og stjórnarskrá og í júní 2003
gaf hann út trúarlega tilskipun þess efnis, að
stjórnarskrárráð, sem Bandaríkjamenn veldu
til, væri í „grundvallaratriðum óviðunandi“.
Þeir Írakar, sem þá önnuðust stjórnarstörfin
í umboði Bandaríkjamanna, vildu ekki ganga
gegn al-Sistani og tilraunir Bandaríkjamanna
til að fá hann til að breyta afstöðu sinni voru
ekki aðeins árangurslausar, heldur hleyptu þær
illu blóði í súnníta, sem töldu, að Bandaríkja-
menn hygðust færa sjítum öll völd í hendur.
Í nóvember 2003 ventu Bandaríkjamanna
kvæði sínu í kross. Þeir ákváðu þá, að í maí á
næsta ári kæmi saman nýtt löggjafarþing, sem
ræða skyldi stjórnarskrármálin og kjósa land-
inu fullvalda bráðabirgðastjórn. Skyldu kjör-
fundir í hverju héraði velja menn á þingið.
Ekki líkaði al-Sistani þetta heldur og þar með
var þessi ráðagerð farin út um þúfur. Þegar
starfsemi skæruliða í landinu færðist í aukana,
samþykkti hann þó bráðabirgðastjórnarskrá,
sem bandarískir og íraskir embættismenn
höfðu sett saman. Átti hún að gilda þar til kjörið
þing hefði náð saman um framtíðarútgáfu henn-
ar.
Þriggja héraða-ákvæðið
Þegar kom að undirritun þessa samkomulags
létu fulltrúar sjíta þó ekki sjá sig enda al-Sistani
þá orðinn fullur efasemda. Það, sem helst vafð-
ist fyrir honum, var sú eftirgjöf við Kúrda, að
yrði væntanleg stjórnarskrá felld með auknum
meirihluta í þremur héruðum landsins, væri
hún þar með að engu orðin. Kúrdar eru í mikl-
um meirihluta í þremur héruðum.
Al-Sistani gaf þó að lokum samþykki sitt við
bráðabirgðastjórnarskránni og síðar leyfði
hann sendimanni Sameinuðu þjóðanna að skipa
bráðabirgðaríkisstjórn fram að kosningum 30.
janúar á þessu ári.
Þingið, sem þá var kjörið, hefur nú sett sam-
an drög að stjórnarskrá gegn mótmælum
súnníta. Aftur á móti getur nú Þriggja héraða-
ákvæðið, sem Kúrdar fengu í gegn, komið í bak-
ið á þeim og sjítum.
Súnnítar eru í góðum meirihluta í að minnsta
kosti fjórum af 18 héruðum Íraks og ef þeir
sameinast um að segja nei, er stjórnarskráin
dauð. Þá verður að byrja á öllu upp á nýtt.
Óvissa framundan
Óhætt er að segja, að enginn viti hvert stefni í
Írak á þessari stundu og hugsanlegt er, að
Kúrdar og sjítar knýi fram sambandsríkisfyr-
irkomulagið hvað sem Þriggja héraða-
ákvæðinu líður. Fyrir Kúrdum vakir að sjálf-
sögðu að festa í sessi þá sjálfstjórn, sem þeir
hafa haft í meira en áratug, og fyrir sjítum vakir
að vinda ofan af þeirri veraldarhyggju, sem ein-
kenndi stjórnarár Saddams Husseins og auka
tekjur sínar af olíunni.
Súnnítar óttast hins vegar, að þeir verði
skildir eftir í olíulausu smáríki í miðhluta lands-
ins og þá verði þess ekki langt að bíða, að Írak í
núverandi mynd leysist upp.
Leiðtogar arabaríkjanna óttast það líka. Í
heimi araba er engin reynsla af öðru en mið-
stýrðum ríkjum og þeir sjá fyrir sér, að ríki,
sem byggt er upp af hálfsjálfstæðum trúar- og
þjóðahópum, muni enda með sömu ósköpum og
Líbanon á sínum tíma. Á því muni engir hagn-
ast nema sjítarnir í Íran.
Hvert stefnir í Írak?
Fréttaskýring | Sjítar og Kúrdar hafa náð saman um stjórn-
arskrá gegn mótmælum súnníta en í arabaríkjunum óttast
margir hugmyndina um sambandsríki að því er segir í grein
Sveins Sigurðssonar. Þeir telja, að hún geti leitt til upp-
lausnar og blóðugra átaka eins og í Líbanon á sínum tíma.
AP
Sjítar halda á loft myndum af æðstaklerki
sínum, Ali al-Sistani. Þegar hann og Banda-
ríkjamenn hefur greint á, hefur hann yfir-
leitt haft síðasta orðið.
’Í hvert sinn, sem þeir reynaað gera einum hópi til geðs,
móðga þeir einhvern annan.‘
Washington. AP. | Sendiherra Kína í
Bandaríkjunum sagði í gær, að lík-
lega hillti undir samkomulag um yf-
irlýsingu í viðræðunum um kjarn-
orkuvopnaáætlanir N-Kóreu-
manna. Gæti það síðan leitt til þess,
að þeir féllu frá þeim.
Síðustu hrinu í viðræðunum lauk
7. ágúst en nú er unnið að því að ná
samkomulagi um meginefni vænt-
anlegrar yfirlýsingar en kínverski
sendiherrann, Zhou Wenzhong,
sagði, að markmiðið væri, að engin
kjarnorkuvopn yrðu á Kóreuskaga.
Zhou var spurður hvort það stæði
ekki fyrst og fremst upp á Kína að
fá N-Kóreustjórn til að falla frá
kjarnorkuvopnaáætluninni en hann
sagði, að öll ríkin sex, Kóreuríkin
tvö, Bandaríkin, Kína, Rússland og
Japan, yrðu að vinna saman.
Bjartsýnn
á Kóreuviðræður
Vill umræðu
um stærð ESB
Alpbach, Austurríki. AP. | Benita Ferr-
ero-Waldner, utanríkisráðherra
Evrópusambandsins (ESB), vill
hreinskilna umræðu um stærð sam-
bandsins, en hún segir ákveðna
bannhelgi hafa hvílt yfir slíkri um-
ræðu.
Ekki gefur hún neitt uppi um það
hvaða stærðarmörk ætti að setja
sambandinu en hún leggur áherslu
á að hægt sé að tengjast því á marg-
an hátt annan en að gerast full-
gildur meðlimur. „Við getum boðið
mörgum ríkjum mun nánara sam-
starf,“ segir hún.
Einnig segir hún mikilvægt að
hægt verði á stækkunarferlinu svo
íbúar aðildarríkjanna fái tíma til að
aðlagast þeirri stækkun sem átti
sér stað 2004, þegar tíu ný ríki
gengu í sambandið.