Morgunblaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 1
2005  MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÞRÓTTARAR FALLNIR Í TÍUNDA SKIPTI / C4 ÞORLÁKUR Árnason hættir störfum sem þjálfari úr- valsdeildarliðs Fylkis í knattspyrnu eftir þetta tíma- bil. Hann er að ljúka sínu öðru ári við stjórnvölinn hjá Árbæjarliðinu en hann samdi við félagið til þriggja ára haustið 2003. „Það er rétt, Þorlákur hefur ákveðið að hætta og hann tilkynnti leikmönnunum það eftir æfingu í gær- kvöld. Það voru endurskoðunarákvæði í hans samn- ingi að loknu þessu tímabili og hann nýtir sér þau,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður meistaraflokks- ráðs karla hjá Fylki, við Morgunblaðið í gær. Ásgeir sagði að eflaust færi leit að eftirmanni Þor- láks fljótlega í gang. „Ég kem þó ekki nálægt henni því ég hætti formennskunni þegar tímabilinu lýkur.“ Fylkismenn höfnuðu í fjórða sæti úrvalsdeildar- innar undir stjórn Þorláks á síðasta ári. Í ár hefur gengi þeirra ekki verið samkvæmt væntingum, Fylk- isliðið hefur oft spilað mjög góðan fótbolta í sumar en stöðugleikann vantað í leik þess. Þorlákur hættir með Fylkismenn SÆNSKA meistaraliðið Halm- stad hefur gert FH-ingum tilboð í Davíð Þór Viðarsson og þá hef- ur enska 1. deildarliðið Reading, sem Ívar Ingimarsson og Brynj- ar Björn Gunnarsson leika með, sent fyrirspurn til FH-inga um að fá leikmanninn út til reynslu. Pétur Ó. Stephensen, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeild- ar FH, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að Halmstad hefði gert tilboð í Davíð Þór en því yrði ekki tekið að svo stöddu. Þá sagði Pétur að forráðamenn Reading hefðu á fagmannlegan hátt sett sig í samband við FH- inga og óskað eftir því að fá Davíð Þór til reynslu eftir tíma- bilið. Davíð Þór kom til landsins í gærkvöld frá Svíþjóð þar sem hann átti viðræður við for- ráðamenn Halmstad og skoðaði aðstæður hjá félaginu en með liðinu leikur Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. ,,Mér leist bara mjög vel á Halmstad og allt í kringum það. Það er samt alveg ljóst að ég sem ekki við liðið áður en félagaskiptaglugginn lokar núna um mánaðamótin. Það er hins vegar möguleiki á að ég fari til Halmstad síðar í vetur. Það eru fleiri hlutir sem ég er að skoða og það er þegar ákveðið að ég fer til Reading þegar tímabilinu með FH lýkur í haust,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, við Morg- unblaðið í gær, en hann er samn- ingsbundinn FH til ársins 2007. Reading vill skoða Davíð Þór Viðarsson Ólafur Garðarsson, umboðsmað-ur, sagði við Morgunblaðið að um fullan atvinnusamning væri að ræða og Rúrik færi beint í æfinga- hóp aðalliðs og varaliðs Charlton. Rúrik er 17 ára gamall, á að baki 18 leiki með tveimur yngri landslið- um Íslands, og hefur skorað í þeim 5 mörk. Hann samdi snemma á síðasta ári við belgíska félagið Anderlecht en sneri þaðan aftur til HK eftir rúmlega hálfs árs dvöl og samdi þá við Kópavogsfélagið til þriggja ára. Rúrik hefur verið í stóru hlutverki hjá HK í 1. deildinni í sumar. Þar með eru tveir Íslendingar í röðum Charlton en landsliðsmaður- inn Hermann Hreiðarsson hefur verið þar síðan í mars 2003. „Við erum sáttir við okkar hlut og fyrst og fremst ánægðir fyrir hönd Rúriks að hann skuli vera kominn á þær slóðir þar sem hans metnaður liggur í fótboltanum,“ sagði Halldór Valdimarsson, formaður knatt- spyrnudeildar HK, við Morgunblað- ið að undirskriftinni lokinni í gær en hann fór til London til að ganga frá samningum fyrir hönd félagsins. Rúrik samdi við Charlton RÚRIK Gíslason, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu úr HK, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildar- félagið Charlton Athletic. Gengið verður frá félagaskiptum hans í dag og hann verður því löglegur með Lundúnaliðinu frá og með morgundeginum, og spilar því ekki meira með HK í 1. deildinni á þessu tímabili. Hann kom aftur til Íslands að lokinni undirskrift í gær en er alfarinn til félagsins í næstu viku. Rúrik Gíslaon Þegar Morgunblaðið náði tali afGrétari í gærkvöldi var hann staddur í Hollandi að skoða aðstæð- ur hjá AZ Alkmaar og ræða kaup sín og kjör. Alkmaar er sem stendur í efsta sæti hollensku úrvalsdeild- arinnar, með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en liðið vann góðan útisigur á Vitesse, 5:0, í síðustu um- ferð og er til alls líklegt í deildinni í vetur. Grétar Rafn sagðist spenntur yfir tilboðinu og vonaðist eftir að læknisskoðuninn færi vel. „Ég slæ ekki hendinni á móti því að spila með einu stærsta félagi í Hollandi og mjög sterku liði á evrópska vísu. Þannig að þetta er frábært tækifæri fyrir mig og mjög stórt skref upp á við. Félagið er mun stærra en fólk gerir sér grein fyrir þannig að þetta er allt mjög spennandi,“ sagði Grét- ar og bætti við að Alkmaar hefði fylgst með honum í þó nokkurn tíma. „Þeir voru búnir að fylgjast með mér bæði í landsleikjum og svo hefur útsendari verið á síðustu leikj- um hjá Young Boys þannig að þetta hefur verið í bígerð í einhvern tíma en það kom fljótt upp að kauptil- boðið hefði verið samþykkt.“ Heldur til móts við landsliðið á morgun Grétar fer í læknisskoðun hjá hol- lenska liðinu í dag og heldur til Ís- lands strax að henni lokinni. Ef allt fer vel í skoðuninni skrifar Grétar undir samning áður en hann heldur til æfinga með landsliðinu. Hann segir dvölina í Sviss hafa verið mjög góða en ferillinn verði að ganga fyr- ir. „Það hefur verið mjög fínt að vera hjá Young Boys og mér hefur geng- ið mjög vel í leikjum liðsins. En ég er orðinn 23 ára og verð að hugsa um feril minn og það er ljóst að Alkmaar er mun sterkara lið og þegar svona tækifæri gefst verður maður að grípa það.“ Grétar Rafn á leið til AZ Alkmaar GRÉTAR Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leik- maður Young Boys í Sviss, mun að öllum líkindum skrifa undir samning við hollenska félagið AZ Alkmaar í dag eftir að hafa und- irgengist læknisskoðun. Félag Grétars Rafns, Young Boys, sam- þykkti fyrr í vikunni kauptilboð í leikmanninn snjalla sem hefur staðið sig vel með félagi sínu sem og íslenska landsliðinu í und- anförnum leikjum. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Helgi Valur Daníelsson, miðjumaður Fylkis, og Branislav Milicevic, varnarmaður Keflvíkinga, í hörkubaráttu á Árbæjarvelli í gær þar sem Keflavík fór með sigur af hólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.