Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 25 MINNINGAR staka vináttu Guðmundar og Krist- ínar við okkur Hebu. Aldrei komum við svo heim frá útlöndum í fríum okkar að þau ekki byðu okkur til sín að hinu fallega heimili þeirra að Reynistað þar sem við kynntumst börnum þeirra vel og hinum stóra og góða vinahópi þeirra. Gleði og and- ríki fyllti ævinlega andrúmsloftið. Börn okkar áttu ávallt gott skjól hjá Kristínu og Guðmundi og Guðmund- ur sonur okkar var hálfan vetur í fóstri þeirra hjóna. Ástfóstur þeirra og barnanna þeirra við börn okkar skal nú enn þakkað. Guðmundur naut hvarvetna ómældrar virðingar þeirra sem kynntumst honum bæði hérlendis og erlendis. Mér er t.d. minnisstæður norrænn forsætisráðherrafundur í Reykjavík þar sem Guðmundur stýrði fundum hinna norrænu sam- starfsfélaga sinna af skörungskap og greinilegt var hversu vel metinn og vinsæll hann var í þessum hópi starfsfélaga sinna. Þekkingarbrunnur Guðmundar var djúpur og gjöfull. Hann vitnaði gjarnan í íslenskar bókmenntir og sögu, og heimsbókmenntir voru einnig nærtæknar ef þörf gerði. Hann hélt mjög uppá Góða dátinn Svejk sem hann kunni nánast utan að og hafði gaman af að finna og vitna í samlíkingar við ýmsa atburði líðandi stundar. Það var ætíð tilhlökkunarefni af fá Guðmund og Kristínu í heimsókn er- lendis. Ógleymanlegar minningar eru tengdar sjóferð og bílferð frá Kaupmannahöfn í heimsókn til Ann og Janusar Paludan, fyrrum sendi- herra Danmerkur á Íslandi, að sveitasetri þeirra í Norður-Eng- landi. Guðmundi var þá nýkunnugt um veikindi sín sem hann mætti af stöku jafnaðargeði sem honum var svo ríkt, og gleðifundur með gömlum vinum er minning sem við varðveit- um. Við hittum Guðmund aðeins nokkrum dögum fyrir lát hans og greinilegt var að sjúkdómur hans herjaði nú mjög á honum. Við geng- um saman og áttum ekki von á að það væri kveðjustund okkar því Kristín gerði okkur síðan, sem oftar, heim- boð að Reynistað til þeirra. Svo gat ekki orðið. Eftir eru góðar minningar og þakkir fyrir samfylgdina og vin- áttu. Við Heba, börn okkar og tengda- börn, kveðjum nú góðan dreng og vin með virðingu og þökk. Við biðjum þess að algóður Guð styrki Kristínu og fjölskylduna alla við fráfall hans. Helgi Ágústsson. Við fráfall Guðmundar Benedikts- sonar sækja minningar á hugann. Kynni okkar einkenndust frá upphafi af hlýju hans og vinsemd í minn garð. Hann var prúður maður, fyrirmann- legur að yfirbragði og góðgjarn. Þegar kunningsskapur okkar fór vaxandi hittumst við stöku sinnum hjónin tvenn og áttum saman skemmtilegar stundir. Eitt sinn gerðist það, nánast fyrir tilviljun, fyrir nær aldarfjórðungi að við hitt- umst í Kaupmannahöfn. Þá komum við Helga kvöldið áður en þau Kristín og Guðmundur komu daginn eftir úr allt annarri átt á sama hótel. Það var heppileg ráðstöfun forsjónarinnar. Bæði voru þau hjón með afbrigðum skemmtileg, Guðmundur stórfróður með glampandi húmor og sagði sög- ur af þjóðkunnum Íslendingum í Höfn, frá námsárum þeirra, stundum ævi þeirra og örlögum. Inn á milli skutu þau bæði góðlátlegum en kími- legum frásögnum af allt öðru fólki og um allt annað efni. Guðmundur talaði hæglátlega en mál hans var oft hnit- miðað, örstuttar setningar gátu sagt langa sögu eða hitt beint í mark. Aldrei heyrði ég hann þó hnjóða í nokkurn mann. Þá var ekki síður eft- irminnilegt að koma heim til þeirra að Reynistað í Skerjafirði. Heimilið hafði á sér höfðingjabrag við hæfi, gestum var fagnað með þéttu hand- taki og breiðu brosi og rausn þeirra hjóna átti sér lítil takmörk eða engin. Stundir af þessum toga voru okkur Helgu ávallt tilhlökkunarefni, en þær verða ekki frekar raktar hér. Merkra starfa Guðmundar verður heldur ekki getið hér. Það gera væntalega aðrir. En þessi kveðjuorð eru sett á blað til þess að flytja þakkir frá okkur Helgu fyrir vináttu hans í okkar garð og fyrir ógleymanlegar gleðistundir, sem við höfum átt með honum og þeim hjónum báðum. Öll okkar sam- skipti skilja eftir sig gildan sjóð minninga sem seint mun ganga til þurrðar. Því miður getum við Helga ekki verið við útför Guðmundar, en við sendum Kristínu, eftirlifandi eigin- konu hans, börnum þeirra hjóna og öðru venslafólki einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Benediktssonar. Pálmi Jónsson. Hann afi Guðmundur var alveg einstakur maður. Hann var svo hlýr og góður og svo ofboðslega sniðugur. Hann kunni líka að sjóða kæfu og sendi okkur alltaf, hvort sem við bjuggum í Reykjavík, í Garðabæ, á Spáni, í Belgíu eða í Bandaríkjunum. Hann spurði alltaf hvort við værum ekki vinkonur. Á föstudagskvöld, þegar við vorum að borða, þá bað amma hann um að láta sveppina ganga en afi sagði að sveppirnir væru ekki göngufærir. Það fannst okkur fyndið. Alveg síðan ég var mjög ung hef ég dáðst að uglustytt- unum hans afa. Hann var með svona hundrað litlar uglur í glerskáp og það var alltaf gaman að skoða þær. Annað, sem ég man svo vel eftir, var þegar afi potaði stafnum sínum laust í mig og lét sem ekkert hefði gerst. Við hlógum alltaf mikið að því. Þegar ég var svona fimm ára gerði afi gald- ur með rúsínu og lét hana hverfa. Þegar ég fékk að vita árum seinna hvernig hann fór að því þá hló ég næstum endalaust. Afi var líka með svo skemmtilegan hlátur, sem ég man svo vel eftir. Ég heyrði hann hlæja mest á jólunum þegar við dönsuðum í kringum jólatréð og afi bætti svona ,,bararambamm!“ inn í „Göngum við í kringum“. Mér hefur alltaf fundist það vera svo afskaplega fyndið. Afi var líka góður í íslensku og var oft að fara með ljóð. Síðasta kvöldið fór hann með uppáhaldið mitt, sem er úr Lísu í Undralandi: The sun was shining on the sea, Shining with all his might: He did his very best to make The billows smooth and bright- And this was odd, because it was The middle of the night. Afi var einstaklega indæll og mig langar svo mikið að þakka honum fyrir pabba minn. Afi, ég elska þig ofsalega mikið og ég sakna þín rosa- lega mikið! Þín „besta vinkona“, Unnur Eggertsdóttir. Maður lifandi, biddu fyrir þér, ég held nú það. Þessi orð verða mér ógleymanleg í minningunni um Guð- mund, hvernig hann sagði þau og hve vel þau féllu við málfar hans og per- sónuleika. Kynni okkar Guðmundar hófust fyrir um það bil 25 árum, en á þeim tíma sá ég um rekstur Borgartúns 6, funda- og ráðstefnusala ríkisins, þar sem iðulega voru haldnar móttökur og veislur fyrir ráðuneyti og ríkis- stofnanir auk hverskonar funda og ráðstefnuhalds. Þá var Guðmundur ráðuneytisstjóri í Forsætisráðuneyt- inu og reyndar þar til hann lét af störfum sakir aldurs árið 1991. Mig langar að minnast Guðmund- ar með nokkrum orðum og tæpa á nokkrum atriðum sem eru mér dýr- mæt í huga. Guðmundur var embættismaður eins og þeir gerast bestir, afar trúr sínum ráðherrum og embætti, en hann þjónaði níu forsætisráðherrum sem ráðuneytisstjóri og einhverjum öðrum þar áður í dómsmálaráðu- neytinu. Eins var hann afar ná- kvæmur og vandvirkur í allri sinni embættisfærslu, fyrir utan að taka öllum, sem til hans leituðu, af vin- semd og alúð. Guðmundur fylgdist vel með og lét sig varða um að allur undirbúningur og framkvæmd við opinberar heim- sóknir erlendra gesta væri óaðfinn- anleg og vandað til eftir föngum. Venjan er sú að alls öryggis er gætt og eru öryggisverðir frá lögreglunni hafðir til að gæta þeirra tignu gesta, sem sækja okkur heim. Eitt sinn hafði ég orð á því við Guð- mund hvort ekki væri óvarlegt að láta ráðherrann sitja við mitt mat- arborðið og snúa baki í gluggann þar sem blasir við ofan frá Suðurgötunni, ef hryðjuverkamenn væru á ferðinni. Guðmundur svaraði að bragði: „Hann Steingrímur er svo fjandi kurteis að hann vill vera sjálfur í skotlínunni og það fær því ekkert haggað.“ Þar við sat og hafði ég full- an skilning á gestrisni ráðherrans og hef ekki nefnt þetta síðan. Annað skiptið var von á erlendum þjóðhöfðingja til matarveislu í boði ráðherrahjóna og þurfti að velja réttu vínin með réttunum. Vín frá Madeira, sem reyndar heitir einnig Madeira, var valið með eftirréttinum og spunnust smávegis umræður um það. Við það tækifæri sagði ég við Guðmund: „Veistu það Guðmundur að við Höskuldur (ÁTVR) vorum á Madeira fyrir nokkrum árum og skoðuðum þar meðal annars vínkjall- ara og hugsaðu þér, þarna voru 100.000 lítra tunnur með Madeira- víninu í, heldurðu að væri nú ekki gott að eiga svona eina í ellinni til að dreypa á?“ Guðmundur svaraði að bragði: „Jú, víst væri það, en það væri betra að hafa þær tvær, þá gæti maður gefið örlítið með sér.“ Svona sló hann alltaf á létta strengi og gladdi mann með þessari óborgan- legu spaugsemi og hnyttni í tilsvör- um. Eftir að Guðmundur hætti störf- um í ráðuneytinu hittumst við nokk- uð reglulega og fórum í bíltúra um nágrenni Reykjavíkur og stundum lengra. Í þessum ferðum kynntumst við vel og naut ég þekkingar hans á sögunni, mönnum og málefnum og ekki síst á landinu, sem honum þótti svo vænt um. Ísland, fáninn og emb- ætti forseta Íslands voru honum heil- ög og þar mátti hvergi falla skuggi á. Eins var Guðmundur trúaður maður og fór ekki dult með það að Jesús var leiðtogi lífs hans. Slíkan mann er gott að fá að umgangast og ekki versnar maður við það. Nú, þegar Guðmundur leggst í sæng móður jarðar, vil ég þakka hon- um alla þá gleði, hlýju og vináttu, sem hann hefur sýnt mér. Þeim Kristínu og Guðmundi vilj- um við þakka ógleymanlegar sumar- ferðir undanfarin ár og hörmum það að ekki verður af fyrirhugaðri ferð þessa árs. Við vottum Kristínu og fjölskyldu, okkar dýpstu samúð. Elías og Ólöf. Vinátta og tryggð eru dyggðir sem ristu djúpt hjá Guðmundi Benedikts- syni fv. ráðuneytisstjóra. Lýsir það manninum vel og veldur miklu um hve sárlega hans er nú saknað af vin- um hans og mörgum þeim öðrum sem voru svo lánsamir að kynnast honum á langri ævi. Embættisfærsla hófst á margan hátt upp úr hversdagsleika sínum þegar Guðmundur átti í hlut. Hann kunni mætavel að gæta í senn virð- ingar Stjórnarráðsins, sýna hús- bændum hollustu og koma fram af varfærni og persónulegri hógværð – sem góðu heilli var oft glettni bland- in. „Við hér í kansellíinu fáum aldrei að vita neitt!“ Vald hans á íslensku máli, töluðu og rituðu, kjarnyrðin og spakyrðin, sem runnu fram við ólík- ustu tækifæri, endurspegluðu djúp- stæða þekkingu, ást og skilning á sögu þjóðarinnar og bókmenntum. Frásagnargáfa hans með allri sinni kímni var óþrjótandi fróðleiks- og gleðibrunnur. Það lá í augum uppi að maður gæddur slíkum kostum væri fé- lagslyndur og hrókur fagnaðar. Þetta kom m.a. glöggt fram í Stúd- entafélagi Reykjavíkur þegar gengi þess stóð sem hæst á liðinni öld með Guðmund í forystuliði. Þar var þá haldið á loft sigrum sjálfstæðisbar- áttunnar, fjallað um helstu þjóðmál af þekkingu og framsýni og til gleði haldnar menningarlegar kvöldvökur á þjóðlegum grunni. Guðmundur var líka einn þeirra sem gengust fyrir því að Stúdentafélagið gaf Háskóla Ís- lands 60 ára styttuna af Sæmundi á selnum, fyrsta norræna námsmann- inum sem vitað er um í París, sem svo vel sómir sér fyrir framan að- albyggingu háskólans, þótt ennþá vanti raunar af skólans hálfu þá tjörn og gosbrunn sem listamaðurinn Ás- mundur Sveinsson hugsaði sér sem umgjörð hennar. Eitt af mörgu í verkahring Guð- mundar í forsætisráðuneytinu um árabil var undirbúningur heimsókna opinberra gesta. Lágu leiðir okkar einnig þar saman. Vakti Guðmundur af mikilli árvekni og nákvæmni yfir að tryggilega væri um allt búið. Þannig náðu heimsóknirnar tilgangi sínum – urðu fjölbreytt og gleðirík umgjörð þarfra samræðna leiðtoga okkar við þá erlendu ráðamenn sem voru á ferð hverju sinni og lögðu grunn að enn traustari vináttu land- inu til framdráttar. Að leiðarlokum er Guðmundur af- ar kært kvaddur og horft yfir fjár- sjóð dýrmætra minninga. Lífsföru- naut hans glæstum og tryggum, Kristínu Claessen, og fjölskyldunni allri sendum við Ragna einlægar samúðarkveðjur. Ólafur Egilsson. Með Guðmundi Benediktssyni er genginn einn mesti og skemmtileg- asti heiðursmaður sem við hjónin höfum kynnst. Guðmundur var heimsmaður sem lifði í nútímanum, hafði skoðanir á viðburðum líðandi stundar, var pólitískur eins og þeir menn eru sem vilja láta sig varða mótun framtíðar, en um leið var for- tíðin honum afar hugfólgin og hann var margfróður um menn og málefni sem heyra sögunni til. Hann var fast- heldinn á gamlar hefðir og var það eitt af mörgu sem hann og Kristín frænka mín áttu sameiginlegt. Eggjasnafsinn á sumardaginn fyrsta á Reynistað er dæmi um það, en þau hjónin hafa viðhaldið þeirri skemmti- legu, líklega 200 ára fjölskyldu- tradition allt frá því þau tóku við búsforráðum á Reynistað af tengda- foreldrum Guðmundar; öndvegis- hjónunum Soffíu og Eggerti Claessen. Guðmundur var jafnan hrókur alls fagnaðar í þessum boðum eins og alls staðar þar sem hann var með í mann- fagnaði og eru frásagnir hans og skemmtisögur það sem fyrst kemur upp í hugann við upprifjun á sum- ardeginum fyrsta í gegnum tíðina. Og það liggur ljóst fyrir að sumar- dagurinn fyrsti verður hér eftir helg- aður minningu Guðmundar Bene- diktssonar í minni fjölskyldu. Frásagnarlistin var Guðmundi í blóð borin og ekki spillti röddin. Guð- mundur hafði sérstakan og einstak- lega hljómfagran málróm og áherslur sem ekki er unnt að lýsa og dillandi hláturinn, sem jafnan var stutt í, hljómar sem músík í eyrum mér er ég skrifa þessar línur. Þótt Guðmundur hafi notið sín í opinberum veislum og á mannamót- um sem hann sótti sem ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneytinu, held ég samt að honum hafi alltaf liðið best með fjölskyldu sinni og vinum. Hann var sannur og góður vinur vina sinna og aldrei lá honum illt orð til nokkurs manns. En Guðmundur var fyrst og fremst fjölskyldumaður. Samband hans og Kristínar var einstakt og sama er að segja um samband þeirra við dæturnar, Ragnheiði Margréti, Soffíu Ingibjörgu og Solveigu Láru, soninn Eggert Benedikt, tengdasyni og tengdadóttur, barnabörnin og barnabarnabörnin. Þessi stóra fjöl- skylda er einhver samstilltasti og hlýlegasti hópur sem við Systa höf- um kynnst. Guðmundur var að sjálf- sögðu miðpunkturinn, alltaf með Kristínu sér við hlið og stórbrotið heimili þeirra, ættaróðalið að Reyni- stað í Skerjafirði, sá griðastaður og athvarf sem alltaf stóð öllum opið. Þegar við Systa ókum þaðan eftir okkar síðustu heimsókn varð henni að orði: „Þetta heimili og þetta fólk á engan sinn líka. Manni líður alltaf jafn vel á Reynistað. Þar ríkir svo einstaklega góður andi.“ Nú er Guð- mundar sárt saknað af öllum sem hann þekktu en andi hans lifir og víst er það huggun harmi gegn að eiga um hann eingöngu slíkar minningar að maður sér bara hinar björtu hliðar tilverunnar þegar hann kemur upp í hugann sem verður oft á ókomnum árum. Við Systa sendum Kristínu og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórður Ásgeirsson. Elskuleg móðir mín og amma okkar, LÁRA KÁRADÓTTIR, sem lést í Sunnuhlíð 20. ágúst sl. verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu, miðvikudaginn 31. ágúst kl. 15.00. Sigríður D. Benediktsdóttir, Sóley Dröfn Davíðsdóttir, Kári Fannar Lárusson. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.