Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FLÝJA NEW ORLEANS Íbúum New Orleans var í gær skipað að yfirgefa heimili sín því fellibylurinn Katrín stefndi beint á borgina, en vindhraðinn í honum var allt að 282 km/klst. Borgarstjórinn, Ray Nagin, sagði brottflutninginn vera einsdæmi í sögu Bandaríkjanna, en nauðsyn- legan. Búist var við að Katrín skylli af fullum þunga á borgina í dag. Við það er hugsanlegt að meirihluti borgarinnar fari á kaf þar sem hún stendur að mestu leyti tvo metra undir sjávarmáli. Stjórnarskrá tilbúin Jalal Talabani, forseti Íraks, sagði í gær að stjórnarskrá landsins væri tilbúin og að hún yrði lögð í dóm þjóðarinnar. Áætlað er að þjóð- aratkvæðagreiðsla verði haldin 15. október næstkomandi. Drögin voru lögð fyrir íraska þingið í gær, en ekki var kosið um hana þar. Súnnítar andmæla enn drögunum. Snæfellsjökull hopar Vegna hlýnandi veðurs und- anfarin ár hefur Snæfellsjökull minnkað mikið á síðustu 10 árum, að sögn þeirra sem fylgst hafa með jöklinum. Oddur Sigurðsson, jarð- fræðingur segir ástæðulaust að ör- vænta, jökullinn muni ekki hverfa á næstunni þó hlýnun haldi áfram. Stærsti lax sumarsins? Tuttugu og sex punda hængur veiddist í Laxá í Aðaldal á laug- ardagskvöldið og að sögn leiðsögu- manna í ánni er það stærsti lax sum- arsins. Bandaríkjamaðurin Art Lee veiddi laxinn og tók hann um 40 mín- útur að landa honum. Lee hefur margoft veitt í Laxá áður og ekki í fyrsta sinn sem hann veiðir stærsta lax sumarsins. 50 konur á heimsfundi Um 50 konur munu sitja heims- fund menningarráðherra sem hefst á Hótel Nordica í dag. Þar af eru um 30 menningarráðherrar og fulltrúar alþjóðasamtaka en fundurinn er haldinn í tilefni 75 ára afmælis Vig- dísar Finnbogadóttur fyrr á árinu. Meðal gesta er Cherie Booth Blair, eiginkona Tonys Blair, forsætisráð- herra Bretlands. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 28/31 Vesturland 11 Myndasögur 28 Skotveiði 12 Víkverji 28 Viðskipti 13 Staður og stund 30 Erlent 14/15 Leikhús 34 Daglegt líf 16/17 Menning 32/37 Umræðan 18/19 Bíó 34/37 Bréf 19 Ljósvakar 38 Forystugrein 20 Veður 39 Minningar 22/26 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FYRSTU réttir haustsins fóru fram í Mývatns- sveit í gær, en smölun hófst sl. fimmtudag í leið- inda norðan slagviðri og þoku. Tvær réttir eru í Mývatnssveit, Baldursheimsrétt og Reykjahlíð- arrétt, og var réttað í þeim báðum í gær. Fé hefur fækkað töluvert í Mývatnssveit á undanförnum árum og í Baldursheimsrétt komu nú aðeins 500 fjár. Þá eru bændur sunnan vatns flestir komnir með fé í lokuð hólf sem hver hugs- ar um og smalar fyrir sig. Til Reykjahlíðarréttar komu um 2.500 kindur sem mikill mannfjöldi sá um að draga í dilka. Réttarstjóri var Leifur Hallgrímsson í Vogum og í réttinni var þeim gamla sið viðhaldið að bjóða gestum upp á kaffi og meðlæti í tjaldi. | 10 Morgunblaðið/BFH Mývetningar rétta fyrstir allra LÖGREGLUNNI á Akureyri barst í gærmorgun tilkynning frá vegfar- anda um að bifreið hefði farið út af Ólafsfjarðarvegi skammt norðan við bæinn Hvamm og hefðu 2 menn verið í bifreiðinni. Þá kom fram að menn þessir væru nú á gangi til norðurs eftir veginum. Er lögregla kom á vettvang voru þeir hvergi sjáanlegir en sést hafði til ferða þeirra við útihús á bæ í nágrenninu. Leitaði lögreglan mannanna í dá- góða stund á því svæði sem talið var að þeir héldu sig en án árangurs. Var því skipulagðri leit hætt en vakt höfð áfram á svæðinu sem skil- aði því að laust fyrir hádegi sást til ferða mannanna á Ólafsfjarðarvegi skammt frá þeim stað er óhappið varð og voru þeir handteknir, kald- ir og blautir eftir að hafa haldið kyrru fyrir í fjallshlíðinni í um 5 klukkustundir. Voru þeir færðir á lögreglustöðina á Akureyri þar sem frekari rannsókn málsins fór fram. Fram kom í máli mannanna að þar sem þeir hafi verið á lánsbifreið hafi þeir orðið skelkaðir og því flú- ið af vettvangi og hírst í skógar- kjarri þar til kuldinn var þeim óbærilegur. Lofthiti á þessum slóð- um var um 4 gráður og svalt í veðri. Málið telst upplýst og eigandi bif- reiðarinnar búinn að fá hana aftur en þó í heldur verra ásigkomulagi. Skelkaðir eftir útafakstur HEIMIR Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, seg- ir að hér sé ekki til neinn listi yfir þau flugfélög sem ekki er treyst til að fljúga í íslenskri lofthelgi. Eins og fram kom í frétt Morg- unblaðsins um helgina hafa stjórn- völd í Frakklandi og Belgíu nýlega ákveðið að birta lista yfir þau flug- félög, sem af öryggisástæðum er bannað að fljúga inn í lofthelgi landanna. Áður hafa slíkir listar verið birtir í Bandaríkjunum, Bret- landi og Sviss. Heimir Már segir að þessi mál séu þó stöðugt í umræðunni og bendir jafnframt á að þau flugfélög sem séu á bannlista hinna landanna fljúgi ekki hingað til lands. Enginn bannlisti hér yfir flugfélög FL GROUP mun þurfa að endurnýja flugvélaflota sinn eftir um sjö til tíu ár, en núverandi floti hentar félaginu vel, segir Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group. Í septemberriti tímaritsins Airliner World er rætt við Ragnhildi og Jón Karl Ólafsson, forstjóra Icelandair, og segir Jón meðal annars að draumastærð á vél- um fyrir félagið væru vélar sem tækju á milli 140 og 150 farþega. Ragnhildur segir ekki á dagskrá að taka aftur í notkun minni vélar. „Ástæðan fyrir því að þetta var sagt er að gott væri að hafa aðeins minni vélar, sérstaklega á veturna þegar farið er inn á nýja markaði,“ segir hún. „En til að keyra núverandi leiðakerfi eru Boeing 757-vélarnar í raun þær einu sem geta uppfyllt okk- ar þarfir.“ Horft til nýrra tegunda Ragnhildur segir að félagið muni þurfa að endurnýja flugvélaflota sinn einhvern tímann á árunum 2012 til 2015. „Þá munum við örugglega horfa á nýjar tegundir af flugvélum sem ver- ið er að hanna hjá Boeing og Airbus,“ segir hún. „Ef á allt væri kosið væri ágætt að hafa aðeins minni vélar, en eins og staðan er í dag eru þær ekki eins langdrægar og geta ekki tekið eins mikla þyngd, svo þær passa ekki inn hjá okkur.“ Ragnhildur segir ekki koma til greina að nota tvær mismunandi teg- undir af vélum, enda ríki mikil ánægja með árangurinn af því að hafa aðeins eina tegund. Boeing 757 og 767 séu notaðar í dag og það liggi ljóst fyrir að þær verði notaðar áfram næstu árin, enda henti þær mjög vel. FL Group þarf að endur- nýja flotann eftir 7–10 ár HJÖRVAR Steinn Grétarsson, 12 ára, varð yngstur til að vinna sér sæti í landsliðsflokki í skák þegar hann tryggði sér sigur í áskorendaflokki Skáksambands Ís- lands í gær. Hjörvar hlaut tvo vinninga í flokknum en aðrir kepp- endur urðu jafnir í öðru til fjórða sæti með einn og hálfan vinning. Hjörvar tapaði í sinni síðustu skák fyrir Guðlaugu Þorsteinsdóttur en þeir Jón Árni Halldórsson og Har- aldur Bjarnason gerðu jafntefli og tryggði Hjörvar sér þar með titilinn. Með sigrinum sló hann met þeirra Hannesar Hlífars Stefánssonar og Þrastar Árnasonar, sem voru 13 ára þegar þeir unnu sér sæti í landsliðs- flokk. Meiri væntingar eftir sigurinn Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Hjörvar vera ánægður með þennan árangur. Hann segir að í kjölfar sigursins verði eflaust gerðar auknar væntingar til sín og hann þurfi því að æfa sig meira en áður. Framundan hjá honum er hins vegar Norðurlandamót í skólaskák í Ósló en þar keppir hann fyrir sveit Rima- skóla. Keppnin hefst 8. september og hefur Rimaskóli þar titil að verja, en sveit skólans vann titilinn í fyrra. Hjörvar er að byrja í 7. bekk nú í haust og segir hann skólann taka sinn tíma. „Þegar ég á frí reyni ég að æfa mig í skákinni en námið hefur forgang,“ segir Hjörvar. Aðspurður hvaða mark- mið hann hafi sett sér í skákinni segist hann einkum horfa til þess að verja Norðurlandameistaratitilinn í næsta mánuði en framhaldið verði svo að koma í ljós. „Ég ætla allavega ekki að hætta á næstunni, þegar það gengur svona vel,“ segir Hjörvar. Hann býst þó ekki við miklum árangri í landsliðs- flokknum til að byrja með, enda keppir hann þar við sterka mótherja. „Þetta verður mjög erfitt en maður reynir að gera sitt besta,“ segir skákmeistarinn ungi. Hjörvar sigraði í áskorendaflokki Skáksambandsins Yngstur í landsliðsflokk Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Hinn ungi Hjörvar Steinn Grétarsson að tafli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.